Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI / 59 milljóna króna tap hjá Islenska fjársjóðnum á síðasta reikningsári I takt við daufa tíð á hlutabréfamarkaði REKSTRARTAP íslenska fjársjóðsins hf. nam tæpum 59 milljónum króna á síðasta ári. Hluta- fé félagsins var tæpar 634 milljónir króna í lok reikningsárs en eigið fé nam tæpum 1,1 millj- arði króna samanborið við 1,5 milljarða í lok reikningsársins á undan. Hluthafar Islenska fjársjóðsins hf. voru yfir 4.600 talsins í lok reikningsárs og hefur fjölgað um tæp 6% á und- angengnu rekstrarári. I frétt frá íslenska fjársjóðnum, sem Lands- bréf hf. reka, segir að hann fjárfesti í íslensk- um fyrirtækjum sem eigi mikla vaxtarmögu- leika, mest í sjávarútvegi og tengdum greinum. Það sé stefna íslenska fjársjóðsins að fjárfesta í fyrirtækjum sem starfi í atvinnugreinum þar sem Islendingar hafi náð framúrskarandi ár- angi-i og íslenskt hugvit gegni lykilhlutverki í velgengni. Auk þess að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækj- um hefur sjóðurinn keypt hlut í tölvu- og hug- búnaðarfyrirtækjum, fyrirtækjum í lyfjafram- leiðslu og iðnaði. Góður árangur miðað við aðstæður Að sögn Guðmundar Þórðarsonar sjóðstjóra er mikilvægt að bera Islenska fjársjóðinn og samkeppnissjóði hans, Vaxtarsjóðinn og Sjávar- útvegssjóð íslands, ekki saman við hina hefð- bundnu hlutabréfasjóði. „Flestir hlutabréfasjóð- ir á Islandi eru með fjárfestingarstefnu þar sem hluti eigna er í hlutabréfum, hluti í skuldabréf- um og hluti í erlendum eignum. Hins vegar er Islenski fjársjóðurinn með allar eignir sínar í hlutabréfum, fyrir utan tilfallandi skammtíma- stöður. Það gerir honum erfitt um vik að breyta eignasamsetningu sinni þegar hlutabréfaverð fer lækkandi eins og raunin varð á síðasta ári,“ segir hann. Guðmundur segir að Islenska fjársjóðnum hafi tekist mjög vel að verjast þeim miklu lækk- unum hlutabréfa sem urðu á síðasta ári. „Sjóð- urinn gerði mun betur en þingvísitala hluta- bréfa, þingvísitala sjávarátvegs og báðir keppi- nautarnir," segir hann. Stjórn sjóðsins mun, á aðalfundinum sem haldinn verður í dag, gera að tillögu sinni að ekki verði greiddur arður til hluthafa. LHtækni í samstarf við framsækið byggingarfyrirtæki í Danmörku Stór samningur um notkun Byggingas tjóra ÍSLENSKA verkfræði- og hugbún- aðaríyrirtækið LHtækni hefur skrif- að undir víðtækan þróunarsamning við byggingaríyrirtækið IKAST Byggeindustri A/S í Danmörku. IKAST var nýlega kosið annað fram- sæknasta fyrirtæld Danmerkur und- anfarin þrjú ár, þar sem mælikvarði var vöxtur í veltu. Fyrirtækið sér- hæfir sig í heildarlausnum fyrir byggingariðnað og starfar nú víða á Norðurlöndum. LHtækni sérhæfir sig m.a. í hugbúnaðarlausnum fyrir alhliða eignaumsýslu og hefur Bygg- ingastjóri, sem er staðlaður hugbún- aðarpakld þróaður af LHtækni ehf., náð góðri stöðu á dönskum markaði á undanfómum misserum. Samningur fyrirtækjanna felur í sér að LHtækni ehf. mun þróa hug- búnaðarlausnir fyrir uppbyggingu gæða- og framleiðsluferla fyrirtæk- isins við byggingu nýrra mann- virkja. Settur verður upp gagna- banki fyrir ýmsar framleiðsluein- ingar mannvirkisins ásamt verklýs- ingum, efnis- og gæðalýsingu. Stór samningur Anna Haraldsdóttir hjá LHtækni segir samninginn vera stóran og því mikilvægan fyrirtækinu. „Samning- urinn er eitt skref í markaðssetn- ingu Byggingastjóra í Danmörku. IKAST er eitt þeirra fyrirtækja sem skoðað hafa forritið og nú var semsagt ákveðið að ganga til sam- starfs við það.“ Hugbúnaðinum er ætlað að halda utan um þá byggingarhluta sem valdir em í mannvirki og gefur síðan kost á prentun gæða- og viðhalds- bóka og verklýsinga. Hugmyndin er einnig að öll gögn verði afhent verk- kaupa í Byggingastjóra, sem hefur verið markaðsfærður í Danmörku undir nafninu DriftsChefen. Forritið verður á vefnum í framhaldi af þessu er áætlað að viðskiptavinir í öðram löndum geti nálgast nýjustu teikningar, verklýs- ingar og aðrar upplýsingar úr fram- leiðslukerfi fyrirtækisins á vefnum með notkun vefútgáfu Bygginga- stjóra. Hjá LHtækni ehf. starfa 9 manns við þróun og viðhald hugbúnaðar. Fyrirtækið var stofnað árið 1990 og er hluti af LH-fyrirtækjahópnum ásamt verkfræðistofunum Línu- hönnun hf. og Forverki ehf. og ráð- gjafafyrirtækinu Rekstri og ráðgjöf ehf. GENGIÐ frá samningnum, f.v.: Júlíus