Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Tveir Islendingar tefla við Karpov Morgunblaðið/Jónas Fagradal VERÐLAUNAHAFAR á grunnskólamóti Suðurlands ásamt skákstjórum og liðsstjórum. SKAK Umsjón Margeir Pétursson og Daði Örn Jónsson TVEIR ungir íslenskir skákmenn tefla við Anatoly Karpov, heims- meistara FIDE, í dag, laugardaginn 28. febrúar. Það eru þeir Jón Viktor Gunnarsson og Guðjón Heiðar Val- garðsson sem munu tefla við heims- meistarann þegar hann teflir fjöltefli við skákmenn víðs vegar að úr heiminum með aðstoð tölvutækn- innar. Þannig munu íslensku skák- mennimir sitja í húsakynnum EJS hf., en Karpov teflir frá Cannes í Frakklandi. Hægt verður að fylgjast með skákunum á alnetinu. Nánari upp- lýsingar er að finna á vefsíðunni www.europe-echees.com. Byrjað verður að senda út klukkan 14, en búast má við að taflmennskan hefj- ist fljótlega eftir það. Fjölteflið er haldið í tilefhi af verðlaunum sem kennslubók Kar- povs „Skák og mát“ var að hljóta, en bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Helga Olafssonar. Hraðskákmót Hellis 1998 Hraðskákmót Hellis 1998 verður haldið mánudaginn 2. mars kl. 20, en þetta mót hefur jafnan verið eitt vinsælasta skákmót Hellis. Tefldar verða 5 mínútna skákir, 7x2 um- ferðir eftir Monrad kerfi. Mótið er haldið í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1, Mjódd. Heildarverðlaun verða kr. 10.000, sem skiptast þannig að 1. verðlaun eru kr. 5.000, 2. verðlaun kr. 3.000 og 3. verðlaun kr. 2.000. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir 16 ára og eldri (kr. 500 fyrir utanfé- lagsmenn) og kr. 200 fyrir 15 ára og yngri (kr. 300 fyrir utanfélags- menn). Hannes Hlífar Stefánsson stór- meistari er núverandi hraðskák- meistari Hellis, en hann hlaut 1314 vinning af 14 mögulegum á mótinu í fyrra. Sveitakeppni grunnskóla á Suðurlandi Skákfélag Selfoss og nágrennis stóð fyrir sveitakeppni grunnskóla á Suðurlandi á sunnudaginn var. Keppnin var haldin á Hótel Sel- fossi. Styrktaraðilar mótsins voru Landsbanki íslands hf., Selfossi, og Mjólkurbú Flóamanna. Alls mættu 17 sveitir til leiks, 11 í yngri flokki og 6 í eldri. Helstu úrslit urðu þessi: Eldri flokkur: 1. Flúðaskóli A-sveit 13 v. (41,75 stig) 2. Víkurskóli, Vik í Mýrdal A-sveit 13 v. (27,5 stig) 3. Sandvíkurskóli, Selfossi 13 v. (27,5 stig) 4. Víkurskóli, B-sveit 10V4 v. 5. Eyrarbakki og Stokkseyri 6 v. 6. Flúðaskóli, B-sveit 4'4 v. í sigursveit Flúðaskóla voru þeir Jón Einar Valdimarsson, Einar Kári Magnússon, Sverrir Rúnars- son, Hilmar Einarsson og Haukur Hilmarsson. Fyrir Víkurskóla tefldu Vignir Þór Pálsson, Pálmi Kristjánsson, Ingvar Ómarsson og Þorbergur Atli Sigurgeirsson. I sveit Sandvíkurskóla voru þeir Benjamín Aage Birgisson, Bjarki Rafn Kristjánsson, Hjalti Magnús- son og Ari Hrafn Jónsson. Þrjár efstu sveitimar voru jafnar að vinningum svo úrslitin réðust á stigum. Víkurskóli og Sandvíkur- skóli voru einnig jafnir að stigum, en öðru sætinu réð sigur Víkurskóla í innbyrðis