Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 3

Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 3
2 B FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 B DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF Þunglyndi talið auka líkur á hjartasjúkdómum Þunglyndur maður er niðurdreginn, þreytt- ur og virðist líkam- lega óvirkur segir Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir í samtali við Helgu Kristínu Einarsdóttur. Veru- leikinn er hins vegar allur annar að hans sögn því þunglyndi leiðir til mikils streituástands í líkamanum. NÝJAR rannsóknir leiða í ljós órofa samhengi milli þunglyndis og hjartasjúk- dóma samkvæmt nýlegri grein dagblaðsins International Herald Tribune. Niðurstaðan virð- ist samkvæmt umfjöllun blaðsins koma vísindamönnum á óvart en Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir er á öndverðum meiði. „Eg er hissa á því að þeir skuli vera hissa. Það eru ekki ný sannindi að tengsl séu milli sálar og líkama," segir hann. Vitnað er til tímarits bandarískra geðlækna, American Journal of Psychiatry, í grein eftir iæknana Alexander Glassman og Peter A. Shapiro þar sem þeir gera grein fyrir niðurstöðum fímm rannsókna sem gerðar hafa verið opinberar í fagtímaritum síðastliðin tvö ár. Þær eru á þá lund að einstaklingar heil- brigðir að öðru leyti en því að þjást af þung- lyndi séu mark- tækt lík- legri til þess að verða hjartasjúk- dómum að bráð en samanburðar- hópur þar sem enginn á við þung- lyndi að etja. „Fjöldi rannsókna sýnir fram á að líkur þunglyndissjúklinga á því að fá hjartaáfall séu tvöfalt meiri en þeirra sem ekki þjást af þunglyndi. Einnig virðist þunglyndi hafa áhrif á hversu lengi sjúklingar með hjartasjúkdóma lifa því þeir sem glíma við þunglyndi í kjölfar hjarta- áfalls eiga minni möguleika þegar til lengri tíma litið, burtséð frá því hvort þunglyndið gerði vart við sig í framhaldi af sjúkdóminum eða var þegar til staðar. Líkurnar á öðru hjartaáfalli eru þrisvar sinnum hærri en þeirra sem eru léttari í lund samkvæmt rannsókn belgískra vísindamanna sem birt var í tímaritinu Circulation,“ segir í Herald Trib- une. „Vitað er að hár blóðþrýstingur, hátt hlutfall kólesteróls í blóði og offita auki líkur á hjartasjúkdómum en nú bendir ýmislegt til þess að þunglyndi skipti ekki síður máli,“ hefur blaðið enn- fremur eftir INGÓLFUR S. Sveinsson geðlæknir mælir með slökun tvisvar á dag til þess að fyrirbyggja streitu. dr. Frasure-Smith sálfræðingi og prófessor við McGill-háskóla. Þunglyndi var fyrst gefmn gaum- ur í tengslum við hjartasjúkdóma snemma á áttunda áratugnum þeg- ar rannsóknir leiddu í ljós að þung- lyndir reyktu meira en aðrir en reykingar eru einn áhættuþátturinn til viðbótar. Seint á níunda áratugn- um leiddi rannsókn sem gerð var í Atlanta hins vegar í ljós tengsl þunglyndis og hjartasjúkdóma líka hjá þeim sem ekki reyktu. „Það kom okkur á óvart,“ segir dr. Alex- ander Glassman. „Við bjuggumst frekar við því að þáttur þunglyndis myndi hverfa eða verða óverulegur en þegar farið var yfir niðurstöð- urnar reyndist hann þvert á móti mjög veigamikill," segir hann. Þunglyndi hefur áhrif á hjartsláttartíðni Rannsóknir dr. Robert M. Carn- ey við læknaskóla Washington-há- skóla í St. Louis sýna samhengi milli þunglyndis og breytinga á hjartsláttartíðni sem að hluta til gæti skýrt auknar líkur á dauðsfalli af völdum hjartááfalls. „Rannsóknir Dr. Carney og sam- starfsmanna hans leiddu ennfremur í ljós að ójafn- vægi efnaskipta í heila sem fylgir þunglyndi hefði áhrif á stjórn taugakerfísins á starfsemi