Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 64
64 FIMMTUÐAGUR 2. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
MYNDBÖND
10 árum síðar
9 Vz vika í viðbót
(Another 9 í4 Weeks)
Erótfk
Framleiðsla: Steffan Ahrenberg.
Leikstjórn: Anne Goursaud. Handrit:
Michael Davis. Kvikmyndataka: Ro-
bert Alazraki. Tónlist: Stephen W.
Parsons. Aðalhlutverk: Mickey Rour-
^ ke, Agathe De La Fontaine og Angie
Everhart. 104 mín. Fjölþjóðleg.
Myndform, júní 1998. Bönnuð börn-
um innan 16 ára.
TÍU árum eftir að Elizabeth (Kim
Basinger) yfírgaf John í 9 lh viku
situr hann enn inni í stofu og bíður
þess að hún snúi aftur. Hann fréttir
að hún hyggist selja málverkasafn
sitt, fer til Parísar og kaupir mynd-
irnar. Þar kynnist hann Leu, sem
gengur um með slæðuna sem hann
gaf Elizabetu í New York í denn, og
brátt upphefst undarlegt samband
þeirra á milli.
Það var álitamál
hvort hin uppruna-
lega 9'A vika var
góð og/eða erótísk
mynd og skiptust
menn í hópa með
og móti henni. Hér
þarf ekkert að ríf-
ast, framhaldið er
ömurlegt. Það
vantar einfaldlega allt það sem
bjargaði fyrri myndinni, ákveðna
spennu og stemmningu sem mynd-
aðist milli sögupersónanna og út-
koman er álíka erótísk og óhrein
borðtuska á heitum sumardegi.
Angie Everhart, sem leikur aðal
kvenhlutverkið, er sílíkonsæt en
frekar sjarmablönk á meðan Rour-
ke er bara orðinn ljótur og einstak-
lega ótrúverðugt kyntröll. Myndin
silast áfram með slíkum hraða að
104 mínútur virðast sem vikur að
líða. Forlögin verndi okkur gegn
enn annarri 9 'h viku.
Guðmundur Asgeirsson
Stórskemmtileg
tímafiækja
Afturvirkni
(Retroactive)
Vísindahasar
irk+'h
Fi-amleiðsla: Brad Krevoy, Steve Sta-
bler, David Bixler og- Michael Na-
deau. Leikstjórn: Louis Morneau.
Handrit: Micheal Hamilton-Wright,
Robert Strauss og Philip Badger.
Kvikmyndataka: George Mooradian.
Tónlist: Tim Truman. Aðalhlutverk:
James Belushi og Kylie Travis. 87
mín. Bandarísk. Myndform, júní
1998. Bönnuð börnum innan 16 ára.
KAREN Warren (Kylie Travis)
er sálfræðingur sem er búin að
upplifa ömurlega viku, sem snar-
versnar þegar hún
lendir í bíl með
Frank Lloyd
(James Belushi) og
konu hans Ray
Anne, úti í eyði-
mörk í Texas. Ekki
fer betur en svo að
Frank reynir að
drepa hana eftir að
skjóta kærustuna í hausinn og
Karen kemst við illan leik inn í
neðanjarðarbyrgi þar sem einmana
vísindamaður stundar tilraunir
með tímavél. Fyrir slysni er hún
send tuttugu mínútur aftur í tím-
ann og situr í bíl morðingjans
fímmtán mínútum fyrir morðið.
Hún gerir að vonum sitt besta til
að breyta atburðarásinni, en slíkt
er vandmeðfarið eins og hún kemst
að raun um.
Þetta er frábær og margslungin
saga sem rennur hratt og vel yfír
skjáinn. Sem dæmi um það má
nefna að lýsingin að ofan segir að-
eins frá fyrsta korteri hennar.
Spumingin er: Hvað gerði mað-
ur öðruvísi ef maður gæti ferðast
aftur í tímann? Er hægt að breyta
örlögunum og bæta þau, eða er
sumt óhjákvæmilegt? Þessu er velt
fram og aftur í einhverri bestu
spennumynd sem lengi hefur kom-
ið á markað og það er nánast
óskiljanlegt hvers vegna hún fór
ekki í bíódreifingu. Allir leikararn-
ir standa sig óaðfinnanlega, en
Belushi er frábær sem alger skít-
hæll. Myndataka er eftirminnilega
góð á köflum og þrátt fyrir augljós-
lega lágan framleiðslukostnað eru
engir verulegir hnökrar á tækni-
legum þáttum. I stuttu máli, frá-
bær skemmtun.
Guðmundur Asgeirsson
I boöi Heilsuhússins í Mbl og á FM 957 í hádeginu í dag
Hvítar baunir í karrý
1 dós hvítar baunir
1 msk ólífuolía
Vh msk karrý
1 laukur, meðalstór
1 tsk Herbamare kryddsalt
V/i dl rjðmi eða kaffirjómi
Hitið baunirnar þar til að þær eru gegnheitar. Hreinsið og saxið
laukinn smátt. Hitið ólífuolíuna og setjið karrýið útí, látið krauma
örstutt og bætið síðan lauknum útí og steikið hann þar til hann er
orðinn glær. Bætið jurtasalti, rjóma og baununum útí. Látið suðuna
koma upp og sjóðið við vægan hita í 5-10 mínútur.
Éh
Verði ykkur að góðu.
leilsuhúsið
Þú finnur fleiri uppskriftir á heimasíðunni okkar www.heilsa.is
Morgunblaðið/Jim Smart
LYÐUR Arnason og Jókakim Reynisson fyrir aftan kvikmyndatökuvélina.
