Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 47
r MORGUNBLAÐIÐ ÞORVARÐUR ÞÓRÐARSON + Þorvarður Þórð- arson fæddist á Votmúla í Sandvík- urhreppi 21. október 1900. Hann lést á Ljósheimum á Sel- fossi 16. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Þorvarðarson, f. 16. ágúst 1875, d. 28. apríl 1942, og Anna Lafransdóttir, f. 26. september 1872, d. 11. maí 1957. Systk- ini Þorvarðar voru þau Svanhildur og Margrét í Reykjavik, Sigurður Kristinn í Reykjavík, Sveinbjörg í Reylqavík, Sigríður á Selfossi og Jónína í Reykjavík. Kona Þorvarðar, 1. nóvember 1941, var Þóra, f. 7. nóv. 1920 Magnúsdóttir, bónda í Eystra- Stokkseyrarseli Gíslasonar, og konu hans Maríu Aradótt- ur. Þau voru barn- laus. Þorvarður og Þóra bjuggu á Vot- múla 1942-1968 en fluttu þá á Selfoss, þar sem þau bjuggu síðan. Útför Þorvarðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn 28. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðskjálftaárið mikla 1896 hóf kornungur maður búskap á Vot- múla í Sandvíkurhreppi og lét sig ekkert hræða frá búskap þótt ekki blési þá allt byrlega. Þórður hét hann og var Þorvarðarson hreppstjóra í Litlu-Sandvík Guð- mundssonar, en heitmey hans var Anna Lafransdóttir bónda á Vot- múla Bjamasonar og var ætt hans af Skeiðum. Lafrans var góður bóndi og eignaðist ábýlisjörð sína, Votmúla. Settust þau Anna og Þórður því í góðbú og ávöxtuðu vel sitt pund. Sjö bömum sínum komu þau öllum vel til manns. Þorvarður var þriðja elsta bam foreldra sinna og hneigðist strax til búskapar. Lét hann ekki önnur auðveldari störf né auðgripnari blekkja sig til burtfarar úr sveit- inni sinni. Hann fór ekki til sjós en varð foreldrum sínum á þeirra efri ámm sú ómetanlega stoð sem þau best gátu þarfnast. Nú var að renna upp öld betri búskaparhátta, Flóaáveita og framræsla lands, bætt meðferð á skepnum og meiri natni sýnd í heimaverkum en áður hafði verið. Þeir sem beittu sér fyrir vísinda- legri ræktun búfjárins áttu hauk í horni þar sem Þorvarður var. Um árabil var hann eftirlitsmaður Nautgriparæktarfélags Sandvík- urhrepps og vann þar frumherja- starf. Hann var með þeim fyrstu í sinni sveit að hefja túnrækt í stór- um stfl. Plægði fyrst allt með hest- um og fullvann þá túnið með hestaverkfærum. Gekk þá skjótt á Votmúlaþýfið, og enn betur er vél- ar komu til ræktunarinnar. Var vélafrömuðurinn, Sigfus Þ. Öfjörð, þá innan seilingar enda næsti ná- granni. Um það er búskap Þor- varðar lauk heyjaði hann allan sinn heyskap á ræktuðu landi. Þau Þóra og Þorvarður tóku al- farið við jörðinni vorið 1942. Þá var Votmúli vel hýstur og þar hafði Þorvarður lagt á gjörva hönd með foreldrum sínum. Nú fóru í hönd blómaár, búið stækk- aði, kýrnar gáfu vel af sér og man ég einnig sem unglingur að Þor- varður átti gott fé til frálags. En ekki var Breiðamýri jafngjöful öll árin, og eitt sinn sagði Þorvarður mér að í rosasumrunum þrifust ekki lömb á mýrinni og hafði hann sínar kenningar um hvað olli því. Þorvarður fylgdist vel með í allri vélvæðingu og þó ekki léti honum að fara með allar vélar var hann séður í innkaupum þeirra og fékk góða nágranna sér til aðstoðar. Hann bjó stórt en lét ekki ábyrgðina af þvi íþyngja sál- inni. Búskaparánægja hans endur- geislaðist djúpt úr hjartarótunum yfir til okkar hinna og engan mann þekkti ég svo hlaðinn störf- um en jafnframt svo glaðan og léttan í lund. Dillandi hláturinn smitaði út frá sér og þar sem hann kom var alltaf stutt í sögur og svo kom hláturgusan. Ég held að í ná- grenni sínu, já allri sveitinni, hafi Þorvarður ekki átt sér óvin. Þá er mikið sagt, en jafnframt þessu var Þorvarður baráttumað- ur, og barðist jafnt fyrir annarra hag. Hann sagði mér frá því þegar hann