Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 48
^8 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ „Snúrurnar hrökkva: Snældan er full, / og snurðulaust allt sem ég spann. / Þeir kalla það ull, en glóandi gull / úr greip minni rann - það allt fyrir hann, / sem hóf mitt líf upp í hærra veldi / og hjarta mitt ungrar varði með eldi, / sem alla ævina brann.“ Svo kveður Guðmundur Kamban í tíu er- inda kvæðabálki sínum sem nefnist „Spunakonan" og birtist fyrst á prenti árið 1911 í ísafold. Kvæðabálkurinn fjallar um spunakonu sem rifjar upp minning- ar um ást sína tengda „örlaga-nótt“ fyrir sextán árum. Ástina tengir hún spunanum „úr greip minni rann - það var allt fyrir hann“. Það þarf ekki að efast um að drifkraftur ást- arinnar getur verið sterkur og er áreiðanlega sá kraftur sem snúið hefur rokkhjólunum hvað hraðast í gegnum /ildirnar. Þannig hefur rokkhljóðið og hraði rokkhjólsins verið ágætis mælikvarði á sálar- líf, vanlíðan, vellíðan, ást eða ástleysi, þeirra kvenna sem stunduðu þá iðju að spinna á rokk. Árið 1662 var í Kaupmannahöfn stofnað kvennafangelsi og vinnuhæli sem hét því virðulega nafni „Spunahúsið" (Spindehuset). Flestar konurnar sem þar dvöldu voru dæmd- ar til að vera þar til lífstíðar. Nafnið „Spuna- húsið" kemur til vegna þess að konumar unnu við að spmna ull og vefa klæði fyrir danska herinn. Á 18. öld vora margar íslenskar konur sendar til Kaupmannahafnar til að taka út sinn dóm í „Spunahúsinu" sem var starfrækt til ársins 1928. Fróðlegt væri að grennslast fyrir um afdrif þessara íslensku kvenna sem sendar voru þangað. Það er víst ábyggilegt að ef þær hafa getað látið huggast við eitthvað þá hefur spunalistin átt þar dijúgan þátt. Spunahúsið í Kaupmannahöfn hefur ef- laust verið fullt af spunakonum sem átt hafa sér líkan „minninga-fans“ og spunakona Guðmundar Kam- bans, sem þær hafa rifjað upp fyrir sér á erfiðum stundum. „Þú vitjar mín aftur, mín örlaga-nótt, / með allan þinn minninga-fans“ og líklegt er að oft hafi spunnist inn í góm þeirra Spunahússkvenna líkt og þessarar sem hér er um rætt. „Eg orka’ ekki meir, enda þarf ekki það, / á þráðnum er hvergi gróm. / ef blóðugur er hann á einum stað, / er orsök- in sú að hann spannst inn í góm. / Því þar var hnútur, sem þurfti að renna, / og þá var það sem ég fann hold mitt brenna - / og skildi minn skapadóm." I spunaþætti júlímánaðar þegar sumarið stendur sem hæst er boðið upp á sólríka og sumarlega peysu á yngstu grallarana okk- ar. Einnig er uppskrift að glaðlegri og ein- faldri kollu sem allir geta prjónað. Peysan og húfan eru prjónaðar úr Mandarin Petit sem er 100% mersiseruð bómull, mjúk og áferðarfalleg. Einnig er hægt að prjóna settið úr Sisu ullargarni fyrir þá sem vilja hlýrri flík. PEYSUNA prýða hundar, hjólbörur, bjöllur, könnur og blóm. „ Myndræn og sumarleg peysa Ef