Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Akur ey r ar kir kj a Kirkjuvika í 20. sinn KIRKJUVIKA verður nú haldin í tuttugasta sinn í Akureyrarkirkju og hefst hún á morgun, sunnudag og stendur til sunnudagsins 8. mars næstkomandi. Krikjuvika var fyrst haldin á föst- unni árið 1959 að frumkvæði sr. Péturs Sigurgeirssonar, síðar bisk- ups. Hún er hugsuð sem liður í að brjóta upp hefðbundna liði í kirkj- unni og leggja áherslu á sérstök málefni sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. Að þessu sinni verður fjölskyldan og heimilið í brennidepli og verður bæði fyrirlestur og sér- stakt hjónakvöld á dagskrá þar sem þetta efni verður til umfjöllunar. Kirkjuvikan er haldin annað hvert ár en hitt árið er haldin Kirkjulista- vika. Góðir gestir flytja hugleiðingar, fyrirlestra eða ljóð auk þess sem sóknarprestar og djákni, starfsfólk og Kvenfélag kirkjunnar gegna stóru hlutverki. Einnig er lögð mikil áhersla á tónlistarflutning. Öllum 7unda bekkjar nemendum í Lundar- Oddeyrar- og Brekku- skóla boðið í kirkjuheimsókn, mæð- ur ungra barna fræðast um sjálfs- styrkingu og eldri borgarar fá að kynnast fjölskyldunni von Trapp og Söngvaseið og biblíulestrar og fyr- irbænir verða á sínum stað þannig að allir aldurshópar ættu að finna eitthvað við sitt hæfí. KEA kaup- ir þriðja apótekið SAMKOMULAG hefur náðst um að Kaupfélag Eyfírðinga kaupi Akur- eyrarapótek af Böðvari Jónssyni lyfjafræðingi, en KEA tekur við rekstri apóteksins 1. mars. Engar meiriháttar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstrinum við eig- endaskiptin og Böðvar Jónsson mun áfram veita apótekinu forstöðu. Flest starfsfólk verður endurráðið en þeir sem hverfa frá fyrirtækinu hafa fengið starf annars staðar. Að loknum þessum kaupum mun Kaupféiag Eyfírðinga reka þrjár lyfjaverslanir á Akureyri, Stjörnu- apótek, Sunnuapótek og Akureyrar- apótek eða allar iyfjaverslanir sem reknar eru á Akureyri um þessar mundir en til stendur að opna lyfja- verslun í verslun Hagkaups innan tíðar. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Handmokað í Víkurskarði ÞEIR létu sig ekki muna um það farþegarnir og bílstjórinn í áætl- unarbflnum milli Húsavíkur og Akureyrar að hendast út úr bfln- um og handmoka uppi á miðju Víkurskarði í gærmorgun. Fyrir- staða var á veginum á um 100 til 150 metra kafla, en vaskir menn voru ekki lengi að ryðja henni úr vegi. Nokkrir bflar biðu beggja vegna og ökumenn þeirra hafa eflaust hugsað hlýlega til rútu- fólksins þegar þeir brunuðu í gegn. Ferð áætlunarbflsins frá Húsavík til Akureyrar tók þrjár klukkustundir. Sigurbjörg á veiðar eftir endurbætur Morgunblaðið/Guðmundur Þór VILHJÁLMUR Sigurðsson skipstjóri í brúnni og Katrín dóttir hans. SIGURBJÖRG ÓF-1 sem gerð er út af Þormóði Ramma-Sæberg hélt á veiðar í vikunni eftir nærri 6 mán- aða stopp, en skipið er nú sem nýtt eftir miklar endurbætur sem gerðar voru í Póllandi og á Akranesi. Áður en Sigurbjörg hélt til Pól- lands í byrjun september á síðasta ári var allt hreinsað út af millidekk- inu. í Póllandi var skipið allt sand- blásið og málað. Útbúin var ný setu- stofa íyrir mannskapinn og er hún hin glæsilegasta. Vinnuaðstaða skipstjóra var endurnýjuð, sett skeifa þar sem öllum siglingatækj- um var komið haganlega fyrir og aðstaða