hjartans," segir í Herald Tribune. Þess er getið að lækn- ar hafi löngum verið vak- andi fyrir því hversu miklu máli tilfinningalegt jafn- vægi skipti og að viljinn til þess að ná sér sé veigamikill þáttur í bata. Einnig er vitað að líkamleg veikindi geti leitt til andlegrar vanlíðunar. „Þegar maður hugsar sér þung- Streita er aðferð líkamans til þess að bregðast við hættuástandi og í lífi nútímamannsins eru helstu streituvaldarnir óvissa, ótti, reiði, andlegt álag, andvökur og svefnleysi. Lífshættir án streitu INGÓLFUR S. Sveinsson veitir ráðleggingar um hvernig bregðast má við streitu með einföldum hætti. • Sofðu vel. Svefn sem veit- ir fulla hvfld er merki um jafnvægi og heilbrigði (7-9 klukkustundir. Börn þurfa að sofa meira). Endurnær- andi svefn tryggir að þú safnir ekki þreytu. • Lærðu slökun og notaðu hana, til dæmis tvisvar sinn- um á dag í 20 mínútur, eða bara fyrir svefn. • Tryggðu líkamanum góða næringu, að mestu úr jurtarfldnu. Haltu réttri þyngd. Aukakfló þreyta og skerða frelsi. Drekktu ríku- lega af vatni. • Ræktaðu líkama þinn. Lágmark er % klst. hreyf- ing þrisvar í viku. Það eru Iífsgæði að vera í góðu formi, en einnig skylda sem náttúran ætlast til. • Koffeín og nikótin auka spennu. Þau hafa truflandi áhrif og geta eins og öll önnur ávanalyf tekið af þér ráðin. • Leggðu rækt við leikina þína alla ævi.Varðveittu barnið í þér hversu miklar sem skyldur þínar eru. • Hafðu markmið í lífinu. Misstu aldrei sjónar á von- um þínum og markmiðum. Þau gefa lífinu stefnu og til- gang, auka sjálfsvirðingu og sjálfsöryggi. Þér leyfist að leggja mikið á þig ef þú vinnur að hugðarefnum þín- um. lyndan mann sér maður fyrir sér niðurdreginn, niðurlútan, dapran einstakling með áhyggjusvip. Hann er að líkindum þreytulegur, hefur ekki orku til eins eða neins og er all- ur í óstuði. Þetta teljum við vera til marks um óvirkt ástand en stað- reyndin er sú að þunglyndi er mjög mikið streituástand auk þess að vera vanlíðan af verstu gerð með lágu sjálfsmati, vanmætti og kvíða. Þunglyndi og kvíði fara alltaf sam- an, þó í mismunandi hlutfóllum sé,“ segir Ingólfur S. Sveinsson geð- læknir. Hægt er að leggja mat á streitu eftir mælikvarða sem skipt er í sex stig og gerir þunglyndi yfirleitt vart við sig þegar fimmta stigi er náð segir Ingólfur. „Þá er fólk orðið langþreytt og vansvefta en svefn- truflanir eru órofa hluti af þung- lyndi. Þó að menn kalli þær eitt af einkennum þunglyndisins eru þær svo sannarlega orsök líka og eitt af því sem viðheldur vítahring þess betur en nokkuð annað.“ Hann segist hissa á því að niður- stöður rannsóknanna sem greint er frá í Herald Tribune komi einhverj- um á óvart. „Ég hélt að öllum væri ljóst að streituástand er mjög slæmt fyrir hjartað. Streita er að- ferð líkamans til þess að bregðast við hættuástandi og í lífi nútíma- mannsins eru helstu streituvaldarn- ir óvissa, ótti, reiði, andlegt álag, andvökur, svefnleysi, tilgangsleysi og öryggisleysi svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru okkar antilópur og tígrisdýr. Líkt og hjá antilópu á flótta breytist líkamsstarfsemi manneskju í streituástandi sem er reið og hrædd á þann veg að streituhormón spýtist út í blóðið, vöðvaspenna eykst, hjartsláttur verður örari, blóðþrýstingur hækkar, öndun verður dýpri, sviti sprettur fram og blóðsykur, blóðfita og kólesteról hækka. Kólesteról er í eðli sínu eldsneyti og þegar við búum okkur undir flótta eða mikið álag er eðli- legt að auka eldsneytisgjöfina," seg- ir hann. Ingólfur segir að líkamsstarfsemi þunglynds manns sé alltaf með þessum