Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 1
151. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Abiola lést í nígerísku fangelsi Banameinið hjartaáfall? Abuja, Washington. Reuters. MOSHOOD Abiola, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Nígeríu, lést í gær er hann átti fund með banda- rískum embættismönnum. Al- mennt er talið, að Abiola, sem var sextugur að aldri, hafi sigrað í forsetakosn- ingunum í land- inu 1993 en her- inn ógilti þær og hafði hann verið í fangelsi frá 1994. I yfirlýs- ingu herstjórn- arinnar segir, að banameinið hafi verið hjartaáfall og bandarísk yfir- völd segjast ekki hafa ástæðu til að draga það í efa. Brátt hefur orðið um ýmsa kunna menn í Nígeríu að undan- fórnu og ekki er liðinn mánuður síðan herforinginn Sani Abacha, sem fangelsaði Abiola, lést einnig af völdum hjartaáfalls. Vestræn ríki lögðu mjög hart að eftirmanni hans, Abdulsalam Abubakar, að leysa Abiola úr haldi og var búist við, að það yrði gert. Herforingja- stjórnin krafðist þess þó, að hann og stuðningsmenn hans hættu að gera tilkall til forsetaembættisins. I tilkynningu herforingjastjóm- arinnar sagði, að Abiola hefði veikst á fundi, sem nígerískir og banda- rískir embættismenn hefðu átt með honum, og bandarískur embættis- maður sagði enga ástæðu til að ef- ast um, að banameinið hefði verið hjartaáfall. Ur þvi yrði þó að skera í samráði við einkalækni Abiola. Hvatt til kosninga Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, lýsti í gær yfir hryggð sinni vegna dauða Abiola og einnig Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands. Skoraði hann jafnframt á herforingjastjómina að efna til frjálsra kosninga. Hafsat Abiola, dóttir Moshood Abiola, sagði í gær, að annaðhvort hefði herforingja- stjórnin eitrað fyrir föður sínum eða valdið dauða hans með því veita honum ekki læknishjálp. Til nokkurra óeirða kom í Lagos í gær þegar fréttin barst út. Reuters Kauphallirnar í London og Frankfurt taka upp samstarf Stefnt að samevrópsk- um fj ármálamarkaði Kom á óvart í London en ástæðan sögð tilkoma evrunnar London. Reuters. KAUPHÖLLIN í London og helsti keppinautur hennar, kauphöllin í Frankfurt, tilkynntu í gær, að þær ætluðu að hafa með sér samvinnu og leggja með því grunninn að einum evrópskum fjármálamarkaði. Kom tilkynningin flestum á óvart en að samstarfssamningnum hefur verið unnið á laun síðastliðna tvo mánuði. Reuters 100. ártíð Bismarcks ÞJÓÐVERJAR minnast þess 30. júlí nk., að þá verða 100 ár liðin frá dauða Ottos von Bismarcks, föður þýska ríkisins og fyrsta kanslara þess. Þessi stytta af „Járnkanslaranum" eins og hann var kallaður er í Hamborg og hér er verið þrífa hana. Dugir ekkert minna til en sandblástur. Tilgangurinn með samvinnunni er að gera það auðveldara og ódýr- ara að kaupa og selja eftirsóttustu hlutabréfin á evrópskum fjármála- markaði en frá og með næstu ára- mótum verður tekinn upp sameig- inlegur gjaldeyrir í flestum aðild- arríkjum Evrópusambandsins, ESB. Búist er við, að það muni leiða til mikillar sameiningar fyrir- tækja í fjármálaþjónustu. Samvinna kauphallanna í London og Frankfurt mun sýna sig fyrst í því, að á næsta ári verður fjárfestum boðið upp á einn pakka með eftirsóttustu hlutabréfunum á þýskum og breskum markaði. I framhaldinu er stefnt að einu kerfi með 300 helstu hlutabréfin innan alls ESB og síðan að sameiginleg- um fjármálamarkaði fyrir allt sam- bandið. Kauphallirnar í London og Frankfurt eru þær langstærstu í Evrópu og saman bera þær ægis- hjálm yfir keppinautana, til dæmis í París eða Amsterdam. Bresk- þýski öxullinn verður þó minni en kauphöllin í Wall Street í New York, sem er sú stærsta í heimi. Hins vegar getur verið, að sam- vinna verði með nýja Evrópurisan- um og Nasdaq-kauphöllinni í New York. Frankfurt sækir á Á fjármálamarkaðinum hefur þessum tíðindum verið fagnað og samvinnan er talin munu greiða verulega fyrir hlutabréfaviðskipt- um og fjárfestingum í Evrópu. Þau komu þó mörgum á óvart enda var búist við, að kauphöllin í London ætlaði að standa ein í baráttunni. Hallast menn að því, að forsvars- menn hennar hafi haft áhyggjur af tilkomu evrunnar, nýja gjaldmiðils- ins, þótt Gavin Casey, aðalfram- kvæmdastjóri hennar, neiti því. Umsvif kauphallarinnar í London era helmingi meiri en kauphallarinnar í Frankfurt en samkeppnisstaða hennar hefur versnað eftir að breska stjórnin ákvað að taka ekki þátt í mynt- bandalaginu að sinni. Þýska kaup- höllin hefur á sama tíma verið að styrkja stöðu sína á meginlandinu með samstarfi við aðrar kauphallir. SILVIO Berlusconi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Italíu, var fundinn sekur um spillingu í gær og dæmdur í tveggja ára og níu mánaða fangelsi. Berlusconi var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna en dómarar segja, að fyrirtækin í eignarhalds- félagi hans, Fininvest, hafi greitt skatteftirlitsmönnum rúmar 15 millj. ísl. kr. í mútur á árunum 1989-91 fyrir að vera ekki með neinar athugasemdir við bókhaldið. Ofsakátir Brazilíu- menn MIKIL fagnaðarlæti brutust út meðal leikmanna og stuðnings- manna braziliska landsliðsins er það hafði borið sigurorð af Hollendingum í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu í gær- kvöld. Réðust úrslitin í víta- spyrnukeppni en þá varði Taffar- el, markmaður Brazilíu, tvö skot frá Hollendingum. Hér er honum þökkuð frammistaðan. Brazilíu- menn munu verja heimsmeistara- titilinn gegn Frökkum eða Króöt- um nk. sunnudag. ■ fþróttir/Bl og B4 Berlusconi, sem er fyrrverandi for- sætisráðherra, er nú leiðtogi Frels- isbandalagsins. Fimm spillingarmál gegn Berlusconi eru til meðferðar í ítalska dómskerfinu og þetta er í annað sinn, sem hann er fundinn sekur. f fyrra sinnið var hann dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir að falsa bókhald Fininvest varð- andi yfirtöku þess á Medusa-fyrir- tækinu 1988. Þeim dómi hefur ver- ið áfrýjað. Berlusconi sekur um spillingu Mflanó. Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.