fyrir áhöfn og búninga var endurnýjuð og er hún sér fyrir þá sem eru á dekki og í vinnslunni. Vinnan verður léttari í byrjun desember kom Sigur- björg OF til Akraness og var vinnsludekkið tekið í gegn. Sett var ný vinnslulína í skipið og var verkið unnið hjá Þorgeir og Ellert. Með þessari breytingu er öll vinna gerð miklu léttari, allur pönnuburður úr sögunni og kominn er sjálfvirkur úrsláttur þegar pakkningar koma úr frystitækjum. Þá var útbúið verkstæði fyrir Baadermenn. AUt gólfefni í skipinu, bæði á vinnslu- dekki, í íbúðum og á göngum var endumýjað, borðsalur var allur endurbættur og er öll aðstaða fyrir áhöfn til fyrirmyndar. Eftir þessar endurbætur er skip- ið sem nýtt, en það var smíðað hjá Slippstöðinni á Akureyri árið 1979 af miklum myndarskap Magnúsar Gamalíelssonar. Upphaflega var það byggt sem ísfiskskip og var gert ráð fyrir 15 manns í áhöfn. Um miðjan síðasta áratug var því breytt í frystiskip á Akranesi og eru nú 25 manns í áhöfn þess. Skipstjóri er Vilhjálmur Sigurðs- son..___________________________ Messur AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, æskulýðsdag- urinn og upphaf kirkjuviku, fímm ára börn fá bókina um Kötu og Óla, bama- og unglingakór Akur- eyrarkirkju syngur undir stjórn Jóns Halldórs Finnssonar. Kirkjubíllinn kemur við á Hlíð kl. 10.45. Æskulýðsmessa kl. 20.30 annað kvöld, fermingarbörn boð- uð til kirkju. Hildur Sigurðardótt- ir prédikar, Valgerður Hrólfs- dóttir flytur ávarp, Kór Mennta- skólans á Akureyri syngur. Bibl- íulestur á mánudagskvöld kl. 20.30, kvöldvaka á þriðjudags- kvöld um fjölskylduna og heimil- ið, Sigtryggur Jónsson sálfræð- ingur ræðú' um efnið. Mömmumorgunn á miðvikudag frá 10 til 12, Halla Jónsdóttir spjallar um sjálfsstyrkingu kvenna. Föstuguðsþjónusta á miðvikudag kl. 20.30, sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson á Dalvík prédikar. Fyiirbænaguðsþjón- usta kl. 17.15 á fímmtudag. GLERÁRKRIKJA: Kirkju- skóli í dag, laugardag ki. 13. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun, barnakór kirkjunnar syngur, foreldrar barna sem verða fímm ára á árinu sérstak- lega hvattir til að koma með börnum sínum. Hugo Þórisson sálfræðingur flytur fyrhlestur kl. 14.30 á sunnudag um samskipti foreldra og barna og unglingsár- in. Boðið verður upp á kaffiveit- ingar. Æskulýðsguðsþjónusta verður kl. 18. Sigurður Grétar Sigurðsson og Ásgeir Páll Ágústsson koma í heimsókn, en þeir hafa tekið mikinn þátt í æskulýðsstarfi síðustu ár. Kyrrð- ar- og tilbeiðslustund verður kl. 18.10 á þriðjudag og hádegissam- vera á miðvikudag frá 12 til 13. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11, hjálpræðissamkoma kl. 17, Guð- mundur Ómar Guðmundsson pré- dikar, unglingasamkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasambandið kl. 15 á mánudag, hjálparflokkur kl. 20.30 sama dag, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta í Stæiri-Árskógskirkju á morgun kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 11 á morgun, Jóhann Pálsson prédikar. Fjöl- skyldusamkoma kl. 14, G. Theo- dór Bhgisson prédikar, krakka- kirkja og barnapössun á meðan. Bænastundir kl. 14 á þriðjudag og fímmtudag. Krakkaklúbbur á miðvikudag kl. 17.15, biblíulestur kl. 20.30 um kvöldið. Morgun- bænastund kl. 6 á