Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 SOTHEByS hefur í langan tíma farið höndum um fegurstu skartgripi sem um getur í veraldarsög- unni. Frægustu einkasöfn í heiminum hafa verið boðin upp hjá fyrirtækinu. Má þar nefna skart- gripasöfn þeirra Daisy Fellowes, Monu Bismarck og Héléne Beaumont sem þóttu glæsilegustu konur í byrjun aldarinnar og höfðu mikil áhrif vegna persónulegs stíls. Þær höfðu efni á því að kaupa það besta og áttu mikið safn skartgripa sem endurspeglaði persónuleika þeirra og lífsstíl. Þá koma upp í hugann skartgripa- söfti frægra kvikmyndastjama sem hafa verið boðin upp hjá Sotheby’s. Söfn þeirra Ava Gardner og Mar- lene Dietrich en báðar áttu þessar konur glæsilega skartgripi frá bestu hönnuðum í Ameríku og Evrópu. Þegar skartgripir hertogaynjunn- ar frá Windsor voru seldir í Genf ár- ið 1987, kom í ljós hvað eigendasag- an skiptir miklu máli. Skartgripimir voru seldir á margföldu matsverði. Það sama átti sér stað þegar skart- gripir Jacqueline Kennedy Onassis vom seldir hjá fyrirtækinu árið 1996. Þegar meta á verðmæti skart- gripa eru það ótal þættir sem skipta máli. Hvers virði eru gimsteinamir, handverkið, hönnuðurinn, eigenda- saga, ásigkomulag og tískusveiflur? Skartgripir sem koma frá heims- frægum fyrirtækjum, s.s. Bulgari, Cartier, Tiffany, Van Cleef & Arpels seljast á mun hærra verði en sam- bærilegir skartgripir eftir lítt þekkta hönnuði. Það gefur auga leið að handverkið skiptir gífurlegu máli, verður að gleðja augað og vera í tísku. Þótt um sé að ræða svokallaða antik skartgripi þurfa þeir ekki að vera verðmiklir. Skartgripir frá 18. öld hafa margir lækkað í verði. í dag em skartgripir frá þessari öld afar eftirsóttir og einkum skart- gripir frá 1930 til dagsins í dag. Það hafði vissulega sín áhrif að eftir stríðið jókst peningaflæði og fjár- götu dagana 2. og 3. mars verða yfír 40 skartgripir, sem sumir eru eftir þekkt- ustu hönnuði heims. Sigríður Ingvars- dóttir fjallar hér um gripina á sýning- unni auk ýmissa skartgripa sem hafa verið boðnir upp hjá Sotheby’s. festar vom tilbúnir að fjárfesta í listmunum. Á ákveðnum tímabilum hafa listmunir svo sem skartgripir og steinar hækkað meira en hluta- bréf. En það gilda sömu lögmál og í öðrum fjárfestingum, ákveðin kunn- átta er nauðsynleg. Sotheby’s hefur fæmstu sérfræðinga á sínum vegum sem em tilbúnir að veita ráðgjöf ef þess er óskað, um raunvemlegt markaðsverð ákveðins skartgrips, hvort um sé að ræða vænlega fjár- festingu og hversu auðvelt væri að selja gripinn ef þess gerðist þörf. Vissulega er Sothebys’s vandlátt þegar það samþykkir að selja hiuti á uppboðum. En það má líka geta SFESTI, eyrnalokkar, armband og hringur með demöntum og emeröldum. Hálsfesti: alls eru demantamir 25,5 karöt. Arraband: alls eru demantarmr 11,70 karöt. MEymalokkar: demantamir alls 10,2 karöt. Hringur: demantar 3,6 karöt, emeraldamir era alls K37 karöt. Mat £ 30.000-40.000. EYRNALOKKAR með perulög- uðum demöntum, 4,93 karöt og 4,65 karöt. Matsverð 42.000-48.000. SFESTI með ræktuðum perlum og demöntum frá Bulgari. Merkt: Bulgari Roma. Matsverð £ 10.000-12.000. JÓRFALT armband með ektuðum perlum og demönt- . Matsverð £ 4000-6000. DEMANTSHRINGUR, 5,01 karat. Matsverð £ 28.000-36.000. NÆLA með demöntum og em- eröldum. Matsverð £ 3000-5000. i EMERALDS- og demantshring- ' ur frá Cartier. EmeraJdinn er 5,50 karöt. Matsverð : 10.000-14.000. ) HRINGUR með aquamarine úni eftir Buccelati frá 1960. verð£ 3000-4000. þess að oft er hægt að gera ágæt kaup hjá fyrirtækinu. Á umræddri sýningu Sotheby’s og íslandsbanka verða skartgripir eftir þekktustu hönnuði í heiminum. Má nefna perlufesti eftir Bulgari. Hring með aqamarine steini eftir Buccellati. Emeraldhring eftir Cartier. Nælu með demöntum og safírsteinum eftir Drayson. Dem- antsúr eftir Monarch. Eymalokka með rúbínum og demöntum eftir Van Cleef & Arpels. Hring með safír og demöntum eftir Trio. Hápunkturinn á sýningunni er demantseymalokkar með pemlög- uðum demöntum, 4,93 karöt og 4,65 karöt. Þá má nefna sett sem er háls- festi, armband, eymalokkar og hringur. Settið er með litlum demöntum sem vigta 40,5 karöt og emeröldum sem vigta 37 karöt. Einnig verður á sýningunni dem- antshringur sem er 5,01 karat, perlufesti með demöntum frá Bulgari og demantshringur, 7,32 karöt. Góður gripuræ til yndis * A skartgripasýningu Sotheby’s, sem ----------r----.