Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 A-.... .................. FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA é1 ís Svipmyndir frá bernskuárum Sjónvarpið ► 20.30 Bíódagar ★★V!2, er tregablandin mynd um nokkra mánuði í ævi Tómasar (Örvar Jens Arnarson), 10 ára Reykjavíkurdrengs. Umhverfið og persónumar sem þroska hann í borg og sveit á öndverðum sjö- unda áratugnum. Hvernig sorgin og alvaran taka að gægjast inn í áhyggjulausa lífsmyndina, sem minnir, sem betur fer, oftar á skemmtileg atriði í bíómyndum, sem er toppurinn á tilverunni. Að flestu leyti vel gerð saga sem við könnumst flest við, en áberandi kaflaskipt og virkar sundurlaus. Ungu leikaramir standa sig með prýði, sama máli gegnir um þá eldri, þó val eins eða tveggja komi nokkuð á óvart. Rúrik Haraldsson og Jón Sigurbjömsson era eftir- minnilegastir. Guðrún Asmunds- dóttir fer vel með lítið hlutverk og Öivar Jens Amarson er trúverð- ugur í aðallhutverkinu. Bíódagar er „búningamynd, gerist á liðnum tíma, og það hefur tekist nokkurnveginn eins vel og hægt er að ætlast til - miðað við fjármagn - að endurskapa um- hverfið og þann andblæ sem ríkti fyrir röskum þremur áratugum. Hlý og notaleg mynd. Sjónvarpið ► 15.00 Leitin að gröf Faraós (Legend of the Lost Tomb, (‘97)). Glæný fjölskyldumynd, og ekkert um hana að fínna. Gæti verið bærilegt ævintýri fyrir yngri fjöl- skyldumeðlimina. Með Kimberley Petersen og Stacey Keach. Leik- stjóri Jonathan Winfrey. Stöð 2 ► 17.25 Önnur ný sjón- varpsmynd, Lífsvörn (A Case For Life (‘96)), önnur ráðgáta. Systur á öndverðum meiði um fóstureyðingar. Fer í áhættuhóp A 1. Sjónvarpið ► 20.30 Bíódagar, Sjá umsögn í ramma. Stöð 2 ► 21.05 í nærmynd (Up Close and Personal, (‘96)), er afleit 'Hollywood lumma af gamla skólan- um. Ung og metnaðarfull sjónvarps- fréttakona (Michelle Pfeiffer) fær vinnu við hliðina á gömlum frétta- hauk (Robert Redford). Þau eiga víst ekki samleið en verða samt ástfangin og Hollywood grípur til endaloka af væmnustu gerð. Góðir leikarar í öm- urlegum hlutverkum. Auk þess vont að sjá Redford láta hafa sig útí hlut- verk við hæfi mikið yngri manns, gæti verið afi glæsikonunnar Pfeif- fer, þrátt fyrir málningu og mjúka myndskerpu. ★★ Sýn ► 22.55 Ógnaröld í Saigon (Bullet in the Head, (‘88)). John Woo fer langfremstur í flokki hasar- myndaleikstjóra í Hong Kong, og er farinn að gera góða hluti í Hollywood. Hér höfum við eina þeirra mynda sem vöktu athygli bandarískra framleiðenda á mannin- um, Ógnaröld í Saigon ★★★, er dæmigerð fyrir hinar ódým myndir Woos á heimaslóðum; feikihröð, frá- bærlega tekin og klippt, svo átakaat- riðin geysast hjá á ógnarhraða, og Iramatíidn hálfgert bull - að mati /esturlandabúa, amk. Fyrst og remst fyrir spennufíkla. Sæbjörn Valdimarsson ------------------- Tarantino og Sorvino skilin LEIKKONAN Mira Sorvino og leik- stjórinn Quentin Tarantino hafa slitið samvistum og samkvæmt kynningarfulltrúum beggja skiija þau sem vinir. Parið hafði verið saman í tvö ár og hafa iðulega borist fréttir af meintum skilnaði. Viku fyrir skilnaðinn sáust Tar- antino og Sorvino f heitum faðm- lögum og kossaflensi á veitingastað í New York og kom því fréttin nokkuð á óvart. Mira Sorvino, sem er þrítug og Harvard-menntuð, þótti afar ólík hinum 34 ára Tarantino, sem vann á vídeóleigu þar til frægðin bank- aði upp á, - ef dálæti beggja á asískri menningu er undanskilið. Sorvino lærði um kínverska menn- ingu í háskóla og talar lunversku reiprennandi en Tarantino er eid- heitur aðdáandi kínverskra slags- málamynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.