Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Áhugi á landafundum Leifs Eiríks- sonar aukist B andaríski öldungadeildarþingmaðurinn Tom Harkin heldur frá Islandi uppfullur áhuga á Islandi og landafundum víkinga. Hann ræddi við Urði Gunnarsdóttur um undirbúning hátíðahaldanna í Bandaríkjun- ---------------------------7-- um árið 2000, vináttu sína við forseta Is- lands og baráttuna við tóbaksframleiðendur. „ÉG er þess fullviss að ísland á eft- ir að skipta miklu máli í hátíðahöld- unum í Bandaríkjunum er nýtt ár- þúsund gengur í garð. Áhuginn hef- ur færst í vöxt á hjá þeim sem und- irbúa hátíðahöldin, A1 Gore varafor- seti hefur sýnt sögu landsins áhuga í kjölfar heimsóknar forseta Islands fyrir tæpu ári og áhugi minn hefur aukist mikið á málinu. Mun ég hella mér út í Leifs Eiríkssonar-verkefn- ið svokallaða er heim er komið,“ segir bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn Tom Harkin, sem kom hingað til lands í stutta heim- sókn. Harkin er áhrifamikill þing- maður, situr á þingi fyrir demókra- taflokkinn í Iowa-ríki. Kom þing- maðurinn hingað fyrir áeggjan for- seta Islands, Olafs Ragnars Gríms- sonar, en þeir störfuðu lengi saman innan aljóðlegra þingmannasam- taka. „Vinskapur minn við forseta ykk- ar nær langt aftur, enda fara skoð- anir okkar á mörgum málum, t.d. umhverfis- og varnarmálum, sam- an. Hann hefur verið óþreytandi við að uppfræða mig um ísland, sem ég vissi ekkert um áður en ég kynntist honum, og um lýðræðishefðina. Ég hef lengi ætlað mér að koma og nú loks varð því komið við. Því miður gátu Ólafur og eiginkona hans ekki tekið á móti mér svo hér er ég, án kennara míns og uppfræðara. En hann sá til þess að ég hef verið fræddur um flest það sem mig fýsti, hef auk þess komist á hestbak og heimsótt fæðingarstað Leifs Eiríks- sonar.“ Gore áhugasamur um sögu Islands Harkin segist uppfullur áhuga á sögu Leifs og landafundunum og hyggst einbeita sér að þeim er heim er komið. „Ólafur Ragnar hefur einnig verið óþreytandi við að kynna verkefnið og koma þætti ís- lands á framfæri. Er hann kom til Bandaríkjanna íyrir tæpu ári vann ég meðal annarra að því að hann hitti Bill Clinton Bandaríkjaforseta, og saman fórum við Ólafur í kvöld- verðarboð til Als Gores varaforseta. Ahugi Gores vaknaði á sögu Is- lands, ekki síst lýðræðishefðinni og stöðu þess í heimsstyrjöldinni síð- ari. Þá hefur Ellen McCulloch- Lowell, formaður aldamótanefndar Lokað Utsalan hefst á morgun Kringlunni 8-12 sími 568 6688 Morgunblaðið/Jim Smart „ÁHUGALEYSI kjósenda er mikið áhyggjuefni," segir öldungadeild- arþingmaðurinn Tom Harkin. Hvíta hússins, lýst ^yfir áhuga á að koma til íslands. Eg er því sann- færður um að íslendingar munu leika stórt hlutverk í þessum hátíða- höldum," segir Harkin en hann tel- ur ennfremur að miklu skipti að frá- sögnum af landafundum víkinga verði komið inn í kennsluefni bandarískra skólabarna, sem búi yf- ir takmarkaðri vitneskju um þá. Repúblikanar til hægri, demókratar á miðjuna Harkin er gamalreyndur stjóm- málamaður, sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 1975-1985 en tók þá sæti í öldungadeildinni. Hann var síðast kjörinn 1996 og sit- ur til ársins 2002. Hins vegar verð- ur gengið til kosninga til fulltrúa- deildarinnar í nóvember í haust og vangaveltur um kosningamar era löngu hafnar. Aðspurður um hvaða mál Harkin telji að muni ráða ferð- inni í kosningabaráttunni segist hann þess fullviss að repúblikanar muni reyna með öllum ráðum að draga Bill Clinton Bandaríkjafor- seta inn í umræðuna. Efnahagur landsins sé í blóma, dregið hafí úr verðbólgu og atvinnu- leysi og því hafí repbúblikanar ekki önnur vopn í hendi en að beina spjótum sínum að Clinton í von um að almenningur gleypi við því. „Þetta er siðferðileg herferð. Ég veit ekki hver sannleikurinn er í málatilbúnaðinum á hendur forset- anum um kynferðislega áreitni og kynferðislegt samband við undir- menn en það má ekki gleyma því að það er ekkert fómarlamb í málinu. Enginn hefur stigið fram á sjónar- sviðið og sagst vera fómarlamb. Ekki einu sinni Paula Jones, sem sakar forsetann um kynferðislega áreitni." Harkin segir atlögu pólitískra andstæðinga forsetans til marks um að hægri vængnum í repbúblikana- flokknum hafí vaxið fískur um hrygg og slíkt sé hvorki flokknum né þjóðinni til góðs. Demókrata- flokkurinn hafi hins vegar færst nær miðju stjómmálanna. „Við telj- um