Guðmundsson, verslunarsljóri KEA-Nettó í Mjódd, Hannes Karlsson, aðstoðarframkvæmdastjóri verslunarsviðs KEA, og Magnús Asgeirsson, sölustjóri verslunarkerfa hjá Opnum kerfum hf. VW með í sameign- arfyrir- tæki í Sarajevo Frankfurt. Reuters. VOLKSWAGEN AG hefur undimtað samning við ríkis- rekna fyrirtækið UNIS Hold- ing í Bosníu um stofnun sam- eignarfyrirtækis til að setja saman Skoda-bíla í Sarajevo. Nýja fyrirtækið, Volks- wagen Sarajevo d.o.o., hefur framleiðslu Skoda Felicia-bíla í Vogosca skammt frá Sara- jevo í þessum mánuði. VW mun eiga 58% í sam- eignarfyrirtækinu, en UNIS Holding 42%. Fyrirtækið hyggst framleiða 5-10.000 bíla á ári og geta aukið framleiðsl- una í 35.000 bíla á ári eftir ár- ið 2000 ef næg eftirspurn verður í ríkjum fyrrum Jú- góslavíu og annars staðar í Suður-Evrópu. Þjálfaðir hjá Skoda Starfsmenn fyrirtækisins verða um 1.200 og fá nokk- urra mánaða þjálfun í Skoda- deild VW í Tékklandi. VW á 70% í Skoda. VW varð að hætta sam- vinnu við UNIS í Sarajevo þegar Bosníustríðið hófst í apríl 1992. Hjá fyrrverandi Tvornica Automobila Sarajevo, sam- eignarfyrirtæki VW og UNIS, störfuðu 3.500 manns, sem framleiddu um 350.000 bíla af gerðunum Golf, Caddy og Jetta 1972-1992. A verksmiðjunni varð 300 milljóna marka tjón í stríðinu. KEA kaupir Fujitsu ICL verslunarkerfí KAUPFÉLAG Eyfirðinga (KEA) og Opin kerfi hf. hafa undirritað samning um kaup á Fujitsu ICL verslunarkerfi fyrir KEA-Nettó verslunina sem opnuð verður í Mjóddinni í Reykjavík innan skamms. í kjölfarið munu öll nú- verandi afgreiðslukerfí í verslunum KEA verða leyst af hólmi með Fu- jitsu ICL verslunarkerfum, að því er fram kemur í frétt frá Opnum kerfum. Akvörðun KEA um kaupin á Fujitsu ICL verslunarkerfunum frá Opnum kerfum er tvíþætt, seg- ir ennfremur í fréttinni. Annars vegar hafi Fujitsu ICL um langt árabil verið í fararbroddi við hönn- un og framleiðslu verslunarkerfa sem þróuð hafa verið í nánu sam- starfí við verslunareigendur víða um heim. Sem notandi Fujitsu ICL búnað- ar muni KEA því eiga greiðan að- gang að dýrmætum upplýsingum er varða upplýsingatækni fyrir verslun sem mun koma kaupfélag- inu að góðum notum í harðnandi samkeppni. Hins vegar sé ákvörðun KEA um kaupin á Fujitsu ICL verslun- arkerfunum byggð á reynslu KEA af traustri og vandaðri þjónustu Opinna kerfa í tengslum við HP töivubúnaðinn sem þar hefur verið í notkun um árabil. Álverð hefur ekki verið lægra í fjögur ár Gæti haft áhrif á afkomu íslensku álveranna VERÐLÆKKUN á áli á alþjóðleg- um mörkuðum að undanfömu á m.a. rót sína að rekja til minnkandi eftirspumar vegna efnahagserfið- leikanna í Asíu. Ef hið lága verð festist í sessi má búast við því að það hafi áhrif á afkomu íslensku ál- veranna, álver Islenska álfélagsins í Straumsvík, og Norðuráls á Grundartanga. Tonnið af áli seldist á 1.291 Bandaríkjadal á álmarkaðnum í Lundúnum fyrir helgi og hefur það ekki verið lægra í fjögur ár. Fin- ancial Times greindi frá því að blikur væri á lofti um enn frekari verðlækkanir. Þessar lækkanir eru einkum raktar til efnahagsþreng- inganna í Asíu en fyrir þær notaði asískur iðnaður um 30% af álfram- leiðslu heimsins, að frátöldum ál- iðnaði í Austur-Evrópu. Afkoma Alusuisse og dótturfyrirtækis þess, íslenska álfélagsins í Straumsvík, tengist beint við þróun álverðs. Peter Held, blaðafulltrái AIusu- isse, segir að að samdráttur í ál- notkun i Asíu hafí líklega orðið meiri en gert var ráð fyrir í upp- hafí. Önnur atriði hafi einnig haft áhrif til verðlækkunar eins og venjubundinn samdráttur í vissum iðngreinum vegna sumarleyfa, óvissa um þróun mála í Rússlandi og Asíu og merki um veikingu efnahagslífs í Bandaríkjunum. Blaðafulltráinn telur að vegna samverkandi áhrifa þessara atriða megi búast við að áhrifin til lækk- unar álverðs hafi orðið meiri en annars hefði orðið. Hann bendir þó á að þegar til KREPPAN í Asíu hefur haft áhrif til lækkunar álverðs. lengri tíma sé litið hafi forsendur áliðnaðarins ekki breyst og séu til- tölulega jákvæðar. „Einkum er rétt að hafa í huga að viðskiptaum- hverfið í Evrópu er jákvætt og bjart virðist yfir því á næstunni. Þá er efnahagslíf Rómönsku Ameríku almennt mjög heilbrigt og virðist það hafa orðið fyrir litlum áhrifum frá kreppunni í Asíu. ► t l I > i \ i i i \ í i i \ i i I i i I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.