Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 49. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mann- skætt olíubál í Ekvador STÆRSTA olíuleiðslan í Ekvador rofnaði í gær með þeim afleiðingum að sjö manns létust, þijátíu er saknað og tug- ir hlutu brunasár, auk þess sem flutningur hráolíu stöðvaðist. Hér brennur olía sem lak í ána Teaone, en fórnarlömb olíu- lekans bjuggu í þorpum með- fram ánni. Sex létust við að reyna að synda yfír ána en sog- uðust inn í eldflauminn, að sögn almannavarnayfirvalda á svæð- inu. Bálið á ánni slokknaði ekki fyrr en það barst með henni út í Kyrrahaf. Jarðhrun kvað hafa rofíð leiðsluna. Ekvador er Qórði stærsti olíuútflytjandi Rómönsku-Ameríku. Yiðmiðunartölur um aðildarhæfni ESB-ríkja að EMU lagðar fram í gær Ellefu ríki uppfylla skil- yrði fyrir EMU-stofnaðild Brussel. Reuters. ÁFORMIN um stofnun Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu, EMU, tóku í gær mikilvægt skref í átt að því að komast í framkvæmd, þegar opinberar hagtölur siðasta árs úr öllum Evrópu- sambandsríkjunum fimmtán voru lagðar fram, en á þeim byggist væntanlegt mat á aðildarhæfni ríkjanna að myntbandalaginu. Samkvæmt þessum tölum virðast ellefu lönd uppfylla hin efnahagslegu skilyrði fyrir stofnað- ild að EMU um næstu áramót. Þýzkalandi, Frakklandi og Ítalíu, atkvæða- mestu löndunum meðal væntanlegi'a EMU-ríkja, tókst öllum að uppfylla skilyrðið um hámarks- fjárlagahalla á árinu 1997 með tölum sem slógu út jafnvel bjartsýnustu spár. Skilyrðið um há- marksfjárlagahalla þykir vega þyngst af þeim sem kveðið er á um í Maastricht-sáttmálanum, þar sem það gefi bezta vísbendingu um aga í rík- isfjármálum. Hann þykir lykilforsenda þess að myntbandalagið takist vel og hin sameiginlega Evrópumynt verði traustur gjaldmiðill. Ákvörðun tekin í byijun maí Þrjú ESB-lönd - Bretland, Danmörk og Sví- þjóð - hafa kosið að taka ekki þátt í stofnun EMU, en Grikkland er eitt um að hafa viður- kennt að það eigi ennþá langt í land með að upp- fylla sett skilyrði. Óll hin ESB-ríkin ellefu - Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Holland, Belgía, Lúxemborg, Spánn, Portúgal, Austurríki, írland og Finnland - hafa samkvæmt þeim tölum sem fyrir lágu í gær staðizt kröfur sáttmálans. Þótt nú liggi loks fyrir þær tölur sem liggja munu til grundvallar ákvörðunum um hverjir verða með í EMU frá upphafi þá verða þær ekki teknar fyrr en 2.-3. maí, þegar leiðtogar ESB koma saman til sérstaks fundar af því tilefni. Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, fagnaði niðurstöðunni, en fjárlagahallinn í þessu mesta efnahagsveldi álfunnar á síðasta ári var 2,7% (sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu). Ítalía, sem mestar efasemdir hafa verið uppi um að myndi ná að uppfylla skilyrðin vegna mik- illar skuldasöfnunar síðustu áratugi og óstöðug- leika í stjórn- og fjármálum, tilkynnti að fjárlaga- hallinn 1997 hefði verið 2,7%, en þetta er vel und- ir því marki sem búizt hafði verið við. Þessi niður- staða var Romano Prodi forsætisráðherra mikill léttir, enda stendur stjóm hans og fellur með því að henni takist að koma Italíu í hóp EMU-rikja. Fjárlagahalli Frakklands 1997 reyndist 3,0%. Reuters Sambandssinnar andvígir endur- komu Sinn Fein London. Reuters, The Daily Telegraph. DAVID Trimble, leiðtogi flokks Sambandssinna Ulsters, stærsta flokks mótmælenda á Norður-ír- landi, kvaðst í gær vera mótfallinn því að Sinn Fein, stjómmálaarmi Irska lýðveldishersins, verði leyft að taka aftur þátt í viðræðum um frið á N-írlandi fyrri hluta mars. Var Sinn Fein vísað frá samninga- borðinu til níunda mars vegna meintra ódæðisverka IRA. Að loknum fundi með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær sagði Trimble við fréttamenn