Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 B 3 DAGLEGT LIF Lífshættir án streitu INGÓLFUR S. Sveinsson veitir ráðleggingar um hvernig bregðast má við streitu með einföldum hætti. • Sofðu vel. Svefn sem veit- ir fulla hvíld er merki um jafnvægi og heilbrigði (7-9 klukkustundir. Börn þurfa að sofa meira). Endurnær- andi svefn tryggir að þú safnir ekki þreytu. • Lærðu slökun og notaðu hana, til dæmis tvisvar sinn- um á dag í 20 mínútur, eða bara fyrir svefn. • Tryggðu h'kamanuni góða næringu, að mestu úr jurtaríkinu. Haltu réttri þyngd. Aukakfló þreyta og skerða frelsi. Drekktu ríku- lega af vatni. • Ræktaðu líkama þinn. Lágmark er lh klst. hreyf- ing þrisvar í viku. Það eru lífsgæði að vera í góðu formi, en einnig skylda.sem náttúran ætlast til. • Koffeín og nikótín auka spennu. Þau hafa truflandi áhrif og geta eins og öll önnur ávanalyf tekið af þér ráðin. • Leggðu rækt við leikina þína alla ævi.Varðveittu barnið í þér hversu miklar sem skyldur þínar eru. • Hafðu markmið í lífinu. Misstu aldrei sjónar á von- um þínum og markmiðum. Þau gefa lífinu stefnu og til- gang, auka sjálfsvirðingu og sjálfsöryggi. Þér leyfist að leggja mikið á þig ef þú vinnur að hugðarefnum þín- um. lyndan mann sér maður fyrir sér niðurdreginn, niðurlútan, dapran einstakling með áhyggjusvip. Hann er að líkindum þreytulegur, hefur ekki orku til eins eða neins og er all- ur í óstuði. Þetta teljum við vera til marks um óvirkt ástand en stað- reyndin er sú að þunglyndi er mjög mikið streituástand auk þess að vera vanlíðan af verstu gerð með lágu sjálfsmati, vanmætti og kvíða. Þunglyndi og kvlði fara alltaf sam- an, þó í mismunandi hlutföllum sé," segir Ingólfur S. Sveinsson geð- læknir. Hægt er að leggja mat á streitu eftir mælikvarða sem skipt er í sex stig og gerir þunglyndi yfirleitt vart við sig þegar fimmta stigi er náð segir Ingólfur. „Þá er fólk orðið langþreytt og vansvefta en svefn- truflanir eru órofa hluti af þung- lyndi. Þó að menn kalli þær eitt af einkennum þunglyndisins eru þær svo sannarlega orsök líka og eitt af því sem viðheldur vítahring þess betur en nokkuð annað." Hann segist hissa á því að niður- stöður rannsóknanna sem greint er frá í Herald Tribune komi einhverj- um á óvart. „Ég hélt að öllum væri ljóst að streituástand er mjög slæmt fyrir hjartað. Streita er að- ferð líkamans til þess að bregðast við hættuástandi og í lífi nútíma- mannsins eru helstu streituvaldarn- ir óvissa, ótti, reiði, andlegt álag, andvökur, svefnleysi, tilgangsleysi og öryggisleysi svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru okkar antilópur og tígrisdýr. Líkt og hjá antilópu á flótta breytist líkamsstarfsemi manneskju í streituástandi sem er reið og hrædd á þann veg að streituhormón spýtist út í blóðið, vöðvaspenna eykst, hjartsláttur verður örari, blóðþrýstingur hækkar, öndun verður dýpri, sviti sprettur fram og blóðsykur, blóðfita og kólesteról hækka. Kólesteról er í eðli sínu eldsneyti og þegar við búum okkur undir flótta eða mikið álag er eðli- legt að auka eldsneytisgjöfma," seg- ir hann. Ingólfur segir að líkamsstarfsemi þunglynds manns sé alltaf með þessum hætti, sama hvort orsök þunglyndisins í upphafi er streita eða um er að ræða aðrar orsakir. „Líkamlega er svotil enginn munur þar á. Menn hafa gert greinarmun á exogen og endogen geðdeyfð í gegn- um tíðina en sú skipting er smám saman að missa gildi sitt," segir Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir að lokum. STREITA birtist oft í formi reiði og spennu. Ljósmynd/Presslink Staðreyndir um streitu STREITA er náttúruleg svörun lif- andi veru við miklu álagi af innri eða ytri orsökum. Hún birtist oft- ast i' formi aukinnar spennu ásamt þreytuástandi sem ætíð safnast upp ef álagið varir lengi. Streita af langvinnu álagi getur komið hægt og hljótt og einkennin geta vanist sem hluti daglegs lífs. Ónóg hvíld, t.d. svefnskortur skap- ar streituástand þótt álag sé ann- ars ekkert. Streitu- og þreytuástand hefur tilhneigingu til að viðhalda sjálfu sér í vítahring þar sem spenna streitunnar hindrar hvíld. Sé ekk- ert að gert lamar hinn sjálfvirki vítahringur andlega hæfni og lík- amsþrek. Streitu má skipta í sex stig segir Ingólfur. 