Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998" BLAÐ
¦ ÞUNGLYNDI TALID AUKA LÍKUR Á HJARTASJÚKDÓMUM/2 ¦ MINNINGAR í
FÖSTU FORMI/2 ¦ ÞORP í BORGINNI/4 ¦ MEDFERD VID VÍMUEFNAVANPA/5 ¦
SJÖTUG OG HVAÐ SVO?/6 ¦ RÓMANTÍSK TENGSL VIÐ ÍSLAND/8 ¦
Afslöppun
með hjálp tölvu
££ LOKAÐU þreyttu augunum, settu
Q fætur upp á borð og hallaðu þér aft-
I ur í stólnum 1 nokkrar mínútur.
-f Reynda að gleyma vinnuumhverfinu
[2 og tölvuskjánum beint fyrir framan
dpi þig, ímyndaðu þér heldur hlýtt rúm-
*^3 ið í dimmu svefnherberginu. Innan
GQ tíðar ferðu vonandi að slaka á,
^J> kemst kannski i' draumaheiminn og
^ á eftir nærðu betri einbeitingu við
mm vinnuna.
„Allt sem þarf til þess er tölva,
hljóðkort og heyrnartól," segir Ingvar
Kristinsson hjá Hugvaka, íslensku hug-
búnaðarfyrirtæki sem nýlega setti forrit
á markað sem ætlað er að losa fólk, sem
vinnur mikið við tölvur, við streitu og
kvíða en auk þess á það að hafa góð áhrif
á einbeitingu, minni, svefn og ýmsa and-
lega þætti.
Hugbúnaðurinn kallast Hugvakinn og
segir Ingvar hann senda í gegnum heyrn-
artólin hljóðbylgjur af ýmsu tagi og með
mismunandi tíðni í sitthvort eyrað. Að-
ferðin er þekkt og mikið notuð meðal
annars í sálarfræði og á að hafa róandi
og slakandi áhrif á fólk. „Fjöldi valmögu-
leika er fyrir hendi í forritinu, meðal
annars er unnt að ná djúpum svefni með
aðstoð þess, slaka á í klukkutíma eða fá
stutta slökun í tíu mínútur sem getnr ver-
ið heppileg hvfld frá daglegri vinnu við
tölvuna. Gott er að spila rólega tónlist í
bakgrunni ef geisladrif er á tölvunni."
Selt á alnetinu
Ungur maður, Kristján Guðjón Guðna-
son tölvunarfræðingur og tónlistarmað-
ur, á heiðurinn af forritinu en það var
hluti af lokaverkefni hans við Háskóla fs-
lands. Til verksins fékk hann m.a. styrk
frá Rannsóknarráði íslands. Nú er hann
staddur á Cebit sýningunni í Hannover i
Þýskalandi til að kynna forritið en það er
einnig komið á erlendan markað undir
heitinu I.M.A.C. sem stendur fyrir Incre-
ase Mental Awareness and Creativity.
Hugvaki er fyrirtæki framtíðarinnar
og því verður hugbúnaðurinn einungis
seldur á alnetinu og kostar 3.000 íslensk-
ar krónur en slóðin er hugvakinn.is.
Tölvan hjálpar til við slökun og þú
vaknar hress og endurnærður.
Eiturefni sem sléttir hrukkur
BOTOX, unnið úr botulinum tox-
in þekktu efni í eiturefnahern-
aði, er nýjasta töfralyfið gegn
hrukkum segir í febrúarhefti
bandarísku útgáfu tískublaðsins
Vogue. Samkvæmt tímaritinu
hafa tugir þúsunda Bandaríkja-
manna þegar fengið botox-
sprautu hjá lýtalækni til þess að
slétta andlit sitt.
Botulinum toxin truflar starf-
semi vöðva og taugakerfis ef
þess er neytt í miklum mæli,
lamar líkamann, stöðvar öndun-
arefnaskipti og leiðir loks til
dauða. Notkun botox í fegrunar-
skyni hófst snemma á þessum
áratug og hefur aukist jafnt og
þétt að undanförnu. Botox-
sprautur hafa meira að segja
náð fótfestu hjá þeim sem ekki
hafa enn náð þrítugsaldri segir
tímaritið.
Efnið var notað í augnlækn-
ingum fyrr á árum meðal annars
til þess að hjálpa rangeygum og
síðar til þess að stemma stigu við
kippum í andliti og augnlokum
og krampa í útlimum.
Bandaríska lyfjaeftirhtið sam-
þykkti notkun botox í þessu
skyni árið 1989 og nú er svo
komið að húðsjúkdóma- og lýta-
læknar lofa efnið hástöfum sem
læknisfræðilega uppgötvun. Er
því einkum sprautað í ennis- og
grettuhrukkur sem og bros-
hrukkur við augun. Það kemur
síðan í veg fyrir að fellingar í húð
verði að hrukkum, að minnsta
kosti tímabundið. Áhrifin eru
sögð vara í þrjá til átta mánuði.
Mótefni og drúpandi augnlok
Vogue hefur eftir dr. Pat
Wexler húðsjúkdómalækni á
Manhattan-eyju í New York að
eina hættan sem langtímanotkun
feli í sér sé sú að ónæmiskerfið
bregðist við svo efnið hætti að
hafa áhrif. Það sé hins vegar
mjög sjaldgæft. Botox sé því
besti kosturinn til þess að slétta
andlitið, að frátalinni lýtaaðgerð.
Sé efninu sprautað í ennið er
ein hættan sú að það leki niður í
augnlokin en Pat Wexler, sem
hefur sprautað efninu í sjúklinga
sína svo árum skiptir, segir það
sjaldgæft. Auk þess vari slík
áhrif yfirleitt ekki lengur en eina
til þrjár vikur.
Hliðarverkanir eru ekki það
eina sem áhugasamir þurfa að
bræða með sér því kostnaður-
inn er nokkur. Broshrukkurn-
ar geta kostað mann rúmar 35
þúsund krónur og sprautun í
háls og enni kostar tuttugu .
þúsund krónum meira fyrir %
hvorn hluta um sig. Til við-
bótar kemur að virkni efnis-
ins er tímabundin og því má
gera ráð fyrir þremur með-
ferðum á ári til þess að
halda vöðvahreyfingum í
skefjum. Því má spyrja
hvort lýtaaðgerð sé ódýrari
kostur til lengri tíma litið, hafi
einhver áhuga á slíkri meðferð.
»E4
:0
P
tl§£
»*»
f
ii*ff