hætti, sama hvort orsök þunglyndisins í upphafi er streita eða um er að ræða aðrar orsakir. „Líkamlega er svotil enginn munur þar á. Menn hafa gert greinarmun á exogen og endogen geðdeyfð í gegn- um tíðina en sú skipting er smám saman að missa gildi sitt,“ segir Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir að lokum. STREITA birtist oft í formi reiði og spennu. Lj ósmynd/Presslink Staðreyndir um streitu STREITA er náttúruleg svörun lif- andi veru við núklu álagi af innri eða ytri orsökum. Hún birtist oft- ast í formi aukinnar spennu ásamt þreytuástandi sem ætíð safnast upp ef álagið varir lengi. Streita af langvinnu álagi getur komið hægt og hljótt og einkennin geta vanist sem hluti daglegs lífs. Ónóg hvfld, t.d. svefnskortur skap- ar streituástand þótt álag sé ann- ars ekkert. Streitu- og þreytuástand hefur tilhneigingu til að viðhalda sjálfu sér f vítahring þar sem spenna streitunnar hindrar hvfld. Sé ekk- ert að gert lamar hinn sjálfvirki vítahringur andlega hæfni og lík- amsþrek. Streitu má skipta í sex stig segir Ingólfur. 1. stig Vægt streituástand Vinna í kappi við tímann, t.d. próflestur, þar sem afköst eru meiri en venjulega. Að vinna í tímaþröng getur orðið ávani. 2. stig Líkamleg einkenni streitu koma í ljós Þreyta á morgnana eða síðdegis. Fyrstu líkamlegu einkennin eru maga- eða hægðatruflanir, hálsríg- ur, höfuðverkur, bakverkir, „vöðvabólgur", hjartsláttur og ónot í brjósti. 3. stig Þreytan verður áberandi Niðurgangur/magatruflanir, auk- in vöðvaspenna/höfuðverkur, svimi og sónn í eyrum. Svefntrufl- anir gera vart við sig og ástandið versnar hratt. 4. stig Verkkvíði og vondir draumar Erfitt að komast gegnum daginn. Verk sem áður voru auðveld verða erfið. Einbeitingarskortur gerir vart við sig sem og minnisleysi, ójafnvægi í samskiptum, við- kvæmni eða óþolinmæði. Vondir draumar vekja mann snemma næt- ur og ótti án skýringar gerir vart við sig. 5. stig Lamandi þreyta og kvíði verður að þunglyndi Mikil og stöðug þreyta og miklir verkir. Erfitt að ljúka einföldum verkum og miklar hægða- og magatruflanir. Kvíðatilfinning er stöðug. Kvíði ásamt viðvarandi þreytu, magnleysi og samviskubiti leiðir greiðlega til þunglyndis. Sviti sprettur út dag og nótt. 6. stig Ógnvekjandi einkenni - óvinnufær af þreytu og spennu Þungur hjartsláttur og skelfingar- tilfinning (aukið adrenalín). Ofsa- kvíðaköst geta gert vart við sig. Lofthungur veldur því að ekki er hægt að draga djúpt andann. Titr- ingur, skjálfti, sviti, dofi í höndum og fótum og köld húð. Minningar í föstu formi VERALDLEGIR munir til að grípa með sér heim á ferða- lögum eru af margvíslegum toga, sérstaklega í Nepal, þar sem erfitt er að ramba á grip sem ekki bíður eftir búferlaflutningum. Eigulegir hlutir eru á hverju strái í höfuðborginni Kathmandú og eng- inn er maður með mönnum eftir kaupæðið nema með tíbeska helgi- mynd, thangka, til dæmis af hjóli lífsins, í farteskinu. Andlitsgrímur úr pappamassa eða leir og marghöfða strengjabrúður eru ekki síðri. Grímumar bera inn- fæddir við eina mestu hátíð ársins, Indrajatra í september, svo dæmi sé tekið, og þar fyrir utan eru þær fyr- irtaks veggskraut. Fyrirmyndirnar eru guðir ýmiss konar, til dæmis Ganesh sonur Shiva og Parvati, sem þekkist á fílshöfðinu, Bhairab eða Shiva aftur í sinni skelfilegustu mynd og gyðjan lifandi Kumari. Sú síðasttalda er friðsamleg útgáfa af Kali sem aftur er eitt hræðilegasta birtingarform Parvati, eiginkonu Shiva. Hnífar ghurka-hermanna, khukri, sem lengi hafa skotið mönnum skelk í bringu, eru verðug ögrun við