Morgunblaðið - 26.05.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 26.05.1998, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 1998 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Kosið í nýju sveitarfélagi MARÍA Hafsteinsdóttir og Smári sem meðal annars hefur verið Geirsson, forseti bæjarstjórnar á kallað Firðir og Austurríki. Smári Neskaupstað, greiða atkvæði í Ieiddi F-Iistaim, sem hlaut hreinan nýju sveitarfélagi á Austfjörðum, meirihluta í sveitarfélaginu. virðist ánægt með þennan meiri- hluta.“ Gunnar sagði að bæði sjálf- stæðismenn og framsóknarmenn hefðu lýst því yfir í kosninga- baráttunni að samstarf þeirra í meirihluta hefði gengið vel og hvorir tveggja hefðu áhuga á að starfa saman áfram. „Þannig að við munum ræðast við á mánu- dag.“ Fylgi sjálfstæðismanna náði ekki því sem flokknum hafði verið spáð í skoðanakönnunum en Gunnar kvaðst ekki hafa tekið mark á því. „Það hefur verið þannig að skoðanakannanir hafa alltaf sýnt langtum meira fylgi hjá flokknum hér og annars staðar en kosn- ingaúrslit." Sigurður Geirdal B-lista Aldrei jafn ánægður með Kópa- vogsbúa „ÉG HEF alltaf verið ánægður með Kópavogsbúa en aldrei eins og núna,“ sagði Sigurður Geirdal odd- viti Framsóknarflokksins í Kópa- vogi í samtali við Morgunblaðið. „Við bættum við okkur 8% fylgi sem er það mesta sem nokkur flokkur hefur nokkum tíma bætt við sig í Kópavogi. Ég lít á það sem skýr skilaboð um að Kópavogsbúar séu ánægðir með það sem við höf- um verið að gera og vilji hafa mig áfram. I framhaldinu munum við halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á síðastliðin átta ár. Menn þekkja mína línu og ég h't á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við hana. Við erum ekki flokkur sem getur leyft sér ákveðin gæluverkefni heldur stefnum við að áframhald- andi uppbyggingu og alhliða fram- fórum. Til þess að Kópavogur vaxi og dafni á öllum vígstöðvum þýðir ekki að tala bara um skóla eða bara um umhverfismál. Við stefnum að því að byggja upp gott bæjarfélag og til þess verða fjölmargir þættir að haldast í hendur," sagði Sigurð- ur Geirdal. Flosi Eiríksson K-lista Ákveðin vonbrigði „ÞETTA eru náttúrulega ákveðin vonbrigði," sagði Flosi Eiríksson, efsti maður á Kópavogslistanum í Kópavogi, sem fékk fjóra menn kjöma, einum færra en flokkarnir sem að listanum stóðu fengu við síðustu kosningar. „Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum 10-12% frá skoðanakönnunum en við töpum aðeins, sem verður þess valdandi að við missum einn mann. Það eru náttúrulega vonbrigði að halda ekki fimm mönnum í bæjarstjórn." Aðspurður um skýringar sagði Fiosi að Kópavogslistinn og Sjálf- stæðisflokkurinn hefðu fyrst og fremst tekist á í kosningabarátt- unni en Framsóknarflokkurinn hefði notið þess. „Ég held líka að skoðanakönnunin hafi hjálpað hon- um. Framsóknarflokkurinn lá frek- ar lágt í henni og ég held að margir hafi þá ákveðið að kjósa hann.“ Aðspurður um horfur á breyt- ingum á meirihlutasamstarfí sagðist Flosi ekki ætla að hafa skoðanir á því strax en samkvæmt niðurstöðum kosninganna getur t.d. Framsóknarflokkurinn mynd- að meirihluta jafnt með sjálf- stæðismönnum og Kópavogslista. Seltjarnarnes Sigurgeir Sigurðs- son D-lista Ætlum að verða traustsins verðug „ÉG ER náttúrlega alveg himinlif- andi og við erum það öll hér á Sel- tjarnarnesi vona ég,“ sagði Sigur- geir Sigurðsson oddviti Sjálfstæðis- flokksins á Seltjarnarnesi um úrslit kosninganna en listinn bætti við sig fimmta manninum í bæjarstjórn. „Við fengum mun meira íylgi en við höfðum reiknað með og við er- um mjög þakklát bæjarbúum fyrir að sýna okkur traust í öll þessi ár og ætlum svo sannarlega að verða þess trausts verðug. Ég vil taka það skýrt fram að þetta er sigur heildarinnar, hópur- inn sem var í framboði var mjög samstilltur þannig að við komum fram sem heild og bæjarbúum hefur greinilega líkað það sem við höfum við þá að segja,“ sagði Sigurgeir. „Við höfum verið það lengi hér við völd að við þurfum kannski ekki að sanna okkur, en við höfum komið málum hér í gott lag. Hér hefur ver- ið einsetinn skóli lengi, fjármálin eru í góðu lagi, svo og umhverfis- mál. Við þurftum því ekki að gefa stór loforð heldur bara að lofa því að vinna eins og við höfum gert. Það þýðir að sjálfsögðu að reyna að láta fólkinu líða sem best.