Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gömul og
ný skemmti-
tónlist
Reuters
Forn andlit
á sýningu
TONLIST
I ð II ó
Steinunn Birna Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Gauti Sigurðsson fluttu
létta tónlist eftir Debussy, Faure,
Schubert og Brahms. Þriðjudagurinn
30. júní 1998.
ÞAÐ NÝMÆLI að flytja létta
tónlist á þriðjudögum í Iðnó virðist
endanlega taka á sig þá mynd að
verða að mestu helgað dægurtón-
list og djassi, það sem eftir lifir
sumars. Skilgreiningin „létt tón-
list“ er oftlega misnotuð til að að-
greina góða og lélega tónlist eða
tónlist sem annars vegar er ein-
göngu ætluð til æðri íhugunar og
hins vegar skemmtunar. Þetta
tengist atferli fólks og á ef til vill
rætur sínar að rekja til þess munar
sem er á hegðun fólks, er í einn
stað ástundar alvai-lega íhugun og
annars vegar skemmtir sér.
Tónleikar Steinunnar Bimu og
Þorsteins Gauta hófust á „Petite
suite“ eftir Debussy, sem er samin
1888, á þeim tíma þegar Debussy
hefur ekki fullmótað tónstíl sinn, og
er frekar hefðbundinn í hljómskip-
an og lagferli. Svítan er falleg, kafl-
amir frekar stuttir og tónmálið ein-
falt og var þessi létti „dúett“ fallega
og músíkalst leikinn. Annað við-
fangsefnið, Dolly svite op. 56 eftir
Faure, er upphaflega samið fyrir pí-
anóeinleik og fyrsti þátturinn oft
leikinn sérstaklega, enda besti þátt-
urinn. Þessi „dúkku“svíta er ekki
stór tónlist en var mjög fallega flutt.
Meginverk tónleikanna var
Fantasía í f-moll op. 103, eftir
Schubert, er meistarinn samdi
1828. Astæðan fyrir því að
Schubert samdi mikinn fjölda tví-
leiksverka fyrir píanó, mun vera
samkvæmt beiðni frá útgefanda
hans, er vildi ná þýska markaðin-
um með léttum tvíleiksverkum,
sem vora á þeim tíma mjög vinsæl
til heimilisbrúks. Fantasían er
meðal stærri tvíleiksverka meistar-
ans og þar má m.a. heyra Schubert
reyna sig við fúgugerð. Upphafs-
stefið er ein af fallegri tónhug-
myndum meistarans og var að
mörgu leyti vel flutt, þótt bæði fúg-
an og „sinfóníski" þátturinn væra
helst til hljómmikil.
Valsarnir eftir Brahms og ung-
versku dansamir vora ekki
fullæfðir og þar bar á ónákvæmni,
sem ekki á að vera í leik jafn
ágætra tónlistarmanna og Stein-
unnar Bimu og Þorsteins Gauta,
þótt um létta og alvöralitla heimil-
istónlist sé að ræða.
Hugmyndin, að bjóða upp á létta
tónlist, er góð en þó er hætta á að-
greiningu, það er, að svonefnd
klassísk „létt tónlist" er jafn langt
frá djass- og dægurtónlist og alvar-
leg klassísk tónlist og þar leikur
tíminn okkur grátt, því hin klass-
íska, af léttari gerðinni, er oftast
gömul en djassinn og sérstaklega
dægurlögin flest ný, eða frá síðari
hluta 20. aldarinnar, þannig að
skilgreiningin „gömul og ný
skemmtitónlist" ætti best við um
það sem væntanlega verður boðið
upp á í Iðnó í sumar.
Jón Ásgeirsson
ÞESSI andlitsmynd á múmíu
af ungum dreng er á meðal um
1.000 mynda sem fundist hafa í
Fayoum-eyðimörkinni í Eg-
yptalandi. Andlitsmyndirnar
vöktu í fyrstu litla athygli
fornleifafræðinga og listfræð-
inga, en nú er litið á þær sem
tengingu á milli listar fornald-
ar og miðalda. Hluti myndanna
er nú á sýningu í Benaki-safn-
inu í Aþenu.
Þórarinn
Eldjárn sem-
ur við Yöku-
Helgafell
ÞÓRARINN Eldjárn rithöfundur
og bókaforlagið Vaka-Helgafell hafa
gengið frá samningi um að forlagið
fari með útgáfumál hans frá og með
1. júlí 1998, bæði heima og erlendis
en undanfarin ár hefur Forlagið
gefið út bækur Þórarins.
í samkomulaginu felst að Vaka-
Helgafell gefur út nýjar bækur Þór-
arins auk þess að endurútgefa eldri
verk hans. Þá annast bókaforlagið
sölu á útgáfurétti á bókum hans til
erlendra bókaforlaga. Þórarinn er
nú með nýtt smásagna-safn í smíð-
um sem væntanlega kemur út í
haust.
