Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 23 ERLENT Kosningar í Neðra-Saxlandi á morgun Schröder sigurviss og bjartsýnn á tilnefningu Eeuters VEGFARANDI virðir fyrir sér kosningaveggspjöld í Hannover, þar sem oddviti Kristilegra demókrata, Christian Wulff, og forsætisráð- herrann, Gerhard Schröder, (t.v.) falast eftir atkvæðum. GERHARD Schröder, forsætisráð- herra Neðra-Saxlands, virtist í gær sannfærður um sigur í kosningum til þings heimahéraðs síns á morg- un, sunnudag, og þar með að hann hlyti tilnefningu Jafnaðarmanna- flokksins til að takast á við Helmut Kohl um kanzlaraembættið. Schröder rak í gær smiðshöggið á kosningabaráttuna fyrir kosning- amar á morgun með því að útlista þá stefnu sem hann myndi fram- fylgja ef hann kæmist í kanzlara- embættið að loknum kosningum til Sambandsþingsins 27. september. Gæti tapað meirihlutanum Slíkt sjálfsöryggi byggir Schröder á niðurstöðum skoðana- kannana sem ítrekað hafa sýnt ör- uggt forskot SPD á flokk kanzlar- ans, Kristilega demókrata, CDU. Þó hafa nokkrir aðstandendur skoð- anakannana varað við því að svo kynni að fara að SPD tapaði eins þingmanns meirihluta sínum á þingi Neðra-Saxlands og yrði því þvingað í stjórnarsamstarf með græningj- um, flokki umhverfissinna. En þeg- ar kjörstaðir loka annað kvöld í hér- aðinu, sem er eitt 16 sambands- landa Sambandslýðveldisins Þýzka- lands, mun öll athyglin beinast að atkvæðahlutfalli SPD. Prófkjör um kanzlaraefni Schröder, sem býður upp á sam- lflángu við Tony Blair og Bill Clint- on, hefur snúið þessum kosningum upp í eins konar prófkjör um kanzl- araefni SPD. Hann hefur ítrekað lýst því yfir að skyldi hann tapa meiru en tveimur prósentustigum í kosningunum á morgun sé hann úr leik í kapphlaupinu við flokksfor- manninn Oskar Lafontaine um kanzlaraefnistilnefninguna, en á mánudag munu æðstu menn flokks- ins gera út um hana á fundi í Bonn. Helmut Kohl, sem sækist eftir endurkjöri til setu á kanzlarastóln- um fimmta kjörtímabilið í röð, lagði sig allan fram til að hjálpa fram- bjóðanda CDU í Neðra-Saxlandi, hinum 38 ára gamla Christian Wulff, í kosningabaráttunni og kom fram á 11 kosningafundum í hérað- inu. Hvort Kohl hafi þar með haft erindi sem erfiði er umdeilt, en Wulff er einn af forystumönnum ungliðahreyfingar CDÚ sem vakti athygli á sér í fyrra með opinskárri gagnrýni á flokksformanninn. Frfliafnarverzlun innan ESB Aðeins tvö ESB- lönd vilja afnám Höfðaborg. Reuters. DAMORK og Holland eru einu aðildar- ríki Ewópu- sambandsins (ESB), sem viija halda tii streitu áform- um um bann við fríhafnarverzl- un innan ESB. Frá þessu greindi Aiþjóðaráð flugvallarek- enda (ACI) í gær. „Eins og er eru þrettán [ESB-ríki] annað hvort fylgj- andi eða sitja hjá. Eingöngu Danmörk og Holland eru á móti [því að hætta við að bannið gangi í gildi], og við vitum ekki hvers vegna,“ sagði Jean Fle- ury, formaður ACI og forstöðu- maður flugvallaryfirvalda í París, á fundi með fréttamönn- um í Höfðaborg í Suður-Afríku, þar sem stjórn ACI kom saman í gær. „ Allir hagnast á fríhafnarverzlun" )rAð afnema fríhafnarverzlun er algerlega út í hött; það er öll- um til skaða. Þetta er einhver meinloka embættismanna. Allir hagnast á fríhafnarverzlun og við berjumst af alefli fýrir því að hún viðhaldist," sagði Fleury. Fjármálaráðherrar ESB samþykktu 1992 að afnema frí- hafnarverzlun innan ESB. Upprunalega stóð til að þessi tegund verzlunar yrði afnumin fyrir fólk sem ferð- ast innan ESB um leið og innri markaður Evrópu varð að veru- leika 1. janúar 1993, en af- náminu var frestað um sex ár og á það því að komast til fram- kvæmda um næstu áramót. 140.000 manns gætu misst vinnuna Flugvalla- og ferjurekendur standa nú í ströngu til að reyna að afstýra afnámi fríhafhar- verzlunar. Þeir halda því fram að við þessa breytingu gætu 140.000 manns misst vinnuna, flug verði dýrara fyrir almenn- ing og rekstrargrundvelli yrði svipt undan rekstri margra ferjuleiða. Fleury sagði að Þjóðverjar og Bretar væru hlynntir því að halda í fríhafnarverzlunina og Frakkar sætu hjá eða væru frekar hlynntir því. Til þess að breyta þessari ákvörðun þarf aukinn meiri- hluta í ráðherraráði ESB og að enginn sé á móti. „Baráttunni er ekki iokið,“ sagði Fleury. EVRÓPA^. Aukabúnaður á mynd: Álfetgur, vindskeið og skiðabogar. speglum og rúðum, lituðu gleri og mörgu fleiru. Rétti skíðaferðabillinn er fundinn. Hyundai Elantra Wagon er einkar hentugur bíll til að ferðast um ísfand með alla fjölskylduna vetur, sumar, vor og haust. Hyundai Elantra er með öfluga 116 hestafla 16 ventla vél og er með glæsilegum búnaði: Útvarps- og kassettutæki með fjórum hátölurum, tveimur liknarbelgjum, samlæsingu i hurðum, rafknúnum Við tökum bílinn þinn upp í og bjóðum hagstæð greiðslukjör. Komdu og prófaðu. HYunoni - til framtíðar B&L, Ármúla 13, simi 575 1200, söludeild 575 1220, fax 568 3818, netfang bl@bl.is, veffang www.bl.is WAG0N 0PlÐ I 0AG TIL KL. ifi A skíðaferð og flugi með Hyundai ELANTRA W A G 0 N , *—mmasmm — —]m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.