Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 5

Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 5
4 C FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 .+ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 C 5# URSLIT Tennis Wimbledon-mótið Einliðaleikur kvenna, 4. umferð: 1-Martina Hingis (Sviss) vann Tamarine Tanasugarn (Tælandi) 6-3 6-2 3-Jana Novotna (Tékklandi) vann 10-Irina Spirlea (Rúmeníu) 6-2 6-3 7-Venus Williams (Bandar.) vann Virginia Ruano Pascual (Spáni) 6-3 6-1 5-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann 15- Dominique Van Roost (Belgíu) 3-6 6-3 6-2 Einliðaleikur karia, 4. umferð: 9-Richard Krajicek (Hollandi) vann Wayne Ferreira (S-Afríku) 6-3 6-3 7-5 Davide Sanguinetti (Italíu) vann Francisco Clavet (Spáni) 7-6 (7-3) 6-1 6-4 Jan Siemerink (Hollandi) vann Magnus Larsson (Svíþjóð) 4-6 6-3 6-3 6-2 1-Pete Sampras (Bandar.) vann Sebastien Grosjean (Frakkl.) 6-3 6-4 6-4 14-Goran Ivanisevic (Króatíu) vann Todd Martin (Bandar.) 7-6 (7-5) 6-3 3-6 7-6 (7-2) Mark Philippoussis (Astralíu) vann Jason Stoltenberg (Ástralíu) 5-7 6-1 6-3 6-3 Átta manna úrslit karla: Richard Krajicek, Hollandi, vann Davide Sanguinetti, Italíu 6-2, 6-3, 6-4 Tim Henman, Englandi, vann Petr Korda, Tékklandi 6-3, 6-4, 6-2. Pete Sampras, Bandar., vann Mark Philippoussis, Ástralíu 7-6 (7-5), 6-4, 6-4. Goran Ivanisevic, Króatíu, vann Jan Siemerink, Hollandi 7-6 (12-10), 7-6 (7-5), 7- 6 (8-6) Átta manna úrslit kvenna: Martina Hingis, Sviss, vann Aröntxu Sanchez Vicario, Spáni 6-3, 3-6, 6-3 Natasha Zvereva, Hvíta-Rússl., vann Monicu Seles, Bandar. 7-6 (7-4), 6-2 Nathalie Tauziat, Frakkl., vann Lindsay Davenport, Bandar. 6-3, 6-3. Jana Novotna, Tékklandi, vann Venus Williams, Bandar. 7-5, 7-6 (7-2) Knattspyma Noregur Haugesund - Stabæk .................2:1 Lilleström - Brann ................1:1 Rosenborg - Molde...................1:2 Strömsgodset - Moss ................2:0 Tromsö - Kongsvinger ...............3:0 Vildng - Bodö/Glimt ................1:1 VSlerenga - Sogndal.................4:0 Staðan Molde ................10 8 2 0 31: 7 26 Rosenborg............. 9 6 2 1 29: 8 20 Stabæk ...............10 6 2 2 16:10 20 Viking................10 6 1 3 24:15 19 Moss .................10 5 1 4 12:21 16 Tromsö ...............10 4 3 3 17:14 15 Lilleström............10 4 2 4 16:24 14 Strömsgodset..........9333 13:16 12 Kongsvinger........... 9324 12:16 11 Bodö/Glimt............9243 16:19 10 Váierenga.............10 3 1 6 19:24 10 Haugesund ............10 1 2 7 13:20 5 Brann ................10 0 5 5 10:17 5 Sogndal...............10 0 4 6 8:25 4 Fijálsíþróttir Bellinzone-mótið Fór fram í Bellinzone í Sviss í gær: Karlar 1.500 m hlaup .....................mín. 1. Luke Kipkosgei (Kenýa).......3:35.49 2. Giuseppe D’Urso (Ítalíu).....3:35.78 3. David Lelei (Kenýa) .........3:36.14 100 metra hlaup....................sek. 1. Bruny Surin (Kanada)...........10.08 2. Osmond Ezinwa (Nígeríu)........10.12 3. Vincent Henderson (Bandar.)