Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 45
!'l - >>/ MORGUNBLAÐIÐ R...- ' '•? LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR HAUKUR SIGTRYGGSSON + Haukur Sig- tryggsson fæddist í Ólafsvík 1. septem- ber 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur 21. febrúar sfðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Vig- fúsdóttir, f. 11.10. 1902 á Kálfavöllum í Staðarsveit, d. 10.8. 1982, og Sigtryggur Sigtryggsson, f. 6.8. 1898 á Ríp í Skaga- firði, d. 16.4. 1978. Systkini Hauks eru: Sverrir, f. 30.8. 1925, d. 26.6. 1992, Þráinn, f. 1.9. 1928, Svein- björn, f. 3.10. 1930, Vigfús, f. 29.4. 1932, Hafsteinn, f. 21.9. 1933, Bjarný, f. 15.11. 1941. Eftiriifandi eiginkona Hauks er Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 28.6. 1922 í Ólafsvík. Börn Stein- unnar og Hauks eru: 1) Lára Guðmunda, f. 15.7. 1950, d. 17.5. 1951. 2) Þorsteinn Reynir, f. 15.2. 1952, maki Kristín Bjarg- mundsdóttir. Börn þeirra eru; Steinunn, f. 12.11. 1972, maki Kristinn Vilbergsson, barn þeirra er Anna Kristín, f. 30.8. 1996; Haukur, f. 2.8. 1978, nemi. 3) Guðbjörn Smári, f. 12.12. 1953, skrifstofumaður. 4) Rut, f. 10.1. 1960, búsett í Danmörku, maki Peter Lund. Börn þeirra eru; Heiða Kristín, f. 31.8. 1983; Jenný Lára, f. 17.5. 1985; Lína Katrín, f. 14.11. 1994. 5) Ililmar Þór, f. 18.3. 1961, maki Sigurbjörg Jónsdótt- ir. Börn þeirra eru; Helga, f. 18.6. 1985; Fannar, f. 17.4. 1988; Jón Haukur, f. 12.10. 1992. Fósturbörn Hauks eru: 1) Kristín Lárusdóttir, f. 24.3. 1942, maki Snæbjörn Aðalsteinsson. Börn þeirra eru: Steinunn, 30.12.1960, maki Magnús Þórarinsson. Börn þeirra eru; Steinar Bjarki, f. 30.7. 1983; Kristín, f. 16.4. 1987. Aðalsteinn, f. 29.10. 1962, maki Elsa Sigurbjörg Bergmundsdótt- ir. Börn þeirra eru; Snæbjörn, f. 21.4. 1987; Hólmkell Leó, f. 12.3. 1991. Lára Guðmunda, f. 28.6. 1969, maki Magnús Þorsteinn Magnússon. Barn þeirra er; Nikulás Snær, f. 14.2. 1995. 2) Þórheiður Lárusdóttir, f. 10.1. 1945, búsett f Danmörku, maki Kurt Hilbrecht. Börn þeirra eru: Lárus Bjarne, f. 13.9. 1966, All- an, f. 5.10. 1971, Thor, f. 21.4. 1975. _ Útför Hauks fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hinn 21. febrúar sl. andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Haukur Sigtryggsson, útgerðarmaður hér í Ólafsvík, á sjötugasta og fjórða ald- ursári. Lát hans kom ekki á óvart en hann hafði um nokkurt skeið strítt við vaxandi veikindi og verið mánuðum saman bundinn við dvöl á sjúkrahúsi með litlum hléum. Með Hauki er fallinn í valinn virt- ur og traustur athafnamaður og af- ar farsæll í útgerðarrekstri hér í Ólafsvík í áratugi. Haukur var elstur sjö barna þeirra hjóna Guðbjargar Vigfús- dóttur og Sigtryggs Sigtryggsson- ar, sjómanns að Mosfelli hér í Ólafs- vík er síðar varð Grundarbraut 15. Alls voru þeir bræðumir 6 ásamt einni systur. Næst elsti bróðirinn, Sverrir vörubílstjóri, lést fyrir fáum árum en hin systkinin búa öll í Ólafsvík að einu undanskildu. Eins og títt var um unglinga á fjórða áratugnum fóru drengir í sveit yfir sumarmánuðina og svo var einnig um Hauk en hann var í mörg sumur hjá þeim sæmdarhjón- um Steinvöru og Eiríki í Gröf í Breiðuvík. Átti hann þaðan góðar minningar sem hann minntist oft síðar á ævinni. Þegar aldur dugði til fór hann á vertíðir á Suðumesjum og í Hafnar- firði. Lærði hann þar vel til verka, m.a. í skipsrúmi hjá landsþekktum aflamönnum eins og Guðjóni Illuga- syni í Hafnarfirði. Um miðjan fimmta áratuginn lá leið hans aftur heim til Ólafsvíkur þar sem hann stundaði sjó næstu árin. Árið 1948 keypti hann í félagi við Guðmund Jensson, skipstjóra og útgerðarmann, vélbátinn