Morgunblaðið - 08.07.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.07.1998, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ________AKUREYRI_________ Útgerðarfélag Akureyringa og Fiskiðjusamlag Húsavíkur Kaupa hlut hrepps- ins í Laugafíski UTGERÐARFELAG Akureyr- inga og Fiskiðjusamlag Húsavíkur hafa keypt 20% hlut Reykdæla- hrepps í Laugafiski. Fyrir átti ÚA 60% í fyrirtækinu en FH og Reykdælahreppur 20% hlut hvort. Eftir söluna á ÚA 75% hlut en FH 25%. Kaupverð hlutar- ins var 16,8 milljónir króna sem svarar til gengisins 2,0. Laugafiskur byggir starfsemi sína á þurrkun fiskafurða og er að- alafurð félagsins hertir þorskhaus- ar fyrir Nígeríumarkað. Lauga- fiskur er 10 ára gamalt fyrirtæki, var stofnað 1988 á Laugum í Reyk- dælahreppi þai- sem fyrirtækið hefur byggt upp rekstur sinn. A síðasta ári færði félagið út kvíarnar með því að stofna dótturfyrirtæki, Laugaþurrkun hf. í Reykjanesbæ. Heildarvelta félaganna á síðasta ári var 163 milljónir króna, lítils- háttar tap varð af rekstrinum, 365 þúsund krónur. Aætlað er að velta ársins verði um 250 milljónir króna og að hagnaður verði af starfsem- inni. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason N ámsmannalína Búnaðarbankans Tjónlaus akstur ELLA Vala Ármannsdóttir á Akureyri hlaut viðurkenningu fyrir tjónlausan akstur úr bíl- prófsstyrkjapotti Námsmanna- línu Búnaðarbankans. Þeir fé- lagar í Námsmannalínunni sem eru að taka bflpróf geta sótt um bflprófsstyrki og eru veittir 15 styrkir ársfjórðungslega eða alls 60 styrkir á ári, hver að upphæð 10 þúsund krónur. Næst verða veittir styrkir til þeirra sem tóku bflpróf í aprfl, maí eða júní á þessu ári og er umsóknarfrestur til 15. júlí næstkomandi. Á myndinni afhendir Ásgrím- ur Hilmisson útibússtjóri Bún- aðarbankans á Akureyri Ellu Völu viðurkenninguna, 25 þús- und krónur. Skólastjóri Brekkuskóla Tveir sækja um TVÆR umsóknir hafa borist um starf skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri, en frestur til að sækja um stöðuna rann út á mánudag. Þeir sem sóttu um voru Björn Þórleifsson, deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar Akureyrar, en hann var áður skólastjóri Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal og Sig- mar Ólafsson sem áður var skóla- stjóri við Hafralækjarskóla í Aðal- dal. Skólanefnd mun fjalla um um- sóknirnar á fundi á morgun, fimmtudag. Staðan var auglýst fyrr í vor og barst þá ein umsókn, frá Sveinbimi M. Njálssyni sem gegndi stöðu skólastjóra síðastlið- inn vetur en hann dró umsókn sína til baka og var staðan því auglýst að nýju. Fyrirlestrar um íslenska hestinn SUMARHÁSKÓLINN á Akureyri gengst fyrir fyrirlestrahaldi í tengslum við Landsmót hesta- manna sem hefst á Melgerðismel- um í Eyjafjarðarsveit á morgun, miðvikudaginn 8. júlí. Alls verða haldnir þrír fyrirlestrar sem tengj- ast íslenska hestinum. Erlingur Sigurðarson forstöðu- maður Sigurhæða - Húss skáldsins heldur fyrirlestur á morgun, 8. júlí kl. 17 sem nefnist Islándische Lyrik in neunzehnten und zwanz- igsten Jahrhundert - Beispiele von einigen Texten. Á