Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 ____________ ___________________________ MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÓN Hjálmarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar í Vík, og Þórður Krisljánsson, sérfr^npm'vegagerðar- mnar í hitamæhngum á þjóðvegum, bora fyrir hitamæli í þjóðvegi eitt undan Eyjafjöllum. Borað fyrir hitamæli VEGAGERÐARMENN voru í vikunni að bora í þjóðveginn rétt austan við Steina undan Eyja- íjöllum. Holan er 1,5 m á dýpt og i hana á að setja hitamæli. Til- gungurinn er að mæla frost í veginum og hve djúpt það nær. Mælirinn er þannig gerður að blár vökvi er settur í glæran hólk, sem er stungið ofan í hol- una. Vökvinn verður glær þegar hann frýs og má þannig lesa hve djúpt frostið er komið í veginn. Mæla af þessu tagi er víða að finna í þjóðvegum landsins og eru til dæmis fjórir í Vestur- Skaftafellssýslu. Jón Hjálmars- son hjá Vegagerðinni í Vík sagði að sjaldgæft væri að gaddur færi niður fyrir einn metra, en þó hefði það komið fyrir. ASÍ og BSRB gagnrýna húsnæðismálafrumvarpið Greiðsluerfíð- leikar óleystir „MEÐ frumvarpinu er núverandi félagslegt eignaríbúðakerfi lagt af án þess að stofnað sé til annars þess í stað. Það óvissuástand sem skap- ast er óviðunandi,“ segir í yfirlýs- ingu sem húsnæðisnefnd ASÍ sendi frá sér í gær vegna frumvarps fé- lagsmálaráðherra um húsnæðismál. Ákveðið hefur verið að ASÍ og BSRB muni fara sameiginlega yfir efni frumvarpsins á næstu dögum og óska eftir nánari skýringum á ýmsum atriðum þess. í yfirlýsingu ASÍ segir að megin- tilgangur frumvarps félagsmálaráð- herra sé að leysa úr vanda Bygging- arsjóðs verkamanna og sveitarfé- laganna. „Vandi þess fólks sem nú á í greiðsluerfiðleikum vegna félags- legra eignaríbúða virðist óleystur. Ekki er heldur tekið á lítilli eigna- myndun. I frumvarpinu eru engin bein fyrirheit gefin um hvernig tek- ið skuli á þessu. Einna alvarlegast er að vandi þeirra sem ekki fá inni í núverandi húsnæðiskerfi vegna lágra tekna er enn óleystur. Hópur fólks uppfyllir hvorki skilyrði greiðslumats í al- menna né félagslega íbúðarkerfinu. ASÍ hefur lagt áherslu á að vandi þessa fólks verði aðeins leystur með nægjanlegu framboði leiguhúsnæðis á viðráðanlegu verði þar sem varan- legt búsetuöryggi er tryggt,“ segir í yfirlýsingu húsnæðisnefndar ASI. Mörgum spurningum ósvarað BSRB sendi frá sér fréttatilkynn- ingu vegna frumvarpsins í gær þar sem segir að um mjög veigamiklar breytingar sé að ræða sem krefjist ítariegrar skoðunar og mörgum spumingum sé enn ósvarað. „Þó verður ekki annað séð en að margir sem samkvæmt núverandi kerfi ættu rétt á félagslegum íbúðum verði skildir eftir á köldum klaka en á slíkt mun BSRB aldrei geta fall- ist," segir í yfirlýsingu BSRB. Þá er varað við því að frumvarpið verði keyrt í gegnum þingið nú á vordög- um án nauðsynlegrar umræðu í þjóðfélaginu. Umtalsverð átök talin f uppsiglingu um forstjóraráðningu á aðalfundi Osta- og smjörsöl-nnaf sf. Kröfur uppi um að stjórnin segi af sér Mikil óánægja er meðal eignaraðila Osta- og smjörsölunnar sf. vegna niðurstöðu stjórnarinnar við ráðningu forstjóra. Fulltrúar KEA gagnrýna harðlega að ekkert samráð var haft við KEA, stærsta eiganda fyrirtækisins. I grein Omars Friðrikssonar kem- ur fram að hörð átök eru líkleg á aðalfundi næstkomandi föstudag. FASTLEGA er búist við átökum á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar sf. næstkomandi fostudag vegna ósam- komulags um ráðningu nýs forsfjóra. Sfjóm sameignarfélagsins ákvað fyrr í vikunni að framlengja ráðningu