...10.32 110 m grindahlaup 1. Colin Jackson (Bretl.) ........13.10 2. Tony Dees (Bandar.) ...........13.39 3. Reggie Torian (Bandar.)........13.47 3.000 m hindrunarhlaup.............mín. 1. Jonathan Kandie (Kenýa)......8:14.06 2. Patrick Sang (Kenýa).........8:15.57 3. Julius Kiptoo (Kenýa)........8:15.88 Kringlukast......................metrar 1. John Godina (Bandar.)..........67.43 2. Jason Tunks (Kanada)...........65.87 3. Andreas Seelig (Þýskalandi)....65.47 Konur Míluhlaup..........................mín. 1. Gabriela Szabo (Rúmeníu) ....4:19.30 2. Anita Weyermann (Sviss)......4:23.92 3. Kathy Butler (Bandar.).......4:27.71 100 m hlaup........................sek. 1. Savatheda Fynes (Bahama).......11.11 2. Xuemei Li (Kína) ..............11.19 3. Endurance Ojokolo (Nígeríu) ...11.24 100 m grindahlaup 1. Svetlana Dimitrova (Búlgaríu) .... 12.78 2. Angela Vaughn (Bandar.) .......13.15 3. Watanasin Reawadee (Tælandi) ... 13.36 I kvöld Bikarkeppni KSI 16-liða úrslit karla: Fylkisvöllur: Fylkir - FH......20 Grindavík: Grindavík - KR U-23 .20 Laugardalsvöllur: Próttur - Fram20 2. deild karla: Dalvík: Dalvík - Fjölnir ......20 Leiknisvöllur: Leiknir - Reynir S.20 Siglufjörður: KS - Selfoss ....20 Þorlákshöfn: Ægir - Tindastóll . 20 3. deild: Grenivík: Magni - Hvöt ........20 Krossmúlav.: HSÞ-b - Nökkvi .. .20 Egilsstaðir: Höttur - Neisti...20 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA KVAstóð í Leiftri Steinþór Guðbjartsson skrifar Leiftur þurfti að hafa þó nokkuð fyrir 4:2-sigri á KVA í 16 liða úr- slitum bikarkeppninnar á Eskifirði í gærkvöldi. Heima- menn voru mun ákveðnari til að byrja með en um miðjan fyrri hálf- leik urðu kaflaskipti. Þá fékk Leift- ursmaðurinn Sindri Bjamason að sjá rauða spjaldið en það var sem spark í afturenda gestanna og sex mínút- um síðar braut Kári Steinn Reynis- son ísinn þegar hann skoraði af stuttu færi eftir atgang í teig KVA í kjölfar innkasts frá hægri. „Eg hef ekki skorað síðan í þriðju umferð Is- landsmótsins og því var tími til kom- inn,“ sagði Kári Steinn við Morgun- blaðið. Hann byrjaði sem afturliggj- andi vængmaður hægra megin en þegar fækkaði í liðinu fór hann inn á miðjuna og Peter Ogaba dró sig aft- ur. „Ég var miklu meira í boltanum á miðjunni og það var ánægjulegt að koma okkur á bragðið," sagði Kári Steinn. Markið hafði lamandi áhrif á heimamenn og þeir voru sem áhorf- endur þegar Uni Arge bætti öðru marki við eftir gagnsókn skömmu fyrir hlé, en aðdragandinn var glæsi- legur. Jens Martin Rnutsen spyrnti út á Rastislav Lasorik, sem gaf fram á Pál Guðmundsson, en hann sendi á Færeyinginn. Þriðja markið kom líka eftir gagnsókn; John Nilsen brunaði upp hægri kantinn og gaf fyrir markið þar sem Lasorik kom aðvífandi á fjærstöng og skoraði af öryggi. „Við héldum að þetta yrði auðvelt einum fleiri en annað kom á daginn,“ sagði Miroslav Nikolie, þjálfari og leikmaður KVA. „Þeir tví- efldust og við gáfum eftir við hvert mark; vorum komnir á hælana í stöð- unni 3:0.