fimmtudag flyt- ur Ingimar Sveinsson B.sc.hons fyrirlestur sem nefnist The Icelandic horse - Special charact- eristics and traits og hefst hann kl. 17. Á sama tíma flytur Sigurður A. Magnússon rithöfundur fyrirlestur sem nefnist The horse in Icelandic culture. Fyrirlestrai-nir verða fluttir í stofu 16 í húsnæði Háskólans á Akureyri, við Þingvallastræti og er aðgangseyrir 1.200 krónur. Sóknarprestur Tálknfírðinga gengur í hjónaband Buðu öllu plássinu í veisluna Tálknafirði. Morgunblaðið. SÓKNARPRESTURINN á Tálknafirði, sr. Sveinn Valgeirs- son, gekk á laugardaginn að eiga unnustu sína, Asdísi Ehnu Auð- unsdóttur þroskaþjálfa og fór at- höfnin fram í Stóra-Laugardals- kirkju í Tálknafirði. Brúðhjónin lágu ekki lengi yfír því hveijum ætti að bjóða úr plássinu; öllum Tálknfirðingum var boðið til brúðkaupsveislunnar auk fjöl- skyldna brúðhjónanna og vina annars staðar að. „Sveinn gat ekki hugsað sér að gera upp á milli sóknarbarna sinna og þess vegna ákváðum við einfaldlega að bjóða öllum; við stóðum bara hér úti í garði og hrópuðum að allir væru vel- komnir,“ sagði brúðurin í samtali viðMorgunblaðiö. Á Tálknafirði búa um 320 manns og í veislunni voru 140. „Þetta var mikið fjör og gaman og ekta tálknfirsk veisla, því að allt, sem á borðum var, er héðan úr firðinum, ýmist upp úr sjónum eða átti leið um loftið og var skotið niður,“ sagði Ásdís. Brúð- kaupsveislan var haldin í félags- heimilinu Dunhaga á Tálknafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FYRIR kirkjudyrum í Stóra-Laugardal að athöfn lokinni. Brúðhjónin Ásdís Elín Auðunsdóttir og sr. Sveinn Valgarðsson með svaramennina, feður sína, hvorn við sína hlið, en að baki þeim standa Ragnar Sveins- son, sonur þeirra, og sr. Guðjón Skarphéðinsson sem gaf þau saman. og annaðist Kvenfélagið Harpa veitingarnar. Af skiljanlegum ástæðum þurfti að þessu sinni að kveðja annan prest til verks í Stóra- Laugardal. Það var sr. Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur á Staðastað á Snæfellsnesi, en þau Ásdís Elín eru systkinabörn. Svaramenn voru feður brúð- hjónanna þeir Auðun Guðjónsson og Valgeir Sigurðsson. Örnefnaskífa á Stokkseyri Stokkseyri - Sunnudaginn 6. júlí sl. komu félagar í Stokkseyringafélag- inu í Reykjavík til Stokkseyrar í þeim tilgangi að halda upp á 55 ára afmæli félagsins og færðu Stokks- eyringum af því tilefni örnefnaskífu að gjöf. Skífunni var fundinn staður á sjóvarnargarðinum við höfnina þar sem sést vel yfir fjöruna en á skíf- unni koma meðai annars fram öll helstu örnefni sem í fjörunni er að finna. Einnig hefur verið komið fyrir á þessum stað leguakkeri sem náðist upp úr höfninni en þau höfðu verið notuð til að geyma við bátana hér fyrr á öldinni. Félagar í Stokkseyringafélaginu byrjuðu á því að fara í kirkju og að guðsþjónustu lokinni lögðu þeir Ein- ar Jósteinsson, formaður Stokkseyr- ingafélagsins, og séra Úlfar Guð- mundsson sóknarprestur blómvönd að minnismerki um drukknaða sjó- menn á Stokkseyri. Þaðan var hald- ið að útsýnisskífunni þar sem Sig: urður Ingimundarson flutti ræðu. í máli hans kom meðal annars