nú- verandi forstjóra, Óskars H. Gunn- arssonar, sem hugðist láta af störfum sökum aldurs, þar sem ekki náðist samstaða um ráðningu nýs forstjóra. Sumir heunildarmanna Morgunblaðs- ins em þeirrar skoðunar að næstu dagar verði notaðir til að finna aðra lausn á málinu fyrir aðalfundinn en einnig eru uppi þau sjónarmið að nú- verandi stjóm beri að segja af sér. Forsvarsmenn KEA, stærsta eignaraðila Osta- og smjörsölunnar, eru mjög óánægðir með þá niður- stöðu sem varð innan stjómar sam- eignarfélagsins og telja óforsvaran- legt að ekkert samráð hafi verið haft við stjómendur þess um ráðningu nýs forstjóra, skv. upplýsingum blaðsins. Fleiri forsvarsmenn mjólk- urstöðva lýstu megnri óánægju sinni með vinnubrögð stjómarinnar í sam- tali við blaðið í gær og lýstu furðu sinni á að hafa ekki fengið upplýsing- ar um málið frá stjóminni. Eðlileg- ast hefði verið að hún legði það fyrir aðalfund í næstu viku úr því að ekki náðist samstaða um umsækjendur. Skipbrot Þórarinn E. Sveinsson, mjólkur- bústjóri hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri, var í hópi umsækjenda um starfið en ekki náðist full samstaða um hann innan stjómarinnar. Þórar- inn hafði uppi þung orð um niður- stöðu stjómar í Morgunblaðinu í gær og sagði að aðalfundur þyrfti að velja nýja menn í stjóm til að ljúka því verkefni að ráða nýjan forstjóra. Einn af stjómarmönnum Osta- og smjörsölunnar kveðst líta svo á að ef hróflað yrði við þessari niðurstöðu þyrfti að setja núverandi stjórn af og kjósa nýja. „Þetta er versta skipbrot sem maður hefur séð hjá stjórn fyrirtæk- is um langt árabil. Það má líkja þessu við leikhús fáránleikans. Eg teldi langeðlilegast að öll stjómin segði af sér,“ sagði annar viðmæl- andi Morgunblaðsins. Valdahlutföll ráðast ekki eingöngu af eignarhaldi félaga Osta- og smjörsalan er í hópi stór- fyrirtækja landsins með 80 starfs- menn og um 3,5 milljarða króna árs- veltu. Hún er dreifingar- og mark- aðsfyrirtæki í eigu 12 mjólkursam- laga og kaupfélaga víða um landið. Eignarhlutur KEA er um 30%, Mjólkurbú Flóamanna er næst stærsti eignaraðilinn og þar á eftir koma Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólkursamlag Kaupfélags Þingey- inga á Húsavík. Önnur samlög á Norðurlandi, s.s. á Blönduósi og Hvammstanga, vega einnig þungt. Eignarhlutföll innan fyrirtækisins segja raunar ekki alla söguna um valdahlutföll innan þess, þar sem um sameignarfélag er að ræða. Ef kem- ur til kosninga gildir eignarhaldið aðeins að hálfu og að hálfu ræður fjöldi innleggjenda hjá viðkomandi vinnslustöðvum. Þetta gerh’ að verk- um að KEA hefur minni áhrif í fyrir- tækinu en eignarhlutur þess segir til um þar sem mjólkurframleiðendur á starfssvæði þess eru tiltölulega fáir en stórir. Enginn úr yfirstjóm KEA þátttakandi í málinu Starf forstjóra var auglýst í des- ember sl. og bárust um 70 umsóknir, og þ.á m. frá fjölda hæfra umsækj- enda, skv. upplýsingum blaðsins. Sex umsækjendur voru fengnir í viðtal og átti stjórnarformaður einnig við- tal við einn umsækjanda utan mjólkuriðnaðarins. Ekki hefur feng- ist uppgefið hver það var. Nafn Þóris Páls Guðjónssonar, kaupfélagsstjóra í Borgamesi, hefur komið upp I þessu sambandi en hann vísaði því með öllu á bug í gær og sagðist ekki vera meðal umsækjenda. Þórarinn Sveinsson gekk úr stjórninni í desember er hann lagði fram umsókn sína. Þórarinn, sem verið hefur forseti bæjarstjórnar Akureyrar og bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, ákvað fyrir nokkru að gefa ekki kost á sér á framboðs- lista flokksins fyrir sveitarstjómar- kosningar