Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA Titov bestur meöHK SIGURÐUR Sveinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, hef- ur verið endurráðinn þjálfari 1. deildarliðs HK úr Kópavogi til eins árs. Sigurður, sem þjálfaði og lék með liðinu á nýliðnu keppnistímabili, varð einn markahæsti leikmaður ís- landsmótsins - gerði alls 151 mark. Sigurður hefur þegar þjálfað HK- liðið í þrjú ár; tók við því í 2. deild fyrir tímabilið 1995-96, liðið varð samferða Fram upp í hóp þeirra bestu strax vorið eftir og hefur verið í 1. deild síðan. HK missti naumlega af sæti í úrslitakeppninni í vor - varð í níunda sæti en átta efstu lið komust áfram. Sigurður meiddist undir lok deildarkeppninnar í vor og var ekki með liði sínu á lokasprettinum. Hins vegar er reiknað með því að hann verði kominn á fullt aftur í haust og leiki með HK næsta vetur. 1998 Sigurður áfram FIMMTUDAGUR 30. APRIL BLAD EyjóKur illa meiddur á öxl RÚSSINN Oleg Titov, Ieikmaður Fram, var besti leikmaður nýliðins Islandsmóts í handknattleik, að mati fþróttadeildar Morgunblaðsins og fékk af því tilefni bikar að gjöf frá blaðinu, sem hann er með á myndinni hér til hliðar. Titov var lykilmaður í Fram-liðinu, bæði í vörn og sókn. Fullyrða má að hann sé besti vamarmaðurinn í deildinni og auk þess er hann frábær línumaður; þeir gerast vart betri á Islandi og þó víðar væri Ieitað. Kraftur Titovs, baráttugleði og frábær leikur fleytti Fram-liðinu langt, þó hann eigi vitaskuld fráleitt einn heiðurinn af því hve liðið lék vel. Framarar léku sem kunnugt er til úrslita um ís- landsmeistaratitilinn og einnig í bikarkeppninni, en töpuðu á báðum víg- stöðvum fyrir Vals- mönnum. En þrátt fyrir að Fram hafi lokið keppnistímabilinu án titla var Titov besti leik- maðurinn á íslandi í vet- ur að mati blaðsins. „Ég er sannfærður um að þetta var besta keppnistímabil mitt; ekki einungis síðan ég kom til íslands heldur á öllum mfnum ferli,“ sagði Titov í samtali við Morgunblaðið í gær. Titov kvað fyrrverandi eiginkonu sína hafa far- ið af landi brott síðast- liðið sumar, ásamt barni þeirra, „þannig að ég var einn eftir það. En ég varð ástfanginn af ís- lenskri konu, sem vildi mig reyndar ekki - en hún veitti mér engu að síður mikinn kraft. Ég veit að ég lék svona vel í vetur hennar vegna,“ sagði Rússinn. Framtíð Titovs sem leikmanns er algjörlega óráðin. Framarar hafa vitaskuld áhuga á að hafa hann áfram í her- búðum sínum og Viggó Sigurðsson, þjálfari þýska 1. deildarliðsins Wuppertal, hefur einnig sýnt honum áhuga. „Ég vil ekki hugsa um það strax hvað ég geri. Vil bara hvíla mig í ein- hvern tfma. Eg ætlaði mér að hætta eftir þetta keppnistímabil og vel getur farið svo að ég geri það; ég veit það ekki. Haldi ég hins vegar áfram fer ég annað hvort til Þýskalands eða verð áfram hjá Fram - og mér finnst Fram líklegri kostur.“ Morgunblaðið/Halldór EYJÓLFUR Sverrisson, lands- liðsmaður í knattspyrnu hjá Hertha Berlín, meiddist illa á öxl í deildarleiknum gegn Armenia Bielefeld síðastliðið föstudags- kvöld. Ekki kom í ljós fyrr en seint í fyrrakvöld hvers kyns var og var Sauðkrækingurinn þá fluttur í skyndi á sjúkrahús. „Hann er að jafna síg. Hann er ekki axlarbrotinn, eins og óttast var í fyrstu. Læknarnir héldu fyrst að svo væri en við nánari rannsókn kom í ljós að axlarliður- inn hafði gliðnað," sagði Sverrir Bjömsson, faðir Eyjólfs í samtali við Morgunblaðið en hann ræddi við son sinn i gær. Ekki náðist í Eyjólf sjálfan þar sem hann var enn á sjúkrahúsinu. Eyjólfur, sem er 29 ára, hefur staðið sig afar vel með Hertha í vetur. Hann skoraði einmitt hið dýrmæta jöfnunarmark liðsins gegn Bielefeld í leiknum á fostu- dagskvöldið. Eyjólfur hlaut högg á öxlina í leiknum, var aumur á eftir en það var ekki fyrr en í fyrrakvöld, sem fyrr segir, að í Ijós kom hve alvarleg meiðslin voru. Sjónin var þá farin að bila annað slagið - Eyjólfur mLssti hana raunar nánast alveg á tíma- bili - og félagi hans úr liði Hertha, sem heimsótti hann í fyrrakvöld, sá að ekki var allt með felldu og dreif íslendinginn á sjúkrahús. „Hann hafði verið sárþjáður síðan á föstudag en var fyrst í gær rannsakaður. Læknar óttuðust á tímabili að um blóðtappa gæti verið að ræða, en í Ijós kom að taug hafði klemmst í öxlinni vegna þess hve bólginn hann var,“ sagði Sverrir faðir hans í gær. Hertha á tvo leiki eftir á leik- tíðinni og sagði Sverrir a.m.k. ljóst að Eyjólfur yrði ekki með um næstu helgi, en ekki virtist loku fyrir það skotið að hann gæti verið með í síðasta deildarleikn- um um aðra helgi. Faðir Titovs til Fram? FAÐIR Titovs, sem starfað hefiir sem unglingaþjálfari í handknattleik í heimalandi þeirra í áratugi, er væntan- legur til landsins eftir hálfan mánuð í heimsókn til sonar síns. Ekki er loku fyrir það skotið að hann dvelji einnig hér á landi næsta vetur og þá sem þjálfari yngri flokka hjá Fram. „Já, það getur vel ver- ið,“ sagði Titov. „En við ætl- um að byrja á því að ferðast um landið; ég vil helst fara hringinn, fara til Egilsstaða, Akureyrar og Patreksfjarðar. Ég á vin á Egilsstöðum sem heitir Borgþór; kynntist hon- um þegar við unnum saman við að tína rusl við Víkartind. Svo á ég líka íslenskan vin á Akureyri og þekki Rússa á Patró, sem ég vil heimsækja." KNATTSPYRNA: PELE GENGUR í LIÐ MEÐ ELLERT OG LENNART JOHANSSON / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.