Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 B 7 DAGLEGT LIF PALINA JONSDOTTIR kennari Lætur ekki mata sig PÁLÍNA Jónsdóttir kennari sagð- ist ætla að læra frönsku og á píanó þegar hún færi á eftirlaun, en hefur ekki enn haft tíma til þess því hún er á ferð og flugi frá morgni til kvölds. Og þegar hún loks er heima við þagnar síminn ekki. Starfsævinni hefur hún að mestu eytt í kennslu og barnaverndarmál. Hún er með kennarapróf og BA í þýsku og dönsku, og kenndi lengst af í Námsflokkunum og í Kennara- skólanum. Síðar hafði hún umsjón með endurmenntunarnámskeiðum kennara í Kennaraháskólanum. „Starfslok voru auðveld fyrir mig. Ég hafði verið stundakennari við Menntaskólann við Sund áður en ég lét formlega af störfum árið 1994, en ég hef nú samt komið þangað á hverjum yetri síðan sem forfalla- kennari. Ég er semsagt ekki hætt!" Auk þess að grípa í forföll er Pá- lína með nokkra nemendur í auka- tíma. Einnig hefur hún réttindi sem leiðsögumaður og var síðast um áramótin á ferð með Þjóðverjum um landið. „Það er mín heilaleik- fimi. Ég les allt sem ég kemst yfir um sögu, jarðfræði og það sem efst er á baugi í þjóðmálum. Leiðsögu- mannsstarfið krefst þess að maður fylgist vel með, og það bætir aftur minnið. Mér fmnst það mjög gef- andi að vera með erlendum ferða- mönnum og ég hef kynnst landinu mínu á nýjan leik. Börnin mín hafa viljað tölvuvæða mig svo ég geti verið í sambandi við fólk á netinu, en ég vil miklu heldur fara út úr húsi og hitta fólkið." Fyrir tuttugu árum missti Pálína eiginmann sinn, Ágúst Sigurðsson cand.mag., og þá gerði hún ýmsar ráðstafanir. „Ég minnkaði allt, húsnæðið, bílinn og vinnuna. Eg seldi íbúðina okkar sem var 200 fermetrar því ég gat ekki hugsað mér að eyða tíma mínum í þrif og viðhald á svo stóru húsnæði, greiddi börnunum föðurarfinn og keypti mér 100 fermetra íbúð hérna í Kópavogi. Og vinnuna hafði ég minnkað smám saman því ég vildi hafa tíma fyrir sjálfa mig og fjölskylduna." Sjúkravinur í rúm tíu ár Pálína á fimm börn, er að fá tí- unda barnabarnið og á eitt langömmubarn. Jafnhliða kennsl- unni var hún dagmamma barna- barnanna, en það er ekki aðeins ungviðið sem hefur notið umönnun- ar hennar. I rúm tíu ár hefur hún starfað sem sjúkravinur hjá deild Rauða krossins í Kópavogi. „Þegar foreldrar mínir létust hafði ég laus- an tíma og gekk þá niður í Sunnu- hlíð, hjúkrunarheimili aldraðra, og spurði hvort þau gætu ekki eitthvað notað mig. Þar voru starfandi sjúkravinir og ég gekk í þeirra hóp. Við lesum fyrir vistmenn, og reyn- um að flytja lífið fyrir utan inn til þeirra og sýna þeim lífið fyrir utan ef það hefur heilsu til." Sjálf hugsar Pálína vel um heils- una. „Þegar maðurinn minn veiktist áttaði ég mig á því að ég hafði bara einn skrokk og að hann yrði að duga hvað sem á bjátaði. Ég fór í leikfimi. Svo var annað nýrað tekið úr mér, ég varð hundslöpp á eftir og hætti þá í leikfiminni, en fer núna í göng- ur með systur minni sem er íþrótta- kennari. Við bregðum okkur Iíka á skíði þegar færið er gott. í sam- bandi við mataræði læt ég bara lík- amann velja. Hann vill til dæmis ekki fitu, en hollan mat að öðru leyti held ég." Rauði krossinn er ekki eina félag- ið sem Pálína starfar í, hún er bæði í stjórn Samtaka um kvennaathvarf og í Félagi eldri borgara, og skýrir það að vissu leyti söng símans allan daginn. En hvernig getur stunda- tafla kennslukonunnar litið út á venjulegum degi? „Til hádegis gæti ég verið í Sunnuhlíð, eftir hádegi tekið tvo nemendur í aukatíma og seinnipart dags gæti ég farið á fund, tvo í gær. Einu sinni í viku syng ég svo með „senjorítunum" sem er hluti af Kvennakór Reykjavíkur, og einu sinni í viku gæti ég tvíbura." Þrátt fyrir ofangreinda athafna- semi hefur Pálína tíma fyrir áhuga- málin. Hún segist vera tónlistarf- rík. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að hlusta á plöturnar og en hefur reynslu stjórnenda og ef til vill verið frumkvöðlar á ýmsum svið- um, ætti að vera ráðið sem sérstakir ráðgjafar til að miðla þeim yngri af kunnáttu sinni. í Bretlandi hefur ráðgjafarþjónusta sem þessi verið nefnd „Senior Service", og hefur gef- ist mjög vel." Sveinn segist ekki hafa búið sig sérstaklega undir þetta æviskeið fjárhagslega. „Ég skipulagði ekkert, og fram til þessa hefur þjóðin víst verið fremur óskipulögð í flestum efnum. Ég hef til dæmis tekið eftir því hjá útlendingum sem þykir gam- an að ferðast, að þeir viða að sér bókum og spólum um það land sem þá langar að heimsækja og skipu- leggja síðan allt ferðalagið. Auðvitað fá þeir fyrir bragðið miklu meira út úr ferðinni heldur en við íslendingar flestir sem pöntum okkur ferð ef hann rignir mikið og lengi, og förum svo í sömu viku. Sama gildir um ævi- kvöldið, við erum ekki skipulögð eins og aðrar þjóðir að því leytinu til. Það sem skiptir máli á þessu tíma- skeiði er að heilsufarið sé gott og að maður eigi góðan hóp ættingja og vina sem geta umborið mann. Við hjónin erum svo dásamlega heppin að eiga fimm börn og ellefu barna- börn sem við höfum mjög náið sam- band við, auk barnabarnabarns á er- lendri grundu. Fólk verður líka að geta komist sæmilega af fjárhags- lega svo það geti látið eftir sér ein- fóld áhugamál og farið í leikhús eða skroppið til útlanda." Freistandi að fara suður á bóginn Ferðalög hafa verið hluti af lífs- munstri Sveins og Helgu, og hann segir að sér finnist það óeðlilegt ef hann eigi að fjara út. „Mér finnst það lágmark að komast út einu sinni á ári til að minna mig á að heimur- inn er stærri en eyjan okkar. Ég á enn eftir að skoða mikið af hnettin- um, en það er alltaf freistandi að fara suður á bóginn þar sem sólin skín. Ég hef komið í flestöll ríki Bandaríkjanna og til margra Evr- ópulanda, en lítið annað. Egvar nú rabba við kunningja minn í Ástralíu á netinu og hann var að spyrja hvort við ætluðum ekki að fara að koma!" Þegar Sveinn er spurður hvað honum finnist nú skemmtilegast að gera þegar félagsstörfum sleppir, setur hann brids í efsta sætið. „Mér finnst sérstaklega gaman að spila brids og má alls ekki missa af því. Nú bókastaflinn er við náttborðið, ferðalög eru ofariega á listanum og svo fmnst mér ánægjulegt að eyða tímanum með ættingjum og vinum." En hver eru framtíðaráformin? „Ef við segjum að heilsan verði góð þá býst ég við halda svipuðu striki. Eg vildi gjarnan skreppa oftar í veiðitúr og gera eitt og annað sem gefur lífsfyllingu á efri árum. Svo vona ég bara að ég fái að vera sam- ferða vinum og ættingjum sem lengst." Morgunblaðið/Ásdís PÁLÍNA: „Eg minnkaði allt, húsnæðið, bílinn og vinnuna." diskana mína. Ég fer líka á tón- leika, oft tvisvar í viku og er fasta- gestur á sinfóníutónleikum. Eg get alveg farið ein á tónleika en oftast hitti ég vinkonur mínar og við sitj- um saman, eða ég fer með systrum mínum. Síðast fór ég með barna- barni mínu. Við systurnar höfum líka alltaf sótt endurmenntunar- námskeið Háskólans, eitt eða tvö á hverjum vetri, og höfum til dæmis verið á námskeiðum í leikritun, tónlist, myndlist, sögu og bók- menntum." Sjónvarpið krefjandi tímaþjófur Hjá Pálínu er hvergi sjónvarp að finna. „Sjónvarpið er krefjandi tímaþjófur og ég vil ekki láta mata mig heldur taka mér eitthvað fyrir hendur sjálf. Eg uni mér vel með bækurnar mínar og geisladiskana Kynslóðin á undan mér fór á