fram að Stokkseyringafélagið hefði verið stofnað 21. nóvember 1943 og á þessum 55 árum hafa aðeins fimm félagar gegnt formennsku í félaginu. Einnig kom fram að margt hefur verið gert til þess að styrkja og efla tengslin við Stokkseyri meðal ann- ars með útgáfu Stokkseyringasögu, fyrsta og annars bindis, sem Guðni Jónsson samdi, og ekki síður Ból- staðir og búendur í Stokkseyrar- hreppi sem Guðni samdi einnig, sem þykir hreint þrekvirki, enda hlaut hann doktorsnafnbót fyrir. Þessi rit eru fyrir löngu orðin ófáanleg. Einnig má nefna byggingu Isólfs- skála sem gefinn var af einum fremsta listamanni þjóðarinnar, Páli Isólfssyni, en hann fæddist á Stokkseyri. Auk þess lét félagið byggja eftirlíkingu af sjóbúð sem heitir Þuríðarbúð, kennd við Þuríði Einarsdóttur formann. I ræðunni kom fram að ástæða þess að Stokkseyringum var færð örnefnaskífa yfir fjöruna og næsta nágrenni að gjöf er sú hversu miklar breytingar hafa orðið á atvinnulífinu síðustu árin með þeim afleiðingum að æ færri koma í fjöruna og tengsl- in rofna við iðandi fugla- og dýralíf. Börn heyra æ sjaldnar nöfn eins og Baðstofuklettar, Danapollur, Skæl- ur o.fl. Það kemur af sjálfu sér að nöfnin gleymast og landsvæðið hættir að heita eitthvað, verður eins og Tómas Guðmundsson segir í einu kvæða sinna: „... landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“. Að ræðu lokinni afhjúpaði Sigríður Þórarinsdóttir frá Sandprýði ömefnaskífuna. Að þessu loknu var haldið í íþróttahúsið þar sem yfir 200 manns þáðu kaffiveit- ingar í boði Stokkseyringafélagsins. Vestmannaeyjabær gefur Rauða krossinum húsnæði Vestmannaeyjum - Vestmannaeyja- bær afhenti á laugardaginn Rauða- krossdeildinni í Vestmannaeyjum húsið Arnardrang að gjöf. Gjöfin var afhent í tilefni af 25 ára goslokaaf- mælinu og er þakkarvottur Eyja- manna til Rauða krossins fyrir þátt- töku hans í björgunarstörfum í eld- gosinu í Eyjum og uppbyggingu Eyja að því loknu. Árnardrangur á sér talsverða sögu og húsið tengist mikið Rauða- krossdeildinni í Eyjum. Ólafur Lár- usson, fyrsti formaður deildarinnar, byggði húsið og stofnfundur Rauða- krossdeildarinnar í Eyjum var hald- inn í Arnardrangi. Rauðakrossdeildin í Eyjum hefur ákveðið að auk þess að hýsa starf- semi deildarinnar verði Arnar- drangur notaður undir ýmiss konar menningarstarfsemi og munu m.a. Listvinafélag Vestmannaeyja og Sögufélagið fá þar aðstöðu. Þá hefur verið ákveðið að Lionsklúbbur Vest- mannaeyja verði með aðstöðu fyrir starfsemi sína í húsinu en fyrsti Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GUÐJÓN Hjörleifsson bæjarstjóri afhendir Hermanni Einarssyni, for- manni Rauðakrossdeildarinnar í Vestmannaeyjum, gjafabréf fyrir hús- inu Arnardrangi. fundur Lionsklúbbs Vestmannaeyja var einmitt haldinn í Arnardrangi. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri afhenti Rauðakrossdeildinni í Eyj- um Arnardrang formlega á 25 ára afmælishátíð gosloka í Eyjum og tók Hermann Einarsson, formaður deildarinnar, við því. I i t i i i I i i \ i i i i \ i i \ i i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.