Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Smáfólk Heldurðu að við ættum að áætla Nú, það er sagt að leyndarmál Iífs- Ég áætla að éta matinn minn í það sem við ætlum að gera í sum- ins sé góð áætlun ... hvelli í kvöld áður en sléttuúlfarnir ar, Kalli Bjarna? ná honum ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Helgar kindir“ - upphafsorð Eddu Frá Þorsteini Guðjónssyni: „HLJÓÐS bið ek allar / helgar kindir / meiri ok minni / mögu Heimdallar / vildu-at Valfaðir / vel fyr teljak / forn spjöll fíra / þau er fremst of man.“ Þannig var oss ungum kennt að fara með Völu- spá, hið stórbrotnasta allra stórra kvæða og þó um leið hið þýðasta og ljúfasta, ef rétt er á litið. Eddukvæðin - íslensk og norsk - voru skráð á Islandi eftir langa varðveislu í minni fólks - nema rúnir hafí verið hafðar til að styðja minnið - á bók þá sem kölluð er Konungsbók (K) og nokkur kvæði eru varðveitt í öðrum ritum. En K er talin gerð á bilinu 1250-1270. Verulegur munur er á gerð Völu- spár í K og í Hauksbók (H) nokkrum áratugum síðar, einkum vísnaröðinni, og endurspeglar það afturför íslensks anda eins og hún varð undir aldamótin 1300. Gísli Sigurðsson norrænufræð- ingur, sem nú hefur unnið það nauðsynjaverk að búa út nýja út- gáfu þessara kvæða, með all-ýtar- legum formála, segir: „Konungsbók eddukvæða er nú varðveitt sem helsti kjörgripur norðurálfu í Stofnun Arna Magn- ússonar á íslandi. Flest helstu eddukvæði eru hvergi varðveitt nema á þeirri einu bók.“ - Vel er þetta mælt. En ég hef mínar at- hugasemdir við þessa annars ágætu útgáfu, og mun þó aðeins eina þeirra nefna. Áður vil ég þó sérstaklega þakka einn þátt í for- málanum, sem ég veit ekki hvort kunnur hefur verið nema fáum hingað til. Gísli Sigurðsson hefur þama þýtt kafla úr latínubréfi Brynjólfs biskups Sveinssonar til Villums Lange (1656), og kemur þar fram, miklu meir en mig hefur áður grunað, hvílíkur ágætismað- ur Brynjólfur biskup var [Eddu- kvæði bls. XVj: „Ef þetta [þ.e. að koma verkun- um á prent og í hendur Islending- um], verður ekki gert án tafar, þá munu bækumar fyrr en varir glat- ast ytra, líkt og í útlegð á eyði- eyju, og hér munu glatast þeir ör- fáu skynsömu lesendur, sem eftir eru, ef þeir fá engar bækur... þó að hægt sé að geyma bækurnar á glæsilegri stað annars staðar, munu þær aldrei skjóta þar rótum og aldrei draga til sín þann safa sem þær ná að blómgast af...“ Það er engin furða þótt slíkur maður, sem Brynjólfur biskup sýnir sig þarna vera, skyldi einmitt verða til þess að bjarga Eddukvæðunum frá eyðileggingu - en endanleg eyðing var það sem vofði yfír þeim á öld galdrabrenn- anna, meðan kestir þeirra brunnu sem heitast. „Hljóðs bið ek allar / helgar kindir." Meðan tilfinning fyrir reisn og hrynjandi skáldskapar var almenn meðal íslendinga, datt engum í hug að lesa: „Hljóðs bið ek / allar kindir," enda þótt slík misritun sé í sjálfri Konungsbók. Utgefendur hafa hingað tii haldið sig við H-textann: „helgar kindir“. En með því fyrirkomulagi sem er á útgáfu Gísla Sigurðssonar blasir við, í K-texta hans sem er „upphaf bókar“ hjá honum: „Hljóðs bið ek / allar kindir.“ Það er þessi „for- réttindastaða" hins ranga texta, sem ég felli mig ekki sem best við. Sá sem hefur góða bók (svo ekki sé meira sagt) milli handanna, lít- ur gjarnan á upphafið fyrst. Gísli hefur reyndar það til síns máls, að hann prentar báðar gerðirnar (K og H), og getur því skellt skuld- inni á handritið. En þó finnst mér hann hefði mátt taka afstöðu, eins og fyrri útgefendur hafa allir gert, en meðal þeirra eru: Sigurður Nordal, Finnur Jónsson, Hans Kuhn, Guðni Jónsson - og Einar Ól. Sveinsson í bókmenntasögu sinni. Engu að síður er það umhugs- unarvert og raunar ráðgáta, að slík villa skyldi geta komið fyrir í hinu göfuga handriti - og það í fyrstu línu. Hér er skýring, sem mér sýnist vel geta verið athugun- ar verð: Ógrynni af skáldskap, bæði dróttkvæðum og undir léttari háttum, hafði geymst í minni manna, fram yfir 1200. En um 1250-60 var orðið ljóst, að þessi varðveisla var að bregðast og bila. Vitað er, að kirkjunni var ekki um þessa arfleifð gefið. Engu að síður komst á skinn það safn fornra kvæða, sem síðar hefur verið nefnt „Eddukvæði" eða „Sæ- mundar Edda“. Þegar farið var að rita þessi kvæði á bók, þá var það gert án fyrirsagna og skreytinga. Nafnið ‘Völuspá finnst hvorki í K né H. Varðveislu þess nafns eigum við Snorra að þakka eins og fleira. Ekki er í K heldur nein fyrirsögn um „Goðakvæði" eða „Eddu- kvæði“ heldur er vaðið beint í efn- ið, í efstu línu og skrifað „Hljóðs bið ek allar...“ Og svo er sleppt orðinu „helgar". Hvers vegna? Vegna þess að ritarinn vissi, að yrði bókin fyrir ofstækismönnum - sem nóg var af um þær mundir - mundu þeir gera hana upptæka og eyðileggja, ef þeir sæju á fyrstu síðu talað um ‘heilagar verur í því sambandi. Jafnvel nafnið eitt, ‘Völuspá, hefði nægt þeim til slíks, því að spár voru nú bannaðar, og völvum ekki lengur gert hátt und- ir höfði. Þetta er skýring mín á því, hve formálalaus Konungsbók er, og því, að orðið „helgar“ vantar í texta hennar af Völuspá. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. mmmesimhÍbhhí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.