að ef Sinn Fein yrði leyft að taka aftur þátt í viðræðunum 9. mars myndi hann „ganga úr skugga um að þeir réðu ekki lögum og lofum við samn- ingaborðið“. Trimble gekk ekki svo langt að hóta því að draga flokk sinn út úr viðræðunum. Á fundi Blairs og hins írska starfsbróður hans, Berties Aherns, á fimmtudag var m.a. rætt um að flytja viðræðurnar frá Belfast og var samkvæmt frásögn breska blaðsins The Daily Telegraph Reykjavík nefnd meðal þeirra staða er til greina kæmu sem nýr vett- vangur. Eftir því sem næst varð komist hafði þessi hugmynd þó ekki verið borin undir íslenzk stjórnvöld og er sendiráðið í Lundúnum grennslaðist fyrir um bakgrunn fréttarinnar í gær fengust þau svör hjá brezkum stjórnvöldum að ekkert hefði verið hæft í fréttinni. Bein keisara Rússa greftruð í Petursborg Moskvu. Reuters. STJORN Rússlands ákvað í gær að bein síðasta keisara Rússlands og fjölskyldu hans yrðu greftruð í Pétursborg 17. júlí, nákvæmlega 80 árum eftir að bolsévíkar tóku fjölskylduna af lífi. Yfiivöld í Moskvu og Jekaterín- burg í Síberíu höfðu óskað eftir því að fá að greftra bein keisara- fjölskyldunnar. Borís Nemtsov aðstoðarforsætisráðherra sagði að stjómin hefði samþykkt að beinin yrðu greftruð við dómkirkju í Pét- ursborg, þar sem keisarar Rúss- lands voru greftraðir eftir að Pét- ur mikli stofnaði borgina. Beinin fundust nálægt Jekater- ínburg árið 1991 og Nemtsov skýrði frá því í fyrra að vísinda- menn hefðu komist að þeirri nið- urstöðu að enginn vafi léki á því að þetta væru bein Nikulásar 2. og fjölskyldu hans. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan vildi að beinin yrðu greftrað tafarlaust en sagði að rannsaka þyrfti þau betur áður en hún gæti viðurkennt þau sem bein keisarans og fjölskyldu hans. Yfirvöld í Pétursborg segjast hafa undirbúið athöfn þar sem líkt verði eftir greftran fyrri keis- ara Rússlands. Israelar biðja Sviss- lendinga afsökunar Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELAR báðu í gær Svisslend- inga afsökunar á því að ísraelska leyniþjónustan, Mossad, hefði gert tilraun til að koma hleranai-tækjum fyrir í húsi í Bern. Eitan Ben-Tsur, ráðuneytisstjóri í ísraelska utanrík- isráðuneytinu, sendi Flavio Cotti, forseta Sviss, afsökunarbréf. Svisslendingar höfðu krafist þess að Israelar bæðust afsökunar eftir að upp komst um Mossad-liðana að- faranótt 19. febrúar. Svissneska ut- anríkisráðuneytið sagði í gær for- setann fagna afsökunarbeiðninni sem ,jákvæðu skrefi" en eftir stæði að njósnir ísraelsmannanna væra „alvarlegt og ótækt brot á fullveldi Sviss“. Málið hefur valdið leyniþjónust- unni, sem áður fyrr var ein virtasta stofnun ísraels, miklum vandræð- um og komið illa niður á samskipt- um ísraels og Sviss, sem verið hafa vinsamleg. Kveðast hafa ætlað að taka á sig náðir í kjallaranum Einn mannanna, sem vora viðriðn- ir aðgerðina, kveðst hafa verið í kjallara hússins ásamt unnustu sinni vegna þess að þau hafi ætlað að sofa þar, þvi ekki hafi verið pláss annars staðar í húsinu. ísraelska blaðið Ma- ariv greindi frá þessu í gær og sagð- ist hafa eftir ónafngreindri konu er býr í fjölbýlishúsinu. Konan tjáði Maarív að parið hefði verið í kjallara hússins við þriðja mann og hefði hún séð einhvem ókennilegan tækjabúnað skammt frá þeim. Annað par hefði beðið þeiira utandyra. Svissnesk stjórnvöld greindu frá því í fyrradag að komið hefði verið að fimm manns í fjölbýlishúsi í Bern, og sem hefðu haft hlerunar- búnað undir höndum. Einn þessara fimm, ísraeli, var handtekinn. Fregnir hafa ýmist borist af því að Mossad hafi verið að undirbúa njósnir um Hizbollah-samtökin, sem berjast gegn ísraelum í suðurhluta Líbanons, eða gegn Hamas-samtök- um Palestínumanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.