“ Dragan Stonjanovic, sem fékk gullið tækifæri til að jafna 1:1, minnkaði muninn upp úr miðjum seinni hálfleik, skoraði eftir gagn- sókn. Skömmu síðar bætti Uni Arge fjórða marki Leifturs við en Boban Ristic átti síðasta orðið á síðustu mínútu, skoraði með þrumuskoti eft- ir að hafa fengið boltann aftur eftir aukaspyrnu utan teigs. Skömmu áð- ur klúðraði Dragan dauðafæri og Jens Martin greip boltann eftir víta- spyrnu Miroslavs. „Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt en það er alltaf gott að sigra og það er ánægjulegt að Leiftur skuli vera í átta liða úrslitum," sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs. „Þó við værum einum færri var sóknarleikur okkar góður og við nýttum færin. Mótherjarnir voru hættulegir en við héldum haus þó þetta hafi verið mjög erfitt undir lok- in. Þá hafði ég líka skipt þremur mönnum inn á því við eigum mikil- vægan leik heima við Islandsmeist- ara IBV á sunnudag og okkur veitir ekki af öllum óþreyttum í þá viður- eign. Hins vegar sýndum við að við getum þetta, enda erum við með gott lið, og með réttu hugarfari eigum við að komast langt.“ Eins og gefur að skilja fóru leik- menn inn í klefa eftir leik en Miroslav dreif sína menn út aftur á æfingu. „Ég var ekki ánægður með leikinn og úrslitin," sagði hann. „Ég vildi að við spiluðum eins og Leiftur en nú er þessu verkefni lokið og þá getum við einbeitt okkur að Islands- mótinu. Við erum með nýtt lið og ég vildi spila fyrir fólkið en hugarfarið var ekki rétt.“ Morgunblaðið/Golli UNE Arge (t.h.) skorar hér annað mark Leifturs án þess að Veig- ar Sveinsson komi vörnum við. Tryggvi skoraði Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta mark Tromsö í 3:0 sigri gegn Kongsveinger á heimavelli en heil umferð fór fram í norsku knatt- spymunni í gærkvöldi og bar það helst til tíðinda að Rosenborg tapaði fyrir Molde á heimavelli, 1:2, í toppslag deildarinnar. Þetta var fyrsta tapið hjá Rosenborg á tímabil- inu. Tryggvi átti góðan leik fyrir Tromsö og var nálægt því að skora annað mark rétt fyrir leikslok er hann tók aukaspymu og boltinn stefndi efst í markhomið, en markvörðurinn bjarg- aði meistaralega í hom. Tromsö er nú í 6. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 10 umferðir. Molde er efst með 26 stig og síðan koma Rosenborg og Stabæk með 20 stig. Ríkharður Daðason og Auðun Helgason vom í byrjunarliði Viking sem gerði jafntefli, 1:1, á heimavelli við Bodö/Glimt. Bæði mörkin í leiknum vom sjálfsmörk. Ríkharður náði að skora en markið var dæmt af þar sem Ríkharður braut á markverðinum um leið og hann setti boltann í netið. Vik- ing er í ijórða sæti með 19 stig. Islendingaliðin Lilleström og Br- ann gerðu jafntefli, 1:1. Rúnar Krist- insson og Heiðar Helguson vom í byrjunarliði Lilleström en hvorki Agúst Gylfason né Bjarki Gunn- laugsson léku með Brann. Helgi Sigurðsson var ekki í byrjun- arliði Stabæk sem sigraði Haugesund 0:1 á útivelli. Sömu sögu er að segja af Óskari Þorvaldssyni, sem lék ekki með Strömsgodset sem vann Moss á heimavelli, 2:0. Válerenga vann stór- sigur á Sogndal 4:0 og gerði Bjöm Viljugrein þrennu. Brynjar Gunnars- son var ekki í byrjunarliði Válerenga. Sonurinn hafði betur