Morgunblaðið - 21.03.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARZ 1998 B 3 IÞROTTIR Morgunblaðið/Kristinn SIGFÚS Gizurarson lék vel fyrir Hauka í gær og hér sækir hann að körfu Keflvíkinga en til varnar er Falur Harðarson, sem einnig átti fínan leik. Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1998 Fyrsti leikur liðanna i 8 llða úrslitum, teikinn i Njarðvik 20. mars 1998 njarðvík KFI 74 Skoruð stig 69 15/18 Vítahittni 5/10 9/26 3ja stiga skot 11/20 16/35 2ja stiga skot 16/54 24 Varnarfráköst 26 13 Sóknarfráköst 9 16 Bolta náð 12 13 Bolta tapað 11 21 Stoðsendingar 14 12 Villur 19 SUND Örn með tvö íslandsmet ÖRN Arnarson, sundkappi úr Sundfélagi Hafnar- fjarðar (SH), opnaði Islandsmótið í sundi innanhúss á Keflavíkurflugvelli í gær með því að setja íslandsmet í 200 m fjórsundi, er hann synti á 2.04,09 mín. í>á jafn- aði hann metið í 50 m skriðsundi er hann synti á 23,47 sek., sem er jafnframt piltamet. Kolbrún Yr Kristjánsdóttir, IA, varð sigurvegari í 50 m skriðsundi kvenna á nýju stúlknameti - 26,44 sek. Lára Hrund Bjargardóttir, SH, varð sigurvegari í 200 m fjórsundi kvenna á 2.21,02 mín., eftir harða keppni við Kolbrúnu Yr, sem kom í mark á 2.21,70 mín. Ómar Snær Friðriksson, SH, var öruggur sigui-veg- ari í 1500 m skriðsundi karla á 16.13,96 mín. Kristín Þ. Kröyer, Ármanni, varð sigurvegari í 800 m skriðsundi kvenna á 9.33,40 mín. Karlasveit SH kom langfyrst í mark í 4x200 m skríðsundi á 8.02,53 mín., en kvennasveit SH (a-sveit) vann öruggan sigur í 4x200 m skriðsundi kvenna á 8.58,46 mín. Stoichkov til CSKA Sofíu BIÍLGARSKI landsllðsmaðuriim Hristo Stoichkov, sem er leikmaður hjá Barcelona, sagði frá því í gær að hann liafi ákveðið að snda heim eftir heims- meistarakeppnina í Frakklandi í sumar - ætlar að ganga til liðs við CSKA Sofíu, Stoichkov, sem er B2 ára, var knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1994, eftir gott gengi búlgarska landsliðsins í HM í Bandaríkjunum. Hann hefur verið í lierbúðum Barcelona í sjö ár, en hann lék eitt keppnistímabil í millitíð- inni með Parma á ítah'u, 1995-96. HANDKNATTLEIKUR Víkingur í ham „VIÐ bjuggumst ekki við svona útreið því við unnum þær nokkuð örugglega í síðasta leik en nú var vörnin eins og gatasigti. Við verðum bara að taka okkur saman í andlitinu og gera betur í næsta leik,“ sagði Þórdís Brynjólfsdóttir úr FH eftir 27:19 tap fyrir barátt- uglöðum Víkingsstúlkum í Kaplakrika í gærkvöldi þegar fram fór fyrsti lejkur liðanna í 8-liða úrslitum. Á fjórða hund- ruð áhorfendur lögðu leið sína í Kaplakrika og studdu sitt lið, þar voru Víkingar fjölmennir og launuðu Víkingsstúlkur þeim stuðninginn með því að sýna hvað í þeim bjó. Skammt frá í íþróttahúsinu við Strand- götu áttu Haukastúlkur í eng- um vandræðum með sigra Eyjastúlkur 25:18. W IKaplakrika var jafnræði með lið- unum fyrstu mínúturnar en þá tók Víkingurinn Kristín Guðmunds- dóttir að fara á kostum í sókninni auk þess sem vörn Víkinga skellti í lás. Það skilaði gestun- um 8:3 forystu svo að þjálfara FH þótti vænlegast að taka leikhlé til að stöðva Víkinga og það bar tilætlaðan árangur - um tíma. Eftir hlé hófu Víkingar aðra stór- sókn og þá brugðu FH á það ráð að fara út á móti Kristínu en þá blómstraði önnur skytta Víkinga, Halla María Helgadóttir án þess að Hafnfirðingar fengju rönd við reist og til að bæta um betur fór Hall- dóra Ingvarsdóttir að láta til sína taka í marki Víkinga. FH-stúlkur virtust ekki alveg til- búnar fyrir baráttuglaða gesti sína og þurftu að eyða öllu sínu púðri í að reyna að vinna niður forskot þeirra. Lengi vel hélt Vaiva Dril- ingaite þeim á flotí en hún meiddist og varð að fara af leikvelli. Ohætt