þú vilt heldur prjóna úr Sisu ull- argami þá mælum við með þessum litum: Nr. 761, 788, 627, 716, 600, 738 og 18. Stærðir á flfldnni sjálfri: 6m 12 4 ára Yfirvídd: 57 62 67 73 sm Sídd: 28 33 36 40 sm Ennalengd: 17 20 26 30 sm Handvegur: 14 15 16 18 sm Garn MANDARIN PETIT Blátt nr. 358 1 1 2 2 d. Grænt nr. 388 1 1 1 2 d. Rautt nr. 343 1 1 1 2 d. Gult nr. 315 1 dokka í allar st. Kremað nr. 302 1 dokka í allar st. Ryðbrúnt nr. 337 1 dokka í allar st. Svart nr. 312 1 dokka í allar st. Einnig er hægt að nota SISU PRJÓNAR: 40 em hringprjónn nr. 2,5 (stroff og húfa) 40 og 50 eða 60 cm hringprjónn nr. 3 (bolur, húfa) 40 cm hringprjónn nr. 2 (hálslíning) Sokkaprjónar nr. 2,5 og 3 (ermar) * Meklunál nr. 2,5 Tölur: 3 stk. PRJÓNFESTA Á MANDARIN PETIT: 27 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 3 = 10 cm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. BOLUR: Fitjið upp með bláu á hringprjón nr. 2,5, 144-154-166-180 lykkjur. Prjónið stroff 1 sl., 1 br. í hring 3 cm. Prjónið 1 hring sléttan og aukið í 154-168-182-196 lykkjur. Skiptið yfír í hringprjón nr. 3 og prjónið munstur A. Byrjið að prjóna við örina sem sýnir rétta stærð. Þegar allur bolurinn mælist 14-18- 20-22 cm er sett merki í báðar hlið- ar með 77-84-91-98 lykkjum á hvor- um helmingi. Fitjið jafnframt upp 3 nýjar lykkjur við bæði hliðannerkin - lykkjur sem alitaf eru prjónaðar brugðnar, teljast ekki með og klippt er upp í síðar. Prjónið munstur A áíram í hring. ATHUGIÐ: Þegar allur bolurinn mælist 24-29-32-36 cm er komið að hálsmálinu að fram- an. Slítið frá í hliðinni. Setjið 11-14- 15-16 Iykkjur í miðju á nælu. Byrjið að prjóna vinstra megin við háls- málið og prjónið fram og til baka yf- ir allar lykkjurnar. Fellið jafnframt af í byrjun prjóns báðum megin við hálsmálið 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkj- ur 2 sinnum og 1 lykkju 1 sinni - 25- 27-30-33 lykkjur á öxL Prjónið þar til allur bolurinn mælist 28-33-36-40 cm. Fellið af. ERMAR: Fitjið upp bláu á sokka- prjóna nr. 2.5, 36-40-44-48 lykkjur. Prjónið stroff 1 sl. 1 br. í hring 3-4- 4-4 cm. Prjónið 1 hring sléttan og aukið út í 52-56-60-64 lykkjur. Skiptið yfír á sokkaprjóna nr. 3 og prjónið munstur B. ATHUGIÐ: Síðasta lykkjan á hringnum er alltaf prjónuð brugðin - merkilykkja. Aukið jafnframt í 1 lykkju báðum megin við merkilykkjuna með 1-1- 1,5-1,5 cm millibili þar til 76-82-88- 94 lykkjur eru á erminni. Prjónið þar til öll ermin mælist 17-20-26-30 / llí ííí Munstur B, endurtekið □ 0 S1 B 0 m ii = Kremað nr. 302 = Grænt nr. 388 = Rautt nr. 343 = Svart nr. 312 = Gult nr. 315 = Ryðbrúnt nr. 337 = Blátt nr. 358 uanrMmvuunuumomztKmíuuonu'z uurmuaKáKnawuurAtzunwtumnuuvturí íinaaanaanaaaaaaaaaaniaanacmaa rAnrAWjtrAUKtUUUUUWtuWkUKtnKiUaUKtUrí uuurAimauuuuuKtKtuuummuuuuuwi uuurArArmiauuumKtuuuwmmtuuuKtrAKt Hííí TI ATHUGIÐ: Fyrsti prjónn eftir litaskipti er alltaf prjónaður brugðinn. Sllxx: i xa gl ■ 8 xlx SIH Munstur A, endurtekið Byrjið hér, 6 mán. og 2 ára. Byrjið hér, 1 og 4 ára cm. Snúið henni við og prjónið 5 hringi slétta (kantur). Fellið af. FRÁGANGUR: Mæhð breidd ermar- innar við handveginn - 14-15-16-18 cm og meridð. Saumið í saumavél 2 beina sauma með smáu spori báðum megin við handveginn. Kiippið á milli saumanna og sikk-sakkið þétt yfir sárkantinn. Saumið axlir saman, en á stærð 6 mán. og 1 árs er skilin eftir 3 cm klauf á vinstri öxl við hálsmálið. HÁLSLÍNING: 6 mán. og 1 árs: Byrjið við vinstri öxi og prjónið upp með bláu á hringprjón nr. 2, u.þ.b. 88-94 lykkjur. Prjónið stroff 1 sl. 1 br. fram og tilbaka 4 cm. Feliið af með sléttum og brugðnum iykkjum. Brjótið líninguna tvöfalda yfír á rönguna og saumið niður. Heklið 2 umferðir af fastapinnum meðfram klaufinni á vinstri öxfy hálslíningin meðtalin. ATHUGIÐ: í seinni um- ferðinni eru gerð 3 hnappagöt þannig: 2 loftlykkjur, hlaupið yfír 2 fastapinna. 2 og 4 ára: Prjónið upp með bláu í hálsmálinu á hring- prjón nr. 2, u.þ.b. 100-106 lykkjur. Prjón- ið stroff 1 sl. 1 br. í hring 4 cm. Fellið af með sléttum og brugðn- um lyklqum. Brjótið líninguna tvöfalda yfír á rönguna og saumið nið- ur. Saumið ermarnar í fyrir innan kantinn og notið hann til að hylja sárið. Saumið þvotta- merki innan í peysuna. HÚFA: Stærðir: 6 mán. 1-2 ára 3-4 ára. Fitjið upp með bláu á lítinn hringprjón nr. 2,5, 96-104-112 lykkjur. Prjónið stroff 1 sl. 1 br. í hring 2-3-3 cm. Skipt- ið yfir á hringprjón nr. 3 og prjónið munstur B. Þegar húfan mælist öll 8-9-9 cm er tekið úr þannig: * 10-11-12 sléttar, 2 sléttar saman *. Endurtakið frá * til * allan hringinn. Prjónið 1 hring án úrtöku. Tak- ið úr þannig: * 9-10-11 sléttar, 2 sléttar saman *. Endurtakið frá * til * allan hringinn og prjónið 1 hring án úrtöku. Takið þannig úr á öðrum hverjum hring, alltaf með 1 lykkju minna á milli úrtaka, þar til 32 lykkjur eru eftir á prjóninum. Þá er tekið úr í hverjum hring þar til 8 lykkjur eru eftir. Slítið frá. Dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og herðið vel að. BRIDS (Im.8jón Arnór G. Ragnarsson FYRSTA umferðin á Norður- landamótinu 1998 i Osló var spiluð þriðjudaginn 30. júní. í opnum flokki fékk ísland 17 vinningsstig gegn 13 á móti Finnlandi. Úrslit úr fyrstu umferð voru: Island - Finnland 17-13 Noregur - Danmörk 20-10 Svíþjóð - Færeyjar 25-4 I kvennaflokki spilaði Island gegn Noregi. Þar töpuðu íslensku konurnar með minnsta mun, 13 vinningsstigum gegn 17. Aðrir leikir í 1. umferð fóru: ísland - Noregur 13-17 Finnland - Danmörk 15-15 Svíþjóð - Yfírseta 18-0 Miðvikudaginn 1. júlí eru spilaðar 3 umferðir. Andstæðingar Islands í opnum flokki eru: Danmörk, Sví- þjóð og Noregur. í kvennaflokki spilar Island gegn: Danmörk, Sví- þjóð og