Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 20. MARZ1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Með því að nota TREND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. - j i—------ treno handáburðurinn | WBL með Duo-liposomes. f 7§L, Ný tækni i framleiðslu húðsnyrtivara, fallegri, " - • - •*“ teygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA Fást I apótekum og MHB snyrtivoruverslunum um land allt. |gpr naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum / tenging við Island ISLANDSKYNNING rithöf- undarins Pierres Lotis er sennilega í aldanna rás orðin drýgri en flestra annarra. f 113 ár hefur bók hans „Pecheurs d’Is- lande“ verið gefín út um allan heim og er enn talin sígilt verk sem til- heyrir heimsbókmenntunum og a.m.k. tvær klassískar gamlar kvik- myndir upp úr sögunni eru sýndar í kvikmyndaklúbbum. í upphafi kall- aði Loti bókina um frönsku fiski- mennina við ísland „Au large“, en það var okkar happ að hann skipti um skoðun rétt fyrir útkomu hennar og tengdi titilinn íslandi. Þessi furðufugl, frægur rithöfundur bóka frá ýmsum löndum, meðlimur frönsku akademíunnar og að starfi liðsforingi í franska flptanum, kom aldrei til íslands. Hann aflaði sér þekkingar á lífí fiskimannanna hjá þeim sem héldu á ís- jandsmið frá Paimpol á Bretagneskaga. Svo vel að þegar efnt var til þriggja daga ráðstefnu um bókina og sannleiks- gildi lýsinga hans 1986 vegna 100 ára útgáfuaf- mælis sögunnar komu fyrir- lesarar sér saman um að nánast allt vséri þar rétt með farið. Þegar í ljós kom að Madame Michelle N’Kaoua, sem hér var komin með pí- anistanum manni sínum til tón- leikahalds í Digraneskirkju, hefðj verið svo spennt fyrir að sjá ísland, því hún væri fyrst af afkomendum Lotis til að heim- sækja landið, var hún innt eftir skyldleikanum. Og þegar hún sagði að hún væri afkomandi „á ská“, var því slegið föstu að hún væri komin af Loti og baska- stúlkunni, sem þessi skrýtni kvennamaður valdi sér með samn- ingi við hana og fjölskyldu hennar til að eignast með syni. Með strang- trúaðri konu sinni átti hann aðeins einn son og bjó í Rochefort með henni og hópi ættingja sem settust upp hjá þeim. En baskastúlkuna Cruitu Gainza hafði hann opinber- lega í húsi í útjaðri bæjarins, þar sem hún eignaðist og ól honum þrjá syni. Hann kom og fór í ferðalög til fjarlægra landa og Parisar og leit inn þegar hann var í bænum, en sá um að þau skorti ekkert fremur en eiginkonuna og alla ættingjana. Hálfsystirin á kirkjutröppunum Þessari kenningu hafnaði Michelle N’Kaouna snarlega þar Hjartnæm fjöskyldusaga tengir Madame ------------------------7---------------- Michelle N’Kaoua við Island gegn um rithöfundinn Pierre Loti að því er henni fínnst, fyrstri úr fjölskyldu hans til að sækja landið heim.Elín Pálmadóttir fékk að heyra alla þessa sérkennilegu ættarsögu. -GiUet MJ PIERRE Loti með sonum sínum þremur, hjónabandsbarninu Samú- el í einkennisbúningi og sonunum með baskakonunni, Raymond og Edmond. Morgv" lbteðið/Ásdfe sem við sátum í Hótel Óðins- véum og maður hennar farinn í Digraneskirkju til að æfa verk Ra- vels fyrir tónleikana. „Það er allt önnur saga og ekkert síður róman- tísk. Langamma mín var systir Pi- erres Lotis. Þarna kom við sögu fað- ir hans, Theodor Viaud borgar- starfsmaður í Rochefort, en Pierre Loti var höfundarnafn rithöfundar- ins, sem hét Julien Viaud. Það var samt hann sem leitaði upp langömmu mína. Hlustaðu nú á. Einn góðan veðurdag fann gamall prestur í París á kirkjutröppunum hjá sér þriggja vikna gamalt stúlku- barn í körfu. Fínt lín var á sængur- fótunum, skartgripir og peningar í körfunni og fylgdi bréf skrifað á vandaðan pappír. Presturinn var að komast á eftirlaunaaldur og vissi ekki hvað hann átti að gera við þetta barn. Hann leitaði til biskupsins, sem spurði hvort hann treysti sér til að ala það upp ef hann færi strax á eftirlaun. Hann samþykkti það ef ráðskona hans tæki það í mál. Gamli presturinn settist svo að í litlu þoi-pi, Creteau í Nievre, þar sem telpan ólst upp hjá honum til 12 ára aldurs. Þá var dag einn barið að dyrum hjá honum og úti fyrir stóð hinn frægi rithöfundur Pierre Loti, sem hafði rakið slóð þessa stúlkubarns. Faðir hans Theodore hafði á banabeði sagt honum frá því að hin unga móðir telpunnar hefði skrifað sér og sagt honum hvar hún mundi skilja barnið eftir og með hvaða skartgripi og út- búnað. Loti kvaðst því vera hálf- bróðir telpunnar og gerði það laga- lega opinbert hver hún væri. Eftir það skrifaði hann henni bréf, sendi gjafir og greiddi menntun hennar. En ekki var farið fram á að hann sæi íyrir henni. Þetta varð stolt kona, sem hélt reisn sinni og lifði til hárr- ar elli. Skartgripina hafði hún aldrei látið og afhenti þá áður en hún dó á sjötta áratugnum yngsta sonarsyni sínum, sem