ungur að árum tók upp á því að gera og hugsa allt andstætt við Þórð föður sinn og nágranna sína. Gömul saga og ný, en í munni Þor- varðar varð sagan í senn bæði spaugsöm og lærdómsrík. Þar sem Þórður var íhaldsmaður varð Þorvarður að fylgja Jónasi frá Hriflu og ganga í Framsóknar- flokkinn. Þórður seldi mjólk sína kaupmanni í Reykjavík í fimm ár eftir stofnun Mjólkurbúsins. En Þorvarður lifði þá sælustund að komast í Mjólkurbúið 1935 er Hermann Jónasson setti lögin um stofnun Mjólkursamsölunnar. Þórður seldi kaupmanni í Hafnar- firði sauði sína en Þorvarði var ekki rótt fyrr en lömbin voru lögð inn í sláturfélagið. Hér var kom- inn umbrotamaður hins nýja tíma og auðvitað keypti hann Tímann. Svona liðu mörg ár og Þorvarð- ur naut þeirra ávaxta í búskap sín- um sem hann hafði ásamt öðrum sáð til. Seinustu árin gekk hann þó þjáður til verka; var kviðslitinn og gaf sér ekki tíma til að láta lækna grafa fyrir það mein. Kom þó að því að þau Þóra seldu jörðina vor- ið 1968 og fluttu að Selfossi. Þá fór Þorvarður í „klössun" sem hann kallaði uppskurð þann þegar kviðslitið var lagað. Með ólíkind- um var hversu skjótt hann fékk bót meina sinna. Ög nú tóku við mörg góð ár er hann starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, vann í gærum og mörgu öðru. Þar varð hann hvers manns hugljúfi og lét ekki af störfum við haust- slátrun fyrr en kominn fast að ní- ræðu. En þá hafði hann reist sér þau ellimörk að hann varð að sitja heima. Þorvarður og Þóra voru ákaf- lega samhent um alla búsýslu og sveitin fylgdi þeim á vissan hátt að Selfossi. Þar hafði Þorvarður nokkrar kindur og hafði a.m.k. af þeim yndisarð. Hann kom þeim fyrir í bflskúrnum, því bfllinn gat vel staðið úti. Þar undi hann glað- ur við sitt á efstu árum. Ekki mátti víst, er hér var komið sögu, stunda fjárrækt í bflskúr. En allir í þorpinu vissu af því og fylgdust með; enginn tók sér þann mynd- ugleika að segja til þessa búskap- ar. Þorvarður frá Votmúla varð næstum því jafngamall öldinni og var því aldamótabarn. Hann átti þátt í stórvirkjun þessarar aldar en framlag hans var þó unnið í kyrrþey. En án efa bæði með hlátri í munni og í augum. Ég sé hann frænda minn fyrir mér að óskapast í heyvinnu, eða á manna- mótum íbygginn á svip eins og góð saga eða athugasemd væri að fæðast. Mér finnst að eftir öll þessi ár eigi hann tvö einkunnar- orð sem komu fram í ævisöguheiti frægs sýslunga hans: „Fagurt mannlíf'. Blessuð sé þar með minning hans. Páll Lýðsson. LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 47 MINNINGAR ÞURIÐUR BJORNSSON - BJORN STEFANSSON + Bjöm Stefánsson fæddist 15. júlí 1903. Hann lést 21. oktúber 1984. For- eldrar: Vigdís Páls- dóttir húsfreyja og Stefán Bjömsson hreppstjóri Borgar- nesi. Systkini: Páll, Ragnar, Lára og Ásta. Bjöm var vél- stjóri að mennt og stundaði vinnu á sjó og landi við slík störf. Þuríður og Björn áttu eina dóttur, Huldu. Hulda er gift Jóni Hólm Einarssyni og eiga þau þijár dætur, Kolbrúnu, Þuríði og Rakel. Þuríður og Bjöm giftu sig árið 1935 og vom í Reykjavík fyrstu búskaparárin en lengst af bjuggu þau í Garði við Vatnsenda. Sfðustu árin dvöldu þau á Ilrafnistu þar sem þau létust bæði, hann árið 1984 og hún 1998. Þuríður Björasson fæddist 13. janúar 1907. Hún lést 21. janúar sfðastliðinn. Foreldrar: Þóra Leopoldína Júh'usdóttir Bjöms- son, húsfreyja, og Guðmundur Bjömsson, sýslumaður á Pat- reksfirði og í Borgaraesi. Systk- ini: Ingibjörg, Júlfus, Björa, Ingólfur, Karl, Jórunn, Anna og Margrét. Þuríður var menntuð í hannyrðum og matreiðslu frá húsmæðraskóla í Svfþjóð. At- vinna hennar byggðist á þessu námi, við verslun, sauma og vefn- að og matráðskonustarf. Útför Þuríðar fór fram frá