Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 B 3 Frakkinn Thierry Henry hefur hraðann sem mótherjarnir óttast SIGURMARK NÍGERIU GEGN BULGARIU kom Nígeríu áfram Franski miðherjinn Thierry Henry hefur sprungið út í Heimsmeistarakeppninni í Frakk- landi. Henry, sem er aðeins 20 ára, gerði tvö mörk í 4:0 sigri Frakk- lands á Saudi-Arabíu í fyrrakvöld og eitt í fyrsta leik liðsins þegar það vann Suður-Afríku 3:0. Markheppni hans kemur á besta tíma og Frakk- ar vona að framhald verði á því ástandið er ekki of gott í herbúðum þeirra - talið er að miðherjinn Christophe Dugarry verði frá í tvær vikur vegna meiðsla á lærvöðva og leikstjórnandinn Zinedine Zidane fékk rautt spjald í fyrrakvöld og fei* því í bann. Á barnsaldri dáði Henry sprett- hlauparann Carl Lewis og hann hef- ur hraðann sem mótherjarnir ótt- ast. 17 ára hóf hann að leika með Mónakó í frönsku deildinni og sló í gegn með liðinu í fyrra þegar það varð meistari. Hann hefur auídn- heldur staðið sig vel í Evrópuleikj- um liðsins og önnur félög í Evrópu hafa sýnt honum áhuga - áhuga sem á eflaust eftir að aukast í kjölfar HM ef að líkum lætur. Henry þótti ekki leika sérlega vel síðla vetrar og kom jafnvel mörgum á óvart að hann skyldi vera valinn í stóra landsliðshópinn fyrir HM, hvað þá í endanlegan hóp. En hann hefur þakkað traustið og er í hópi markahæstu manna keppninnar. „Aðalatriðið er ekki að vera marka- hæstur heldur að liðið sigri,“ sagði hann. „Stundum virðist auðvelt að skora og þannig hefur það verið núna en það kemur liðinu til góða.“ Strákurinn ólst upp í úthverfi Parísar, ekki langt frá nýja þjóðar- leikvanginum. Faðir hans, bróðir og unnusta voru á leiknum í fyrrakvöld en móðirin vildi ekki mæta, vildi ekki horfa á soninn verða fyrir pústrum. Pústrarnir hafa ekki hindrað pilt sem hefur aldrei leikið betur að flestra mati. Hann er á sama máli „en ferillinn er stuttur og honum er ekki lokið,“ sagði hann. Áfangar ANDONI Zubizarreta, fyrir- liði Spánar, lék 125. lands- leik sinn í gærkvöldi og jafnaði þar með met Eng- lendingsins Peters Shiltons, sem hafði leikið flesta lands- leiki í hópi markvarða. Peter Schmeichel, mark- vörður Dana, leikur 103. landsleik sinn þegar Dan- mörk mætir Frakklandi á miðvikudag. Þar með slær hann danskt landsleikjamet Mortens Olsens, sem lék 102 landsleiki á 19 ára tímabili, 1970 til 1989. Reuters THIERRY Henry fagnar eftir að hafa skorað á móti Saudi-Arabíu í fyrrakvöld. gert úr ósætti Ikpeba og Amokachi en Knattspyrnumaður ársins gerði lítið úr ágreiningnum. „Við erum allir sem einn inni á vellinum og markið kom eftir sam- vinnu okkar sem áréttar að við stöndum saman.“ Bora Milutinovic, þjálfari Níger- íu, sagði að leikurinn hefði verið erfiður því Spánarleikurinn hefði tekið sinn toll. „Eg er ánægður með leik okkar í fyrri hálfleik og ég er ánægður með að Kanu lék í seinni hálfleik og að Daniel [Amokachi] gat byrjað.