-.... ... haldin verður í Islandsbanka við Lækjar- Vetrarríki draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frfmanns ÞÓ AÐ draumalandið sé aðeins hug- lægt eða óhlutbundið, í þeim skiln- ingi að erfitt sé að sanna tilveru þess með naglföstum staðreyndum, þá er það samt raunveruleiid öllum sem sækja það heim. En það sem skilur drauminn frá veruleikanum er meðal annars gerð hans, sem á vissan hátt líkist forrituðum sýndar- veruleika (virtual reality) eins og nú er í tísku í tölvuleikjum. Því draum- urinn getur kallað fram í mynd, líkt og forrit, hvaða ástand sem er eða hvaða veður sem er til að sýna dreymandanum tilfinningar hans, hugsanir og þann hulda veruleika sem hann hefur lifað eða á eftir að lifa. í ríki draumsins skiptast á fannir og leysingar eins og í vöku án tillits til árstíðagangs. Það snjóar í draumum til að sýna líðan, fjarlægð, sakieysi, hreinsun, breytingu, upp- hefð, afneitun, tap, missi og sam- skipti svo nokkur atriði séu nefnd er tengjast snjókomu. Þessi atriði speglast svo af þeim aðstæðum og því fólki sem draumurinn býður upp á hverju sinni. Er draumurinn hlán- ar er líðanin önnur; fjarlægð verður nánd, sakleysið þroskað, hreinsun kemur í stað teppu, upphefð verður raunveruleg, afneitun að jákvæðri þróun, tap snýst í sigur, missir breytist í gjöf, samskiptin verða arð- vænleg og draumurinn er orðinn að breytanlegu ferli dreymandanum til hagsbóta. Draumurinn er því líka eins og innbyggt viðgerðar- og leið- réttingarkerfi tölvunnar, tæki til að bæta ímynd sjálfs og sálar. Og eins og F.A. von Kekule, prófessor í efnafræði í Ghent í Bandaríkjunum, sagði við upphaf fundar árið 1890, þar sem hann kynnti uppfinningu sína á bensíni en formúluna hafði hann dreymt í líki snáks sem beit í halann á sér: „Herrar mínir og frúr, við skulum læra að dreyma.“ Draumar „Draumadísar“ 1. Mér fannst ég standa við eld- húsgluggann og sá að ung stúlka, „A“, kom heim að húsinu ásamt annarri stúlku sem ég þekkti ekki. Mér fannst „A“ vera að heimsækja dóttur mína sem býr á neðri hæð- inni. Svo leit ég út um stofuglugg- ann og sá að lækur sem rennur í fjallinu fyrii’ ofan bæinn var að vaxa mjög hratt og skyndilega lyftist flóðbylgja á milli efstu húsanna og streymdi niður milli húsa í átt til okkar. Ég fór að hugsa um stelpum- ar og flýtti mér til þeirra en þær komust í skjól. Flóðið kom inn í garðinn og skall á húsinu en fór samt að mestu meðfram norðurhlið þess. Mér fannst fullt af fólki vera í húsinu en gerði mér ekki grein fyrir því. Maðurinn minn var þama og litla dóttir okkar en hann hafði eng- ar áhyggjur. Ég leit aftur út um gluggann og sá að stór klettur hafði losnað úr fjallinu og kom „siglandi“ niður milli húsanna og stanæmdist norðanmegin við húsið okkar. Allan tímann stóðu á klettinum maður og hestur með reiðtygjum. Þá fór að hrynja grjót úr fjallinu sem buldi á húsinu og stöðvaðist á þakinu. Þá fannst mér fólkið allt farið og mað- urinn minn kominn með hjónarúmið inn í stofu og vildi að við legðumst í það, með litlu dóttur okkar á milli okkar. Við gerðum það og horfðum svo á grjótið skoppa niður fjallið, en mér var órótt og tálaði um hvort við ættum ekki að færa rúmið. 2. Mér fannst ég vera í íbúð sem ég þekkti ekki en svipaði til íbúðar sem ég bjó í. Við fjölskyldan vorum að flytja og setja dót í kassa. Það var mikið af smádóti, púsluspilum og perlum sem börn raða í myndir Mynd/Kristján Kristjánsson í DAG kom fylgikona vetrar til mín. og strauja. Ég hugsaði mikið um að skilja þetta smádót eftir en kunni svo ekki við það. Þama var líka hillusamstæða og ég tíndi dót af henni, meðal annars kertaskreyt- ingu sem stóð ofan á ljósalampanum og var brennandi heit. Ég nefndi að heppni væri að ekki hefði kviknað í út frá þessu. Svo losaði ég rúm- fatakistuna hjá syni mínum. Þar voru margar tjaldstangir festar með einangrunarbandi. Þegar ég tek þær upp detta blýantar út um allt, 10-20 stykki. Þar var líka fullt af þessum perlum sem börn gera, nema þessar voru miklu fínlegri og flottari. Ráðning I fyrri drauminum eru tákn sem bent gætu til raunverulegra ham- fara en „A“ tekur af skai’ið um að svo sé ekki, því nafnið merkir dulinn bata eða ágóða og mun fylgja í kjöl- far breytinganna sem framundan eru. Þessi losun öll úr fjallinu er merki um stórstígar breytingar á þínum og þinna högum. Maðurinn á 'U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.