elli- heimili, var hógvær og þakklát, kynslóð mín gerir meiri kröfur og næsta kynslóð mun gera enn meiri kröfur. Við í Félagi eldri borgara viljum minni forsjárhyggju og meira frum- kvæði aldraðra, og Hana-nú hópur- inn í Kópavogi hefur starfað sam- kvæmt þeim hugmyndum með frá- bærum árangri í 15 ár. Sumum finnst eins og þeim sé ýtt út í horn þegar þeir eru hættir að vinna. Þeim finnst þeir verða gagnslausir, og það er það versta sem komið get- ur fyrir. En vissulega er það mis- jafnt hvernig fólk eldist. Skapgerð- areinkenni virðast skerpast með aldrinum. Þeir sem eru mann- blendnir og glaðsinna gera sér ánægju úr öllu en þeir sem eru ein- rænir á annað borð fara ekki á mannamót þrátt fyrir mikið fram- boð. Ég tel það tvímælalaust erfið- ara fyrir karla en konur að hætta að vinna því starfið virðist vera svo stór hluti af lífi karla. En uppakon- ur samtímans hljóta líka að lenda í sömu vandræðum í framtíðinni. Ég vil að vinnulok verði sveigjanleg og að fólk geti dregið hægt úr vinnu sinni. Það fær þá tíma til að undir- búa þetta æviskeið og laga sig að nýjum aðstæðum." Pálína segist ekki hafa gert nein- ar ráðstafanir í peningamálum aðr- ar en þær að minnka við sig hús- næði og bíl. „Auk eftirlauna minna fæ ég líka eftirlaun eftir manninn minn og er því vel sett. Kjör aldr- aðra eru mjög misjöfn og margir þurfa að lifa af 60 þúsund krónum á mánuði. Þeir geta varla hreyft sig og þurfa að spara allt við sig, meira að segja mat. Ég vil berjast fyrir því í Félagi eldri borgara að aldrað- ir þurfi ekki að lifa við þessi sultar- mörk. Það er þjóðinni allri til skammar. Hvernig geta ráðamenn ætlast til þess að einhver lifi af þessari upphæð? Treysta þeir sér. kannski til þess? Mér finnst það lágmark að fólk hafi um 100 þúsund krónur á mánuði og helst bíl til um- ráða. Það er kannski lúxus að eiga bíl, en hann gefur frelsi til að skoða sig um, fara á tónleika og hitta kunningja í stað þess að láta sjón- varpið mata sig." Pálína hittir lfka kunningja sína erlendis, fór síðast til Genfar. „Eg sæki mest til Mið-Evrópu, og einnig mundi ég gjarnan vilja koma aftur til Grikklands og dvelja eitthvað á Krít. En nú vil ég helst ferðast innan- lands og kynnast landinu með því að ganga um það meðan kraftar leyfa." Hún segist ekki hafa gert neinar framtíðaráætlanir, lifir í núinu og tekur þakklát einn dag í einu og reynir að nýta hann til gagns og. gleði fyrir sig og aðra. Þó er ýmis- legt sem hún mundi vilja gera ef heilsan leyfir. „Fjölskylda mín gengur fyrir, ég vil hafa tíma fyrir hana. Eg mun sækja tónleika áfram, það er mín besta skemmtún, og ég gæti vel hugsað mér að læra jarðfræði. 'y Mér finnst það vera forréttindi að vera sjötug og hafa heilsu til að gera það sem mig langar. Og hafa ''" kjarkinn til þess." Nýkomin efni Fjölbreytt úrval bútasaumsefna frá 685 kr. m. Þvegið stretch nankin, 1.275 kr. m. Einlit stretch buxnaefni, 1.770 kr. m. Teinótt stretch buxnaefni, 1.960 kr. m. 6gué)-búðirnar FALLEGAR FERMINGARGJAFIR Mjúkar, fisléttar og hlýjar gæsadúnssængur. Stungnar í ferninga sem tryggir að dúnninn er alltaf á sínum stað. Fallegt hvítt bómullarver. Vandaðir koddar, fylltir með hvítum gæsadún og örsmáu fiðurkurli. Gott fjaðurmap. Ath. Eigum einnig tvíbreiðar sængur, barnasængur og vöggusængur,s Mikið úrval af fallegu sængurlini í n^1íá$iiprium okkar. Hringdu, við sendum þér eintak án índurgjaðs. koddi 50x70 CM VERÐ KR. 5.900 svæfiu. 40x45 CM VERO KR. 2.900 SÆNG 140x200 CM VERÐ KR. 11.900 pöntunaními 5611717 m»4ere VERSLUN/POSTVÉRSLUN LAUGAVEGI S9, (KJðROAROI 2.HÆÐ) 101 REYKJAVÍK !it

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.