Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 49 SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON + Sigurður Brynj- ólfsson fæddist í Skammadal í Mýrdal 27. febrúar 1925. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 27. febrúar. Okkur langar með fáum orðum að minnast Sigurðar Brynjólfsson- ar frá Dyrhólum í Mýr- dal. Sigurður kvæntist 28.1. 1950 eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu Markúsdóttur frá Dísu- koti í Þykkvabæ. Sigurður var okkur meira en bróðir og mágur. Hann var líka ein- lægur vinur, sem við stóðum svo oft í þakkarskuld við. Það var okkur hjónunum ómetanlegur styi-kur, sem Diddi og Bagga en svo voru þau kölluð, veittu okkur, þegar við misstum unga dóttur okkar af slys- fórum. Þá voru þau fljót að koma til Eyja og styi-kja okkur með nærveru sinni. Við minnumst líka allra veiðiferð- anna í Vatnsá í Mýrdal. Fyrst fórum við bara tvenn hjón en fljótlega bættust við hópinn Armann Óskar sonur Didda og Böggu og síðar Stef- án sonur okkar. Þetta var sérstakur hópur. Aldrei nein öfund, heldur gleði og hjálpsemi. Okkur leið öllum vel í Mýrdalnum. Veiðiferðirnar lögðust niður eftir 15 ár, þegar nýr leigutaki fékk ána. Diddi og Bagga reistu sér mynd- arlegt sumarhús ásamt Armanni Óskari í Reynishverfinu í Mýrdal. Þar var gott að koma. Oftar en ekki hringdu þau hjónin í okkur og spurðu hvort við værum ekki með austur í bústað, eða þá að þau buðu okkur að fara þó að þau kæmust ekki. Ekki voru þau samt alveg ánægð með þetta þvi eitt sinn þegar við komum til þeirra í Skipasundið þá afhentu þau okkur lykil að bústaðnum svo við gætum farið, þegar við vildum. Stundimar með Didda og Böggu verða alltaf ógleymanlegar. Já, það er ekki hægt að tala um hann Didda öðruvísi en nefha hana Böggu líka því samhentari hjón var erfitt að finna. Það var alveg sama þó að maður væri þreyttur og niðurdreginn, þegar við komum til þeirra í bústaðinn þá sá hún Bagga um að það var komin heiðríkja áður en við vissum af. Síðastliðið sumar unnum við sam- an í bústaðnum í síðasta skiptið, þegar við máluðum þakið. Þá voru veikindin hans Didda farin að segja til sín. Samt kom ekki annað til greina en að hann færi líka upp á þakið. Þá varð að samkomulagi að hann tæki neðsta hlutann og systir hans rennurnar, reyndar stalst hún smávegis inn á hans svæði, en hann svaraði með því að færa sig aðeins ofar á þakið. Það var ekkert gefið eftir. Eina leiðin til að fá Didda til að taka sér pásu var að ég bæði um kaffipásu og urðu þær óvenju marg- ar á einum degi og alltaf samþykkti hann með bros á vör. Síðasta veiðiferðin okkar var farin í fyrrahaust. Þá fóru „gömlu menn- imir“ saman í Tungufljót. Ekki var veiðin mikil, enda þrekið farið að minnka. Þegar við komum austur í Skaftártungur um kvöldið stakk ég upp á því að við færum í bústaðinn þeirra og svæfum þar um nóttina. Eg mun seint gleyma brosinu sem kom þegar ég nefndi þetta, því hvergi annars staðar vildi hann fremur vera. Þarna vorum við í bú- staðnum í tvær nætur og á kvöldin var setið við gluggann og spjallað saman, eins og við höfðum svo oft gert áður. Við horfðum á Dyrhólaós- inn, sem var eins og spegill, það rétt grillti í drangana sunnan við Dyr- hólaey og utar mátti sjá ljósin á bát- unum sem voru á veiðum. Eg held við höfum báðir notið þessara stunda og vonað að þær yrðu fleiri. Svo varð nú ekki en minningarnar lifa áfram, þær verða ekki frá okkur teknar. Elsku Bagga, við biðjum góðan Guð að styrkja þig og fjöl- skyldu þína á þessari erfiðu stundu. Vilborg og Stefán. Á kveðjustundum sem þessari verður okkur oft orða vant, hugurinn geymir svo margt sem leitar fram og tregt verður tungu að hræra. Harmur er að huga kveðinn nú þegar við kveðj- um vin okkar og félaga Sigurð Brynjólfsson. Minningarmyndir góðra kynna skjóta upp kolli ein af