Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 7

Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 7 FRÉTTIR Oskir grunnskóla Reykjavíkur vegna nemendafjölgunar Yilja 20 nýjar stofur ÓSKIR komu frá grunnskólunum í Reykjavík í vor um 20 nýjar kennslustofur til að mæta þörfum vegna fleiri nemenda og til að flýta einsetningu skóla sem eru tvísetnir. Um helmingur þessara stofa er vegna tveggja skóla, Borgaskóla sem er nýr skóli, og Engjaskóla. Farið var yfir ósk- irnar hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og varð niðurstaðan sú að bæta þurfi við 15 stofum. Greinargerð Fræðslumiðstöðv- arinnar um málið var lögð fram í borgarráði síðastliðinn þriðjudag. Við grunnskóla Reykjavíkur eru í dag 75 lausar kennslustofur og segir í greinargerðinni að sá fjöldi samsvari stofufjöldanum í þremur til fjórum meðalskólum í borginni. Þegar óskir um fleiri stofur lágu fyrir var reynt hjá Fræðslumiðstöðinni að finna allar mögulegar aðrar lausnir innan skólanna en að bæta við lausum stofum, til dæmis að endurskipu- leggja röðun nemendahópa með einhverjum hætti. Einnig var haft í huga að verið er að hanna við- byggingar, reisa þær og undirbúa hönnun við fjölda skóla sam- kvæmt einsetningaráætlun sem kemur til framkvæmda á næstu fjórum árum. Niðurstaða Fræðslumiðstöðv- arinnar er að bæta þurfi við 15 stofum við skóla þar sem nem- endafjölgun varð mest. Leysa má mál nokkurra skóla með því að flytja 9 stofur milli skóla. Á síð- asta skólaári voru 566 kennslu- stofur í grunnskólum Reykjavík- ur og fjöldi bekkjardeilda 648. Næsta skólaár verða bekkjar- deildir 656. Listfengur ferðalangur ANDRÉ DE JONG var búinn að stilla upp tveimur myndavélum og beið þess að Snæfellsjökull birtist úr skýjum. Hann var bú- inn að bíða einn sólarhring og var tilbúinn að bíða iengur. Þetta er í fjórða skiptið sem hann er á ísiandi og verður nú í fjórar vik- ur. Hann ferðast um, myndar og málar og heldur síðan sýningar og gefur út bækur í örsmáu upp- lagi í heimalandinu Hollandi. Endurmenntunar- stofnun HI Nýr for- stöðumaður •STJÓRN Endurmenntunarstofn- unar Háskóla íslands hefur ein- róma ráðið Kristínu Jónsdóttur for- stöðumann stofnunarinnar frá 1. ágúst nk. Kristín lauk B. Ed. prófi frá Kennaraháskóla íslands árið 1985 og starfaði sem kennari í eitt ár. Hún lauk M. Ed. prófi í kennslu- fræðum frá University of Was- hington í Seattle í Bandaríkjunum árið 1988. Að námi loknu vann Kristín sem námsefnishöfundur hjá Boeing í Seattle þar sem hún samdi náms- efni fyrir flugmenn og fluvirkja. Hún starfaði einnig við slíka náms- efnisgerð í Englandi. I framhaldi af því hélt hún til frekara náms i stjórnunar- og viðskiptafræðum í Bandaríkjunum. Frá 1992 hefur Kristín lengst af verið fræðslustjóri Eimskipafélags Islands. Hún var fræðslustjóri Is- landsbanka um tíma en kemur nú úr starfi starfsmannastjóra ís- lenski-ar erfðagreiningar. Kristín á einn son, Halldór Ai-nþórsson sem er 7 ára. 15 stæröir Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. www.mbl.is Næsti! Ertu örugqlega með næga ferðatryggingarvernd þegar þú ferð í ferðalagið út í hinn stóra heim? F+, stóra fjölskyldutryggingin frá VÍS, inniheldur feröatryggingu auk fjölda annarra trygginga sem eru nauðsynlegar fyrir fólk í ferðahug. Meö F+ er ekki þörf á ad leita töfralækninga á framandi slóðum því tryggingin inniheldur sjúkrakostnaðartryggingu án sjálfsábyrgðar. Auðvitað er heimilið einnig vel tryggt meðan á ferðalaginu stendur. Veldu fjölskyldutryggingu þar sem víðtæk ferðatrygging er innifalin. Öryggiskort VIS Allir sem eru með F+ fjölskyldutryggingu fá sérstakt öryggiskort sem er lykill að auknu öryggi á ferðalaginu erlendis. og þú nýtur bestu kjara hjá VIS - strax. Sími 560 5060 • www.vis.is 1? * Érk 1 1 ápfi 281 I# 3 M ; 'S- ~N , H 1 v_.. 1 B 1 u y y o \i\i Ci 1 I 1 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.