Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Dregur úr
atvinnu-
leysi
ALLS voru 4,269 milljónir
manna án atvinnu í Þýskalandi
í síðasta mánuði, þegar reiknað
hefur verið með árstíðabundnu
atvinnuleysi, samkvæmt upp-
lýsingum frá atvinnumálaráðu-
neytinu. Hlutfall atvinnu-
lausra, sé ekki tekið tillit til
árstíðar, var 10,5%, en í maí
var það 10,9%. Samkvæmt
upplýsingum ráðuneytisins eru
árstíðabundin áhrif, efnahags-
uppgangur og aðgerðir stjórn-
valda helstu ástæður þess að
atvinnuleysi fer minnkandi.
Nyrup enn
óvinsælli
VINSÆLDIR Pouls Nyrups
Rasmussens, forsætisráðherra
Danmerkur, dala enn ef marka
má skoðanakannanir, og nýtur
hann nú í fyrsta sinn minna
fylgis en formaður Venstre,
Anders Fogh Rasmussen, til
embættis forsætisráðherra.
48% aðspurðra vildu heldur að
Fogh Rasmussen gegndi emb-
ættinu en 42% voru íylgjandi
Nyrup. í apríl voru 50% fylgj-
andi Nyrup en 38% Fogh
Rasmussen.
Gaddafí
undir hnífínn
MUAMMAR Gaddafí, leiðtogi
Líbýu, gekkst undir aðgerð
vegna mjaðmagrindarbrots er
hann varð fyrir á æfíngum. Að-
gerðin gekk vel, að sögn opin-
berrar fréttastofu Líbýu,
JANA. Gaddafi er 56 ára.
Óhappið henti hann á mánu-
dag.
Fundað um
ósonlagið
SÉRFRÆÐINGAR frá rúm-
lega eitt hundrað löndum hitt-
ust á fundi í Genf í gær til þess
að ræða hugsanlegar aðgerðir
til að hindra frekari eyðingu
ósonlagsins. Fundurinn er
haldinn á vegum Sameinuðu
þjóðanna og stendur í þrjá
daga. Meðal þess sem rætt
verður um er að koma upp
sölukvótakerfi á ósoneyðandi
efni.
1998 heitasta
árið
FYRSTU sex mánuðir þessa
árs eru heitasti fyrri helmingur
árs í heiminum frá því mæling-
ar hófust - og E1 Nino er ekki
meginorsökin. Breskir veður-
fræðingar greindu frá þessu í
gær. Fyrstu upplýsingar, sem
rannsakaðar hafa verið í
bresku Veðurstofunni og Há-
skólanum í Austur-Anglíu,
benda til þess að meðalhiti frá
janúar og fram í júm' hafi verið
0,6 gráðum hærri en meðaltal
áranna 1961-1990. Þar að auki
hefur hver einstakur mánuður
það sem af er árinu verið sá
heitasti frá því áreiðanlegar
mælingar hófust 1860. í til-
kynningu frá Veðurstofu Bret-
lands segir að ekki sé fyllilega
ljóst hver sé orsök hitahækk-
unar sem orðið hefur á öldinni,
en sífellt fleira bendi til þess að
brennsla jarðefnaeldsneytis
hafí mikið að segja.
Matvælaskortur í Indónesíu veldur Habibie áhyggjum
Hvetur til föstu
í tvo daga á viku
Jakarta. Reuters.
B.J. Habibie, forseti Indónesíu, hefur
hvatt landsmenn til að taka upp þann
íslamska sið að fasta í tvo daga á viku
vegna matvælaskorts í landinu.
Habibie sagði að hver íbúi gæti
sparað að minnsta kosti 20 kg af
hrísgrjónum á ári með því að fasta á
mánudögum og fimmtudögum. „Við
getum sparað þrjár milljónir tonna
af hrísgrjónum, eða sem nemur því
magni af hrísgrjónum sem við þurf-
um að flytja inn,“ sagði forsetinn á
mánudag við athöfn til minningar
um fæðingu Múhameðs spámanns.
