Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1998 Stöð ^Hilmar Bragi SKAGAMENN stigu sigurdans í Grindavík í gærkvöldi. Alexander ErmolinskQ, þjálfari og leikmaður, er fyrir miðri mynd. Stoltur af strákunum <*> ÞRIÐJUDA GUR 24. MARZ BLAÐ KÖRFUKNATTLEIKUR ÍA sló deildar- og bikarmeistara Grindavíkur út úr úrslitakeppninni Trúi þessu ekki ennþá, sagði þjálfari Grindvíkinga Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu deildar- og bikarmeistara Grindvíkinga út í 8-liða úrslitum úr- valsdeildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi. Gríndvíkingar, sem sigr- uðu með yflrburðum í deildarkeppn- inni og voru taldir sigursti'anglegastir í keppninni um íslandsmeistaratitil- inni, signiðu í fyrsta leiknum á heima- velli sínum, töpuðu annarri viðui’eign- inni á Akranesi á laugardag og urðu síðan að játa sig sigraða aftur á heimavelM í gærkvöldi, eftir æsispenn- andi og framlengdan leik, 82:81. Alexander Ermolinskij, leikmaður og þjálfari Aki-anessliðsins, var að sjálfsögðu kajnpakátur í leikslok í Grindavík: „Ég er mjög ánægður með þennan sigur en þetta var rosa- lega erfíður leikur. Ég er mjög stolt- ur af strákunum og þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar, þó við Damon [Johnson] höfum skorað mest, því vörnin var frábær allan tímann. Það að snúa leiknum sér i hag eftir að hafa lent svona mikið undir [15 stigum þegar tíu mín. voru eftir] hlýtur að sýna að mikið býr í ungu mönnunum. Damon var frábær og hefur verið vaxandi í síðustu leikj- um. Við reyndum að loka á þriggja stiga skotin hjá þeim og svo var Grikkinn [Tsartsaris] hjá þeim dap- ur, hefur sjálfsagt ekki þolað press- una enda ekki nema 18 ára,“ sagði Ermolinskij og bætti við: „Það er að minnsta kosti ljóst að við spilum ein- hverja leiki í viðbót.“ Trúi þessu ekki enn Benedikt Guðmundsson, þjálfai’i Grindvíkinga, vai’ allt annað en kátur með að lið hans væri fallið úr keppni í 8-liða úrslitum. „Ég trúi þessu varla enn,“ sagði hann við Morgun- blaðið eftir tapið fyrir ÍA. „Það átti enginn von á þessu. Þetta eru mikil vonbrigði enda vorum við með unn- inn leik í höndunum. Vorum með 15 stiga forskot þegar tíu mínútur voi-u eftir. Þá gerðust menn kærulausir og leyfðu sér ýmislegt sem þeir eru ekki vanir. Ég viðurkenni að það var vanmat hjá okkur í fyi’stu tveimur leikjunum, en við ætluðum að sýna og sanna hverjir væru bestir í þess- um leik,“ sagði Benedikt. Hann sagði að Skagamenn hafi leikið mjög vel og Damon Johnson hefði verið illviðráðanlegur. „Hittnin hjá okkur var afleit og sem dæmi um það hittum við úr aðeins átta af 24 tveggja stiga skotum. Við nýttum ekki færin og kæruleysi varð okkur að falli. Við eram því komnir í sum- arfrí, en engu að síður vann liðið þrjá titla; við urðum Reykjanesmeistarar, deildar- og bikarmeistarar. En þessi stóri slapp okkur úr greipum og það er sárt,“ sagði Benedikt. ■ Grindvíkingar / B3 ÁRNIINDRIÐASON: VALUR, KA, FRAM OG FH ÁFRAM / B12 bónus 3 af 6 ► bónus í/kMo VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 21.03.1998 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1.5 af 5 0 2.002.260 2/P?,Lf@ W' 307.350 3.4a,s 46 10.770 4. 3af5 1.569 730 ' Samtals: 1.616 3.950.400 HEILt JARVINNING 3.950.4 SUPPHÆÐ: 00 TVOFALDUR 1 . VINNINGUR Á kLAUGARDAGINN lÉIIIi | VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 18.03.1998 AÐALTÖLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 20.701.000 1.212.208 76.980 277 2.650 795 390 Samtals: 1.084 126.924.188 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 126.924.188 Á ÍSLANDI: 2.718.188 IINPALDUI ), VINNINSyR MlðVIKUDAeiNN Lottómiðinn með bónus- vinningnum á laugardag var keyptur hjá KEA við Hrísarlund á Akureyri. SfMAR: UPPLÝSINGAR I SlMA: 56B-1511 TEXTAVARP: 451 0Q 453

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.