“ Sigurgeir hefur ákveðið að þetta muni verða sitt síðasta kjörtímabil. „Já, ég ætla að láta þetta duga, ég er að byrja á mínu tíunda kjörtíma- bili og fjörutíu ár í sveitarstjóm er nokkur góður tími. Ég vil taka það fram að það hefur verið jafn gaman allan tímann, þetta er starf sem er það lifandi og skapandi að það er ekki hægt að láta sér leiðast í því. Ég vil þakka þeim sem hafa starfað með mér þessa áratugi þvi það eru að sjálfsögðu líka þeirra verk sem við erum að uppskera núna,“ sagði Sigurgeir að lokum. Högni Óskarsson N-lista Mikil vonbrigði „VIÐBRÖGÐ mín eru bara á einn veg,“ sagði Högni Óskarsson odd- viti Neslistans í samtali við Morg- unblaðið, „og það eru mikil von- brigði.“ „Þrátt fyrir skýr stefnumál okkar og góðan hóp fólks á listanum höf- um við einhverra hluta vegna ekki náð nógu vel til kjósenda. Skýringar á því hef ég ekki á reiðum höndum en ég tel að minna fylgi Neslistans gæti verið hluti af þeirri hægri- sveiflu sem nú ríður yfir landið,“ sagði Högni, en Neslistinn tapaði einum manni í kosningunum, hafði þrjá en fékk nú tvo. „Önnur skýring gæti verið sú að kjörsókn var fremur lítil hér á Sel- tjamamesi að þessu sinni, og það gæti verið að við höfum tapað mest á því, en ekki listi Sjálfstæðisflokks- ins. Þriðja skýringin sem ég hef er sú að Seltirningar era kurteist fólk og hafí ekki viljað senda bæjarstjór- anum þau skilaboð að hans tími væri búinn og hafi þannig sýnt hon- um tryggð og stutt hann áfram til embættis. Þetta er því persónuleg- ur sigur fyrir Sigurgeir bæjarstjóra og ég óska honum til hamingju með það,“ sagði Högni Óskarsson odd- viti Neslistans á Seltjarnarnesi. „Auk þess tel ég að skoða þuifi betur samsetningu þessa samsetta lista þar sem óháðir voru stærsti hópurinn meðal frambjóðenda og því hefur hann kannski ekki höfðað jafn sterkt til flokksbundinna kjó- senda og áður,“ sagði Högni að lok- um. Mosfellsbær Þröstur Karlsson B-lista Bætum heldur við okkur ÞRÖSTUR Karlsson, oddviti Framsóknarflokks í Mosfellsbæ, sagði á sunnudag að úrslit kosning- anna sýndu að Framsóknarflokkur- inn væri sterkur í Mosfellsbæ, sér- staklega í ijósi þess að hann hefði bætt við sig fylgi og haldið tveimm- bæjarfulltrúum þrátt fyrir að klofn- ingsframboð Mosfellslista hefði fengið rúmlega 10% fylgi. „Ég þakka þetta að við höfum lát- ið verkin tala, meirihlutinn hafi starfað vel saman og fólkið vilji halda þessu áfrarn," sagði hann og bætti við að hann liti á úrslitin sem traustsyfirlýsingu við núverandi meirihlutasamstarf Framsóknar- flokks og G-lista Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista. Þröstur sagði að uppbygging skólamála, framkvæmdir í öldran- armálum og fjölskyldu- og umhverf- ismál hefðu verið sett á oddinn í kosningabaráttunni. „Nú stefnum við að því að halda áfram að vinna að þeim stefnumál- um, sem við höfum starfað að frá því við felldum meirihlutann fyrir fjórum árum,“ sagði Þröstur. „Við höfum náttúrulega verið að vinna að mörgum málum, uppbyggingu skóla og fleira, á síðasta tímabili, sem enn stendur yfir og fólk vill leyfa okkur að halda henni áfram. Við settum fram að við hefðum staðið við lof- orðin, væram að vinna að þessum málum og legðum mikla áherslu á að ljúka þeim.