Forsetinn lét þessi orð falla eftir
að hafa rætt við leiðtoga
indónesískra múslima. Indónesía er
fjölmennasta land múslima, er með
200 milljónir íbúa og um 88% þeirra
eru múslimar.
Gert er ráð fyrir að Indónesíu-
menn flytji inn 3,1 milljón tonn af
hrísgrjónum á árinu, en árið áður
nam innflutningurinn aðeins 350.000
tonnum.
Verð á matvælum hefur snar-
hækkað í Indónesíu vegna efnahag-
skreppunnar, sem hefur orðið til
þess að gengi rúpíunnar hefur lækk-
að um 80% gagnvart Bandaríkjadoll-
ar á einu ári. Stjómvöld skýrðu frá
því í vikunni sem leið að 85,8 milljón-
ir landsmanna yrðu undir fátæktar-
mörkum um næstu áramót.
Innfluttar vörur em orðnar mjög
dýrar vegna gengishruns rúpíunnar
og óeirðir hafa blossað upp í
nokkrum borgum á árinu vegna dýr-
tíðar og matvælaskorts.
Hagstofa Indónesíu skýrði frá því
í gær að gert væri ráð fyrir að verg
þjóðarframleiðsla myndi minnka um
13% á árinu. Efnahagssamdráttur-
inn nam 12% á fyrri helmingi ársins
miðað við sama tíma í fyrra.
Mótmæli í Vestur-Irían
Óstaðfestar fregnir hermdu að
indónesískir hermenn hefðu skotið
sjö manns til bana þegar þeir stöðv-
uðu mótmælagöngu aðskilnaðar-
sinna í héraðinu Vestur-Irían, sem
nær yfir vesturhluta Nýju-Gíneu.
Her Indónesíu sagði hins vegar að
ekkert mannfall hefði orðið.
Indónesíska fréttastofan Antara
sagði að 24 hefðu særst og 180 verið
handteknir þegar hermennimir
stöðvuðu mótmælin á eyjunni Biak.
Um 700 manns tóku þátt í göngunni
og margir þeirra héldu á fánum að-
skilnaðarhreyfingarinnar Frjálsrar
Papúa.
Stunginn
á hol í
Pamplona
EINN maður var stunginn á hol
og stigið ofan á nokkra til við-
bótar í Pamplona í gær. Þús-
undir nautaatsáhugamanna,
bæði innfæddir og ferðamenn,
hættu þar lífi og limum í árlegri
hátíð og hlupu eins og fætur
toguðu undan sextán nautum
825 metra leið um þröngar göt-
ur miðborgarinnar. Hátíðin
stendur í viku og á hverjum
morgni fer fram nautahlaup, en
síðdegis eru nautin drepin í
nautaati.
Það var Spánverji sem var
stunginn á hol í gærmorgun og
meðal þeirra sem slösuðust var
Argentínumaður sem hlaut höf-
uðmeiðsl er hann varð undir
fótum nautanna. Meiðsl eru al-
geng í hlaupinu, og fyrir þrem
árum var Bandaríkjamaður
stunginn til bana og í fyrra slas-
aðist Breti alvarlega.
Reuters
CNN
Washington, Atlanta. The Daily Telegraph,
Reuters.
YFIRMENN CNN-sjónvarps-
stöðvarinnar viðurkenndu í síð-
ustu viku að ekkert væri hæft í
fréttum sem stöðin flutti nýlega
þess efnis að bandaríski herinn
hefði beitt eiturgasi gegn lið-
hlaupum í Víetnam-stríðinu.
Bað Tom Johnson, stjórnarfor-
maður CNN-fyrirtækisins, áhorf-
endur sína og fyrrum hermenn í
Víetnam afsökunar og sagði ekki
nægar sannanir fyrir ásökunun-
um. Hefur Bobbie Battista,
fréttamaður CNN, kallað málið
„martröð blaðamannsins".
Greint var frá því nú í byrjun
vikunnar að Johnson hefði viljað
segja starfi sínu lausu, en stofn-
andi CNN, Ted Turner, hefði
neitað að samþykkja afsagnar-
beiðnina.
