Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 8
Þung skref BROTTVÍSUN Davids Beck- hams reyndist Englending- um dýr. Hann var í gær dæmdur ( tveggja leikja bann af aganefnd FIFA og missir þvf af tveimur fyrstu leikjum enska landsliðsins f undankeppni EM, verði hann á annað borð valinn í liðið. Beckham baðst afsökunar Englendingar eru í sárum eftir að landslið þeirra féll út úr HM í vítaspyrnukeppni gegn Argentínu. Enskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um leikinn í gær og ræddu einkum um brottvísun Davids Beckhams og val þjálfarans á vítaskyttum. Björn Ingi Hrafnsson kynnti sér umfjöllunina og ummæli leikmanna og þjálfara. Eeuters DAVID Beckham, leikmaður enska landsliðsins, hefur beðist opinberlega afsökunar á brottvísun- inni, sem hann hlaut í leiknum við Argentínu á þriðjudag. „Ég hef beðið félaga mína í liðinu og þjálfarann af- sökunar og nú bið ég þjóð mína að fyrirgefa mér. Mér líður skelfilega vegna þessa og ég vona bara að mér takist að bæta fyrir þetta með lands- liðinu í framtíðinni." „Hetjurnar tíu gerðu sitt besta, framkoma gulldrengsins Beckhams var óafsakanleg og hann skuldar lið- inu og þjóðinni afsökunarbeiðni." Þetta er dæmi um viðbrögð enskra fjölmiðla við ósigrinum gegn Argent- ínu. Almennt er fjallað um hetjumar tíu, sem stóðu sína vakt en ósigurinn síðan rakinn til brottvísunarinnar, sem kom á versta tíma og breytti valdahlutföllunum í leiknum. Ekki em allir sammála um rétt- mæti hennar. Vissulega sparkaði Beckham í Simeone, fyrirliða argent- ínska liðsins. Ofsafengnir leiktilburð- ir Argentínumannsins í kjölfarið fóm hins vegar fyrir brjóstið á mörgum og þótti þeim hann sleppa vel aðeins með gult spjald. Sökinni skellt á Beckham Vissulega virðist harkalegt að skella skuldinni á einn mann, en fjöl- margir Englendingar virðast engu að síður ætla að taka þá stefnu. „Pen- ingar geta ekki fært manni allt,“ seg- ir í fyrirsögn Daily Mail og er þá átt við Beckham, en í gær var einmitt birtur listi yfir tuttugu tekjuhæstu knattspymumenn í heimi. Þar var Beckham í 9. sæti, efstur enskra knattspymumanna. Tekjur hans af knattspymunni og auglýsingum tengdum henni eru svimandi háar og rask vegna þessarar miklu velgengni er talið vera ein ástæðan fyrir hegð- un leikmannsins. Þá bætir ekki úr skák nýleg trúlofun hans og kryddpí- unnar Victoriu og öll fjölmiðlaathygl- in, sem fylgt hefur í kjölfarið. David Beckham var í byrjunarliði enska landsliðsins í öllum leikjum undankeppninnar fyrir HM. Undan- . farið hefur hann þó virst annars hug- ar í leik sínum og skapið hefur átt til að hlaupa með hann í gönur. Þannig hlaut hann tvær áminningar fyrir kjaftbrúk á Frakklandsmótinu fyrir ári og ræddi Hoddle sérstaklega við hann eftir þá keppni um mikilvægi þess að hemja skap sitt og einbeita kröftunum að knattspymu og láta aðra um dómgæslu. Hann átti ekki sæti í byrjunarliði landsliðsins í tveimur fyrstu viður- eignum riðlakeppninnar, en átti ágæta innkomu í leiknum gegn Rúm- eníu, rétt eins og Michael Owen. Eft- ir það biðluðu breskir fjölmiðlar ákaft til Hoddles og vildu fá leik- mennina ungu í byrjunarliðið. Það varð úr og stórkostlegt mark Beck- hams úr aukaspymu í leiknum við Kólombíu þótti sanna rétt hans til sætis í byrjunarliðinu. Brot hans í leiknum við Argentínu hefur hins vegar að margra mati sett spurning- armerki við framtíð hans með enska landsliðinu. Þannig vildu um 70% hlustenda í könnun einnar útvarps- stöðvar að Beckham léki ekki framar með landsliðinu. Flestir knattspymu- forkólfar era þó á því að leikmaður- inn eigi sér enn framtíð með liðinu, en fyrst verði hann að sýna merki um iðran og umfram allt þroska. Brottvísunin breytti leiknum Glenn Hoddle fór varlega í gagnrýni sinni á Beckham strax eftir leikinn, en viðurkenndi að brottvísun hans hefði valdið kaflaskilum í leiknum. „Ef við