Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kaupfélag Skagfírðinga í Varmahlið býður stórmarkaðsverð yfír veturinn
Vöruverð hækkað í
þrjá mánuði á sumrin
ÍBÚAR í nágrenni Kaupfélags Skagflrðinga í
Varmahlíð þurfa að sætta sig við að borga hærra
verð fyrir ýmsar vörur yfir sumartímann en þeir
þurfa að borga fyrir þær að vetri til. A sumrin,
þegar umferð er mest í Skagafirðinum, hækkar
verslunin verð á vörum sínum til að safna upp
„forða“ fyrir vetrartímann, að sögn Péturs Stef-
ánssonar, útibússtjóra Kaupfélagsins i Varma-
hlíð.
Kaupfélagið er deild innan Kaupfélags Skag-
firðinga á Sauðárkróki og verslar mikið við það
en á Sauðárkróki er boðið upp á stórmarkaðsverð
árið um kring, að sögn Sigurjóns Rafnssonar,
fjármálastjóra Kaupfélags Skagfirðinga á Sauð-
árkróki.
Erum ekki sælir yfir þessu
„Það er ekkert nýtt að við hækkum verð yfir
sumartímann. Við erum að reyna að keyra versl-
unina á stórmarkaðsverði níu mánuði á ári en
þurfum að taka það verð af yfir sumarið til að
geta boðið sömu þjónustu á staðnum allt árið um
kring. Ég held að ég sé þó ekki með verra verð
en gengur og gerist við þjóðveginn. Við erum
samt ekkert of sælir af þessari ákvörðun," sagði
Pétur Stefánsson í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að ein ástæða þessa væri að kaup-
félagið væri dýrari eining en kaupfélög í stærri
bæjarfélögum og væri til dæmis með lengri af-
greiðslutíma en gengur og gerist, en opið er frá
kl. 9-22.30 alla daga.
Pétur vildi ekki viðurkenna að hækkað væri
um neina fasta prósentutölu yfir sumartímann,
hún væri breytileg.
Aðspurður hvort hann hefði orðið var við
óánægju íbúa í sveitinni sagðist hann ekki kann-
ast við það. „Fólk skilur þessa þjónustu sem við
veitum. Ég hef ekki orðið var við neina
óánægju."
Sama verð á
400 vörutegundum
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir á skrifstofu Neyt-
endasamtakanna á Akureyri sagði að samtökin
hefðu ekki heyrt af óánægju íbúa í Varmahlíð og
nágrenni. „Auðvitað er þeim í Varmahlíð í sjálfs-
vald sett hvaða verð þeir bjóða. Þar sem ekki er
samkeppni er hægt að leyfa sér meira. Það er því
ákaflega lítið hægt að gera nema neytendur láti í
sér heyra,“ sagði Úlfhildur.
Sigurjón Rafnsson segir að Kaupfélagið þar
verðstýri vörum í ákveðnum grunnflokki þar sem
í eru helstu neysluvörur. Boðið er upp á það verð
meðal annars í útibúum Kaupfélagsins á Hofsósi
og í Varmahlíð.
„Vörur i grunnflokknum, sem eru um 400 tals-
ins, eru alltaf á sama stórmarkaðsverðinu í útibú-
unum og hjá okkur hér á Sauðárkróki," sagði
Sigurjón. Hann sagði að með aðrar vörutegundir,
sem væru á hærra verði en á Sauðárkróki, væru
kaupmenn að bera sig saman við aðrar verslanir
við þjóðveginn og hækkuðu eða lækkuðu verð sitt
í samræmi við það.
Hann sagðist hafa heyrt af óánægju íbúa á
svæðinu í kringum Varmahlíð en sumum íbúum
þar finnst, að hans sögn, að allar vörutegundir eigi
að vera á sama verði þar og á Sauðárkróki. „Við
höfum teygt okkur ansi langt og þessi grunnflokk-
ur fer stækkandi hjá okkur. Við erum að auka
miðstjóm okkar yfir útibúunum og Kaupfélagið í
Varmahlíð er ekki komið alla leið í þeirri vinnu.
Þeir versla töluvert mikið sjálfstætt ennþá.“
Lést í um-
ferðarslysi
MAÐURINN sem lést í bílslysi
skammt frá Þorlákshöfn á
sunnudagskvöld hét Gunnar
Freysteinsson skógarfræðingur
til heimilis á Kársnesbraut 33,
Kópavogi.
Gunnar fæddist 27. apríl 1970
og var hann því 28 ára gamall.
Hann starfaði hjá Skógrækt
ríkisins, Suðurlandsskógum, en
var nýtekinn við starfi á rann-
sóknarstöðinni á Mógilsá.
Hann var ókvæntur og barn-
laus en lætur eftir sig foreldra
og systur.
Greiðslur til forseta Alþingis vegna
eftirlits með Ríkisendurskoðun
Vefengir frétta-
tilkynningu ríkis
endurskoðanda
Morgunblaðið/Jim Smart
Dorgað í Hafnarfirði
ÞORVALDUR Garðar Kristjáns-
son, sem var forseti sameinaðs Al-
þingis til ársins 1988, kannast ekki
við að hafa samið árið 1987 við þá-
verandi ríkisendurskoðanda um
greiðslur til forseta Alþingis vegna
eftirlitsstarfa með Ríkisendurskoð-
un. Vefengir hann því efni fréttatil-
kynningar ríkisendurskoðanda frá
því í gær.