1. stig Vægt streituástand Vinna íkappi við tímann, t.d. próflestur, þar sem afköst eru meiri en venjulega. Að vinna í tímaþröng getur orðið ávani. 2. stig Líkamleg einkenni streitu koma íljós Þreyta á morgnana eða síðdegis. Fyrstu Ukamlegu einkennin eru maga- eða hægðatruflanir, hálsríg- ur, höfuðverkur, bakverkir, „vöðvabólgur", hjartsláttur og ónot í brjósti. 3. stig Þreytan verður áberandi Niðurgangur/magatruflanir, auk- in vöðvaspenna/höfuðverkur, svimi og sónn í eyrum. Svefntrufl- anir gera vart við sig og ástandið versnar hratt. 4. stig Verkkvíði og vondir draumar Erfitt að komast gegnum daginn. Verk sem áður voru auðveld verða erfið. Einbeitingarskortur gerir vart við sig sem og minnisleysi, ójafnvægi í samskiptum, við- kvæmni eða óþolinmæði. Vondir draumar vekja mann snemma næt- ur og dtti án skýringar gerir vart við sig. 5. stig Lamandiþreyta og kvíði verður að þunglyndi Mikil og stöðug þreyta og miklir verkir. Erfitt að ljúka einföldum verkum og miklar hægða- og magatruflanir. Kvi'ðatilfinning er stöðug. Kvíði ásamt viðvarandi þreytu, magnleysi og samviskubiti leiðir greiðlega tilþunglyndis. Sviti sprettur út dag og nótt. 6. stig Ógnvekjandi einkenni - óvinnufær afþreytu og spennu Þungur hjartsláttur og skelfingar- tilfinning (aukið adrenalín). Ofsa- kvíðaköst geta gert vart við sig. Lofthungur veldur því að ekki er hægt að draga djúpt andann. Titr- ingur, skjálfti, sviti, dofi í höndum og fótum og köld húð. ar daga heitir Ava- lokitesvara. Mantra hans er om mani padme húm sem fyrr er getið en . Lbenni eru sex atkvæði söm hvert um sig tákna sex i tilvistarstig endurfæðingarhjólsins. Fyrsta má telja veröld guðanna se'm spretta af stærilæti og sýnd er ! efst á hjólinu. Hálfguðirnir eru hægra megin og éiga öfundinni tilvist sina að þakka og mann- heimar ástríðna og langana eru vinstra megin fyrir ofan miðju. Andspænis guðunum er víti hatursins, vinstra megin að neðanverðu veröld óseðjandi anda sem græðgin getur af sér og hægra megin við víti er dýraríki fáfræðinn- ar. í heimi guðanna markast tilveran af þægindum, nautnum og hugmynd- um um ódauðleika sem leiðir til stærilætis. Hinn upplýsti, Búdda, vísar veginn og heldur á lútu tO þess að minna þá sem halda að áhrif góðr- ar breytni, karma, endist að eilífu að þau séu álíka skammvinn og tónar hljóðfærisins. Hálfguðirnir berjast um ávexti óskatrésins svo tilvist þeirra markast af átökum og öfund. Búdda þess heims er í herklæðum, kennir sjálfsstjórn og vill binda endi á slags- málin. Maðurinn glímir við þjáningu veikinda og elli og þeirrar vissu að hann muni deyja. Búdda mannanna er með betliskál og vísar leiðina úr 'ógóngum síngirni og ástríðna í átt til upplýsingar. Dýrin stjórnast af eðlishvöt í and- lausum heimi og Búdda þeirra held- ur á bók með kennisetningum um sigur fullkominnar visku á fáfræð- inni. Óseðjandi andar þjást af varan- legu hungri vegna ágirndar og græðgi og Búdda þeirra heims veitir guðlega næringu og predikar örlæti og fórnfýsi. Hatur og reiði geta af sér ískulda og vítisloga. Búdda vítis hreinsar með ísi og eldi og minnir á þolin- mæði því afleiðingar slæmra gerða fyrra lífs vara ekki að eilífu. Hver vill verða lofttæmt bréf með skinkusneiðum? hke Men's Reform Mjúkar vörur fyrir harða menn Húð- og hársnyrtivörur með frískum herrailmi. eM n Útsölustaðir: Apótek, kaupfélög og helstu sérverslanir. Dreifing: Niko ehf. Engjateigi 5, 105 Reykjavík, s:568-0945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.