okkur geta unnið aftur fulltrúa- deildina, sem repúblikanar ráða núna, og ég er þess fullviss að efna- hagsmálin munu þar koma okkur til góða. Þá held ég að tekist verði á um umhverfismál, menntamál og heilbrigðismál, en það eru fyrst og fremst málefni okkar demókrata." Harkin segir tveggja flokka kerf- ið I Bandaríkjunum standast tímans tönn og þótt þingmenn flokkanna víki út frá flokksh'nunni og kjósi þvert á vilja flokksstjórnar, þar á meðal hann sjálfur, sé það hreint ekki til marks um að kerfið hafí gengið sér til húðar. Hins vegar sé áhugaleysi kjósenda mikið áhyggju- efni. Æ færri sjái ástæðu til að mæta á kjörstað og áhuginn minnki með hverju árinu. Peningarnir hafí yfirtekið allt og fólki finnist atkvæði sitt ekki skipta máli lengur. Umbóta þörf í umhverfismálum Reyndar hefur demókrötum verið skákað í einum málaflokka sinna, umhverfismálunum, þar sem er nýr stjómmálaflokkur umhverfissinna. Náði hann 15% fylgi í Nýju-Mexíkó í síðustu kosningum og kom þar með í veg fyrir sigur demókrata í ríkinu, sem talinn hafði verið trygg- ur. Aðspurður um orðspor Banda- ríkjamanna í umhverfismálum við- urkennir Harkin að það mætti vera betra og taka þurfí til hendinni í þeim. Þá telur Harkin afar mikil- vægt að lögð verði áhersla á að að- stoða þjóðir á borð við Kínverja og Indverja við að nýta umhverfisvæn- ar og endumýtanlegar orkulindir á borð við vatnsafl, í stað t.d. kola, svo komist verði hjá þeirri gríðarlegu mengun sem annars verði óumflýj- anleg með ört vaxandi orkuþörf í þessum ríkjum. Erfíð barátta gegn tóbaksframleiðendum Nafn Harkins skýtur víða upp kollinum þegar lesnar eru fréttir af Bandaríkjaþingi. Hann hefur beitt sér í heilbrigðismálum og barist gegn stækkun Atlantshafsbanda- lagsins, svo eitthvað sé nefnt. En þekktastur er Harkin líklega íyrir áratuga baráttu sína gegn tóbaks- framleiðendum. Ekki er laust við að Harkin setji upp uppgjafarsvip þegar minnst er á þetta baráttumál. Nýlegt frum- varp Harkins og fleiri demókrata um skattlagningu á tóbaki mætti harðri andstöðu úr röðum repúblik- ana og var því vísað frá. Hart var tekist á um málið, Harkin fullyrðir að tóbaksframleiðendur hafi varið allt frá 40 -800 milljónum dala til að berjast gegn framvarpinu. „Þeir lugu hreinlega að fólki með því að segja að skattar þess myndu hækka. Tillaga okkar fólst í því að hækka skatta á tóbak, svo fólki sé í sjálfsvald sett hvort það greiðir þennan skatt eða ekki. En almenn- ingur varð skelfílega raglaður, menn vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Reynslan í Evrópu sýnir að menn kaupa tóbak þrátt fyrir að það sé að minnsta kosti helmingi dýrara en í Bandaríkjunum. Hækk- un á tóbaki dregur hins vegar úr reykingum, einkum hjá unga fólk- inu, og það tel ég mikilvægasta þáttinn í baráttu okkar. Takist að koma í veg fyrir að unglingar undir tvítugu byrji að reykja er björninn unninn, líkumar á því að menn byrji að reykja síðar eru hverfandi." Harkin segir að ekki sé öll nótt úti enn, þótt framvarpinu hafi verið vísað frá og óvíst sé hvort og hvenær það verði tekið fýrir að nýju. Hann muni halda baráttu sinni áfram og voni að skattur á tó- bak verði eitt þeirra mála sem tek- ist verður á um í kosningunum í haust. Líkams- rækt aðal- atriðið Boston. Reuters. EKKI er nóg að forðast fítu- ríkan mat til þess að draga úr kólesterólmagni í blóðinu, samkvæmt niðurstöðum rann- sókna sem birtar eru í New England Journal of Medicine í dag. Líkamsrækt er nauðsyn- leg eigi það markmið að nást. Rannsóknin stóð í eitt ár og voru gerðar tilraunir með ýms- ar samsetningar mataræðis og líkamsræktar á 377 mönnum og konum sem höfðu of mikið af svonefndu „slæmu“ (LDL) kólesteróli í blóði og of lítið af „góðu“. Ekkert virðist auka magn góða kólesterólsins svo neinu nemi. Neysla fítulítils matar dregur úr magni þess slæma að nokkru leyti, en um- talsverð breyting sást aðeins í blóði þeirra sem bæði drógu úr fituneyslu og stunduðu líkams- rækt af kappi. Marcia L. Stefanick, við læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjunum, stýrði rann- sókninni. Hún segir í niður- stöðum sínum að niðurstöð- umar „sýni fram á mildlvægi líkamsræktar í þeim tilvikum þar sem mataræðið eitt hefur ekki dregið úr magni LDL kól- esteróls". SIÐAN 1972 ISLENSKAR GÆÐA MÚRVÖRUR Á GÓÐU VERÐI EÐALPÚSSNING MARGIR LITIR I I ■■ ■1 steinprýði STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.