Ríkisendurskoðandi, Sigurður
Þórðarson, sendi frá sér svohljóð-
andi fréttatilkynningu í gær: „I til-
efni umfjöOunar í fjölmiðlum vegna
greiðslna til forseta Alþingis írá
Ríkisendurskoðun, þykir rétt að
eftirfarandi komi fram:
A árinu 1987, þegar Ríkisendur-
skoðun var færð undir Alþingi,
ákváðu þáverandi forseti sameinaðs
Alþingis og þáverandi ríkisendur-
skoðandi, að stofnunin greiddi for-
setum þingsins þóknun íyrir störf í
þágu Ríkisendurskoðunar. Skipan
þessi hélst óbreytt tO 1. maí 1995 en
þá var launakjörum forseta og vara-
forseta Alþingis breytt og tóku ný
kjör þeirra gOdi frá 1. júlí 1995.
Þóknanir vegna starfa í þágu Ríkis-
endurskoðunar lögðust þá af en þær
höfðu numið 40 þús. kr. á mánuði til
forseta Alþingis og 25 þús. kr. á mán-
uði tíl varaforsetanna. Greiðslumar
höfðu verið óbreyttar frá 1991.“
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
var forseti sameinaðs Alþingis til
ársins 1988. Haft var eftir honum í
Morgunblaðinu í gær að hann
kannaðist ekki við þessar greiðsl-
ur. Þegar fréttatilkynning ríkis-
endurskoðanda var borin undir
hann í gær sagðist Þorvaldur
hvorki hafa gert slíkan samning né
fengið greitt samkvæmt honum:
„Ég tek eftir því að það er ekki
getið um hverjar greiðslurnar hafi
verið á árunum 1987 til 1991. Ég
læt mér detta í hug að engar
greiðslur hafi verið á þeim tíma.
Liggur ekki beint fyrir að biðja
ríkisendurskoðanda um upplýsing-
ar um hvað var greitt í hverjum
mánuði frá 1987 og hverjum var
greitt það? Ég kannast ekki við að
hafa fengið neitt greitt og ég tel
mig aOtaf hafa vitað hvaðan ég hef
fengið kaupið mitt.“
Sé ekki heimildina
til þess
Þorvaldur Garðar segir ennfrem-
ur að sér sýnist hæpið að svona
samningur, eins og ríkisendurskoð-
andi segi hafa verið gerðan milli sín
og forvera síns, HaOdórs Sigurðs-
sonar, fái staðist. „Ég sé ekki heim-
ildina tU þess. Þannig að þetta er
aUt fáránlegt í mínum huga.“
ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð
Hafnarfjarðar stóð fyrir dorg-
veiðikeppni við Flensborgar-
bryggju í gær. Keppnin var opin
öllum dorgveiðimönnum á aldrin-
um 6 til 12 ára. Þátttakendur
voru rúmlega 300 og er það svip-
að og verið hefur síðustu sumur.
Aflabrögð voru fremur dræm,
en flestir fengu einn til tvo fiska.
Tveir veiðimenn veiddu 8 fiska,
en Rúnar Svavarsson var dæmdur
sigurvegari þar sem hans veiði
var þyngri. Mest veiddist af kola,
ufsa og marhnút en krossfiskur
og áll slæddust með. Björgunar-
sveitin Fiskaklettur sá um gæslu
en þrátt fyrir að 300 ungir veiði-
menn meðhöndluðu þarna öngla
og spúna þurfti bara að opna
sjúkrakassann einu sinni eftir
plástri.
Keypti einka-
rétt á skips-
nöfnunum
Keiko og Keiko
FYRIRTÆKIÐ Grindvfldngur ehf.
hefur keypt einkarétt á skipsnöfnun-
um Keiko og Keikó. Jón Garðar Sig-
urvinsson, eigandi Grindvíkings ehf.,
segir að einkarétturinn hafi verið
keyptur vegna fyrirhugaðra hvala-
skoðunarferða hjá fyrirtækinu. Eins
og stendur séu nöfnin á tveimur trill-
um sem hann er með en þau verði
síðan sett á hvalaskoðunarskip.
„Ég ætla mér að fara út í hvala-
skoðun, og ég reikna með að byrja á
því næsta sumar. Það er ekkert eins-
dæmi að menn festi sér nöfn á skip
með einkaleyfi, þessi nöfn lágu á
lausu og ég var mest hissa á því, svo
ég keypti þau bæði. Þetta kostaði mig
saman um 60 þúsund krónur og nöfn-
in á ég að eilífii,“ sagði Jón Garðar.
Jón Garðar kvaðst ekki hafa keypt
nöfnin til að græða á þeim, en hins
vegar yrði auðvelt að auglýsa hvala-
skoðunarferðirnar þegar bátarnir
væru með umrædd nöfn.
Fréttir af
Landsmoti á
Fréttavef
HÆGT verður á Fréttavef Morgun-
blaðsins að íylgjast með gæðinga-
keppni á 13. landsmóti hestamanna-
félaga á Melgerðismelum, sem hefst
í dag kl. 9 fyrir hádegi. Þai' verða
einkunnii' hestanna skráðar jafnóð-
um og staða efstu hesta meðan á
keppninni stendur.
■ Úrhellisrigning/28
Sérblöð í dag
8SÍDUII
► VERIÐ fjallar um sölu á fiskmörkuðum fyrstu sex
mánuði ársins, vaxandi þorskútflutning SH, þróun Odda
hf. á Patreksfirði með saltfisk f neytendaumbúðum og
sagt er frá frönsku borginni Boulogne-sur-Mer, vaxandi
miðstöð fiskdreifingar um Evrópu.
TIL
LITALEIKS
4SðUUR
4SÍÐURt
Brasilíumenn : Birgir Leifur nálgast
unnu Hollendinga | Opna breska
í vítaspyrnukeppni • meistaramótid
BlT j B1