tollyf- irvöld. Ghurkarnir eru málaliðar í breska hernum og geta sér jafnan gott orð fyrir herkænsku og grimmd. Tíbeska bænahjólið er einfóld lausn fyrir upptekna en um er að ræða skreyttan sívalning á skafti sem snúið er réttsælis. Inni í hólkin- um er mantra eða bæn á hrísgrjóna- pappír, oftar en ekki om mani padme hum, orðaruna úr sanskrít sem vísar til gimsteinsins í lótusblóminu eða hinnar tæru upplýstu vitundar í fel- um innra með hverjum manni. Bæn- in kemst á áfangastað þegar hjólinu er snúið og sums staðar má finna vatnsknúin bænahjól. Hjóli lífsins er skipt í sex hluta sem tákna jafnmörg stig vansællar tilvistar óupplýstrar veru í eilífri hringrás endurfæðingar og dauða. Hjólið er jafnan fast milli tanna og í klóm árans Mara vegna hinnar óend- anlegu hringrásar en henni til grundvallar eru lestimir langanir, fáfræði og hatur. Lykiltákn þeirra eru jafnan í innsta hring; haninn, höggormurinn og svínið sem bíta hvert í annars enda, hinu háð. HLÝÐIN strengjabrúða. Stærilæti, öfund og græðgi Sérhver vera fæðist aftur inn í einn heimanna sex af völdum tiltek- ins lastar sem rakinn er til skorts á innsæi en sá sem vill stíga af hjólinu fylgir hinum upplýsta Búdda, eða bodhisattva sem er næsti bær við. Bodhisattva er hálfbúdda sem slepp- ir tækifærinu til þess að öðlast nirv- ana eða lausn undan áþján endur- fæðingarhjólsins svo hann megi hjálpa mannkyninu. Hvert tímabil á sinn bodhisattva og hálf-búdda okk- LÍFSINS hjóli er skipt í sex tilvistarstig. GHURKA-hnífur handa her- niönnum og leirgríma til þess onnum Katna. ar daga heitir Ava- lokitesvara. Mantra hans er om mani padme hum sem fyrr er getið en Lhenni eru sex atkvæði sþm hvert um sig tákna sex tilvistarstig endurfæðingarhjólsins. Fyrsta má telja veröld guðanna sþm spretta af stærilæti og sýnd er efst á hjólinu. Hálfguðirnir eru Éægra megin og éiga öfundinni tilvist sína að þakka og mann- heimar ástríðna og langana eru vinstra megin fyrir ofan miðju. Andspænis guðunum er víti hatursins, vinstra megin að neðanverðu veröld óseðjandi anda sem græðgin getur af sér og hægra megin við víti er dýraríki fáfræðinn- ar. I heimi guðanna markast tilveran af þægindum, nautnum og hugmynd- um um ódauðleika sem leiðir til stærilætis. Hinn upplýsti, Búdda, vísar veginn og heldur á lútu til þess að minna þá sem halda að áhrif góðr- ar breytni, karma, endist að eilífu að þau séu álíka skammvinn og tónar hljóðfærisins. Hálfguðirnir berjast um ávexti óskatrésins svo tilvist þeirra markast af átökum og öfund. Búdda þess heims er í herklæðum, kennir sjálfsstjórn og vill binda endi á slags- málin. Maðurinn glímir við þjáningu veikinda og elli og þeirrar vissu að hann muni deyja. Búdda mannanna er með betliskál og vísar leiðina úr ógöngum síngirni og ástríðna í átt til upplýsingar. Dýrin stjórnast af eðlishvöt í and- lausum heimi og Búdda þeirra held- ur á bók með kennisetningum um sigur fullkominnar visku á fáfræð- inni. Óseðjandi andar þjást af varan- legu hungri vegna ágirndar og gi-æðgi og Búdda þeirra heims veitir guðlega næringu og predikar örlæti og fórnfýsi. Hatur og reiði geta af sér ískulda og vítisloga. Búdda vítis hreinsar með ísi og eldi og minnir á þolin- mæði því afleiðingar slæmra gerða fyrra lífs vara ekki að eilífu. Hver vill verða lofttæmt bréf með skinkusneiðum? hke Men's Reform Mjúkar vörur fyrir harða menn Húð- og hársnyrtivörur með frískum herrailmi. Útsölnstaðir: Apótek, kaupfélög og helstu sérverslanir. Dreifing: Niko ehf. Engjateigi 5, 105 Reykjavík, s:568-0945

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.