“ Jónas Sigurðsson G-lista Fólk vildi samstarfið áfram JÓNAS Sigurðsson, oddviti G-lista Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í Mosfellsbæ, sagði á sunnudag að úrslit kosninganna á laugardag gæfu til kynna að kjós- endur vildu að framhald yrði á sam- starfi þess meirihluta, sem setið hefði undanfarin fjögur ár. „Það sést nú kannski fyrst og fremst á því að Sjálfstæðisflokkur- inn tapar fylgi frá því í síðustu kosningum," sagði hann. „Ég er nú reyndar einnig þein-ar hyggju að atkvæði greitt klofningsframboði M-listans frá Framsóknarflokknum sé greitt þessum meirihluta. G-list- inn bætir við sig tveimur prósent- um, sem er kannski minna en við áttum von á vegna sameiginlegs framboðs Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista, era það því nokkur vonbrigði." Hann sagði að G-listinn, sem hélt tveimur mönnum, hefði ekki átt von á því að hann myndi bæta við sig bæjarfuiltrúa, en miðað við úrslitin fyrir fjórum árum hefði hann átt von á meira fylgi. Jónas benti á að samkvæmt skoðanakönnunum hefði annar maður B-lista verið úti og kvaðst telja að ýmsir kjósendur, sem ella hefðu kosið G-lista, hefðu greitt framsóknarmönnum atkvæði sitt af „taktískum" ástæðum til þess að tryggja að Mosfellslistinn leiddi ekki til að meirihlutinn félli. Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu á fjármál og skuldir bæjar- ins í kosningabaráttunni, en Jónas kvaðst telja að það hefði ekki höfðað til kjósenda vegna þess að þeir hefðu gert sér grein fýrir því að með núverandi uppbyggingu væri verið að greiða fyiir syndir fyrri tíma. „Fólk gerir sér grein fyrir því að það þarf tímabundið átak og skuld- setningu til að komast yfir þann hjalla," sagði hann. „Þar á ég við þann meirihluta sjálfstæðismanna, sem sat áður en við komumst að fyrir fjóram áram og hafði verið við völd í 20 ár.“ Hákon Björnsson D-lista Stefndum hærra en við upp- skárum HÁKON Bjömsson, oddviti sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ, þar sem Sjálfstæðisflokkur hélt sínum þrem- ur bæjarfulltrúum, kvaðst hafa viljað að úrslitin yrðu hagstæðari. Framsóknarflokkur og G-listi Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista hafa starfað saman í Mosfellsbæ. „Við stefndum hærra en við upp- skárum, en við munum þrátt fyrir það ganga að því starfi, sem okkur hefur verið falið þremur, af atorku og bjartsýni," sagði Hákon síðdegis á sunnudag. „Eins og staðan er í dag á ég ekki von á að breyting verði á núverandi meirihlutasam- starfi." Hákon sagði að það, sem borið hefði á milli í kosningabaráttunni, hefði verið skólamál og gagnrýni sjálfstæðismanna á fjármál bæjar- ins. Sjálfstæðisflokkur og G-listi hefðu reyndar verið sammála um að efla þyrfti stöðu skóla- og mennta- mála. „Það sem kannski bar á milli í sjálfri kosningabaráttunni var af- staða okkar til skuldastöðu og fjár- mála bæjarins,“ sagði hann. „Við sjálfstæðismenn gagnrýndum starí atvinnuþróunarsjóðs og vaxandi skuldastöðu bæjarins. Þetta var það, sem aðgreindi okkur frá hinum þegar leið á kosningabaráttuna.“ Akranes Sveinn Kristinsson E-lista Lang- stærsta bæjar- málaaflið SVEINN Kristinsson, oddviti E-list- ans á Akranesi, segir úrslitin mjög ánægjuleg. „Við erum mjög glöð og hreykin ai okkai’ frammistöðu. Við náðum þama 43% fylgi sem era auðvitað mjög ánægjuleg úrslit þó að við næð- um ekki hreinum meirihluta. Við er- um langstærsta bæjarmálaaflið á Akranesi og komum væntanlega til með að leiða bæjarstjóm á næsta kjörtimabili," sagði Sveinn. Hann sagði að kannanir sem gerð- ai’ hefðu verið á vinnustöðum hefðu bent mjög ákveðið í þessa átt þannig að það hefði legið í loftinu síðustu dagana að E-listinn myndi vinna góð- an sigur. „Við höfum átt frumkvæði að fund- um með Framsóknarflokknum og stefnum að því að ljúka viðræðum við framsóknarmenn um næstu helgi.“ Gunnar Sigurðsson D-lista Bjóst við meiru GUNNAR Sigurðsson, oddviti D- lista á Akranesi, segir listann hafa SJÁ BLS. 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.