Finnland. Spilarar í opnum flokki eru: Jak- ob Kristinsson, Jónas P. Erlings- son, Magnús E. Magnússon, Anton Haraldsson og Sigurbjörn Haralds- son. í kvennaflokki spila: Hrafnhildur Skúladóttir, Soffía Daníelsdóttir, Arngunnur Jónsdóttir, Svala Páls- dóttir og fyrirliði er Stefanía Skarp- héðinsdóttir. Upplýsingar um mótið er hægt að fá hjá Bridgesambandi Islands milli 13.00 og 17.00 í síma 587-9360. Heimasíða með úrslitum frá mót- inu: http://home.sol.no/— perlange/ nordisk98p.html Sumarbridge 1998 Fimmtudagskvöldið 25. júní spiluðu 20 pör eins kvölds Mitchell-tvímenn- ing. Meðalskor var 216 og þessi pör urðu efst: NS Sigurleifur Guðjónsson - Friðrik Jónsson 251 GísliSigurkarlss.-HalldórArmannss. 242 Una Amadóttir - Hjálmtýr R. Baldursson 234 Böðvar Magnússon - Nicolai Porsteinsson 222 AV Z Þórður Sigurðss. - Guðmundur Gunnarss. 256 Torfi Ásgeirsson - Þórður Sigfússon 253 Erla Sigurj ónsdóttir - Guðni Ingvarsson 248 Hanna Friðriksd. - Ragnheiður Tómasd. 233 Föstudagskvöldið 26. júní varð staða efstu para svona (meðalskor 216): NS Albert Þorsteinsson - Bjöm Amason 259 Friðrik Egilsson - Cecil Haraldsson 234 Hanna Friðriksd. - Ragnheiður Tómasd. 232 Tómas Siguijónsson - Bjöm Svavarsson 227 AV Erla Sigmjónsdóttir - Guðni Ingvarsson 244 Dröfn Guðmundsd. -AsgeirP. Asbjömss. 242 Heimir Tryggvason - Gísli Tryggvason 236 Eggert Bergsson - Þórður Sigfússon 232 Eftir tvímenninginn var svo spil- uð útsláttarsveitakeppni að venju. Sex sveitir tóku þátt í henni og vann sveit Jörundar Þórðarsonar að þessu sinni. Með honum spiluðu Hermann Friðriksson, Albert Þor- steinsson og Bjöm Árnason. í öðru sæti varð sveit Erlu Sigurjónsdótt- ur, en auk hennar spiluðu Guðni Ingvarsson, Heimir Tryggvason og Gísli Tryggvason. Sunnudagskvöldið 28. júní var spilaður Howell-tvímenningur í ein- um riðli. Lauk hér sjöttu spilavik- unni í sumar og varð staða efstu para þessi (meðalskor 108): Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson 126 Sigrún Pétursdóttir - Dúa Ólafsdóttir 122 Jón V. Jónmundsson - Friðrik Egilsson 120 Guðlaugur Bessason - Jón St. Ingólfsson 114 Friðrik vann vikuna Röð efstu manna í liðinni viku varð svona: 1. Friðrik Jónsson 47 bronsstig 2. Jón Steinar Ingólfsson 37 3. -4. Erla Sigurjónsdóttir 36 3.-4. Guðni Ingvarsson 36 5. Jón Viðar Jónmundsson 35 6. Cecil Haraldsson 34 7. Jörundur Þórðarson 31 8. -9. Albert Þorsteinsson 29 8.-9. Björn Árnason 29 10. Guðbjörn Þórðarson 25 Að launum fyi-ir efsta sætið í þessari viku fær Friðrik 3ja rétta kvöldverð fyrir tvo á LA Café. Spilað er öll kvöld nema laugardags- kvöld og hefst spilamennskan alltaf kl. 19:00. Spilastaður er að venju Þöngla- bakki 1 í Mjódd, húsnæði Bridgesam- bands íslands. Allir eru hvattir til að mæta, hjálpað er til við að mynda pör úr stökum spilurum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.