föstudags- morgun, unglingasamkoma kl. 20.30 á fóstudagskvöld. Vonarlín- an: 462-1210, uppörvunarorð úr biblíunni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag, í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. KFUM og K: Samkoma fellur niður á sunnudag, bent er á guðs- þjónustu í Akureyrarkirkju. Fundur í yngri deild kl. 17.30 á mánudag. Tónlistarskóli Eyjafjarðar Þrennir tónleikar DAGUR tónlistarskólanna er í dag, laugardaginn 28. febrúar, og heldur Tónlistarskóli Eyja- fjarðar þrenna tónleika af því tilefni. Fyrstu tónleikarnir verða í Gamla skólahúsinu á Grenivík í dag, laugardag, kl. 17, aðrir tónleikar verða í Laugaborg á sunnudag kl. 14 og þeii' þriðju í Þelamerkurskóla kl. 17 á sunnudag. Á tónleikunum verða ein- ungis flutt samspilsverk, þar sem koma fram bæði nemend- ur og kennarar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tónleikar söngnema SÖNGDEILD Tónlistarskól- ans á Akureyri efnir til tón- leika í Safnaðarheimili Akur- eyi'arkirkju í dag, laugardag, kl. 17. fram koma nemendur allt frá fyrsta ári og upp í þá sem lokið hafa 8. stigi. Daníel Þorsteinsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir og Richard Simm leika undir á píanó. Kennarar í söngdeild eru Sig- ríður Elliðadóttir, Michael Jón Clarck og Már Magnússon. Yerk Höddu í Samlaginu KYNNING stendur nú yfír á verkum eftir listakonuna Höddu í Samlaginu, listhúsi Félags myndlista- og listiðnað- arfólks, en það er í Grófargili á Akureyri. Kynningin stendui' til 6. mars næstkomandi. Hadda kynnir verk sem hún hefur verið að leika sér með upp á síðkastið, en um er að ræða spil sem hún vill gjarnan fá rétt nafn á, á ensku er það kallað „O & X“, _eða „Nougth- and - Crosses". Á hollensku er það kallað „Boter, Kaas en Eiren“ og á norsku „Tripp trapp treskor". Galleríið er opið frá kl. 14 til 18 alla daga. Blóð og olíulitir LÁRUS H. List opnar einkasýn- ingu á olíumálverkum sem hann kallar Blóðlist í Deiglunni í Grófar- gili í dag kl. 15. Áður hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum, en þetta er hans þriðja einkasýning. Myndirnar eni flestar unnar á síðastliðnu ári og verða yfír 20 myndir á sýningunni. Með þessari sýningu afmarkar Lárus sig nokkuð hvað varðar stíl, en til að undir- strika sterk áhrif notar hann í olíu- litina sitt eigið blóð og er viðkvæmt fólk sérstaklega varað við, einkum þeir sem ekki þola að sjá blóð. „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sér að listamaður gefí meira í verkið en eigið blóð,“ sagði Lárus sem á dögunum fékk Pétur Péturs- son, heilsugæslulækni á Akureyri, til að taka úr sér blóð. Bendir Lárus einnig á í tengslum við umræður síðustu vikur um fólsuð málverk að slíkt verði úr sögunni nái blóðlistin vinsældum, auðvelt verði þá að fá úr því skorið hver málarinn sé. Lárus dvaldi í Mývatnssveit þeg- ar Kröflueldar stóðu yfír síðast og Morgunblaðið/Kristján LÁRUS vinnur að málverki en í það notar hann auk olíulita eigið blóð. segir að þá hafi hann fylgst með jörðinni blæða. Hugmyndin að blóð- listinni sé þaðan komin. „Mig langar líka til að vekja við- brögð með verkum mínum, sterk viðbrögð. Eg veit að fólk horfir öðruvísi á málverkin þegar það veit að það er blóð inni í myndinni,“ sagði Lárus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.