annarri. Það er með þakklæti og hlýhug sem ég ski-ifa nokkrar línur um þennan góða dreng sem reyndist okkur systkinunum frá Hákoti og börnum okkar ávallt svo vel. Hans heimili hefur alla tíð staðið okkur opið, og ávallt var tekið á móti okkur með hlýhug og einlægni. Það vant- aði aldrei stuðninginn og hjálpsem- ina, enda þeir þættir Sigurði eðlis- lægir. Hann veitti okkur liðsinni af sinni ljúfmennsku og aldrei var spurt um endurgjald. Sigurður bar tilfinningar sínar ekki á torg, en við sem þekktum hann vel, fundum hjá honum hlýtt og gjöfult hjarta. Lífs- hamingja Sigurðar var eiginkona hans, Ingibjörg Markúsdóttir, börn þeirra og barnaböm. Það em marg- ar góðar minningar sem koma upp í huga mér þegar ég skrifa þessa grein og ekki hægt að skrifa þær all- ar hér. En þó er margt sem stendur upp úr, þegar ég hugsa um öll árin sem bömin hans og Böggu frænku dvöldu í sveitinni heima með okkur systkinunum og foreldmm okkar. Eg man að þegar sól fór að hækka á lofti og gróðurinn fór að dafna á vor- in, var alltaf sama tilhlökkunin sem stóð uppúr ár eftir ár: Hvenær koma Bagga og Siggi? En oft stóð lengi á svari við þeirri spurningu okkar systkina. En svo kom að því, og þegar Siggi og Bagga brunuðu í hlað þá hýmaði yfir öllum, og þá fengum við líka staðfestingu á því að nú væri sumarið komið. Sigurður var traustur félagi og vinur, og oft var það svo að þegar í sveitina var komið stóð ekki á hjálp- semi hans í garð foreldra okkar. Nei, Sigurður var ekki kominn aust- ur til að slappa af og hafa það náð- ugt, hann vildi fá að taka til hendinni við það sem þurfti að gera, hvort sem það var við heyskap eða einhver önnur þau verk sem í sveitinni þurfti að vinna. Það birti ávallt til og sólin fór að skína í sveitinni þegar Siggi kom. A þessum ámm bemskunnar óx og dafnaði sterk vinátta frænd- fólks sem og fram á þennan dag og átti Sigurður ekki hvað síst þátt í því, að sú vinátta og tryggð hefur dafnað og haldist, og fyrir það vilj- um við fá að þakka. Þessa góða og gegnheila drengs er nú sárt saknað. Við viljum nú á þessari kveðjustund fá að þakka þau forréttindi að hafa fengið að kynnast honum og átt hann að. Nú þegar leiðir skilja, situr fagur minnisvarði sem Sigurður skilur eftir sig meðal okkar. Elsku Bagga, þú hefur misst mikið, en við vitum að sá minnis- varði sem þið Siggi reistuð saman bæði í bömum og bamabörnum ykkar léttir sorgina á þessari erfiðu stund. Fjölskyldur okkar senda þér innilegustu samúðarkveðjur og einnig ykkur, elsku Marta, Aslaug og Óskar og til fjölskyldna ykkar. Guð blessi minningu um góðan dreng, Sigurð Brynjólfsson. Kveðja frá systkinunum í Hákoti. Þráinn Ársælsson. í dag kveðjum við frábæran starfsmann og félaga Sigurð Brynj- ólfsson bílamálarameistara. Er Sig- urður réðst til starfa hjá okkur fyrir um tuttugu áram beið hans mikið starf vegna þess að fyrirtækið var í miklum vexti. Við voram heppin að fá slíkan dugnaðarmann með svo mikla reynslu og frábæra fag- mennsku í iyrirrúmi. Á þessum tímum var fyrirtækið í uppbyggingu og því lenti allt sem tengdist bflamálningunni á Sigurði. Hann var líka á blómaskeiði lífs síns og eins og hann væri að springa út. Allar þessar nýjungar áttu sérstak- lega vel við hann og honum líkaði frábærlega að vinna með okkur yngri mönnunum. Þær vora ófáar ferðimar sem við fóram saman til útlanda til að sækja okkur þekkingu og reynslu. Þá fylgdu þessu skemmtiferðir þar sem Sigurður var hrókur alls fagnaðar enda frábær söngmaður og félagi. Hann vann fljótt hug og hjörtu allra starfsmanna okkar og þeirra fjöl- skyldna. Hann var hálfgerður afi allra og öllum þótti afskaplega vænt um hann. Nú er um það bil eitt ár síðan Sigurður lét af störfum hjá okkur vegna heilsubrests. Hann var þó engan veginn sáttur við að hætta að vinna en því miður sagði læknir- inn stopp. Það