Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 DAGLEGT LIF MORGUNB LAÐIÐ • Bústaðahverfi eins og Kardimommubærinn? • Eru allir í hverfinu vinir? • Kyns] aftarlega á merinni 1 vímuefnavörnum? • Fá foreldrar engu að ráða um meðferð bar í miðri borg Morgunblaðið/Golli BINGÓKVÖLD í Réttarholtsskóla. BÚSTAÐAHVERFI eins og Kardi- mommubærinn í framtíðinni? Mögu- lega, því unnið er að forvarnastefnu sem stuðlar að betra lífí í Bústaða- hverfi, að kynslóðir taki höndum saman, börn, ungiingar og fuilorðnir og geri hverfið að fyrirmyndahverfi. Vinna skal gegn vímuefnaneyslu barna og unglinga og stuðla að holl- um lífsháttum og fjölbreyttu félags- lífí þar sem foreldrar taka þátt. Und- irbúningsvinnan fer fram á vegum skóla, kirkju og félagsmiðstöðvar, - og reyndar allra þeirra sem á ein- hvem hátt starfa með börnum og unglingum í borgarhlutanum. Bæjarfógetinn Bastían er hvergi sjáanlegur en aðalsprauturnar að forvamastarfi í Bústaðahverfí eru teknar tali: Hreiðar Örn, Hulda og Haraldur. Hreiðar Örn Stefánsson er um- sjónarmaður safnaðarstarfs Bú- staðakirkju, Hulda Valdimai’sdóttir er forstöðumaður félagsmiðstöðvar- innar Bústaða og Haraldur Finnsson er skólastjóri Réttarholtsskóla. „Hugmyndin spratt út frá áralöngu og góðu samstarfi Réttaholtsskóla, Bústaða og Bústaðakirkju,“ segir Haraldur skólastjóri. „En upphafið má rekja til beiðni fræðsluyfirvalda I Reykjavík um að Réttarholtsskóli sem og aðrir grunnskólar setji sér vímuvarnaáætlun. Við í skólanum hugsuðum sem svo: Pað þýðir ekki að vera einn að brölta þetta. Svona nokkuð hefst aldrei nema allir taki höndum saman.“ Hulda tekur undir orð Haraldar um að árangur náist ekki nema allir séu samstiga og vinni saman. Heiðar Öm bætir við að markmiðið sé einnig að styrkja tengsl íbúa í hverfinu þannig að það verði ekki einungis svefnstaður held- ur verði þar heilmikið að gerast. „Stemmningin verður kannski svip- uð og í litlu þorpi þar sem fólk kann- ast hvað við annað og tekur þátt í fé- lagslífi en umfram allt á öllum að líða vel þar.“ Allir til í tuski en leiðirnar misjafnar Heilsugæslan í Bústaðahverfi, Forvamadeild lögreglunnar, Félags- málastofnun, gmnnskólarnir þrír: Breiðagerðisskóli, Fossvogsskóh og Réttarholtsskóli, skátafélagið Garð- búar og Knattspymufélagið Víking- ur; allar stofnanir í hverfínu sem hafa með böm og unglinga að gera, taka þátt í að móta heildarstefnu Bú- staðahverfis. Frá því í haust hafa fulltrúar þessara stofnana og félaga, auk fulltrúa unglinga og foreldrafé- laga setið á rökstólum og viðrað skoðanir sínar. „Þátttakendur hafa verið mjög jákvæðir og vilja leggja sitt af mörkum og það gerir þetta allt svo spennandi," segir Hreiðar Örn. Áhersla er lögð á að markmiðin verði raunhæf og vel framkvæman- leg en það verður svo á hendi hvers félags eða stofnunar að setja sér undirmarkmið til þess að ná fram heildarstefnunni. „Ljóst er því að leiðirnar verða margar og misjafn- ar,“ segir Hulda. Vegna hækkunar sjálfræðisaldurs þarf að endurskoða forvarnir og leita fleiri úrræða handa unglingum í vímuefnavanda. Hrönn Marinósdóttir fór í Bústaðahverfið en þar er unnið að forvörnum sem allir taka þátt í og Gunnar Hersveinn spurði um biðlista og alvarleika vandans hjá Barnaverndarstofu. Morgunblaðið/Golli 10-12 ÁRA starf í Bústaðakirkju. gelgjuskeiðinu. Foreldrarnir vita ekki hvernig best er að nálgast af- kvæmin. Ef á reynir eiga þau hins vegar ýmislegt sameiginlegt og geta skemmt sér vel saman.