Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 11
FRÉTTIR
Hlutdeild verkalýðshreyfíngarinnar
í vinstri sameiningu
Skiptar skoðanir
um hvort viðræð-
ur geti farið fram
Skiptar skoðanir eru á meðal verkalýðs-
leiðtoga um það hvort verkalýðshreyfíngin
geti tekið þátt 1 viðræðum um sameiginlegt
framboð á vinstri vængnum.
VE RKALÝÐSLEIÐTOGAR hafa
ólíkar skoðanir á því hvort hreyflng
launafólks geti tekið þátt í viðræð-
um um samfylkingu vinstri manna,
en í tillögu Margrétar Frímanns-
dóttur, sem samþykkt var á auka-
landsfundi Alþýðubandalagsins um
síðustu helgi, er lögð áhersla á að
„samstarf verði haft við verkalýðs-
hreyfinguna í því málefnastarfi sem
framundan er“.
„Ég vara mjög alvarlega við því
að fara að færa verkalýðshreyfing-
una yfir í flokkspólitískt starf,“ segir
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavíkur.
„Miðað við það sem fram hefur kom-
ið í fréttum í sambandi við samein-
ingu vinstri aflanna hefur verkalýðs-
hreyfingin verið bendluð við þá sam-
einingu og sagt beinlínis að það sé
unnið að henni í samstarfi við verka-
lýðshreyfínguna. Ef ein pólitísk
samtök ætla að fara að nota verka-
lýðshreyfinguna í þágu tiltekins
flokks þá er verið að nota verkalýðs-
hreyfinguna í flokkspólitískum til-
gangi.“
Magnús segir að vissulega hafi
forráðamenn ASI gætt þess að
greina á milli persónulegra skoðana
sinna og starfa í þágu verkalýðs-
hreyfmgarinnar eins og komið hafi
skýrt fram í bréfi Grétars Þorsteins-
sonar, forseta ASÍ, til Steingríms J.
Sigfússonar í Morgunblaðinu 1. júlí
síðastliðinn. „Hins vegar kemur það
fram í fjölmiðlum í frásögn af ræðu
Margrétar Frímannsdóttur á lands-
fundi Alþýðubandalagsins að það sé
verið að vinna að þessari sameiningu
í samstarfi við verkalýðshreyfing-
una. Þá er það alveg á skjön við það
sem forseti Alþýðusambandsins
hafði sagt. Svo hrökk maður við
þegar sagt var frá því að á flokks-
stjórnaifundi Alþýðuflokksins hefði
stigið í pontu Signý Jóhannesdóttir
frá Siglufirði og hún hefði talað í
nafni Alþýðusambands Islands. Ef
hún er að flytja boðskap og leggja
áherslu á sameiningu á þessum
fundi hjá Alþýðuflokknum og telur
sig tala í nafni Alþýðusambands Is-
lands hlýt ég að spyrja, hvar hefur
hún fengið umboð til þess?“
Magnús segist alls ekki geta fall-
ist á að verkalýðshreyfingin geti út-
nefnt fulltrúa til viðræðna við hið
nýja afl á vinstri vængnum. „Það
yrði þá að ákveðast af verkalýðs-
hreyfingunni og ræðast innan henn-
ar. Það er hins vegar ekkert við það
að athuga þótt einstakir menn fari í
persónulegum erindum og ræði
sameiningarmál."
Talaði sem alþýðu-
bandalagskona
Signý Jóhannesdóttir, sem er for-
maður Vöku á Siglufirði, var spurð
um það hvort hún hefði talað í nafni
Alþýðusambandsins á flokksstjórn-
arfundi Alþýðuflokksins. „Ég var
kynnt á fundinum sem fulltrúi ASI
en ég lagði á það áherslu í ræðu
minni að ég talaði fyrst og fremst
sem alþýðubandalagsmanneskja.
Auðvitað er ég formaður í verka-
lýðsfélagi og varamaður í miðstjórn
Alþýðusambandsins en ég leit aldrei
á mig sem neinn sérstakan fulltrúa
verkalýðshreyfingarinnar og hef
ekkert vægi sem slík.“ Signý segir
að verkalýðshreyfingin geti gengið
til ýmiss konar viðræðna en henni
væri ekki hægt að ráðstafa sem ein-
hverju pólitísku afli.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Einingar á Akureyi'i, segh- að allir
flokkar reyni að hafa gott samband
við verkalýðshreyfinguna. Hann sjái
ekki annað 1 ummælum Margrétar
Frímannsdóttur, formanns Alþýðu-
bandalagsins, en að sameiningar-
sinnar vilji hafa samband við verka-
lýðshreyfinguna eins og allir flokk-
ar. „Ég geri greinarmun á því hvað
verkalýðshreyfingin gerir og hvað
forystumenn verkalýðshreyfingar-
innar gera. Menn eru í hinum ýmsu
flokkum sem persónur en ekki sem
fulltrúar verkalýðshreyfíngarinnar.“
Annars sagði Björn að þetta hefði
ekki verið rætt á sínum vettvangi og
hann sæi ekki ástæðu til þess.