Þórarinn Eldjárn er í ár tilnefnd-
ur til Evrópsku bókmenntaverð-
launanna af íslands hálfu fyrir
skáldsögu sína, Brotahöfuð og hann
er einnig tilnefndur til Norrænu
barnabókaverðlaunanna í ár ásamt
Sigrúnu Eldjárn fyrir eftirtaldar
barnaljóðabækur: Óðfluga, Heims-
kringla, Halastjarna og Gleym mér
ei sem er eftir Sigi’únu en með ljóð-
skreytingum Þórarins.
--------------
Samstarfs-
samningar
I.C. Art og TVG-Zimsen undirrituðu
hinn 25. júní 1998 samstarfssamning
sem gildir næstu 12 mánuði. Við
undirritun styi-kir TVG-Zimsen ís-
lenska listamenn á sölusýningum í
Bandaríkjunum að upphæð kr.
500.000 - fimm hundrað þúsund.
Hinn 26. júní 1998 undirrituðu
I.C. Art og Islenska útvarpsfélagið
samstarfssamning sem gildir næstu
12 mánuði. Við undirritun styrkir
íslenska útvarpsfélagið íslenska
listamenn með auglýsingabirtingum
að andvirði 500.000 kr. - fimm
hundruð þúsund.
sumarsveifla
Sígild
TðNLlST
Sigurjónssafn
EINSSÖNGSTÓNLEIKAR
Verk eftir Sigfús Einarsson, Sig-
valda Kaldalóns, Karl O. Runólfs-
son, Gunnar Reyni Sveinsson,
Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Leifs,
Kern og Gershwin. Þórunn Guð-
mundsdóttir sópran; Krstinn Örn
Kristinsson, píanó. Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar, þriðjudaginn 30.
júní kl. 20.30.
OF MIKIL veðurblíða er næstum
því verri en kafaldsbylur þegar tón-
leikahald er annars vegar, eins og
sást af reytingsaðsókninni á fyrstu
þriðjudagstónleikum sumarsins í
Sigurjónssafni á Laugarnesi. Dag-
skráin var annars fjölbreytt og sum-
arlétt í seinni endanum, og myndaði
Maður hefur nú Gunnars Reynis
velvalda brú milli íslenzku gullaldar-
laganna og sígildu dægurlaga Kerns
og Gershwins; í alla staði vandað
lagaval og vel upp raðað.
Þórunn Jónsdóttir hefur fremur
lítið látið til sín heyra á tón-
leikapöllum höfuðborgarsvæðisins
undanfarið og hátt í ár ef ekki
meira síðan undirritaður heyrði
hana síðast, en hvíldin virtist ekki
hafa verið til mikils vanza, miðað
við þá framför sem maður varð var
við nú. Röddin hafði breikkað,
textaframburður var orðinn skýr-
ari og tjáningin um leið frjálslegri,
þó að textainntakið hefði stundum
mátt vera tilfinningaþrungnara,
einkum í eldri íslenzku lögunum.
Píanótónn Kristins Arnar er sífellt
að mýkjast og verða söngrænni;
jafnvægið við sönginn var undan-
tekningarlítið til fyrirmyndar og
undirleikurinn almennt kominn í
úrvalsflokk, enda þótt hann mætti
stöku sinni vera ögn þyngri og
markvissari í hendingarmótun.
Eftir svolítið varfæmislegt upp-
haf í Ein sit ég úti á steini og Nótt
eftir Sigfús Einarsson hófst fyrsta
flugið með glæsilegu niðurlagi í
Gígjunni. Betlikerling Kaldalóns
var vel mótuð, en textinn hefði boð-
ið upp á dýpri tilfinningatúlkun en
hér náðist, og er þar meðferð Elsu
Waage í söngvaraveizlunni í Borg-
arleikhúsinu í fyrra enn ofarlega í
minni. Kankvísi Karls O. Runólfs-
sonar og gáski í Laxness-lögunum
Dans - Vikivaki og Hjá lygnri móðu
komst vel til skila, ekki síður en
húmoríska hliðin á Hjálmari H.
Ragnarssyni nokkra síðar, Yfirlýs-
ing, einu af glansnúmeram Ingveld-
ar Ýrar Jónsdóttur, sem eftir þessu
að dæma má fara að eiga von á sam-
keppni í kómísku deildinni.
Þeim Þórunni tókst að laða fram
sérkennilegan frumleika Jóns
Leifs í Máninn líður og Vögguvísu
með íðilfögrum líðandi söngstróf-
um, oft senza vibrato og sérlega
syngjandi löngum píanóhending-
um, en í fyrra lagi Hjálmars, Hjá
fljótinu, sem stappar nærri litlu
meistaraverki, lituðu af kínverskri
pentatóník og „Leifskri" þríunda-
skyldri hljómafærslu, vantaði
nokkuð upp á skriðþunga móðunn-
ar miklu hjá Kristni. Leikræn
tjáning er mikilvæg í seinna lagi
Hjálmars, hinu fyrrgetna Yfirlýs-
ing, sem flutt var af snarpri kímni.
Barnagæla frá Nýa íslandi eftir
Gunnar Reyni Sveinsson við Lax-
ness-texta var sungin af meiri til-
finningu en flest þar á undan, og í
hinu Weill-leita Maður hefur nú,
sem fyrir fram virðist vonlaust fyr-
ir sópran, tókst Þórunni að dekkja
röddina nægilega mikið á brjóst-
tónasviði til að meðferðin yrði
sannfærandi eftir hina hugmynda-
mótandi frumúttekt Bubba
Morthens í Skilaboð til Söndru, við
feikigóðan undirleik Kristins.