Það sem gerir málið enn vand-
ræðalegra fyrir CNN er að frétt-
in var flutt sem aðalfrétt í fyrsta
hluta sérstaks fréttaþáttar, News
Stand, sem unninn var í sam-
vinnu við fréttatímaritið Time,
og átti að skapa CNN nafn í
rannsóknarblaðamennsku. Var
fréttin tekin upp af fréttamiðlum
víðs vegar um heiminn og litið á
hana sem íjöður í hatt fréttaþátt-
arins nýja.
Time Wamer-fyrirtækið er að-
í klípu
aleigandi bæði CNN og Time og
var meiningin með sameiginleg-
um fréttaþætti miðlanna tveggja
sú að auka orðstír CNN, sem á
stundum hefur þótt nálgast „gulu
pressuna“ ískyggilega mikið.
Blaðamenn Time em fjúkandi ill-
ir vegna klúðursins og skella
allri skuld á fréttastöðina.
Hefur aðalframleiðandi frétta-
þáttarins þegar sagt af sér og að-
stoðarframleiðendum hans var
sagt upp störfum. Peter Arnett,
hinn frægi fréttahaukur sem
m.a. vann til Pulitzer-verðlauna
fyrir fréttaflutning frá Víetnam-
stríðinu, var auk þess veitt ofaní-
gjöf fyrir sinn þátt í málinu.
Þriðja vandræðamálið
á skömmum tíma
Þetta vandræðamál er hið
þriðja sinnar tegundar sem kem-
ur upp á nokkrum mánuðum í
Bandarílqunum. Fyrir skömmu
uppgötvaðist að ungur blaðamað-
ur við tímaritið New Republic
hafði „skáldað" alls tólf fréttir og
skömmu seinna viðurkenndi
dálkahöfundur fyrir dagblaðið
Boston Globe Ioks að hún hefði
„búið til“ heimildarmenn fyrir
frétt sem hún ritaði og lagt þeim
síðan orð í munn.
Hafna því að loft-
steinn gefí vísbend-
ingar um líf á Mars
Washington. Reuters.
HÓPUR bandarískra vísinda-
manna hafnar því að lofsteinn,
sem fannst á Suðurskautsland-
inu fyrir tveimur árum, hafi að
geyma vísbendingar um að líf
hafi einhvern tímann verið á
mars.
Vísindamenn við Geimvísinda-
stofnun Bandaríkjanna (NASA)
héldu því fram í fyrra að á loft-
steininum væri að finna agn-
arsmáar steingerðar bakteríu-
leifar. Fréttunum var frá upp-
hafi tekið með varúð, og í grein í
júlíhefti tímaritsins Meteoritics
and Planetary Science hafnar
John Bradley, sérfræðingur við
Georgia Institute of Technology,
niðurstöðum NASA alfarið.
Bradley og samstarfsmenn
hans segja niðurstöður rann-
sókna sinna benda til þess að
það sem NASA taldi vera stein-
gerðar leifar lífvera sé í raun
ekki annað en ummerki þess að
steinninn hafi þolað miklar hita-
breytingar. Jarðfræðileg ferli,
en ekki líffræðileg, hafi myndað
örlitlar holur í steininn og skilið
eftir ákveðin efnasambönd.
Útilokar þó ekki líf
„Þegar fréttin [um niðurstöð-
ur NASA] komst fyrst í hámæli,
snerist umræðan fljótt upp í
deilu um hvort það væri, eða
hefði einhvern tímann verið, líf á
mars,“ sagði Bradley í yfirlýs-
ingu sinni. „En hér er í raun um
að ræða tvö álitamál, annars
vegar hvort líf finnist yfirleitt á
mars, og hins vegar hvort þessi
ákveðni loftsteinn gefi vísbend-
ingar um það.“
Bradley segir hugsanlegt að
líf sé, eða hafi verið, að finna á
mars, en að loftsteinninn hafi
ekki að geyma svarið. „Það get-
ur vel verið [að líf sé að fínna] í
iðrum plánetunnar. Við vitum að
líf þrífst við afar erfiðar aðstæð-
ur hér á jörðinni."
Sérfræðingar NASA standa
enn við fyrri niðurstöður sínar.