Bjöm Ingi Hrafnsson skrífar. R-ingar eru komnir í fjórð- ngsúrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 4:1 stórsigur á Valsmönnum í gær- kvöldi. Leiksins verð- ur helst fyrir sögulega endurkomu Arnórs Guðjohnsens, en hann lék með Valsmönnum í gærkvöldi og var það fyrsti félagsleikur hans hér á landi í rúm tuttugu ár. I treyju sigur- vegaranna úr Vesturbænum var hins vegar sonur Arnórs, Eiður Smári og mun ekki hafa gerst áður hér á landi að feðgar hafi leikið hvor gegn öðrum í sambærilegri keppni. Leikur liðanna var á köflum bráð- skemmtilegur. Heimamenn tóku for- ystuna eftir aðeins tíu mínútna leik og var þar að verki Andri Sigþórsson með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu eftir laglega útfærða sókn. Sannar- lega frábært mark, sem myndi sóma sér vel í hvaða heimsmeistarakeppni sem er. Við markið var sem KR-ingar slök- uðu aðeins á klónni, einkum eftir að markaskorarinn Andri var borinn af leikvelli, marinn á hné. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í hans stað og sýndi strax ágæt tilþrif. Rétt undir leikhlé var Jón Þ. Stefánsson óhepp- inn að jafna ekki metin þegar hann komst einn inn fyrir vöm Vesturbæ- inga, en Kristján Finnbogason tíma- setti úthlaup sitt hárrétt og hirti bolt- ann nánast af tábergi Jóns. I seinni hálfleik fór að rigna og það virtist hafa ágæt áhrif á Valsliðið. Strax í upphafi fékk Tryggvi Vals- son, sem nýkominn var inn á sem varamaður, sannkallað dauðafæri en brást bogalistin. Skömmu seinna gerði Sigurbjörn Hreiðarsson hins vegar engin mistök og jafnaði metin eftir laglegt spil við Arnór Guðjohn- sen og Tryggva Valsson. Jöfnunarmarkið var í samræmi við gang leiksins, en af einhverjum völd- um tókst Valsmönnum þó ekki að nýta meðbyrinn. Þeir virtust aftur tapa völdum á miðjunni og ekki leið á löngu áður en þeir lentu aftur undir. Hörkuskot Einars Þórs Daníelssonar söng í netinu eftir að Valsmönnum mistókst að hreinsa boltann úr vörn- inni eftir aukaspymu. Tvö mörk undir lokin tryggðu KR síðan ömgga leið í næstu umferð keppninnar. Fyrst skoraði Guðmund- ur Benediktsson úr vítaspyrnu og síðan gerði varamaðurinn Grímur Garðarsson forkunnarfagurt sjálfs- mark er hann skallaði boltann í eigið netaflöngufæri. Sigurinn var sanngjarn, en þó of stór miðað við gang leiksins. Vals- menn áttu nefnilega ágæt færi, sem þeim tókst þó ekki að nýta, enda heilladísirnar víðsfjarri Hlíðarenda þessa dagana. Þótt Arnór hafi nánast komið beint úr flugvélinni átti hann laglegar rispur og er greinilegt að þar fer afar sterkur leikmaður, sem á eftir að styrkja Valsliðið í erfiðri botnbaráttu. Koma hans mun eflaust hafa jákvæð áhrif á liðið, þótt hann hefði eflaust kosið betri byrjun. „Þetta var erfitt hér í kvöld, enda er ég nánast nýlentur og lék minn síðasta leik í Svíþjóð fyrir tveimur dögum,“ sagði hann eftir leik. „Það býr ýmislegt í þessu Valsliði. Við lék- um á köflum ágætlega, en misstum dampinn undir lokin og því fór sem fór. Það var auðvitað sérstök tilfinn- ing þegar sonurinn kom inn á, þótt við værum ekki mikið á sama