Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 4
Borgar- stjon Poltava er mættur UM 75 manna hópur kom frá Úkraínu, leik- menn, stuðningsmenn og háttsettir menn, þar á meðal borgarstjóri Poltava. Hluti hópsins kom til Ólafsfjarðar á fimmtudag og fer aftur eftir leik. • Liðin mætast aftur laugardaginn 27. júní og þá í Poltava og heldur Leiftursliðið út nk. mið- vikudag. • Það lið sem sigrar í þessum viðureignum mætir danska liðinu AB. • Franski dómarinn Philippe Kalt mun dæma leikinn á Ólafsfirði, en í Poltava dæmir dómari frá Hvíta-Rússlandi. Eft- irlitsmaður í dag er Skotinn Peter Gardiner, en úti verður Englend- ingurinn Adrian Titcombe eftirlitsmaður. • Pjetur Sigurðsson verður varamaður dóm- ara á Ólafsfirði. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson PÁLL Guðlaugsson, þjálfari Leiffurs, verður að láta leikmenn sína leika af fingrum fram gegn úkraínska liðinu Vorskla Poltava. Við rennum blint í sjóinn „VIÐ rennum blint í sjóinn. Ég veit hreinlega ekkert um lið Úkraínumannanna nema að þeir eru í þriðja sæti í deildar- keppninni í heimalandi sínu, þremur stigum á eftir hinu fræga liði Dynamo Kiev,“ sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, sem mætir Vorskla Poltava í UEFA-getraunakeppninni á Ólafs- firði í dag kl. 14. „Það er mjög erfitt og leiðinlegt að vita ekk- ert, en við þessu er ekkert að gera. Það sama er upp á ten- ingnum hjá mótherjum okkar.“ Páll sagðist hafa reynt að fá upplýsingar og myndspólur af leikjum Vorskla, en ekki tekist. Við höfðum samband við menn í Eistlandi, en fengum engar upp- lýsingar þaðan. Frá Belgíu feng- Arsenal og St. Etienne gera sögulegan samning ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur opnað peningabudduna og keypt franska ungiingalandsliðsmanninn David Grodin frá St. Etienne á 500 þús. pund. Grodin, sem er 18 ára varnarleikmaður, verður fímmti franski Ieikmaðurinu í herbúðum Arsenal, en fyrir eru leikmenn eins og Emmanuel Petit, Patrik Vieira og Nicolas Anelka. Um leið og gengið var frá kaupunum á hinum efnilega varnarleikmanni flaug Liam Brady, yfinnaður unglingaliða Arsenal, til Saint-Etienne til að ganga frá sögulegum samningi við franska Iiðið. Liðin hafa ákveðið að gera fimm ára samstarfssamning í sambandi við uppbyggingu á unglingastarfi. Þau koma til með að skiptast á tíu til tuttugu leikmönnum á aldrinum fjórtán til átján ára ár hvert. um við aðeins þær fréttir að And- erlecht hefði unnið Vorskla í Briis- sel í keppninni í fyrra, 2:0. Þar með eru upplýsingarnar upptald- ar,“ sagði Páll. Sækja til sígurs Þegar Páll var spurður hvort hann myndi láta hð sitt hefja leik- inn á rólegu nótunum til að sjá út hver styrkur Úkraínumanna væri, sagði hann: „Nei, við erum ákveðn- ir að sýna allt sem við getum og sækjum til sigurs. Við ætlum ekki að bíða og láta mótherja okkur sýna okkur hvað þeir geta. Stefnan er að komast áfram og til þess að það gangi eftir verðum við að vinna leikinn hér á Ólafsfirði. Það er mikilvægt að fá góðan stuðning frá áhorfendum, að það verði stemmning á vellinum. Þó svo að við vitum ekkert um lið Vorskla, vitum við að lið frá Úkra- ínu eru sterk og landslið Úkraínu- manna, sem mætir Islendingum í undankeppni Evrópukeppni landsliða, er mjög öflugt," sagði PáU. Tap Skagamanna kom Páli ekki á óvart Leiftur tapaði síðasta heimaleik sínum fyrir Skagamönnum, 0:4. Sama lið Skagamanna tapaði fyrir ungmennaliði KR í bikarkeppninni á fimmtudagskvöld, 3:1. Komu Páli fréttimar frá KR-vellinum á óvart? „Nei, reyndar ekki. Auðvitað reiknuðu flestir með sigri Skaga- manna og eflaust hefur verið um vanmat að ræða hjá þeim í