hefðum verið ellefu á móti ellefu allan tímann hefðum við unnið leikinn. Það er svo einfalt," sagði Hoddle. „Brott- vísunin var mikil vonbrigði fyrir mig og hðið. Þótt þetta hafi verið algjör óþarfi hjá leikmanninum, var fárán- legt að reka hann af velli. Gult spjald hefði verið réttlætanlegt. Dennis Bergkamp slapp með mun grófara brot kvöldið áður,“ sagði hann. Tveir leikmanna enska liðsins, þeir Paul Merson og David Batty, viður- kenndu þó að rauða spjaldið hefði verið réttmætt. „Þetta var í samræmi við dómgæsluna í keppninni,“ sagði Merson og bætti við: ,Alhr 22 leik- menn liðsins verða að stilla skap sitt og hugsa um hag liðsins." Batty tók í sama streng. „Eg var ekki undrandi á þessu, menn hafa fengið rautt spjald fyrir veigaminni brot.“ Hoddle sagði mikilvægt að fólk sýndi stillingu og léti Beckham í friði. „Hann er afar langt niðri og þetta var grimm lexía. Hann er hins vegar ungur leikmaður, sem á framtíðina fyrir sér og getur tekið þátt í HM aftur læri hann af þessu.“ Hoddle sagði að enska liðið hefði stefnt á sjálfan heimsmeistaratitilinn og því væru gríðarleg vonbrigði að falla svo snemma úr keppni. „Liðið stóð sig stórkostlega - en berin eru súr og sérstaklega er sárt að tapa í vítaspymukeppni. Manni líður eins og höggin hafi dunið á andlitinu. En það gengur ekki til lengdar að skella Reuters TONY Adams og Gareth Southgate hughreysta David Batty eftir að hann misnotaði vítaspyrnu sína. skuldinni á einstaklinga, þjóðin á að vera stolt af sínu liði. Við voram svo nálægt sögulegum sigri.“ Vamarmaðurinn Gareth Southgate, sem brenndi af vítaspymu á EM fyrir tveimur árum, sagðist finna til með Beckham. „Hann hefur litla reynslu af slíkum stóimótum og við kennum honum ekki um það hvemig fór. „Við stöndum saman í blíðu og stríðu. En auðvitað er erfitt að kyngja þessum úrslitum, því fram að brottvísuninni voram við mun betri aðilinn." Réttu vítaskytturnar? Auk brottvísunar Beckhams hefur einnig verið talsvert fjallað um víta- spymukeppnina og val þjálfarans á vítaskyttum. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að láta Paul Ince og David Batty taka víti, en hvoragur þeirra hafði framkvæmt vítaspymu áður með enska liðinu. Raunar var þetta fyrsta vítaspyrna Battys á ferlinum og Ince hefur til þessa verið svo illa við vítaspymur, að hann treysti sér ekki einu sinni til að fylgjast með vítaspyrnukeppni enska liðsins við það þýska í Evrópu- keppninni fyrir tveimur áram. Hoddle sagðist ekki hafa þurft að neyða neinn til að taka vítaspymu. ,Allir fimm vora reiðubúnir tíl þess. Þegar í vítaspyrnukeppni er komið era úrshtin komin undir æðri máttar- völdum. Að þessu sinni var lukkan okkur ekki hliðholl, ekki frekar en á HM ‘90 og á EM ‘96. Þegar David Seaman varði aðra spyrnuna hélt ég að við myndum hafa þetta, en það átti ekki eftir að verða.“ David Batty, sem klúðraði seinustu spymunni sagðist hafa verið viss um að skora. „Þetta var fyrsta vítaspym- an mín og ég var fullur bjartsýni. Ég var ákveðinn 1 að negla og tryggja okkur þannig. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að við væram úr leik fyrr en Argentínumennirnir komu hlaupandi til markmannsins." Árangur þjóða í vítaspyrnukeppni á HM Argentfnumenn sterkir í Vítaspyrnunum Vítaspyrnukeppni í HM frá 1982 til 1998 1982 @ Þýskaiand - Frakkiand 5:4 1986 @ Frakkland - Brasilía 4:3 @ Þýskaland - Mexíkó 4:1 @ Belgía - Spánn 5:4 1990 O írland - Rúmenía 5:4 @ Argentína - Júgóslavía 3:2 SArgentína - Ítalía 4:3 Þýskaland - England 4:3 1994 © Búlgaría - Mexíkó 3:1 o Brasilía - Ítalía 3:2 1998 © Argentína - England 4:3 o 16-liða úrslit ©Undanúrslit o 8-liða úrslit ©Úrslitaleikur 1Q3 Þjóð ÞYSKALAND ARGENTÍNA BELGÍA U BÚLGARÍA B ÍRLAND B BRASILÍA BB 11 FRAKKLANDO QSPÁNN O RÚMENÍA IJÚGÓSLAVÍA BS ENGLAND |J ÍTALÍA MEXÍKÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.