í vor. Varamaður Þórarins i stjóm Osta- og smjörsölunnar er Jóhannes Sigvaldason, fyrrverandi stjórnarformaður KEA Jóhannes féll úr stjórn KEA við kosningar á aðalfundi KEA fyrir tveimur ámm. Líta KEA-menn því svo á að enginn fulltrúi af þein-a hálfu sem sé virkur í yfirstjórn KEA hafi í raun fengið að koma nálægt þessu máli. Bh-gir Guðmundsson, mjólkurbú- stjóri Mjólkurbús Flóamanna, er stjórnarformaður Osta- og smjörsöl- unnar, aðrir í stjóm era, auk Jóhann- esar Sigvaldasonar, Þórólfur Gísla- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Magnús Ólafsson, bóndi á Sveinsstöðum í Húnavatns- sýslu, og Vífill Búason, bóndi á Fer- stiklu í Hvalfirði. Fulltrúar KEA vora mjög óá- nægðir með að fá ekki nánari upp- lýsingar um gang mála og hafa ekki fengið að hafa með þetta að gera, þrátt fyrir að fyrirtækið sé langstærsti eignaraðilinn, auk þess sem KEA leggur Osta- og smjörsöl- unni til 35—40% af heildarveltu fyrir- tækisins. Var þessum sjónarmiðum komið mjög ákveðið á framfæri við stjóm Osta- og smjörsölunnar. Nið- urstaðan vai-ð engu að síður sú að á símafundi stjómarmanna sl. mið- vikudagskvöld var ákveðið að ganga frá málinu með þeim hætti sem gert var. „Ég tel það einsdæmi að menn ráði svona máli til lykta án þess að hafa nokkurt samráð við stóran eign- araðila eins og KEA er í þessu tilfelli og þegar stjórnin sé komin upp að vegg með málið skuli hún ekki leita ráða eða stuðnings í baklandinu,“ sagði einn af viðmælendum blaðsins. | Það mun hins vegar vera sjónar- j mið stjórnarmanna að þegar fyrir . lægi að útilokað væri að ná samstöðu | um ráðningu einhvers úr hópi um- sækjenda væri skynsamlegasti kost- urinn að framlengja ráðningu Óskars. Þá lá fyrir að Óskar væri reiðubúinn að starfa áfram til árs- loka árið 2000. Var litið svo á að Ósk- ar hefði skilað mjög góðu starfi í gegnum tíðina og væri enn á góðum aldri til stjómunarstarfa en hann er j 65 ára gamall. Þótti þetta betri kost- ur en að knýja fram meirihluta innan * stjómar með einhverjum umsækj- } anda. „Ef menn hefðu tekið þann kost að ráða einhvern annan en Þór- arinn þá hefði honum verið hafnað,“ sagði einn heimildarmanna. Ólíkar ástæður sagðar fyrir ágreiningnum Ymsar og mismunandi ástæður era sagðar fyrir því að ekki náðist , samkomulag um ráðningu forstjóra. Sumum þyki nóg um stærð og veldi } KEA í mjólkuriðnaðinum og hafi því j ekld viljað ljá Þórami stuðning sinn. Einnig hafi átt sinn þátt í hvernig málin þróuðust að þrír af fimm stjómarmönnum Osta- og smjörsöl- unnai- hafi um tíma velt fyrh’ sér að sækja um starfið en Þórarinn verið sá eini sem lét verða af því og greindi frá því opinberlega. Þá er sú skoðun uppi að ólíkar hug- myndir um skipulag mjólkuriðnaðar- I ins og um fækkun og sameiningu J mjólkurvinnslustöðva hafi valdið , nokkru um þann ágreining sem upp » kom. Þórarinn er sagður hafa sett fram nokkuð róttækai- hugmyndir um skipulagsbreytingai-, sem ýmsir aðrir framleiðendur geti ekki sætt sig við. Forsvarsmenn KE A vlsa hins vegar á bug að hugmyndir um skipulags- breytingar blandist á einhvem hátt inn í málið og benda á að allar sam- eiginlegar félagspólitískar ákvarðanir } í mjólkuriðnaðinum séu teknar á vett- } vangi Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Osta- og smjörsalan | hafi ekkert vald í slíkum málum. j Sími oí> lateroet -á sömu línu Með ISDN-tengingu hjá Landssím- anum er hægt að hafa símann og Intemetið í notkun í einu. Að eitt samband þurfi ekki að LANDS SÍHINN hindzaannaðerótrúlegurmunur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.