Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir Stúlkan sem lést STÚLKAN sem beið bana í bflslysi á Grindavíkurvegi í fyrradag hét Gunnhildur Lín- dal Ambjömsdóttir. Gunnhildur fæddist 12. nóv- ember árið 1980 og var til heimilis í Heiðargarði 8 í Reykjanesbæ. Fréttir um tölvur og tækni á fréttavef NÝR fréttaflokkur, Tölvur og tækni, er nú í boði á Fréttavef Morgunblaðsins. Þar verða m.a. fréttir frá fréttaþjónustu Wired, sem Morgunblaðið hefur tryggt sér birtingarrétt á, en Wired flytur fréttir af nýjungum í margmiðlun. Til að finna Tölvur og tækni á fréttavefnum þarf að slá inn slóðina www.mbl.is, fara í valgluggann þar sem stendur: Hvað viltu skoða, og velja þar Tölvur og tækni. ♦ ♦♦ BLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins - Menning/list- ir/þjóðfræði. Meðal efnis má nefna fyrstu grein Þrastar Helgasonar í greinaflokki um íslenska bók- menntagagnrýni sem fjallar um dóm Jónasar Hallgrímssonar yfir rímum Sigurðar Breiðfjörð. Sigrún Eldjám segir frá ferð sinni til Japans þar sem hún kynntist papp- írsgerð þarlendra og Böðvar Guð- mundsson fjallar um vestur íslenzk- ar bókmenntir. Þá má nefna síðari grein Haraldar Ólafssonar um Sig- valda Hjálmarsson og kenningar hans og skyggnzt er í skuggsjá ungs manns á nítjándu öld; dagbók Halldórs Jónssonar sem kenndur var við Miðdalsgröf í Strandasýslu. Vélskólinn og Stýrimannaskólinn ekki fluttir í bráð Kennaraháskólinn fær inni í Sjómannaskólanum LJÓST er að ekki verður af flutn- ingi Stýrimannaskólans og Vélskól- ans í bráð, ef hugmyndir skólameist- ara þeirra og rektors Kennarahá- skólans verða að veraleika. Menntamálaráðherra ræddi í gær við rektor Kennaraháskólans og skólameistara Stýrimannaskólans og Vélskólans vegna tillagna sem upp höfðu komið um flutning síðar- nefndu skólanna til að rýma fyrir Kennaraháskólanum, og var niður- staða þess fundar að síðastnefndi skólinn fengi rými til afnota í húsi Sjómannaskólans án þess að til flutnings hinna skólanna kæmi. Ráðherra tók-upp viðræður við rekt- or Kennaraháskólans og háskólaráð í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á skólanum um áramót. Fær 1.300 fermetra „Rektor vissi um þær hugmyndir mínar að Kennaraháskólinn fengi inni í húsi Sjómannaskólans og ég hafði lagt til að kannað væri hvort ekki væri hagkvæmara fyrir fram- tíðarþróun Stýrimannaskólans og Vélskólans að þessar stofnanir flyttu sig um set. Þessar hugmyndir mættu andstöðu eins og kunnugt er, en eftir viðræður á milli skólanna undir forystu rektors Kennarahá- skólans er ljóst að Kennaraháskól- inn getur fengið allt að 1.300 fer- metra í þeim húsakynnum sem Vél- skólinn og Stýrimannaskólinn ráða yfir,“ segir Björn. Hann kveðst munu fara þess á leit við háskólaráð Kennaraháskólans og skólana að þeir vinni til hlítar tillög- ur um hvemig að þessu verður stað- ið. „Ef hægt er að leysa þetta mál án þess að flytja skólana er það viðun- andi niðurstaða af minni hálfu, en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að með framtíðarþróun skólanna í huga, einkum Vélskólans, verða menn að horfa til annarra staða. Það mál er hins vegar ekki eins knýjandi og það var,“ segir Bjöm. Hagkvæm til skamms tíma Ráðherra segir að sú lausn sem við blasi sé vissulega hagkvæm, að minnsta kosti til skamms tíma, en menn verði að halda áfram að velta fyrir sér öðrum möguleikum til að skólamir geti allir dafnað með eðli- legum hætti. Tjón hjá Rúmfata- lagernum TALSVERT Ijón varð f nýrri versl- un Rúmfatalagersins í Smáranum í gær þegar vatnsúðarar fóru skyndilega í gang. Mikið af vefnað- arvöru eyðilagðist í vatnsflaumnum en forsvarsmenn verslunarinnar segja það lán f óláni að vatnsúða- kerflð bilaði kl. 11 um morguninn. Fþ'ótlega tókst að loka fyrir vatn- ið og voru milli 20-30 manns við að þurrka af gólfúm verslunarinnar. Einnig kom slökkvilið á staðinn og dældi vatni af gólfúm. Þór Jónsson verslunarstjóri segir að gleymst hafi að setja splitt ( vatnsúðakerfið. Hann sagði að óhappið breytti engu um opnunartfma verslunar- innar en tekið verður á móti fyrstu viðskiptavinunum kl. 10 í dag. Jákup Jacobsen, eigandi Rúm- fatalagersins, sagði að líklega væri þetta tjón upp á um þijár miHjónir króna. Rúmfatalagerinn er tryggð- ur gegn vatnsskaða. Morgunblaðið/Porkell STARFSFÓLK Rúmfatalagersins vann við að setja skemmdan varning á bretti í versluninni í gær. Raftækjaverslun íslands bregst við nýjum raftækjamarkaði Hyggjast und- irbjóða