Langholtskirkju 30. janúar. Minningarnar hrannast upp þeg- ar ég sest niður til að skrifa nokkur prð um yndislegustu hjón í heimi, íðu og Bjössa. Ég var rétt ársgöm- ul þegar ég kom til íðu móðursyst- ur minnar og Bjössa manns hennar og hafði hjá þeim ársdvöl. Foreldr- ar mínir sigldu til Hafnar innan um tundurduflin nokkru eftir stríðslok og skildu mig eftir í hlýja fanginu hennar Iðu og ég kallaði hana mammí. Þótt ég muni nú lítið frá þeim tíma finnst mér bernskuár mín meira og minna vera tengd Há- vallagötunni og síðan Garði við Ell- iðavatn þar sem þau bjuggu seinna. Og allt var þetta ævintýri. - íða bú- andi til dúkkur og alls konar leik- fong sem mátti leika sér að - íða að búa til ís í ísvél sem hún fékk lán- aða í Sænska, þar sem Bjöm bróðir hennar var hæstráðandi. Við Bjössi labbandi niður að höfn á sunnu- dagsmorgnum að horfa á skipin á meðan fða eldaði matinn „Bjössi, ég veit hvað fæst þama,“ sagði ég og togaði ögn í Bjössa þegar við gengum fram hjá sjoppunni Gosa, „það er ís!“ - þessa sögu þreyttist Bjössi aldrei á að segja mér á gam- als aldri og kímdi við. Svo kom Hulda í heiminn. „Nú ertu búin að eignast litla systur," sagði íða þar sem við stóðum við vögguna. „En af hveiju heitir hún Hulda?“ spurði ég - „bara út í loftið.“ Og seinna þegar ég vildi stríða Huldu þá kallaði ég hana Huldu út í loftið - en hún er nú löngu búin að fyrirgefa mér það. Uppi við Elliðavatn var lítið um nú- tímaþægindi, Bjössi sótti allt vatn niður í Elliðaá í tveimur blikkföt- um; við Hulda sóttum mjólkina upp á Vatnsenda og vorum alveg að sligast undan tveggja lítra mjólkur- brúsanum sem við skiptumst á að bera! Og íða framdi endalausa galdra í eldhúsinu og garðinum þar sem spruttu þúsund blóm - og allar tegundir matjurta voru á sínum stað. Kvölds og morgna gekk Bjössi alla leið til og frá Rauða- vatni, til að komast til vinnu sinnar í Sænska frystihúsinu og stundum íða líka, þótt hún ynni hin síðari ár sem matráðskona á Sólvangi. Og þó var alltaf tími til alls þess sem bömum þótti skemmtilegast. íða og Bjössi kynntust á ung- lingsárum í Borgamesi þar sem þau bjuggu bæði, hún sýslumanns- dóttirin, hann hreppstjórasonurinn. En þau giftu sig ekki fyrr en löngu seinna. Þá var Iða búin að vera í út- löndum á húsmæðraskóla og reka saumastofu á Akureyri með Önnu vinkonu sinni. Og í Reykjavík kenndi hún vefnað og leigði þá íbúð ásamt Sigríði Einars skáldkonu, frænku sinni. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Og þá orti Steinn Steinarr þessa vísu um íðu: Ég átti eina mektuga mörsvon sú mörsvon var blíð og þíð. Hjá þessari Þuríði Bjömsson er þanki minn alia tíð. Bjössi var einn aðalsjarmörinn í Borgamesi, glæsimenni og söng eins og engill. Fallegasta tenórrödd sem heyrst hefur segja þeir sem muna. En hann fómaði ungur rödd- inni fyrir líf sitt og bátsfélaga sinna. Hegrinn, en svo hét báturinn sem hann var vélstjóri á, strandaði. Hann lenti á Þormóðsskeri í Borg- arfirði og hékk þar, Bjössi batt sig við siglutréð og söng og hrópaði á víxl. Söngurinn heyrðist og þeim var bjargað. Hann söng aldrei fram- ar en alla tíð hafði hann yndi af söng og Jussi Björling var hans eft- irlæti. Iða og Bjössi vom bæði efni í listamenn og væra þau ung í dag „ væri hann trúlega við söngnám ám Italíu og hún í listnámi í Amster- dam eða París. Bjössa þótti gaman að fá sér í staupinu og þó sérstaklega að bjóða öðrum. En hann vissi að íðu hans var lítið um slíkt gefið svo hann kom sér upp hálfgerðu rósamáli þegar hann vildi gera gestum glað- an dag: „Eigum við ekki að koma og skoða hefilbekkinn?" - jú, jú og svo var labbað út í vinnuskúr Bjössa, og íða, sem auðvitað átti ekki að vita neitt, glotti hálf-—^?