Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR Urslita- leikir • í úrslitaleik A-liða sigraði HK í hörkuspennandi viðureign við IA. Leikurinn fór 1:1 en HK sigraði þar sem þeirra mark kom fyrr í hálfleik. Það var lið KR sem sigraði hjá A-liðum 1997 og horfðu því á eftir titlinum til HK, en KR varð í þriðja sæti. • í úrslitaleik B-liða voru KR- ingar sterkari en Víkingar og sigruðu þeir 3:0 og hrepptu þar með titil B-liða sem Fram hafði unnið fyrir ári, í þriðja sæti urðu síðan Fylkismenn. • I úrslitaleik C-liða voru það einnig KR-ingar sem sigruðu og nú lögðu þeir Breiðablik að velli, 6:2. Það voru leikmenn Stjörnunnar sem höfðu unnið titil C-liða 1997. í þriðja sæti urðu Njarðvíkingar, sem þar náðu í fyrstu verðlaun sín á mótinu utanhúss. • I úrslitaleik D-liða voru það Keflvíkingar sem héldu titlinum, þeir sigruðu lið KR 3:1 og KR E-lið varð svo í þriðja sæti. Keflvíkingar höfðu fagnað sigri í keppni D-liða í bæði skiptin sem keppt hefur verið í þeim flokki á mótinu. HJÁ A-liðunum varð marka- kóngur Kolbeinn Sigþórsson, Vikingi, hann gerði 16 mörk og lið hans varð í 5.-8. sæti á mótinu. Kolbeinn á sér eldri bróður, sem einnig er mikill markaskorari - Andra Sigþórsson, KR, sem eitt sinn var valinn besti leik- maður Peyjamótsins, eða ár- ið 1987. KR-ingar sigursæl- ir Eyjum Peyjarnir úr Kópavogsliðinu HK urðu sigurvegarar í flokki A- liða á Shellmótinu í ár og þetta er í fyi'sta sinn sem liði Sigfús HK tekst að ná í gull Gunnar á mótinu, en fimmtán Guðmundsson ár eru liðin gíðan fyrsta Peyjamótið var háð í Vestmannaeyjum. Það voru þó KR-ingar sem voru sigursælastir í heildina - unnu bæði í keppni B- og C-liða og urðu í öðru sæti D-liða og þriðja sæti hjá A-liðum, auk þess að E-lið þeirra gerði sér lítið fyrir og og varð í þriðja sæti í keppni D-liða, þar sem leikmenn ÍBK hrepptu gullið. Mótið hefur aldrei verið eins fjölmennt, alls voru þátttakendur um 1.050 og auk þess fylgja æ fleiri foreldrar litlu knattspyrnuköppun- um til Eyja og er þetta orðin ein aOsherjar fjölskylduhátíð, þar sem drengirnir sem taka þátt í mótinu eru þó númer eitt, tvö og þrjú. Þrátt fyrir allan þennan fjölda gekk mótið mjög vel í aOa staði. Veðrið var ekki til að spilla fyrir, það var gott allan tímann og varð betra með degi hverjum. Mikill fjöldi sjálfboðaliða í Eyjum sá til þess að allt gengi vel fyrir sig og vart hægt að gera betur í því. Keppendur í mótinu hafa nóg fyrir stafni. Auk þess að leika knattspymu er farið í skoðunar- ferðir á landi og sjó, sundlaugin er alltaf vinsæl og einnig er boðið uppá kvöldvöku, grillveislu, knatt- þrautir og fleira og þeir sem eru súrir yfir tapleikjum á mótinu eru yfirleitt fljótir að jafna sig þar sem alltaf tekur eitthvað nýtt og spenn- andi við. MARKAKÓNGAR HJÁ B-liðunum var Alfreð Finnbogason, Grindavík, iðn- astur við markaskorunina, hann gerði alls 13 mörk og lið hans endaði í 5.-8. sæti. HJÁ C-liðunum varð marka- kóngur Kristinn R. Kristins- son, Breiðabliki, hann gerði alls 19 mörk á mótinu og varð markahæstur allra leik- manna á Sheil-mótinu 1998. Blikarnir enduðu í öðru sæti. HAUKUR Ingi og Arnar höfðu nóg að gera við að gefa eiginhandaráritanir þegar peyjarnir sáu hverj- ir voru á ferð, meðal annars skrifuðu þeir á blöð, handleggi og skó, eins og Haukur Ingi er að gera á myndinni. Morgunblaðið/Sigfus G. Guðmundsson PEYJARNIR tóku þátt í knattþrautum á milli þess að vera á keppnisvellinum. HJÁ D-liðunum urðu þeir Helgi Kristinsson, Fjölni, og Viktor Guðnason, Keflavík, jafnir og markahæstir með 18 mörk, Fjölnir endaði í 5.-8. sæti og Keflvíkingar sigruðu. Haukur Ingi og Arn- ar heiðursgestir eir Haukur Ingi Guðnason, Li- verpool, og Arnar Viðarsson, Genk, voru heiðursgestir á lokadegi mótsins í Eyjum, þeir heilsuðu upp á liðsmenn þeirra liða sem léku til úrslita fyrir leikina og afhentu svo verðlaun á lokahófi mótsins í sunnu- dagskvöldinu. Þeir Haukur Ingi og Andri léku báðir á þessu móti 1988 fyrir tíu árum og eru nú orðnir at- vinnumenn í knattspymu. Andri Viðarsson sem lék með FH á mót- inu 1988 var þá valinn besti leik- maður mótsins. Arið eftir 1989 var Bjarni Guðjónsson sem þá lék með ÍA valinn besti maður mótsins hann er einnig orðinn atvinnumaður í knattspyrnu en Bjarni var síðastu leikmanna ÍA til að vera valinn bestur á þessu móti þar til nú að Arnór Smárason ÍA var valinn sá besti. Náðugt hjá varnarmanninum! Enn fararstjóri Þrdttar frá Reykjavík varð vitni að spjalli varnarmanna Iiðsins í leik. Annar spurði hinn: „Hvar er maðurinn sem þú átt að dekka?“ - „Hann er þarna,“ og benti að hliðarlínunni. Búið var að skipta leikmanninum, sem hann átti að hafa gætur á, út af. > > > > } > > > > > > > > > > > > > > > > > >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.