Verkalýðshreyfingin þarf
að vera pólitiskari
„Ég sé ekki hvernig menn ætla að
lifa í þessu þjóðfélagi án þess að
taka pólitíska afstöðu," segir Hall-
dór Bjömsson, formaður Dagsbrún-
ar-Framsóknar. Hann kveðst fylgj-
andi viðræðum milli verkalýðshreyf-
ingarinnar og sameinaðs afls á
vinstri vængnum. Verkalýðshreyf-
ingin þurfi almennt að vera pólitísk-
ari en hún hafi verið. Til dæmis eigi
hún ekki að una því að vera ekki
höfð með í ráðum um málefni sem
varða launafólk. „Ég tel það ekki
vera spor aftur á bak,“ segir Hall-
dór. Hann segist persónulega fylgj-
andi sameiningu á vinstri vængnum
en hafi í því efni ekki umboð til að
tala fyrir félagið sitt.
Morgunblaðið/Benedikt Jónsson
Ævintýri við
tjörnina
ÞAU voru eins og klippt út úr ævintýrabók,
stúlkan, kötturinn og lífvana svanurinn nið-
ur við Reykjavíkurtjörn. Kötturinn í hlut-
verki illra vætta sem vilja svaninum illt en
Iitla stúlkan líkust ævintýraprinsessunni
Dimmalimm sem tregar dauða svansins en
leysir við það draumaprinsinn óvænt úr
álögum.
FUF í Revkjavik
Kæra for-
mannskjör
SUF
STJÓRN Félags ungra fram-
sóknarmanna í Reykjavík
hefu kært formlega til yfir-
stjórnar flokksins formanns-
kjör Sambands ungra fram-
sóknarmanna sem fram fór í
júní.
Ekki hafa tekist sættir með
þeim tveimur fylkingum sem
tókust á í formannskjöri og
hafa því stuðningsmenn Þor-
láks Traustasonar, formanns
F élags ungra framsóknar-
manna í Reykjavík, lagt fram
kæru. I henni kemur fram óá-
nægja þeirra með framgöngu
stuðningsmanna núverandi
formanns SUF, Árna Gunn-
arssonar, en þeir saka hann
um að hafa brotið lög SUF frá
árinu 1994 sem fjalla um
framkvæmd kosninga til
stjórnar félagsins.
Að sögn Halldórs Ásgríms-
sonar, formanns Framsóknar-
flokksins, mun kæra stjómar
FUF verða tekin fyrir á
næsta fundi landsstjómar
flokksins.
MorgunblaðiWim Smart
MARGRÉT Friðriksdóttir formaður Skólameistarafélags íslands tek-
ur við tilraunasettum frá Birni Bjarnasyni.
150 tilraunasett til
framhaldsskólanna
MARGRÉT Friðriksdóttir formað-
ur Skólameistarafélags Islands og
skólameistari Menntaskólans í
Kópavogi tók við 150 tilraunasett-
um af menntamálaráðherra Bimi
Bjarnasyni í gær.
Menntamálaráðuneytið keypti
settin fyrir Ólympíuleikana í eðlis-
íræði sem staðið hafa síðustu daga
en keppni lauk í fyrradag. í til-
raunasettunum eru 600 rafeinda-
tæki og munu þau nýtast til tilrauna
í rafsegulfræði. Andvirði tilrauna-
settanna er 10 milljónir. Skortur
hefur verið á kennslutækjum sem
þessum í eðlisfræði og munu þau
bjóða upp á ákveðnar nýjungar í
verklegri kennslu í eðlisfræði.
Sumarútsala
35-50% afsláttur
Slæður, belti og auðvitað vefnaðarvara.
Komið, sjáið, ókeypis snið íylgja.
' Laugavegi 71, sími 551 0424
Armúta 13- Simi 575 1220 - 575 1200 - Fax 568 3818
1.185.500,
HYunoni
- til framtiðar