Alþýðublaðið - 22.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.12.1920, Blaðsíða 1
Geíið át ai A.lþýðuflokknum. 1920 Miðvikudagian 22 desember. 295 tölubl. Hræðilegt og fáheyrt slys! Pósturinn milii ísafjarðar og Hesteyrar hrapar ásamt hesii í Núpnum hjá Grunnavik. Samferðamaður stendur eftir á brúninni. Seytján menn fara að ieita, en snjófióð tekur fjóra peirra út á sjó. — Einn þeirra bjargar sér til lands, eingöngu af því hann kann að synda. Pósturinn tapaður. Hraðskeyti til Alþbl. frá ísafirði. Fósturinn milli ísafjarðar og IHesteyrar, Sumarliði Brandsson að nafni, einhleypvir dugnaðmað armaður, hrapaði 17. des. í Núpn- ttm hjá Grunnavík. Hann hafði farið frá Grunnavik kl. 4 um dag- inn, og hafði hest með sér undir póstflutningian. Einn maður varð póstinum samferða, og vissi hann ekki fyr til en bæði Sumarliði póstur og hesturinn hröpaðu, og mnnaði að eins feti að sam- íerðaraaðnrinn færi líka. 'En hann var alókunnugur á þess- um slóðum og hélt í fyrstu að Sumariiði póstur hefði að eins hrapað ofan f gil. En er hann fékk ekkert svar, sk'idi hann hvað orðið mundi og munu þá eðlilega hafa sett að honum nokkurn skelk, og hé!t hann leiðar sinnar. Náði hann til bygða á Snæfjailaströnd- inni um kvöldið, en siysið mun tiafa viljað til um kl. 6 e. h. Diginn eftir var mönnum safn- að á Snæíjallaströndinni og fóru samtais 13 menn undir kvöldið að leita að Sumarliða. Fór einn þeirra með sjónum, en hinir leit- uðu hið efra, því eigi vissu menn tivar slysið hefði viljað til. En ér þeir höfðu leitað um Ion Núp- Inn, fóru þrír þeirra niður f fjöru og leituðu með sjónum. Mættu þeir þá þeim ér þangað hafði farið f öndverðu, og hafði hann þá fundið bæði manninn og hest- inn. Var Ifk Sumarliða óskaddað en hesturinn hafði sprungið, og var af hoautn hnakkurinn, en við hnakkinn mun póstflutningurinn hafa verið festur, og hefir hvorugt fundist, hnakkurinn eða póstflutn- ingurinn. Ea ekki er álitið að póstflutningurinn hafi verið mjög verðmætur, því hann er það sjaid- an á þessari leið. Það hefir ekki frézt hvað þessir fjórir menn voru komnir langtj þegar sajóflóð tók þá alla og setti þá alla fjóra út á sjó. Druknuðu þar þá þrír þeirra, en það voru þeir Guðmundur Jósefs- son á Bandeyri, aldraðar fjöl- skyldumaður, Bjarni Bjarnason og Pétur Pétursson, einhleypir ungir menn frá Snæfjöllum. Hinn tjórði sem snjóflóðið tók, og fór með eins og hina út á sjó bjargaði sér eingöngu af því hann knnni að synda. Leitarmeanirnir þorðu nú ekki a@ halda áfram leitinni sökum snjóflóðahættu, en sneru við til þess að reyna að ná sér í bát, og komast sjóleiðina fyrir svæðið sem snjóflóðahættan var á. En áður en því yrði komið við, var komið brim, og heflr verið ófært síðan. A^þýðublaðið mun flytja nánari fréttir um þetta hörmuiega og fá< heyrða slys, þegar eitthvað roeira fréttist. Tíðindamaður A'þbl. á ísafirðt hefir taiað við samferðamann Sum- arliða pósts, sem fyr var getið, og eru þessar fréttir að mikln leyti eftir honum. €rleni sitoskeytL Khöfn, 19. des. Stærsta loftskeytastöð heimsins Simað er frá Bordeaux, að stærsta Ioftskeytastöð í heimi sé nú opnuð f lá Croix. (Þessarar stöðvar hefir áður verið getið hér í blaðinu). Italir ðg d’Annunzio. Símað er frá London, að öll ítalska flotadeildin í Fiume hafi gengið á hönd d’Annunzio. Þetta er þó borið til baka í Róma. Kastast í kekki. Sfmað er frá Belgrad, að Jugo- slavía hafi slitið sambnndi við Bulgaríu vegna þess að hún hafi ekki uppfylt þýðingarmikil atrið f hlutleysissamningum. Konstantín kominn heim. Símað er frá Aþenu, að Kon- stantfn sé heim kominn og hafi verið tekið með kostum og kynj- um. Ræðismenn Breta og Frakka eiga ekkert samband að hafa við hirðina. 6nllajtnxlt á íslandsbanki f dag. Þennan dag fyrir ári sfðan lét stjórnin telja guiiforða ísiandsbanka og innsigla og reyndist það vera að eins ein rúm 700 þús. kr. er hann átti í gulli. í ársreikningi bankans, sem er dagsettur liðlega viku seinna (31. des. 1919) og undirritaður af tveimur bankastjórum, er sagt að bankinn^hafi „í dönskum, norsk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.