„I einni sængu
Hvað eiga læknir á
Vestfjörðum, tón-
menntakennari í
Garðabæ og verkfræð-
ingur í Reykjavík sam-
eiginlegt? Birna Anna
Björnsdóttir hitti að
✓
máli þau Lýð Arnason,
Hildi Jóhannesdóttur
og Jóakim Reynisson
og fékk að vita meira
um þetta forvitnilega
HILDUR Jóhannesdóttir tilbúin í slaginn í sumarblíðunni.
um konuna sem átti sjö börn
í landi og sjö í sjó,“ segir
Jóakim. „Það fjallar í stuttu
máli um ungan skipstjóra sem
missir brúði sína á brúðkaups-
daginn. En þrátt fyrir að sögu-
þráðurinn sé dapurlegur að
mörgu leyti verður þetta ekki
þunglamaleg mynd heldur ætl-
um við að reyna að gera
skemmtilega og jákvæða mynd
um sorglega hluti. Þannig er líka
lífíð, erfitt en skemmtilegt." Lýð-
ur tekur undir þetta: „Já, oft er
það sem sýnist vera mjög slæmt
kannski ekki alltaf sem verst þegai'
grannt er skoðað."
samstarf.
SAMAN reka j:au kvikmynda-
gerðarfyrii-tækið „I einni sæng“ sem
hefur framleitt fjölda stuttmynda,
þar á meðal myndina „Ertu sann-
ur?“ sem var sýnd í sjónvarpinu
fyrir fáeinum árum og þar að auki
valin í keppnina Nordisk
Panorama. Fyrirtækið stefnir nú
að framleiðslu kvikmyndar í fullri
lengd sem ber vinnuheitið „
álögum".
Þau vh'ðast mjög samrýnd og
eru tengd saman af brennandi
áhuga á kvikmyndum og kvik-
myndagerð. Enda er það aðalá-
hugamál þeirra og verja þau
öllum frístundum sínum í
vinnu að verkefnum fyrirtæk-
is síns. Hildur og Jóakim eru
þar að auki hjón og eiga
fjögur böm. Það er greini-
legt að kvikmyndin „I álög-
um“ á hug þeirra allan um
þessar mundir en handritið
að henni var eitt af þrem-
ur handritum sem komust
alla leið í handritasamkeppni kvik-
myndasjóðs sem hófst haustið ‘96.
Hingað til hafa þau fjármagnað allar
myndir sínar sjálf en þar sem þetta á
að verða kvikmynd í fullri lengd
þurfa að koma til styrkir og eru þau
að vinna í því að afla þeirra bæði inn-
an lands og utan. Þau hafa mikla trú
á handritinu, hafa lagt í það mikla
vinnu og segja að til að gera góða
mynd þurfi skothelt handrit og það
hafí þau núna og sjá því fram á að
geta gert frábæra mynd.
Skrifuðum handritið
á næturnar
- Hvernig unnu þið handritið,
skrifuðu þiðþað öll saman?
„Já, við gerðum þetta þannig að
Lýður og Jóakim voru í vinnunni all-
an daginn og mættu svo klukkan hálf
níu þegar ég var búin að svæfa börn-
in. Þá settumst við niður og unnum
til fimm, þá fóru allir að sofa og þeir
vöknuðu svo til að fara í vinnuna og
ég
gerði það sem ég
þurfti að gera og svaf líka yfir
daginn, Þeir sváfu frá fimm til átta á
kvöldin og svo byrjuðum við aftur
klukkan hálf níu,“ svarar Hildur.
Þau segja að oft hafi komið löng
tímabil þar sem dagarnir hafi verið
með þessum hætti.
„Við erum alveg rosalega ólík og
höfum mismunandi áherslur og það
gengur mjög vel fyrir okkur að vinna
saman,“ segir Hildur. „Þetta er
ágætt,“ gi-ípur Lýður fram í, „Jóakim
er sá sem heldur í tvær blöðrur og
togar okkur Hildi niður á jörðina.
Hildur hefur svo þessa kvenlegu
áferð sem við karlmenn höfum ekki.“
Jóakim bætir því svo við að Lýður sé
mjög næmur fyrir persónusköpun og
uppbyggingu og þannig hafi þau öll
sínar sterku hliðar sem nýtast vel
þegai' þær koma saman.
- Um hvað fjallar svo handritið?
„Kveikjan er íslenska þjóðsagan
Enginn er allur þar
sem hann er séður
Hildur talai- um það hversu margt
fólk á Islandi vinni skapandi störf í
frístundum sínum. „Það er fullt af
fólki út um allan bæ að gera alveg
frábæra hluti og það er æðislegt að
upplifa það hvað enginn er allur þar
sem hann er séður, hvað allir eru
fullir af orku og hugmyndum, alls-
konar fólk og á öllum aldri. Eg held
að það gæti svolítið verið tengt því
að þetta er svo lítið land og við erum
svo fá. Þess vegna er yfirleitt mögu-
leiki á því að koma því sem maður
býr til, listinni sinni, á framfæri og fá
þannig viðbrögð við því sem maður
er að gera sem er reyndar nauðsyn-
legt fyiTr listamenn."
- Stefnið þið að því að geta unnið
að kvikmyndagerð sem atvinnu-
menn?
„Við höfum nú enga ákveðna
stefnu þannig,“ segja þau hvert ofan
í annað. Hildur ítrekar síðan að þau
geri þetta öll af áhuga og ánægju og
segir að lokum: „Við njótum dagsins
í dag, þetta er bara ævintýri." Það er
samt greinilegt að þeim er líka al-
vara og af ákafanum og jákvæðninni
að dæma verður spennandi að fylgj-
ast með afurðum þeirra í framtíð-
inni.