svæði. Hann þarf að spila meira til að koma sér í form og ég er ansi hræddur um að við Valsmenn hefðum meiri not fyrir hann en KR. Ef þeir eru með topplið í dag á íslenskan mælikvarða, er ljóst að Valsliðið á ekki langt í land og ég er bjartsýnn á betra gengi í næstu leikjum." KR-ingar eru til alls líklegir í bikar- keppninni. Þar á bæ er breiddin greinilega nægileg, því yngra lið fé- lagsins mun leika gegn Grindvíking- um í bikarkeppninni í kvöld. Sá mögu- leiki er því sannarlega fyrir hendi, að tvö lið KR-inga leiki í fjórðungsúrslit- unum, jafnvel hvort gegn öðru. Eyjamenn léku í vara- búningi Þórs BRAGI Bergmann, dómari leiks Þórs og ÍBV, sam- þykkti ekki að Eyjamenn lékju í varabúningi sínum, rauðum treyjum með hvít- um ermum. Þar sem Þórs- arar leika í hvítum peysum, taldi Bragi að hvítu ermarn- ar gætu ruglað dómara leiksins í ríminu, ef um peysutog væri að ræða í leik. Eyjamenn fengu vara- búning Þórsara lánaðan, sem er alrauðar peysur eins og varabúningur ÍBV var. Naumur sigur Evjamanna URSLIT Knattspyma Bikarkeppni KSÍ. Breiðablik - ÍR................3:0 Bjarki Pétursson (17.), Sigurður Grétarsson (33. - vsp.), Marel Balvinsson (90.). Þór-ÍBV .......................1:2 Halldór Áskellsson (66.) - Hlynur Stefánsson 2 (24., 78.). KR-Valur.......................4:1 Andri Sigþórsson (10.), Einar Þór Daníelsson (62.), Guðmundur Benediktsson (81. - vsp.), Gríraur Garðarsson (85. - Íslandsmeistarar Eyjamanna eru komnir í 8 liða úrslit bikarkeppn- innar eftir að liðið sigraði Þór 2:1 á mmmg Akureyri fíeynir B. gærkveldi. „Þetta Eiríksson var hörkuleikur og kritor , ... * eg er mjog anægð- ur með að vera kominn áfram,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari IBV. „Við áttum mjög góð tækifæri í fyrri hálfleik og hefðum átt að gera út um leikinn, en það gekk ekki og því lentum við í ströggli í seinni hálfleik. Þórsarar léku af miklum krafti en þegar upp var staðið var það reynslan hjá mínum mönnum sem gerði gæfumuninn.“ Fyrri hálfleikur var fremur ró- legur framan af og nokkuð jafn og fátt bar til tíðinda þar til fyrsta markið kom á 24. mínútu. Hlynur Stefánsson fékk þá knöttinn á um 25 metra færi og var ekkert að tvínóna við hlutina og þrumaði knettinum efst í markhorn Þórs- ara. Gísli Sveinsson, markvörður Þórs, hafði hendur á knettinum en það var ekki nóg og fyrsta markið varð staðreynd. Eftir markið voru gestirnir mun atkvæðameiri og áttu nokkur ágæt færi fyrir hlé, en tókst ekki að skora. Þórsarar komu ákveðnir til seinni hálfleiks^ og var jafnræði með liðunum. A 66. mínútu kom ^vSmÍn,SÍgUrbJÖrn Hreiðarsson (55;)' , „ svo mark Þórs og var þar að verki V.ð,r - Víkmgur .......