var mér sérstök ánægja og sýnir hug starfsmanna okkar til Sigurðar og hans frábæra eiginkonu Ingibjargar er þeir tóku sig til í haust og buðu þeim með í árshátíðarferð okkar til Ámsterdam. Þar áttum við frábæra helgi saman. Þá var ég staðráðinn í að opna hjarta mitt og geyma ekki það sem ég vildi segja honum fyrir minning- arræðuna. Tókst mér þá í árshátíð- arræðu minni að þakka Sigurði fyrir öll hans frábæra störf ásamt því að tjá honum hvað okkur öllum þætti vænt um hann. Þessi heiðursmaður stóð þá upp þrátt fyrir veikindi sín og þakkaði fyrir sig með frábærum orðum sem aldrei gleymast. Við Sig- urður áttum tal saman fyrir um það bil tveimur vikum og bar þá margt á góma. Þá sagði þessi vinur minn að hann væri sáttur við sig og alla og að enginn lifði að eilífu, hann væri bara nokkuð hress og læsi mikið, hann færi líka að koma upp á verk- stæði að hitta strákana. En hann er nú lagður af stað í ferðalagið mikla. Við kveðjum Sigga gamla með virðingu og þökk. Elsku Ingibjörg, okkar fjölskylda ásamt öðram starfsmönnum Bifreiðaverk- stæðis Jónasar þakkar fyrir að hafa fengið að hafa Sigurð svona lengi í okkar röðum og einnig þökkum við þér af heilum hug fyrir öll árin sem þið hjónin gáfuð okkur. Hugur okk- ar dvelur hjá þér og þinni fjölskyldu, við vottum ykkur samúð okkar. Jónas Jónsson og starfsmenn Bifreiðaverkstæðis Jónasar. í dag fylgi ég til grafar manni sem ég bar mikla virðingu fyrir. I minningargrein um þennan öðling væri nægt efni bara að lýsa manns- kostum hans en ég læt öðrum það eftir. Sigurður Brynjólfsson var einn af stofnendum Félags bílamálara, sem var stofnað 24. nóv. 1956. Árið 1965 varð Sigurður formaður félagsins og var það í tíu ár og næstu 15 árin var hann í trúnaðarmannaráði og fleiri trúnaðarstörfum fyrir félagið. I 25 ára afmælishófi félagsins, sem var haldið á Hótel Esju, hlaut Sigurður Brynjólfsson sérstaka viðurkenn- ingu fyrir óeigingjamt starf fyrir fé- lagið. Og á síðasta aðalfundi Félags bflamálara (síðar Bfliðnafélagið) var hann gerður að heiðursfélaga. Saga félagsins er vörðuð óeigingjörnu starfi Sigurðar Brynjólfssonar eins og sést í bókinni Hugvit þarf við hagleikssmíðar. Einn af mörgum kostum Sigurðar var að vera góður fagmaður og náði það til allra sem unnu með honum. Sem dæmi um fagmanninn í honum var að hann vildi enga aðstoðar- menn á vinnustaðinn sinn heldur að- eins nema eða sveina. Verkstæðin væra betur stödd og iðnaðurinn í heild sinni ef allir væra eins hugs- andi og Sigurður Biynjólfsson var. Samviskusemi og glaðlyndi var hans aðalsmerki. Guð blessi minningu hans og veiti fjölskyldunni styrk til að komast yf- ir missinn því hann er mikill. Hermann Jóhannesson. UNNUR HILMARSDÓTTIR + Unnur Hifmars- dóttir var fædd í Neskaupstað 14. október 1971. Hún lést 22. febrúar síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Digraneskirkju 27. febrúar. Elsku Unnur mín. Það var sárt að heyra að þú værir dáin en ég mun alltaf minnast þín fyrir þær gleðistundir sem við áttum saman þegar þú og systur þínar komuð í heimsókn til mín um helgar. Þá var oft glatt á hjalla og margt brallað. Okkar góða samband hélst öll upp- vaxtarárin þín. Síðan eignaðist þú lítinn dreng sem fær okkur til að minnast þín með stolti alla tíð. Eg bið þess að þú hafir öðlast frið í sálu þinni. Guð blessi foreldra þína og systur og styrki þau. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir dagaognætúryfirþér. (S. Kr. Pétursson.) Eli'n amma. Hún var sársaukafull fréttin sem við fengum síðustu helgi um að Unnur væri dáin. Unnur var elsta dóttir Hilmars, bróður hans pabba. Við minnumst hennar með söknuði og hluttekningu til þeirra sem mest- an harminn bera. Unnur var ætið svo tignarleg, stór, stælt og falleg. Hún bar sig alltaf svo vel og var glaðlynd í góðra vina hópi. Einhvern veginn æxlaðist það svo eftir að við uxum upp að samskiptin í gegnum árin við Unni og fjöl- skyldu hafa verið minni en við hefð- um viljað. Þegar við hugsum til baka vildum við að við hefðum haft meiri samskipti við Unni og son hennar, Hilmar Jökul. Elsku Hilmar, Sveinbjörg, Sigrún Heiða og Elín, guð gefi ykkur styrk til að komast yfir mestu sorgina. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð geymi þig Unnur. Esther, Elín og Gerður Guðjónsdætur. Ég trúi því varla enn að elsku vinkona mín, hún Unnur, sé dáin. Ég varð harmi slegin þegar mér barst þessi frétt og mér varð hugs- að til hennar yndislegu fjölskyldu. Það er ekkert sem getur fyllt svo stórt skarð sem dauðsfall góðrar manneskju skilur eftir sig. Við Unn- ur kynntumst í Versló fyrir 10 árum og þegar við lentum saman í bekk urðum við strax góðar vinkonur. Ég man vel eftir útskriftardeginum þegar við settum stoltar upp hvíta kollinn og pabbi hennar festi allt á filmu. Við héldum hvor sína stúd- entsveislu, en hittumst síðar um kvöldið til að halda upp á áfangann, sem hún Unnur lauk með glæsi- brag. Ég man hvað mér fannst Unnur heppin að eiga tvær systur því þær voru svo samrýndar og góð- ar vinkonur. Ég kynntist Sigrúnu systur hennar vel og var það ósjald- an sem við hittumst allar og gerðum okkur glaðan dag, hvort sem var heima hjá þeim í heita pottinúm eða fóram út á lífið. Við fóram oft í Casablanca þegar það var upp á sitt besta og Unnur varði mest öllu kvöldinu á dansgólfinu. Þegar ég fór utan héldum við sambandi í gegnum bréfaskriftir, það var alltaf gaman að fá bréf frá henni og óvæntar símhringingar þegar hún dvaldist í Þýskalandi sumar- langt. Hún stofnaði fjölskyldu og varð stolt móðir þegar hún eign- aðist litla drenginn sinn, Hilmar Jökul, og er erfitt að ímynda sér missi hans. Elsku fjöl- skylda, megi góður Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) H\t1 í friði, elsku vinkona, ég mun sakna þín. Jóna Dís Steindórsdóttir. Unnur mín! Það er erfitt að kveðja þig á þessum kalda vetrar- degi. Vonandi ert þú nú komin í bjartari heim. Þinn tími hefur verið liðinn hér á jörð. Þín bíður stærra hlutverk í öðram heimi. Þú varst glæsileg stúlka, vel gefin og áttir svo bjarta framtíð fyrir þér. En þegar heilsan bilar er ekki aftur snúið. Þú barðist eins og hetja við að ná heilsu en allt kom fyrfr ekki. Eg vil þakka þér fyrir alla þá elsku og ástúð sem þú sýndir mér þessi níu ár sem við þekktumst. Mig lang- ar að senda þér þessa litlu stöku sem ég var að reyna að böggla sam- an með tárin í augunum. Máttur ljóssins mörgum ber mildi ást og gleði. Það mun einnig færa þér i friðar Ijós á beði. Eg færi svo litla drengnum þín- um og ölium aðstandendum mfnar bestu samúðarkveðjur. Sigrún Guðbjörnsdóttir. Það sló mig afar djúpt er ég frétti af fráfalli vinkonu minnar, Unnar. Það var eins og að fótunum væri kippt undan manni, svo snögglega bar þetta að. Samband okkar IJnnar- var náið þótt kynni okkar hefðu ekki verið löng. Það var margt í fari Unnar sem heillaði mig, hún hafði góða kímnigáfu, það skein af henni góðsemi, en hvað mikilvægast var að hún var traustur vinur, hún hélt þeirri tryggð sem sönn vinátta krefst. Ég mun sakna þín mikið, Unnur, en ég veit að þú ert nú á færi ljóss og friðar. Guð mun leiða þig á veg hamingju og réttvísi, það eitt veitir mér huggun. Þú munt ávallt lifa í huga mér. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilif sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson) Kæru foreldrar, systkini og nán- ustu ættmenni. Ég votta ykkur mín- ar dýpstu samúðarkveðjur, megi Guð styrkja ykkur öll í þessari sorg. Þórður Þ. Sigurjónsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu v.era vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæíi að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.