viðureign þeirra. Skák- stjóri í eldri flokki var Úlfhéðinn Sigurmundsson. Yngri flokkur: 1. Víkurskóli, Vík í Mýrdal, A-sveit 37 v. 2. Eyrarbakki og Stokkseyri, A-sveit 34i4 v. 3. Flúðaskóli A-sveit 25 v. 4. Eyrarbakki og Stokkseyri, B-sveit 23!4 v. 5. Víkurskóli, B-sveit 23 v. 6. Brautarholtsskóli 18 v. 7. Sólvallaskóli 17 v. 8. Gnúpverjaskóli 15 v. 9. Flúðaskóli, B-sveit 10 v. 10. Flúðaskóli, C-sveit 9 v. 11. Sandvíkurskóli 8 v. í sigursveit Víkurskóla voru þeir Hafsteinn Jónasson, Rútur Skær- ingur Sigurjónsson, Sævar Jónsson og Orri Sigurðsson. í A-sveit Eyrarbakka og Stokks- eyrar voru Pálmar Jónsson, Einar Ingi Jónsson, Gunnar Sigfús Jóns- son og Amar Gunnlaugsson. í A-sveit Flúðaskóla vora Hend- rik Tómasson, Magnús Gunnlaugs- son, Atli Rafn Hreinsson, Helgi Karl Guðmundsson og Mate Dal- may. Skákstjóri í yngri flokki var Ingi- mundur Sigurmundsson. AUGLYSINGA ATVINNU- AUGLÝSINGAR Hannyrðakennarar — myndmenntakennarar Vegna forfalla vantar nú þegar myndmennta- kennara við Hamarsskólann og hannyrða- kennara við Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Upplýsingarveita Halldóra Magnúsdóttir, skóla- stjóri Hamarsskóla, í símum481 2644 eða 481 2265 (heima) og Hjálmfríður Sveinsdóttir, skólastjóri Barnaskólans, í símum481 1944 eða 481 1989 (heima). Skólamálafulltrúi. Símaafgreiðsla Starfskraftur óskast við símaafgreiðslu — vaktavinna — tölvuvinna. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17.00 mið- vikudaginn 4. mars merktar: „Sími — 3631." Kranamaður Kranamaður óskast á byggingakrana. Upplýsingar gefur Pétur í síma 892 5606. Eykt ehf., byg gi ngaver ktakar. TI L. SOLU Lagerútsala dag er síðasti dagur lagerútsölunnar. Mikið úrval af leikföngum, barnavöru og barna- fatnaði. Allt að 40% afsláttur af heildsöluverði. Opnunartími frá kl. 10.00—16.00. Heildverslunin Ársel, Bíldshöfða 16, ekið inn í portið. PJONU5TA Handverksmarkaður Handverksmarkaður verðurá Garðatorgi í dag, laugardaginn 28. febrúar, frá kl. 10—18. Á milli 30 og 40 aðilar sýna og selja muni sína. Kvenfélagskonur sjá um kaffisölu. Lítil hverfisverslun á Akureyri til sölu Myndbönd, grill, matvara. Nýjar innréttingar. Góð velta. Fæst ódýrt vegna flutninga. Upplýsingar í síma 462 7258. Vantar þig hús (sumarhús)? Til sölu lítið, krúttlegt 79 fm einbýlishús með stórum garði. Verðhugmynd 2 milljónir. Áhvílandi 1,0 milljón í húsbréfum. Upplýsingar í síma 462 7258. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir Holtastígur 15, þingl. eig. Hafliði Elíasson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins og sýslumaðurinn i Bolungarvík, miðvikudaginn 4. mars 1998 kl. 15:00. Hólsvegur 6, þingl. eig. Gunnar Sigurðsson og Hlédís Sigurb. Hálfdán- ardóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, miðvikudaginn 4. mars 1998 kl. 15:30. Þuriðarbraut 5, þingl. eig. Sigurður Pálsson og Páll Arnór Sigurðsson, gerðarbeíðandi Lífeyrissjóðurinn Framsýn, miðvikudaginn 4. mars 1998 kl 15:45. Puríðarbraut 