“ Sameiginleg verkefni í Bústaðahverfi er ýmislegt í boði til tómstundaiðkana, bæði fyrir for- eldra og börn og sem liður í forn- arnaáætluninni verður unnið í sam- einingu að nokkrum uppákomum. Hverfisdagur verður til að mynda haldinn hátíðlegur 23. apríl þar sem m.a. Víkingur, skátafélagið, félags- miðstöðin og kirkja munu skipu- leggja. Þá verður farið í leikhús í lok þessa mánaðar og í vikunni var hald- ið bingókvöld fyrir foreldra og börn í Réttarholtsskola. Kirkjan hefur staðið fyrir fræðslu- kvöldum þar sem fjölskyldan er höfð í öndvegi svo sem hjónakvöld, mæðgna- og feðgakvöldi og segir Hreiðar Örn að ýmislegt skemmti- legt hafi komið í ljós og komið mörg- um á óvart. Sunnudagaskóli kirkj- unnar er einnig vel sóttur bæði af börnum og foreldrum. I Réttarholtsskóla er foreldrum á hausti hverju kynnt starfsemi skól- ans og áform eru um að halda fræðslunámskeið fyrir foreldra um unglingsárin. Hvað get ég gert? „Grafarvogur í góðum málum“ er samstarfsverkefni borgaryfírvalda, SÁÁ og og stofnana og félaga í Graf- arvogi sem byggist á sams konar hugmyndum og unnið er að í Bú- staðahverfi. I framtíðinni spáir Hulda að fleiri hverfi vinni að slíkri stefnumótun. „I stai’fi félagsmið- stöðva á vegum Iþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkurborgar er lögð áhersla á að leita skuli sam- starfs við lögreglu og aðra sem vinna að æskulýðsmálum í hverfinu en best er þegar allir taka þátt eins og við erum að vinna að hérna.“ Þremenningarnh’ eru bjartsýnir á að árangur muni nást í forvarnar- starfi. Ef allir taka höndum saman minnka líkur á að verkefnum verði sópað undir teppi og svo er gott að þekkja til hinna sem vinna að sams konar málum. Samstarfið sparar einnig vinnu og peninga. Umfram allt er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um hvað er hægt að gera og hvaða möguleikar eru fyrir hendi og spyrja síðan: „Hvað get ég gert til að stuðla að betra lífi í Bú- staðahverfi ?“ Morgunblaðið/Kristinn HARALDUR Finnsson, Hulda Valdimarsdóttir og Hreiðar Örn Stefánsson vinna að fornvarnaáætlun sem e.t.v. mun bera heitið Betra líf í Bústaðahverfi. Morgunblaðið/Þorkell SUNNUDAGUR í Bústaðakirkju. Ibúar segja kirkjuna vera miðju og miðstöð hverfisins. Hugmyndir að markmiðun Á síðasta fundi voru lagðar ft-am hugmyndir að sameiginlegum mark- miðum: • Að vinna gegn vímuefnaneyslu í öllu starfi með börnum á grunn- skólaaldri. • Að hvetja til hollra lífshátta og tómstunda. • Að stuðla að bættum samskipt- um og vinna gegn einelti. • Að þeir sem vinna með börnum og unglingum hittist reglulega, beri saman bækur sínar og séu samstiga í forvamastarfi. • Að foreldrar verði virkari þátt- takendur í starfi og leik barna sinna. • Að bjóða upp á fjölbreytt félags- starf í hverfinu svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Þessar tillögur eru nú í yfirlestri og næst þegar við hittumst verða þær ef til vill breyttar eða bættar. Gert er síðan ráð fyrir að forvarna- áætlunin liggi fullmótuð fyrir í apríl svo hægt verði að vinna eftir henni næsta haust,“ segir Hulda. Yímuefnaneysla barna og ung- linga er ekki meiri í Bústaðahverfi en í öðrum hverfum Reykjavíkur- borgar en töluvert af krökkum fiktar við vímuefni og ólögleg efni eru farin að verða ágeng og nálæg. „Til þess að sporna við þróuninni verða for- eldrar að gegna lykilhlutverki,“ segir Haraldur. Vitað er að neyslan fer í fæstum tilfellum fram í opnu starfi skóla og félagsmiðstöðva og því er það ekki síst á færi foreldranna að fylgjast með. En sumir foreldar eru hræddir við börnin sín, unglingana. Þetta er svo voðalegur aldur finnst mörgum og það breytist svo margt á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.