- fussandi. Þegar aldurinn færðist yfir komu þau sér upp ákveðnu samskipta- mynstri - rétt eins og krakkar, þurftu þau að vera að smákýta svona af og til, sérstaklega ef þeim fannst hinu mismunað um eitthvað löngu liðið. En alla tíð þótti þeim samt innilega vænt hvora um annað og ég minnist þess að íða sagði nokkram áram áður en Bjössi dó, „mikið var ég nú skotin í honum Bjössa í gamla daga - og stundum er ég það enn“. Og nú era þau saman á hinum ei- lífu engjum þar sem við hittumst einhvem tímann öll. Heimurinn væri ríkari ef fleiri væra eins og — þau tvö. Ingunn Þóra Magnúsdóttir. + Sigríður Gísla- dóttir fæddist á Siglufírði 13. ágúst 1905. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 17. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar vom: Gisli Bjamason, trésmið- ur, f. 25.10. 1864, d. 23.6. 1939, og kona hans, Anna Þorláks- dóttir, f. 27.2. 1881, d. 19.10. 1955. Sig- ríður er fædd og uppalin f Skarðdal í Siglufirði en þá jörð áttu foreldrar hennar og vora kennd við. Hún var næstyngst 4 systkina sem öll em látin. Þau vom: Ólöf, f. 1901, Finnur, f. 1903, og Bjarni, f. 1916. Látin er á Sjúkrahúsi Siglufjarð- ar Sigríður Gísladóttir og langar mig að minnast hennar með nokkram orðum. Sigga Gísla var mikil sómakona og á undan sinni samtíð fannst mér, hæglát og hlý. Sigga var gift Jóhanni Gunnlaugs- syni, bróður mömmu minnar, en hann lést árið 1944 og þá var sonur þeirra Anton Vilhelm á 14. ári. Hinn 14. nóvem- ber 1931 giftist Sig- ríður Jóhanni Gunn- laugssyni, trésmið, f. 6.2. 1907, d. 26.3. 1944. Þau eignuðust einn son, Anton Vil- helm Jóhannsson, fyrrv. kennara og skólastj., f. 9.10. 1930. Sambýliskona hans er Inger Kr. Jensen. Allan sinn búskap bjuggu þau Sigríður og Jóhann á Siglufirði. Lengst af var heimili þeirra á Hverfisgötu 9 þar í bæ. títför Sigríðar Gísladóttur verður gerð frá Siglufjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Sigga og mamma voru mjög góðar vinkonur og bar þar aldrei skugga á. I huga mínum koma ljúfar minn- ingar frá jólum þai- sem rjómaísinn kom úr snjóskaflinum og spilað var minnst á tveim borðum langt fram á kvöld. Oft hjálpaði Sigga mömmu að sauma kjóla á mig og margt ann- að og var ekki erfitt fyrir mömmu að fá mig með, því Sigga átti dönsk blöð sem gaman var að skoða og þegar ég var lasin kom Sigga með blöð í poka til mín. Umhyggju Siggu nutu allir hennar ættingjar og vinir. Ósjaldan stakk hún góðgæti að bömunum í götunni og litlu fuglam- ir fengu matinn sinn á snjóskaflinn. A þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir allt það sem Sigga hefur verið mér og gert fyrir mig og mína. Heimili Siggu og Tona frænda hefur alltaf staðið okkur opið og var það okkur mikils virði eftir að við fluttum suður, og«kw var alltaf mikil tilhlökkun að fara norður á sumrin, og alltaf vora móttökumar hlýjar og góðar, og vel séð til að nóg væri að borða, því Sigga var mikil myndarhúsmóðir. Mikla ánægju hafði ég af því að geta verið með Siggu á 90 ára af- mælinu hennar, hún kom heim og við Toni og Silla, vinkona hennar, drakkum afmæliskaffið með henni. Nú síðustu sjö árin hefur Sigga verið á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, þar sem vel hefur farið um hana og var mér alltaf ljúft að hitta hana þegau^- ég kom norður og alltaf þekkti hún' mig. En nú hefur fækkað þeim kon- um sem skiptu miklu máli í mínu lífi og er ég þakklát fyrir að Sigga var ein af þeim. Elsku Sigga mín, nú ert þú búin að fá langþráðu hvíldina og veit ég að vel hefur verið tekið á móti þér fyrir handan. Þakka þér íyrir allt-f' *• og allt Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir. SIGRIÐUR GÍSLADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.