varð að lofa að enginn opnaði skrínið með þeim, bréfunum frá Loti og guð má vita hverju, fyrr en að honum látnum. Og hann er enn á lífi, svo enginn hefur séð í skrínið hennar langömmu," segir Michelle N’Kaour og hlær við. Pierre Loti var mesti furðu- fugl og ólíkindatól, sem kunn- ugt er og blasir við í safninu í gamla húsinu hans í Rochefort, en hann hafði skyldutilfinningu. „Hann hefði svo sannarlega getað látið vera að leita barnið uppi. Amma mundi vel eftir honum, en hún bað hann aldrei um neitt. Af þessu finnst mér ég tengd öllu því sem hann stóð fyrir - og er að reyna að sjá eins mikið af Islandi á 5 dög- um og mögulegt er vegna veðurs,“ segir hún. „Við erum auðvitað forvitin. Við erum þarna fimm ættliðir. Það var marskálkurinn hann afi minn sem sagði mér alla söguna þó móðir hans vildi það ekki. Henni þótti vænst um hann af sínum fimm börnum og bjó hjá honum. Eg spurði hana sjálfa, en þó hún elskaði mig mikið vildi hún sem fýrr lítið um þetta tala, sagði bara „þegar ég er dáin.“ Ekki að hún fyriryrði sig fyrir upprunann heldur lagði hún upp úr að halda reisn sinni og bar ekki sitt á torg. Hún kenndi okkur t.d. að ef einhver spyrði hvernig okkur liði, ættum við að segja vel með bros á vör. Ef til vill hefði spyrjandinn það enn verra og þó svo væri ekki þá ættum við að halda þvi fyrir okkur. Hún var mjög sérstök og falleg kona og átti stóra fjöl- skyldu. Giftist manni sem líka var lausaleiksbarn, eignaðist 5 börn og 16 barnabörn. Móðir hennar hafði verið ung stúlka frá Boulogne af efnuðum for- eldrum. Hún var á leið á eina af þessum hressingarstofnunum, sem á sínum tíma voru kölluð Spa og voru í tísku þá, er hún hitti á leið sinni í París Theodór Viaud. Tókust með þeim ástir. Þegar hún kom á heilsu- hælið var hún ófrísk og sneri við til Parísar. Hún skrifaði honum, en hann var harðkvæntur inn í strang- trúaða ætt húgenotta og sagði að hún yrði að sjá um þetta sjálf. Auð- vitað kom ekki til greina á þeim tíma að fara heim til Boulogne ófrísk eða með lausaleiksbarn. Og eftir að hafa skrifað barnsföðurnum hvar barnið væri að finna og skilið það eftir á kirkjutröppunum hélt hún heim og var úr sögunni. Rekur tónlistarskóla Sjálf vann Michelle fædd Gillet upphaflega við samgöngufyrirtæki og stjórnaði upplýsingadeild þess. Hún var gift og ól upp tvö böm. En hætti þar þegar hún var fertug. Seinni maður hennar er hinn þekkti franski píanisti Desiré N’Kaoua, sem kennir, auk þess að leika á tón- leikum víða um heim. Þegar 10 ár vora liðin frá því þau kynntust, lagði hún höfuðið í bleyti um hvað hún best gæti gefið honum. Hann hafði ekki verið ánægður með hvernig staðið er að kennslu einleikara, fannst þeir ekki hafa nóg svigrúm og talaði oft um hugmyndir sínar. Niðurstaðan varð sú að hún stofnaði tónlistarskóla, „Academie Inter- national de Music de Pay de Loire“, og gaf honum það í afmælisgjöf. Hún stýrir þeim skóla, þar sem era 23 nemendur og 29 kennarar. Mað- urinn hennar er einn af þeim þegar hann er heima. Sjálf fer hún stundum í tónleika- ferðir með honum, ef svo stendur á og hún hefur sérstakan áhuga á landinu, eins og nú á íslandi. Pierre Loti hefur dregið hana víðar, til dæmis til Thaiti, sem var mikið æv- intýri. Þar er heil deild í safninu helguð Pierre Loti og Pomaré drottningu IV af Papeete, sem var yfir sig hrifin af honum er hann dvaldi þar. Hún arfleiddi hann að miklu landi sem hún réði yfir. Þegar Loti frétti það sagði hann: „Hvað á ég að gera við það“ og afhenti það frönskum stjórnvöldum. Þannig eignuðust Frakkar ítök þarna, sem enginn hefur dregið í efa. Hún segir að gaman sé að koma til Papeete, því allir kannist við Pierre Loti og sagnir af honum í heiðri hafðar, því hann skrifaði ævintýralegar bækur um fleiri lönd en Island þar sem hann hafði komið á heimssiglingum sínum. Og víða átti hann vinkonur sem dáðu hann. Til dæmis var leik- konan fræga Sara Bernhard mikil vinkona hans og kom til að kveðja hann þegar hann lá banaleguna. En þar sem hjólastóllinn hennar komst ekki inn um þröngar útidyrnar á þessu skýtna húsi hans, var hann borinn niður í anddyrið og þau kvöddust gegn um opnar dyrnar. Tónlistarhátíð, skóli og samkeppni Michelle N’Kaoua lifir meira í nú- tímanum þótt hún hafði gaman af þessum skrýtna forföður sínum „á ská“. Auk tónlistarskólans hafa þau hjónin síðan staðið fyrir árlegri listahátíð 17.-31. ágúst og síðan 1991 stflað inn á „Concour Internationale de Music Francaise", sem beinist eingöngu að kammermúsik. Hún hefur því nóg á sinni könnu og er fullbókuð næsta sumar. En hún hefur heitið sér því að rýma áður en langt um líður til í dagskrá þeirra hjóna til að koma til íslands að sumri til. Þá mundu þau að venju taka sér bílaleigubfl og aka um landið. Rómantísk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.