ELKO ÞORKELL Stefánsson, eigandi Raftækjaverslunar íslands, hyggst bregðast við opnun raftækjamark- aðarins ELKO með því að bjóða upp á lægra verð en í nýju verslun- inni. Lokað verður í Raftækjaversl- uninni í Skútuvogi í dag og opnað á morgun með nýjum tilboðum. „Eg læt ekki uppi hvort verðið verður lægra í öllum tilvikum þvi ég vil halda ákveðnum spilum á hendi,“ sagði Þorkell. „En ég ætla að taka þátt í þessu stundarbrjálæði og fagna þessari samkeppni." Þorkell kvaðst telja að verðstríðið myndi ekki standa lengi á raftækja- markaðnum. „Engin ný speki að selja undir kostnaðarverði" „Ég kalla þetta brjálæði vegna þess að þama er að finna verð á ýmsum vöram, sem fær ekki staðist þegar til lengri tíma er litið,“ sagði hann. „En það er engin ný speki að selja undir kostnaðarverði í ákveð- inn tíma til að vinna sér markaðs- hlutdeild." Báðar raftækjaverslanimar tengjast erlendum verslunarkeðj- um, ELKO keðjunni Elkjöp og Raf- tækjaverslun íslands keðjunni Ex- pert. „Elkjöp er fyrst og fremst norskt hlutafélag og er með 110 verslanir og velta þeirra 1997 var 3,7 millj- arðar norskra króna [rúmlega 31 milljarður íslenskra króna],“ sagði Þorkell. „Expert er hins vegar al- þjóðafyrirtæki, sem vinnur í 17 löndum og er langstærsta keðjan í Evrópu með rúmlega þrjú þúsund verslanir. Veltan 1997 var öl millj- arður norskra króna [tæplega 485 milljarðar íslenskra króna].“ „Förum létt með að standa af okkur samkeppnina" Þorkell vildi ekki taka undir það að á Islandi væri i raun hafið verð- stríð milli Elkjöp og Expert. Hann sagði hins vegar það að geta boðið lágt vöraverð byggðist á því að geta keypt inn í miklu magni og þar hefði sá, sem væri stærri í sniðum, for- skot. „Og það sést hver hlutfóllin era,“ sagði Þorkell. „Elkjöp nær ekki ein- um tíunda hluta af Expert. Við för- um létt með að standa af okkur samkeppnina og höfum engar áhyggjur. Þetta kemur okkur ekki á óvart og við erum búnir að vinna okkar heimavinnu. Hér eru allir í miklu stuði og við ætlum að taka þessu af festu.“ ■ Sumir umboðsmenn/10 Raufarhöfn Bátur sökk i hofmnm Raufarhöfn. Morgunblaöiö. UM HÁDEGI í gær er menn vora að huga að bátum sínum sáu þeir að mb. Stekkjavík, 10 tonna bátur, var sokkinn. Alitið er að snjóhengja sem hefur myndast á bryggjunni hafi sprungið frá, lent beint á bátnum og velt honum. Hugað var að bátnum þegar slökkvistarfi lauk við mb. Baldvin í fyrrinótt og þá virtist allt í lagi. Forseti bæjar- stjórnar Selfoss ekki með í prófkjöri Selfoss. Morgiinblaðið. SIGURÐUR Jónsson, forseti bæjarstjórnar Selfoss, tekur ekki þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg, hinu sameinaða sveitarfé- lagi í vestanverðum Flóa, sem fram fer 14. mars nk. Sigurður tilkynnti flokksfélög- um sínum þetta á fundi á fimmtu- dag, þakkaði þeim samstarfið og hvatti til kröftugrar þátttöku i sveitarstjómarmálunum. Hann sagðist vilja hafa meiri tíma til annarra hugðarefna en sveitar- stjómarmálanna þó svo að spenn- andi tími væri framundan í mótun hins nýja sveitarfélags. Kaldast á Norðurlandi GERT er ráð fyrir köldu veðri um allt land yfir helgina. Kaldast verður á Norðurlandi en hvasst austanlands og strekkingur vest- antil. Frost verður á bilinu 10-18 stig sem er ekki eins mikið frost og áður var spáð en mikil vindkæl- ing gerir það að verkum að frostið virðist meira en ella. Skeiðarársandur var lokaður í gær og eins var slæmt ferðaveður á Mýrdalssandi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni vora vegir víðast hvar færir nema austan Akureyrar og í Þingeyjarsýslum þar sem allt var meira og minna ófært vegna veðurs eða snjóa. Skólahald lá víða niðri á Norður- landi eystra í gær og á Suðurlandi var hálka og skafrenningur. Hrossaflutn- ingar bannaðir LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA gaf í gær út reglugerð sem bannar allan flutning hrossa milli lands- hluta, lögbýla og hesthúsa. Eigend- um og umráðamönnum hrossa er gert skylt að gæta ýtrasta hreinlæt- is við hirðingu og forðast allan um- gang við hross í öðrum húsum. Til- efni reglugerðarinnar er hitasóttin sem lagst hefur á ljölmörg hross á Suðvesturlandi undanfama viku og ekki hefúr tekist að greina. f frétta- tilkynningu frá landbúnaðarráðu- neytínu kemur fram að ekki sé vit- að til að sóttin hafi borist í aðra landshluta og að með reglugerðinni sé þess vænst að takist að hefta frekari útbreiðslu sjúkdómsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.