-2:2 ____X Morgunblaðið/Arnaldur Hvemig stóð ég mlg? FEÐGARNIR Arnór og Eiður Smári ræða málin í léttum dúr eftir leikinn í gær- kvöldi. Hér gætu þeir verið að velta því Víta- spymu keppni í Garði Víkingur, efsta liðið í 1. deildinni, hafði betur gegn Víði, efsta liði 2. deildar, er liðin mætt- ust í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í gær- ■■■■■■■ kvöldi. Úrslitin réðust ekki fyrr Skúli Unnar en í vítaspyrnukeppni því hvoru Sveinsson Uði tókst að skora tvívegis í þær skrífar 120 mínútur sem leikurinn og framlengingin stóð. Gunnar S. Magnússon, markvörður Víkinga, vár hetja liðsins því hann varði tvær vítaspym- ur og tryggði liðinu áframhaldandi þátttöku í keppninni. „Þetta er bara sálfræði," sagði hann eftir leikinn. „Fyrstu spymurnar voru vinstra megin við mig og það hlaut að koma að því að boltinn kæmi hægra megin,“ sagði hann og þar varði. hann fyrri spyrnuna. Goran Lukic skaut í stöng úr fyrsta vítinu en Sumarliði Arnason skoraði fyrir Víking og Hlynur Jóhannsson fyrir Víði. Arnar Hrafn Jó- hannsson skoraði úr annarri vítaspymu Víkings áður en Gunnar varði og Þór Hauksson gerði þriðja mark Víkinga. Gunnar varði síðan aðra vítaspymu og sigurinn var í höfn. Hinn eldfljóti Kári Jónsson skoraði fyrir heimamenn eftir 80 sekúndur en Sumarliði jafnaði. Heimamenn voru einnig snöggir uppá lagið eftir hlé því þá skoraði Kári eftir fimm mínútur og Arnar Hrafn Jóhannsson jafnaði á 62. mínútu, tveimur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Víkingurinn Mar- teinn Guðgeirsson var rekinn af velli á 104. mínútu en hann hafði fengið að líta gula spjald- ið í lok fyrri hálfleiks, nokkuð sem var ekki sanngjarnt. + • Víkingur vann í vítaspyrnukeppni 3:1. Kári Jónsson (2. og 50.) - Sumarliði Árnason (25.), Arnar Hrafn Jóhannsson (62.). KVA - Leiftur ........................2:4 Dragan Stonjanovic (72.), Boban Ristic (90.) - Kári Steinn Reynisson (26.), Uni Arge (37., 78.), Rastislav Lasorik (58.) NM stúlkna Þýskaland - ísland ...................2:0 • íslenska liðið leikur um sjönda sætið við Holland á morgun. „gamli jaxlinn" Halldór Áskelsson, sem skoraði með góðu skoti af víta- teig eftir fallegan undirbúning Jó- hanns Þórhallssonar. Tólf mínútum fyrir leikslok kom svo sigurmark Eyjamanna. Rútur Snori'ason tók hornspyrnu og sendi háan bolta fyrir markið sem fór yfir markvörð Þórs og beint á kollinn á Hlyni Morgunblaðið/Björn Gíslason INGI Sigurðsson sækir að marki Þórs, þar sem Eyjamaðurinn í marki Akureyrarliðsins, Gísli Sveinsson, er til varnar. Stefánssyni, sem skallaði í netið af stuttu færi. í heild var um prýðilegan leik að ræða og var baráttan mjög mikil á báða bóga. Þrátt fyrir tapið geta Þórsarar borið höfuðið hátt því þeir léku lengstum vel og vora hvergi ragir. Leikmenn IBV sýndu það undir lok leiksins hversu mikið reynslan hefur að segja í leik sem þessum og var greinilegt að eftir að þeir voru komnir yfir í lokin var engin áhætta tekin og leikið til ör- uggs sigurs, sem þeir og uppskáru. „Á réttri leið hérna í Kópavoginum“ Iýliðamir í úrvalsdeildinni, IR- ingar, urðu að þola tap fyrir Blikum í sextán liða úrslitum bik- ■■■I^^^H arkeppninnar, 3:0. Edwin Heimamenn vom Rögnvaldsson sprækari í leik sem einkenndist af nokkurri baráttu og áttu sigurinn vissulega skilið. Fátt virtist þó stefna í sigur Breiðabliks á upphafsmínútunum, þegar gestimir úr Breiðholti vom atkvæðameiri. Þeim tókst þó aldrei að skapa sér fyrsta flokks mark- tækifæri, en