Egil, 27 smálesta bát frá Ólafsfirði. sem þeir gerðu síðan út um árabil. Árið 1953 stofnuðu þeir útgerðarfélagið Dverg hf. með tilstyrk bræðra Hauks, sem gjaman em manna á meðal nefndir Mosfellsbræður eða „Mosfellingar". Útgerðarfélagið Dvergur lét þá smíða á Akureyri nýjan fiskibát, Hrönn, 45 smálesta bát, mikið happa- og aflaskip. Síðar, eða árið 1964, létu þeir smíða í Dan- mörku 106 sml. fiskiskip, Svein- björn Jakopsson, einnig mikið happa- og aflaskip sem enn er í fullu gildi og rekstri. Árið 1960 keyptu þeir bræður hlut Guðmundar heit- ins Jenssonar í Dvergi hf. Strax frá stofnun Dvergs hf. tók Haukur við útgerðarstjóm og hefur gegnt því starfí alla tíð síðan eða í 44 ár. Á miðju sl. ári seldi hann yngri bróður sínum Þráni og sonum hans hlut sinn í útgerðinni en þeir feðgar hafa um árabil verið til skipt- is skipstjómarmenn á Sveinbimi Jakopssyni og reka nú útgerðarfé- lagið Dverg hf. Útgerðarrekstur þeirra Mosfells- bræðra er nú orðinn einn sá lengsti og samfelldasti sem hér þekkist og eftir því afar farsæll. Ekid er vitað um nokkur teljandi óhöpp eða slys- farir þótt bátar þeirra hafi ávallt verið í hópi bestu aflaskipa. Slíkt er mikið lán, enda hafa þeir bræður staðið þétt að fyrirtækinu alla tíð. Segja má að rekstur þeirra í gegn- um tíðina gæti verið mörgum til fyr- irmyndar, s.s. ávallt farið vel með og gott viðhald og fost regla og haldið vel utan um hlutina. Þama átti Haukur sinn stóra hlut að máli, en hann vann alla daga við umsýslu og við veiðarfæri meðan heilsan entist enda hefur fyrirtækið ætíð notið mikils trausts hjá stofnunum er þeir skiptu við svo og einstak- lingum sem hjá þeim störfuðu. Nú í ársbyrjun hafa synir þeirra Steinunnar og Hauks stofnað nýtt útgerðarfyrirtæki og keypt fiski- skip sem mun hefja veiðar á næst- unni. Þar mun Hilmar sonur þeirra taka við skipstjóm en hann hefur nú þegar margra ára reynslu að baki sem skipstjóri á stærri fiski- skipum, nú sidpstjóri á frystitogar- anum Lómi frá Hafnarfirði. Að öðra leyti munu þeir bræður Þorsteinn vélstjóri og Smári bókhaldari skipta með sér verkum. í okkar byggð þykja þetta góðar fréttir og fyllsta ástæða er til að óska þeim velfamaðar og gæfu. Ekki hvað síst era þetta góð tíðindi með tilliti til þeirra háskalegu sveiflna sem gengið hafa yfir mörg sjávarútvegsbyggðarlög hin síðari árin og við hér ekki farið varhluta af. Haukur sat um árabil í stjóm Hraðfrystihúss Ólafsvíkur og tók þátt í því með HÓ að kaupa vélskip- ið Gunnar Bjarnason og aðstoða við rekstur þess um árabil. Haukur hóf sambúð með Stein- unni Þorsteinsdóttur árið 1949 að Ennisbraut 8 hér í bæ, þar sem heimili þeirra hefur ávallt staðið síðan. Steinunn var ekkja með tvær ungar dætur, Kristínu og Þórheiði Lárusdætur, en mann sinn, Láms Sveinsson skipstjóra, hafði hún misst í sjóslysi í septem- ber árið 1947. Haukur gekk þess- um ungu telpum í föðurstað eftir það og fram til þessa. Saman eign- uðust Steinunn og Haukur 5 börn, 2 stúlkur og 3 syni en fyrsta barn- ið, Láru Guðmundu, misstu þau tæplega ársgamla í maí 1951. Hin börnin em Þorsteinn, ‘ vélstjóri; Smári, endurskoðandi; Rut, hús- móðir í Danmörku, og Hilmar, skipstjóri. Allt er þetta mikið efnis- fólk. Þau Haukur og Steinunn gengu í hjónaband árið 1966. Sam- búð og hjónaband þeirra hefur ávallt verið farsælt ef undan er skilinn dótturmissirinn. Eins og áður sagði gekk Haukur í föðurstað tveggja ungra dætra Steinunnar. Þær höfðu þá misst föð- ur sinn, Láms Sveinsson skipstjóra, í sviplegu sjóslysi þann 27. septem- ber 1947, en hann var þá aðeins 28 ára gamall. Þá var eldri dóttirin Kristín 5 ára en Þórheiður aðeins 2ja ára. Við föðursystkin