7, e.h., þingl. eig. Brynja Ásta Haraldsdóttir, gerðarbeið- endur sýslumaðurinn í Bolungarvik og Vátryggingafélag Islands, miðvikudaginn 4. mars 1998 kl. 16:00. Sýslumaðurinn f Bolungarvík, 27. febrúar 1998. Jónas Guðmundsson. HUSNÆÐI I BOÐI Til leigu glæsileg íbúö, ca 120 fm, ásamt bílskýli, sérinn- gangi og góöri verönd. Er laus. Upplýsingar í síma 557 2492 eftir kl. 18.00 virka daga. kjarni málsins! SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 1. mars: Kl. 10.30 Haukadalur — Geys- ir — Gullfoss í klakaböndum. Öku- og skoðunarferð. Fararstj. Bolli Kjartansson. Verð 2.500 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Kl. 10.30 Skíðaganga um Haukadal og nágr. Farið um skóginn og nágr. Afar skemmti- legt skíðagönguland. Fararstjóri Árni Tryggvason. Verð 2.500 kr. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Áttavitanámskeið 2. og 3. mars kl. 19.30 I Mörkinni 6 (risi). Skráning stendur yfir. Helgarferð íTindfjöll 13.— 15. mars. Skíðaganga. Gist í skála. Munið árshátíð Hornstranda- fara F.í. 14. mars. SVOLUR Munið félagsfundinn í Síðumúla 35 þriðjud. 3. mars kl. 20.30. Tískusýning frá versluninni Tess og skartgripir frá versluninni Flex. Mætum allar stundvíslega. Stjórnin. Opið hús fyrir nemendur mína í Safamýri 18 mánudags- kvöldið 2. mars kl. 20.00. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari, sími 553 3934. . KTEFAS \ KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. YMISLEGT Endurnýjun raflagna Raflagnir — breytingar. Rafmagnsþjónustan, simar 565 4330 og 892 9120. KENNSLA HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Nám í svæðameðferð hjá Svæðameðferðarskóla Þórgunnu hefst mánudaginn 2. mars. Kennsla, 1 kvöld í viku, verður framvegið á þriðjudags- kvöldum. Viðurkennt af Svæðameðferðar- félagi íslands. Upplýsingar og innritun á Heilsu- setri Þórgunnu Skúlagötu 26, í símum 562 4745 og 896 9653. NÁMSKEIÐ í LÍFÖNDUN Líföndun er að- ferð til sjálfsvaxt- ar og sjálfsþekk- ingar, heilsubótar og velferðar. Pú leysir upp líkam- lega, andlega og tilfinningalega streitu og hömlur. Tvö næstu námskeið: í mars: 13., 14., 17. og 25. mars. í apríl: 3., 4., 8. og 15. apríl. Nánari upplýsingar og skráning: Helga Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og leiðbeinandi i líföndun, sími 551 7177. hifnucr^sk LEIKFIMI Fínar línur, Ármúla 30 í húsi sundlaugar Seltjarnarness Losar um spennu og ræöur bót á ýmsum kvnlum. I0% afsláttur fyrir eldri borgara, hjón, hópa og öryrkja. Uppl. í síma 587 4774/895 8966 Ungbarnanudd Námskeið fyrir foreldra barna á aldrinum frá eins mánaða. Rann- sóknir hafa sýnt að börn sem hafa notið þess að vera nudduð dag- lega hafa þyngst betur, sofið bet- ur og tekið örari framförum en þau, sem ekki hafa fengið nudd. Þá hefur nudd hjálpað börnum með magakveisu og loft i þörm- um. Næstu námskeið hefjast fimmtudaginn 5. mars. Upplýsingar og innritun á Heils- usetri Þórgunnu í símum 562 4745 og 896 9653.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.