Blikar nýttu upphlaup sín vel og höfðu tveggja marka for- skot í leikhléi eftir mörk þeirra Bjarka Péturssonar, sem hann gerði á 17. mínútu, og þjálfarans Sigurðar Grétarssonar úr víta- spyrnu á 33. mínútu. Vítaspymuna fengu Blikar eftir að Sævar Þór Gíslason braut klaufalega á Sigurði þjálfara. Örvænting greip um sig í her- búðum IR í síðari hálfleik og var það ekki til að bæta frammistöðu þeirra á vellinum. Of mikið óðagot ríkti í sóknarleik þeirra og Blikar virtust hreinlega vera fleiri inni á vellinum. Sóknir Breiðhyltinga misfómst nær undantekningalaust er þeir færðust nær vítateig heima- manna. Til að bæta gráu ofan á svart, komst Marel Baldvinsson einn inn fyrir vörn IR á síðustu mínútu leiksins og bætti þriðja markinu við. „Við vomm bara á tánum og lék- um virkilega vel. Eftir að við komumst í 2:0 reyndum við mest- megnis að halda fengnum hlut í síðari hálfleik, en þrátt fyrir það tel ég okkur hafa átt betri marktæki- færi en ÍR eftir hlé. Þetta sýnir bara að við emm á réttri leið hérna í Kópavoginum. Á góðum degi get- um við unnið öll lið á heimavelli,“ sagði Sigurður Grétarsson að leik loknum. Guðrún byrjar vel GUÐRÚN Amardóttir tók þátt í 400 m grindahlaupi á frjálsí- þróttamóti á Ítalíu í gærkvöldi - varð í fimmta sæti á 56,46 mín. Þetta er góður tími hjá Guð- rúnu, þar sem rnótið var hennar fyrsta á keppnistímabilinu. Guð- rún keppir á móti í Linz í Aust- urríki um helgina og Zagreb í Króatíu á þriðjudaginn. FOLK ■ ALÞJÓÐAskíðasambandið, FIS, ákvað á fundi sínum í Prag fyrir skömmu að heimsmeistaramótið í alpagreinum árið 2003 verði í St. Moritz í Sviss. HM í alpagreinum næsta vetur verður í Vail í Banda- ríkjunum og í St. Anton í Austurríki árið 2001. HM í norrænum greinum verður í ítalska bænum Val di Fiemme 2003. Ennfremur var ákveðið að HM í skiðastökki verði í Vikersund í Noregi árið 2000 og í Harrachov í Tékklandi árið 2002. ■ MARTIN Osswald, skíðaþjálfari frá Þýskalandi, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Norðmanna í alpa- greinum. Hann verður með heims- bikarliðið í vetur og tekur við starf- inu af Austurríkismanninum Dieter Bartsch. Osswald eða „Ossi“ eins og hann er kallaður var þjálfari ólymp- íuliðs Þjóðverja fyrir leikana í Lil- lehammer 1994. ■ FRODE Grodás, landsliðsmark- vörður Norðmanna, hefur verið orð- aður við enska 1. deildarfélagið Norwich City. ■ TOMMY Svensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Svíþjóðar, hefur hafnað boði um að gerast þjálfari Celtic. Hann átti að fá 27,5 millj. ísl. kr. í árslaun. ■ LIVERPOOL hefur hug á að kaupa varnarmanninn Eric Sikora frá franska liðinu Lens á 120 þús. pund. ■ BRIAN Kidd verður áfram að- stoðarmaður Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóra Man. Utd. Hann hefur verið nefndur sem næsti knatt- spyrnustjóri Everton. ■ HOLLENSKI miðvallarleikmað- urinn Giovanni van Bronckhorst skrifaði undir fjögurra ára samning við Glasgow Rangers í gær. ■ WALERT Smith, fyrrum knatt- spymustjóri Glasgow Rangers, tók við stjórninni hjá Everton í gær - tók við starfi Howard Kendall, sem var rekinn á dögunum. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Verkbann sett á leikmenn Eigendur liðanna í NBA-deild- inni settu verkbann á leikmenn í gærdag eftir að slitnaði upp úr mmmi samningaviðræð- Gunnar um milli stéttarfé- Valgeirsson lags leikmanna og skr'far eigenda á mánu- dag. Talið er að erfitt muni verða að ná samkomu- lagi eftir þessa ákvörðun forráða- manna liðanna og deildarinnar þar sem leikmenn telja verkbannið vera merki um að eigendur séu ekki til- búnir að gefa nokkuð eftir í kröfum sínum við stéttarfélag leikmanna. Á miðjum áttunda áratugnum sömdu leikmenn og eigendur um að skipta með sér gróðanum af inn- komu deildarinnar - sérstaklega af sjónvarpsréttindum og miðasölu - og hafa leikmenn fengið æ stærri hlut af þessum gróða eftir því sem liðið hefur á þetta samkomulag. Þessu vilja eigendurnir breyta, en leikmenn halda því fram að þeim hafi ekki enn verið boðið neitt í staðinn. Helst er deilt um hvemig útfæra eigi svokallað launaþak hjá hðun- um. Þeim er aðeins leyft að hafa tólf leikmenn á launaskrá í einu og geta aðeins greitt þeim ákveðna heildar- upphæð. I gegnum árin hafa þó ver- ið gerðar ýmsar undanþágur og er hin svokallaða „Larry Bird regla“ mikilvægust þeh-ra. Sú regla gerir liðum kleift að fara upp fyrir launa- þakið með því að semja að nýju við sína eigin leikmenn sem eru með lausan samning. Þetta hefur gert liðum eins og Chicago Bulls kleift að borga Michael Jordan ótnilegar fjárhæðir og leikmönnum sínum margfalt heildarlaunaþakið. Það hefur einnig gert það að verkum að hðin hafa getað haldið í reyndari leikmenn og þannig skapað ákveð- inn stöðugleika. Hins vegar hafa laun þessara leikmanna farið upp úr öllu valdi að sögn eigendanna, sem eru þó þeir sömu og semja við leik- mennina. Patrick Ewing frá New York Knicks er formaður stéttarfélags leikmanna. „Eigendurnir eru með ávísanaheftin og ef þeim finnst að stórstjörnurnar í liðunum séu með of há laun þá geta þeir einfaldlega sagt það í samningaviðræðum við okkur. Þá er það undir okkur kom- ið að finna önnur lið sem ei-u tilbú- in að ganga að kröfum okkar,“ sagði hann eftir að ákvörðunin um verkbannið hafði verið tilkynnt. Verkbannið gerir það að verkum að enginn leikmaður úr deildinni mun leika með landsliði Bandaríkj- anna á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik eftir um það bil mánuð. Þá munu engar samninga- viðræður verða leyfðar milli liða og einstakra leikmanna, til dæmis mun Chicago Bulls ekki geta rætt við Miehael Jordan og Scottie Pippen um nýja samninga og gæti það orðið til þess að erfiðara yrði að halda liðinu saman en annars. Flestir telja að þetta bann gæti leitt til þess að fresta yrði leikjum í upphafi keppnistímabilsins í byrj- un nóvembermánaðar í fyrsta sinn í sögu deildarinnar. Liðin munu fá fyrstu greiðslu sína fyrir sjón- varpsréttindin í nóvember og halda því flestir sérfræðingar um málefni deildarinnar að hæpið sé að leikir hefjist fyrr en um miðjan desem- bermánuð, ef ekki seinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.