þeirra Kristínar og Þórheiðar viljum því á þessari kveðjustund færa Hauki okkar hjartanlegustu þakkir fyrir það hve af miklum sóma og sæmd hann hefur ávallt reynst þeim og aldrei gert mun á þeim og börnum þein-a Steinunnar. Segir það meira en mörg orð. Á heimili þeÚTa Hauks og Stein- unnar hefur ávallt verið gestkvæmt enda hefur skrifstofuaðstaða þessa trausta útgerðarfyrirtækis rúmast þar einnig. Þangað hefur því marg- ur átt erindi enda vel tekið á móti öllum er þar kvöddu dyra. Eldhúsið hennar Steinunnar hefur því marg- an daginn verið þétt setið enda margt að ræða eins og títt er þar sem rætt er um sjósókn og fiskveið- ar, útlitið til lands og sjávar og þjóð- málin tengd því. Margir eiga því góðar minningar frá slíkum heim- sóknum og hve þau hjónin tóku vel á móti öllum er komu. Vonandi end- ist Steinunni heilsa og þrek í þess- um efnum áfram því annars mun mörgum bregða við. í ár em liðin 50 ár frá því er Haukur ásamt Guðmundi Jenssyni keypti vélbátinn Egil frá Ólafsfirði sem síðar leiddi til stofnunar Dvergs hf. Langt og farsælt starf er því að baki og það sem miklu skiptir að óhöpp eða slysfarir hafa ekki verið umtalsverð. Við slíkan atvinnurekstur er slíkt mikil gæfa. Góðir starfskraftar, þ.á m. af- bragðsgóðir aflamenn, eiga sinn þátt í þessu en fram hjá því verður ekki litið að góð og traust samstaða bræðranna undir forystu elsta bróðurins mun ekki hvað síst eiga þama hlut að máli og hefur tryggt það langlífi og farsæld sem raun varð á. Haukur Sigtryggsson var ekki maður sviðsljóssins eða sam- kvæmislífsins. Á þeim sviðum var hann fáséður gestur. Lífsstíll hans breyttist ekkert í gegnum tíðina eða afstaða til lífsgilda hins daglega lífs. En í þrengri hring var hann við- ræðugóður og lumaði á góðum húmor. Gott minni og frásagnar- hæfileiki kom þar einnig til. Þegar við nú kveðjum Hauk Sig- tryggsson þökkum við farsæl störf hans í hálfa öld í byggðarlaginu, störf sem vom hluti af þeirri upp- byggingu sem hér í Ólafsvík átti sér stað um áratuga skeið. Við munum minnast hans sem hins hófstillta athafnamanns sem allir bára traust til og alltaf fylgdi farsæld. Elinbergur Sveinsson. í dag kveðjum við með söknuði heiðursmanninn Hauk Sigtryggs- son. Það eru mörg árin síðan ég kynntist þessum ágætis manni. Það vekur hjá mér hlýjar endurminn- ingar er ég minnist hversu Haukur var samviskusamur, ábyrgðarfullur og umtalsgóður um allt og alla. Sjávarútvegur var hans ær og kýr, enda var útgerð hans ævistarf og sýndi hann öllu sem henni viðkom mikla umhyggju hvort sem það laut að honum nær eða fjær. Honum var sérlega annt um og fylgdist mjög vel með öllu sem viðkom mér og minni fjölskyldu og áttum við marg- ar ánægjulegar og eftirminnilegar stundir. Þær stundir era mér sem dýrmætar perlur sem ég mun ávallt varðveita í hjarta mínu. Þar fór ein- stakur maður sem átti til svo mik- inn fróðleik. Gaman er að rifja upp hversu vel hann var að sér í ætt- fræði, landafræði og var alveg ein- staklega skemmtilegt að hlusta á hann segja sögur. Á heimili hans var ávallt tekið á móti manni eins og maður væri hans eigin sonur bæði af honum sem og Steinu. Það var alveg ein- stakt hve mikla gestrisni og hlýhug þau auðsýndu, ekki bara mér heldur öllum er komu á heimili þeirra. Ég er þakklátm- honum fyrir þær ánægjulegu samverastundir sem við áttum í gegnum árin. Deyrfé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getr. (Hávamál) Ég og fjölskylda mín sendum þér Steina, börnum og barnabömum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hauks Sig- tryggssonar. ’ Ómar Þór Gunnarsson. Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns Hauks Sig- tryggssonar frá Ólafsvík, en hann verður í dag kvaddur hinstu kveðju frá Ólafsvíkurkirkju. Kynni okkar Hauks hófust fyrir tæpum sex áram er ég réð mig sem framkvæmda- stjóra Fiskmarkaðar Breiðafjarðar hf. Útgerðarfélagið Dvergur, sem Haukur átti og rak ásamt bræðram sínum allt þar til á síðasta hausti er þeir skiptu félaginu upp, hefur frá upphafi verið einn af stærstu og bestu viðskiptavinum FMB og því höfðum við mikil samskipti vegna starfa okkar. Þeir era ekki margir dagamir þessi sex ár sem Haukur leit ekki inn hjá mér á skrifstofuna og þrátt fyrir fjöratíu ára aldurs- mun myndaðist fljótlega á milli okk- ar góð vinátta og traust sem aldrei bar skugga á. Haukur Sigtryggsson var ákaf- . lega vandaður maður til orðs og æð- is, valdi yfirleitt orð sín af kostgæfni og setti þau fram á þann hátt að maður gat ekki annað en lagt við hlustir og tekið mark á því sem hann sagði. Geð hans var jafnan stillt og yfirvegað og það var ekki hans stíll að hafa uppi stóryrtar yf- irlýsingar um menn og málefni eða kveða upp stóra dóma yfir mönnum eða athöfnum þeirra. Hann var ákaflega glettinn og hafði gaman af vel sögðum gamansögum, og gæfi maður á sér færi þá skaut hann iðu- lega hárfínu og hnitmiðuðu spaugi að manni. Eins og sjá má á ofan- greindum lýsingum kom Haukur mér fyi-ir sjónii- sem sannkallað prúðmenni, hann var þó fjarri því geðlaus og fastur var hann á skoð- unum sínum ef svo bar undir. Fyrir nokkra var ég kominn á fremsta hlunn með að skipta um starfsvett- vang og búsetu í kjölfar skyndilegra breytinga á mínum persónulegu högum. Kom þá Haukur til mín og sagðist myndu sjá eftir mér, færi ég, þar sem hann hefði í rauninni ekki svo mikið út á mig að setja. Þótti mér ákaflega vænt um þessi orð hans og höfðu þau áhrif á ákvörðun mína um að vera um kyrrt, þar sem ég veit að það var ekki hans vani að skjalla fólk og þetta sjálfsagt með því fastasta sem hann kvað að orði í þeim efnum. Ég veitti því jafnan athygli hversu mildð og fallega Haukur tal- ^ aði um Steinu konu sína, þegar hana bar á góma skein ást, virðing og umhyggja úr hverju orði og aug- um hans. Þau hjón hafa bæði átt við mikið heilsuleysi að stríða undan- farið og var aðdáunarverð um- hyggja Hauks fyrir konu sinni. Á öndverðu síðasta ári stofnaði Haukur nýtt útgerðarfélag ásamt sonum sínum, því miður fær hann ekki að fylgja útgerð nýja bátsins úr hlaði en væntanlega mun hann þó fýlgjast með úr sínu himinfleyi. Um leið og ég þakka Hauki sam- < ’ fylgdina vil ég votta Steinu konu hans og bömum þeirra mína dýpstu samúð. Tryggvi Leifur Óttarsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÞÓRARINN ÓLAFSSON frá Neðri-Rauðsdal, Aðalstræti 4, Patreksfirði, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar aðfaramótt 27. febrúar. Svanhvit Bjarnadóttir, Ólafur Bjarnason, Björg Bjarnadóttir, Samúel Bjarnason, Elsa Bjarnadóttir, afabörn og langafabörn. öigurjon Arnason, Arndfs Sigurðardóttir, Karl Höfðdal Magnússon, Kolbrún Ingólfsdóttir, Sigurður Jónsson, t Okkar kæri fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKARPHÉÐINN HELGASON, Hrafnistu Hafnarfirði, (áður Suðurgötu 83), verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 2. mars kl. 13.30. Árni Rosenkjær, Karl Rosenkjær, Guðrún Hildur Rosenkjær, Ágústa Ýr Rosenkjær, Guðný Birna Rosenkjær, Guðríður Karlsdóttir, Selma Guðnadóttir, Ágúst (sfeld Ágústsson, Jóhann Viðarsson, Sigurjón Einarsson, og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, bróðir míns og frænda okkar, MAGNÚSAR DANÍELSSONAR, Smiðjugötu 12, ísafirði. Guðmundur Daníelsson, systkinabörn og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.