leiknum gegn KR. Það getur enginn van- metið KR-inga, sem eiga stóran hóp af ungum efnilegum leikmönn- um, sem gefa leikmönnum aðalliðs- ins lítið eftir. Það var mikill klaufaskapur hjá okkur að tapa fýrir Skagamönnum. Við fengum mörg marktækifæri, sem við nýttum okkur ekki. Aftur á móti refsuðu Skagamenn okkur er við sofnuðum fjórum sinnum á verðinum, skoruðu fjögur mörk. Úrslit leiksins, fjögur núll, gáfu alls ekki rétta mynd af honum,“ sagði Páll og bætti við: „Knatt- spyman er óútreiknanleg, það get- ur allt gerst í bikarkeppninni eins og sást á KR-vellinum.“ ■ NOTTINGHAM Forest gekk í gær frá kaupum á franska sóknar- leikmanninum Jean Claude Darcheville frá Rennes á 700 þús. pund. Hann er 22 ára. ■ ÞÆR fréttir bárust úr herbúð- um Man. Utd. í gær að liðið væri til- búið að kaupa eina af HM-stjömun- um fyrir næsta keppnistímabil. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, er í Frakklandi ásamt tveimur starfsmönnum, til að fylgj- ast með leikmönnum. Margir leik- menn hafa verið orðaðir við Man. Utd., en eitt er víst að Argentínu- maðurinn Gabriel Batistuta er efstur á óskalistanum. ■ DAN Petrescu, varnarleikmaður Chelsea og Rúmenfu, er ákveðinn í að vera áfram hjá liðinu og berjast fyrir sæti sínu. Eins og hefur komið fram hefur Gianluca Vialli, knatt- spyrnustjóri liðsins, keypt marga leikmenn í sumar. Einn af þeim er Albert Ferrer, sem getur leikið sömu stöðu og Petrescu, sem segist mjög ánægður á Stamford Bridge og ekki tilbúinn að yfirgefa London. ■ GORDON Strachan, knatt- spymustjóri Coventry, hefur hug á að fá til liðs við sig HM-dúett. Það eru sóknarleikmennimir Hidetoshi Nakata, Japan, og Norðmaðurinn Tore Andre Flo, Chelsea, sem á ekki mikla framtíð fyrir sér hjá Lundúnaliðinu. ■ GEORGE Burley, knattspymu- stjóri nýliða Charlton í úrvalsdeild- inni, er tilbúinn að borga tvær millj. punda fyrir James Scowcroft, mið- herja Ipswich, sem hefur leikið með enska 21 árs landsliðinu. ■ PAUL Kitson, miðherji West Ham, mun ekki leika með liðinu fyrstu tvo mánuðina á næsta keppnistímabili. Hann var í vikunni hjá læknum í Belgíu, þar sem hann gekkst undir aðgerð á nára. ■ SHAKA Hislop, markvörður Newcastle, mun ganga til liðs við West Ham í júlí, en þá rennur samningur hanns út við Newcastle. Hislop er 29 ára. Þess má geta til gamans að Harry Redknapp, knattspymustjóri West Ham, hefur haft sjö markverði undir smásjánni, einn af þeim er Claudio Tafferel, markvörður Brasilfu. ■ HARRY Redknapp er tilbúinn að kaupa Javier Margas, miðvörð Chile, á 1,2 millj. punda. Margas er 29 ára. ■ JÚRGEN Klinsmann, fyrirliði Þýskalands, sem lék með Totten- ham sl. keppnistímabil, er nú sterk- lega orðaður við Borussia Dort- mund. Klinsmann segir sjálfur að það sé ekki rétt - hann hafi ekki hug á að leika með þýsku liði. Eins og hefur komið fram verður Klins- mann, sem er samningsbundinn Sampdoria, ekki áfram í herbúðum Tottenham. ■ JOHN Gregory, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, hefur sett fjór- um leikmönnum sínum tvo kosti: skrifið undir nýjan samning eða farið! Það eru þeir Mark Bosnich, Riccardo Scimeca, Gary Charles og Mark Draoer, sem eiga allir eitt ár eftir af samningi sínum við liðið. ■ ROY Hodgson, knattspymu- stjóri Blackburn, mun líklega kaupa leikmenn fyrir tíu millj. punda í sumar. Hann er farinn til Frakklands og tilbúinn að borga Bastia þrjár millj. punda fyrir bak- vörðinn Sebastian Perez, sem hef- ur leikið með franska 21 árs lands- liðinu. Aður hefur Hodgson keypt Kevin Davies, Jim Corbett og Dar- ren Peacock fyrir samtals sjö millj. punda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.