Sígrænu perlumar tvær eftir
Jerome Kern, The Way You Look
Tonight og hið þeldekkra Can’t
Help Lovin’ Dat Man (síðarnefnt úr
Show Boat) tókust mjög vel, og þó
að söngleikahefðin bandaríska virð-
ist sjaldnast miðuð við háa sópran-
höfuðtóna (enda eitur fyrir texta-
miðlun af stóru sviði), gekk flest
ljómandi vel upp. Píanóið var að
vísu óþarflega fínlegt í fyrra laginu
og svolítið órólegt í því seinna.
Lokanúmerin voru eftir meist-
ara Gershwin. Fyrst Lorelei
(„Sally“, 1920) þar sem Þórunn
skilaði music hall-blendnum
burlesque-stíl lagsins með glans,
þrátt fyrir að píanóið hefði mátt
rúlla áfram með meiri knæpubrag
hjá Kristni. Næst birtist hið
ódauðlega The Man I Love; ágæt-
lega flutt burtséð frá fullmiklu rú-
batói í viðlaginu. Að því loknu kom
að mörkum hins mögulega fyrir
klassískt menntaða hljómlistar-
menn - I Got Rhythm - þar sem
slagharpan, eins og nærri má geta,
var aðskiljanlegum spölkornum frá
sveiflu Tatums eða Petersons, þó
að Kristni tækist merkilega vel
upp í stuttum einleikskafla lagsins.
Þórunn reyndist í þeim efnum
sigldari, enda framhaldsmenntuð í
heimabæ Hoagy Carmichaels, og
var ljóst af innlifaðri frammistöð-
unni, að söngkonan lumaði á tölu-
vert meiri tjáningarbreidd en
vænta mátti.
Ríkarður Ö. Pálsson
Fyrirsjáan-
legur Qölda-
morðingi
KVIKMYNDIR
Stjörnubfó
SWITCHBACK ★
Leikstjóri og handrit Jeb Stuart.
Tónlist Basil Poledouris. Kvik-
myndatökustjóri Oliver Wood. Að-
alleikendur Dennis Quaid, Danny
Glover, Jared Leto, R. Lee Ermy,
Ted Levine, William Fichtner. 115
mín. Bandarísk. Paramount. 1997.
ÞAÐ er ekki margt um þessa
fyrirsjáanlegu mynd að segja og
fæst gott. Switchback (merkir
brautarspor í brekku, þýðandan-
um því viss vorkunn að játa sig
mátaðan þar sem fátt er um slík
fyrirbæri hérlendis), er byrj-
endaverk Jebs Stuart, handrits-
höfundar The Fugitive og Die
Hard, og ber viðvaningsháttur-
inn þess glögg merki. Það leynir
sér heldur ekki að þetta er
fyrsta verkefni höfundarins á
handritasviðinu, unnið meðan
hann sat enn á skólabekk.
(Grunnskóla?). Myndin kolféll á
síðasta ári og fær inni í kvik-
myndahúsi sjálfsagt til þess eins
að liðka fyrir myndbandasöl-
unni. Ótrúlega lítið spennandi
frá upphafi til enda, óþjáll bræð-
ingur úr tveimur sögum. Annars
vegar af puttaferðalangi (Jared
Leto) sem fær far með vafasöm-
um náunga (Danny Glover), hin
af alríkislögreglumanninum
LaCrosse (Dennis Quaid) á hæl-
um óþekkts fjöldamorðingja
sem hefur son hans í haldi.
LaCrosse er kominn langt með
að klúðra leitinni, sem snúist
hefur upp í e.k. drepskák og er,
þegar myndin hefst, farinn að
starfa í óþökk yfirmanna sinna
hjá FBI. Fleiri hliðarsögur eru
til þess eins að draga hlutina á
langinn, einkum kosningastríð
um fógetaembætti í smábæ í
Klettafjöllunum. Þar koma við
sögu R. Lee Ermy, Ted Levine
og William Fichtner. Versti gall-
inn við þennan langhund er þó
ótrúlegt spennuleysi í leikstjórn
og handriti og afleitur leikur Qu-
aids, Letos og Glovers, sem eru
hver öðrum verri. Þeim er
reyndar vorkunn því persónurn-
ar eru bæði marflatar og óeðli-
legar. Svo virðist sem Kanar séu
komnir með fjöldamorðingja á
heilann, þó afraksturinn sé af-
leitur. Lömbin þagna nánast
eina, minnisstæða myndin slíkr-
ar tegundar á áratugnum. Von-
andi linnir þessari framleiðslu
enda botninn fundinn. Myndin á
stjörnuna skilið vegna ágætrar
kvikmyndatöku (næsta verkefni
Woods var hin minnisstæða og
vel tekna Face/Off), örfárra
brelluatriða og Ermy tekst að
gera furðu mikið úr engu.
Sæbjörn Valdimarsson