“ Hristo Bonev, þjálfari Búlgaríu, var fámáll og sagði að næsti leikur væri aðalatriðið. „Mér fannst við vera betra liðið og við leyfðum þeim ekki að spila eins og þeir vilja. Við sköpuðum okkur mörg marktækifæri en nýttum þau ekki. Leikurinn var í jafnvægi þar til þeir skoruðu. Markið hafði slæm áhrif á okkur en Nígería átti ekki mörg hættuleg færi eftir hlé. Nú verðum við að sigra Spán og ger- um það sem við getum til þess.“ Okocha WaG-REUTERS NÍGERÍA GJ BULGARIA ■ RÚMENAR mæta Englendingum í G-riðli á mánudag. Sex leikmenn rúmenska liðsins, fyrirliðinn Ghe- orghe Hagi, Constantin Galca, • Dorinel Munteanu, Liviu Ciubot- ariu, Iulian Filipescu og Viorel Moldovan, sem meiddust í síðasta leik á móti Kolombíu, verða allir til- búnir 1 Englandsleikinn. ■ ANGHEL Iordanescu, þjálfari Rúmena, segir að sem betur fer hafi meiðsl sexmenninganna ekki verið alvarleg og því geti hann stillt upp sterkasta liði sínu gegn Englending- um. Hann leggur áherslu á sigur sem tryggir liðinu sæti í 16 liða úr- slitum og efsta sætið í riðlinum áður en kemur að síðasta leiknum í riðlin- um á móti Túnis. ■ DAVID Beckham, sem var ekki í liði Englands í fyrsta leiknum á móti Túnis, segist hafa verið mjög sár yfir að hljóta ekki náð fyrir augum lands- liðsþjálfarans, Glenns Hoddles. „Ég var mjög vonsvikinn og er það reyndar enn. En ég hef áður lent í þessu hjá Manchester United og veit að ég þarf að leggja enn harðar að mér til að vinna mér aftur sæti í lið- inu,“ sagði Beckliam, sem hefur leik- ið 15 landsleiki án þess að skora. Schmeichel sendirBlatt- er tóninn DÖNSKU leikmennirnir ei-u æf- ir út í kólumbíska dómarann John Jairo Toro, sem dæmdi leik Dana og Suður-Aíríku- manna í fyrradag og segja að dómgæslan ógni ekki aðeins HM heldur knattspyrmmni í framtíð- inni. „Þn'r leikmenn, þar af tveir Danir, fengu að sjá rauða spjald- ið í leiknum og sjö leikmönnum var sýnt það gula. „Þetta var brandai-i,“ sagði danski varnar- maðurinn Marc Rieper. „Ef svo heldur sem hoifir bitnar það á knattspymunni.“ Miklos Moln- ar, sem var fyrst vikið af velli, sagði að ákvörðunin þess efnis hefði verið fáránleg og sagði Toro „versta dómara heims“. Morten Wieghoi-st, sem kom inná sem varamaður og var rek- inn út af þremur minútum síðar, sagðist hafa verið mjög hissa. „Venjulega hefði verið dæmd aukaspyma en harður dómari hefði gefið gula spjaldið fyrir brotið. Þegar hann fór í vasann var ég óánægður með að fá gula spjaldið en varð orðlaus þegai- hann dró upp það rauða.“ Moln- ar fékk tveggja leikja bann en Wieghorst eins leiks bann. „Hvers vegna aðeins eins leiks bann ef þetta var tækling aftan frá?“ spurði hann. „Þetta er fá- ránlegt." Danimir vom á því að dóm- gæslan hefði versnað til muna eftir að Sepp Blatter, nýkjörinn forseti Alþjóða knattspymusam- bandsins, FIFA, og Michel Plat- ini sökuðu dómarana um að taka of vægt á brotum. „Blatter á að hugsa um það sem honum við kemur,“ sagði markvörðurinn Peter Schmeichel, sem var bók- aður fyrir að halda boltanum of lengi. „Hann á ekki að skipta sér af híutum sem koma honum ekki við og hann getui- ekki sagt að þessi dómai-i hafi verið góður. Þar til kom að þessum leik var dómgæslan í lagi og engin ástæða til að breyta áherslun- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.