Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA TENNIS/ WIMBELDON Vogts undrandi á enskum Lítt þekkt stúlka frá Hvíta-Rússlandi skákaði Monicu Seles á Wimbledon Martina Hingis fær aukna mót- spymu Fé safnað fyrir lögreglu- manninn FYRRVERANDI landsliðs- menn Frakka og Þjóðveija munu taka þátt í sýningar- leik daginn fyrir úrslitaleik- inn í heimsmeistarakeppn- imd. Tilgangur lians er að safna fé fyrir franskan lög- reglumann, sem liggur í dái eftír að hafa orðið fyrir árás stuðningsmanna þýska landsliðsins á dögunum. Franz Beckenbauer og Jean Tigana stýra liðunum, en leikurinn fer fram í París. Nöfn leikmanna verða til- kynnt í dag. 1998 FIMMTUDAGUR 2. JULI BLAÐ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, seg- ist undrandi á hegðan leikmanna enska lands- liðsins skömmu fyrir vítaspyrnukeppnina í leiknum við Argentínu í fyrradag. Vogts fylgd- ist með leiknum í sjónvarpi og sá David Seam- an, markvörð Englands, brosa er leikmenn hvíldust og bjuggu sig undir vítaspyrnukeppn- ina. Er Vogts var spurður um hvemig best væri að æfa fyrir vítaspyraukeppni, sagði hann: „Það er ekki hægt að æfa fyrir slíka keppni, en ég var undrandi er ég sá leikmenn brosa áður en vítaspyrnukeppnin hófst. Ai-gentínumennimir virtust einbeittari. í mínum huga gaf það úrslitin til kynna fyrirfram.“ ÓVÆNT úrslit eru daglegt brauð á grasvöllunum á Wimbledon- tennismótinu i Englandi. í gær varð Monica Seles að játa sig sigraða fyrir Natöshu Zverevu í tveimur settum. Þessi lítt þekkta stúlka frá Hvíta-Rússlandi, sem er í 22. sæti á heimslistanum, er því komin í undanúrslit og leikur gegn Nathalie Tauziat frá Frakklandi, sem bar sigurorð af bandarísku stúlkunni Lindsay Davenport, einnig í tveimur settum. Tauziat hafði tapað sjö sinn- um í röð fyrir Davenport, en það tók hana rétt rúmlega klukku- stund að afgreiða þá bandarísku í þetta sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Tauziat kemst í undanúrslit í stórmóti. W Eg er að leika af miklum krafti um þessar mundir og í dag sýndi ég að ég get leikið hraðar og betur en allir aðrir,“ sagði Tauziat. Andstæðingur hennar í undanúrslit- um, Zvereva, sló Steffi Graf út í þriðju umferð. Hún hefur ekki kom- ist svo langt í stórmóti síðan hún komst alla leið í úrslit í Opna franska mótinu árið 1988. „Ef ég held áfram að leika eins og ég gerði í þessum leik á ég mjög góða mögu- leika á sigri,“ sagði Zvereva. Martina Hingis frá Sviss hélt velli eftir hetjulega baráttu hinnar spænsku Arpntxu Sanchez Vicario og sigraði í þriðja setti; 6:3, 3:6 og 6:3. Hingis mætir Jönu Novotnu, Tékklandi, í hinum undanúrslita- leiknum, en sú síðamefnda vann sigur á hinni kraftmiklu Venus Williams í tilfmningaþrungnum leik á aðalvellinum í Wimbledon. Willi- ams var afar óhress með tvær ákvarðanir dómarans og öskraði meðal annars að honum: „Eg veit að boltinn var útaf! Hún [Novotna] veit að hann var útaf! Allir vita að bolt- inn var útaf!“ Mætast þá stálin stinn Hollendingurinn Richard Kra- jicek, fyrrverandi Wimbledon- meistari, fór létt með ítalann Da- vide Sanguinetti. Hann mætir erfíð- um andstæðingi í undanúrslitum, Króatanum Goran Ivanisevic, sem sigraði landa Krajiceks, Jan Siem- erink, í þremur æsispennandi sett- um. Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras, sem er talinn sigur- stranglegastur í mótinu, vann Astralann Mark Philippoussis nokkuð auðveldlega og leikur því gegn Bretanum Tim Henman, sem átti ekki í erfiðleikum með Petr Korda, Tékklandi, sem var meiddur á hæl og réð ekki við heimamann- inn. Englendingar halda því enn í vonina - að enskur tennismaður hampi loks sigurlaununum á Wimbledon. Reuters NATASHA Zvereva kom á óvart með sigri sínum á Monicu Seles ( átta manna úrslitum á Wimbledon f gær Laudrup saknar Romarios DANINN Michael Laudrup segir að knattspymuáhuga- menn um allan hcim sakni Brasihumannsins Romarios, sem meiddist á kálfa viku fyrir heimsmeistarakeppnina og leikur því ekki með. „Brasilíumenn sakna hans, en það gerir knattspyrnan einnig,“ sagði Laudrup um fyrrverandi félaga sinn þjá Barcelona. „Hann er tákn um allt sem gott er í knattspym- unni og er einn af örfáum sem ég myndi borga fyrir að sjá spila," segir Laudrup. KNATTSPYRNA / ARGENTINSKU BLOÐIN Nielsen dómarí fékk núll í einkunn ARGENTÍNSKU dagblöð hrós- uðu knattspyrnuliði þjóðarinn- ar vitaskuld í hásterkt eftir sig- ur þess á Englendingum í sext- án liða úrslitum heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu í fyrradag. Danskur dómari leiksins, Kim Nielsen, fékk þó ekki jafn háa einkunn í Ole, eða ekkert stig af tíu möguleg- um. Stóð í grein blaðsins að hvor- ugur vítaspyraudómurinn hefði átt rétt á sér og að brottvísun Davids Beckhams hefði verið allt of strangur dómur. „Það sem Englendingurinn gerði getur vart talist hættulegt sam- kvæmt reglunum. Þetta voru lítilQörleg viðbrögð við broti Simeones, sem steig auk þess á Beckham." í Ole stóð einnig að Nielsen hefði greinilega sleppt því að dæma vítaspymu á Argentínu í upphafi framlengingar, þegar Jose Luis Chamot handlék knöttinn innan vítateigs. Önnur dagblöð voru ekki jafn mikið á bandi Beckhams, t.d. sagði Clarin að hann hefði látið reka sig út af fyrir heimskulegt athæfi, en viðhorf þess og annarra blaða gagn- vart Nielsen voru hin sömu. „Hann á ekki skilið að dæma aftur í þessari heimsmeistara- keppni,“ stóð í La Nacion. „Þetta var hin hönd Guðs,“ var fyrirsögn Ole. Var þar átt við markvörðinn Carlos Roa, sem var hetja Argentínu að mati prentmiðla þar 1 landi. Roa varði tvívegis í víta- spyrnukeppninni, frá Paul Ince og David Batty. Þannig skír- skotaði Ole til marks Mara- donas gegn Englendingum í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó árið 1986, sem hann skoraði frægt mark með því að slá knöttinn í markið með „hönd Guðs.“ Dagblöðin lýstu þó yfir undr- un sinni yfir því að argentínska liðinu tókst ekki að skora gegn aðeins tíu Englendingum í meira en sjötíu mínútur. „Fögnuður dagsins getur ekki leynt því að landsliðið var ekki nógu sannfærandi til að teljast sigurstranglegt í leiknum gegn Hollandi,“ stóð í grein Gonzalo Bonadeos í Ole. i ! HM í FRAKKLANDI: DAVID BECKHAM BAÐST AFSÖKUNAR / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.