er taka undir orð Þórdísar hér að ofan - vörnin var afleit en Þórdís, Vaiva og Dagný Skúladóttir voru bestar í FH-liðinu og Hrafnhildur Skúladóttir átti glæsileg skot. Víkingar mættu einhuga um sig- ur og stúlkurnar voru tilbúnar til að leggja það á sig sem til þurfti. Þessi baráttuhugur skilaði þeim ör- uggum sigri og ef sama verður uppi á teningnum í næstu leikjum, mun liðið ná langt. Varnarleikurinn var oft frábær, hreyfanlegur og sterkur auk þess sem sóknarleikurinn var lipurlega spilaður. Sem fyrr segir áttu Kristín, Halla María og Hall- dóra markvörður góðan leik en Anna Kristín Arnadóttir var drjúg fyrir liðið eins og Heiða Erlings- dóttir. Auðvelt hjá Haukum Haukastúlkur áttu í engum vand- ræðum með Eyjastúlkur á heima- velli og unnu 25:18 en eflaust verð- ur leikurinn í Eyjum á sunnudag- inn ekki eins auðveldur. „Þær brotnuðu niður þegar leið á leikinn en leikurinn í Vestmannaeyjum verður spennandi því þær eru mun sterkari á sínum heimavelli,“ sagði Hulda Bjarnadóttir, línumaður Hauka, eftir leikinn. Talsvert óðagot var á liðunum til að byrja með en fljótlega fundu Haukar fjölina sína og vörn þeirra small saman. Eyjastúlkum tókst þó við og við að finna glufu á henni en ekki nógu oft til að halda í við Haukana, sem hertu enn takið eftir hlé. Eftir 8 mörk á móti einu gesta sinna á fyrstu 18 mínútum síðari hálfleiks voru úrslit því ráðin. Hjá Haukum voru Hulda, Auður Hermannsdóttir og Harpa Melsteð bestar en í Eyjaliðinu stóðu Sandra Anulyte, Ingibjörg Jónsdóttir og Stefanía Guðjónsdóttir sig best. Liðið saknaði sárt Andreu Atladótt- ur sem er meidd en verður jafnvel með í næsta leik. Crnyff ekki til Inter FORRÁÐAMENN Inter á ítalíu hafa neitað að nokkuð sé hæft í orðrémi þess efnis að þeir hafi ámálgað við Johan Cruyff að hann taki að sér þjálfun liðsins á næstu leiktíð. Eiga Cruyff að hafa verið boðnar um 300 millj- ónir króna í árslaun fyrir vikið. Þessu er haldið fram í spænska íþróttablaðinu E1 Mundo Depoi-tivo í gær. Cruyff, sem er liðlega fimm- tngur, hefúr ekkert þjálfað síðan hann var látinn taka pokann sinn hjá Barcelona vorið 1996. Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum um þjálfun síðan þá og hefur m.a. annars borið við hjartveiki sem hefur plagað hami undanfarin ár og neyddi hann til að vera á sjúkrahúsi nokkra daga í fyrravetur. Sundfélagið Ægir Afnuelishátið Sundfélagið Ægir heldur afmælishátíð föstudaginn 27. mars nk. 1 Gullhömrum (Iðnaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg). Hátíðin hefst kl. 19.30. Miðar verða seldir í dag, laugardag, milli kl. 12.00-15.00 og mánudaginn 23. mars milli kl. 16.00-19.00 í Gullhömrum. Gamlir og nýir Ægisfélagar eru hvattir til að mæta. Nefndin. Silfurstiga bridsmót Vals verður haldið á Hlíðarenda mánudagana 23. og 30. mars klukkan 20. Keppnisform er tölvureiknaður Mitchell tvímenningur, peningaverðlaun verða veitt. Keppnisstjóri er Jakob Kristinsson. Skráning hjá húsverði í síma 551 1134. Bridsnefndin 50 ára afmæli Þróttar Hafin er vinna að ritun sögu Knattspyrnufélags Þróttar, í tilefni af 50 ára afmæli félagsins 1999. Þeir sem eiga myndir úr félagsstarfinu, leikjum, ferða- lögum eða öðm er tengist starfinu á þessum fimmtíu árum em beðnir um að lána ritnefnd bókarinnar þær. Sömuleiðis er verið að undirbúa sögusýningu af sama tilefni í nýju félagsheimili Þróttar í Laugardal. Af því tilefni er skorað á alla, sem eiga eða vita um gripi og vilja lána þá eða veita upplýsingar, sem að gagni gætu komið, að hafa samband við: Sölva Óskarsson í síma 552 2569 eða 551 4335 eða Helga Þorvaldsson í síma 557 3914. Með Þróttara kveðju, Ritnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.