Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 21

Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 21 Atta sækja um stöðu framkvæmda- stjóra SÍ MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað stjóm Sinfóníuhljómsveitar Islands til næstu ijögurra ára frá og með 1. júlí 1998. Nýr formaður stjóm- ar er Þorkeli Helgason orkumála- stjóri og tekur hann við af Herði Sig- urgestssyni, forstjóra Eimskips, sem gegnt hefur formennsku í stjóminni í fjögur ár en lætur nú af störfom. I stjóminni eiga sæti auk for- manns, sem skipaður er án tilnefning- ar, Dóra Ingvadóttir framkvæmda- stjóri, tilnefnd af Ríkisútvarpinu, Jón Þórarinsson tónskáld, tilnefndur af fjármálai’áðherra, Rósa Hrund Guð- mundsdóttir hljóðfæraleikari, til- nefnd af hljóðfæraleikumm hljóm- sveitarinnar, Hákon Leifsson tón- skáld, tilnefndur af Reykjavíkurborg. Stjómin hélt sinn fyrsta stjómar- fund í síðustu viku og vom þar lagð- ar- fram umsóknir um stöðu fram- kvæmdastjóra hljómsveitarinnar. Eftirtaldir sóttu um stöðuna: Arn- þór Jónsson, Ármann Örn Ármanns- son, Ásgeir Eiríksson, Brjánn Inga- son, Haukur H. Gröndal, Jóhanna E. Sveinsdóttir; Sigurður Gústavsson og Þröstur Ólafsson. Stjórnin mun á næstu dögum fara yfir umsóknirnar og er gert ráð fyrir að taka afstöðu til þeirra innan tíðar. ------------------ „Bossa-nouve- au“ í Kaffí- leikhúsinu FJÓRÐU tónleikarnir í Sumartón- leikaröð Kaffileikhússins verða fimmtudaginn 9. júh' kl. 21. Þá munu kanadíska djasssöngkon- an Tena Palmer og hljómsveit henn- ar, Joao, flytja brasilíska samba og bossa-nova tónlist. Joao skipa, auk Tenu Palmer, Hilmar Jensson á acoustic gítar, Jóel Pálsson á saxó- fón, Gunnar Hrafnsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur. I kynningu segir: „Undanfarin ár hefur svonefnd „latin“tónlist notið mikilla vinsælda á Islandi, og nú er tækifæri til að dansa við flutning slíkrar tónlistar. Á efnisskrá Joao era m.a. lög eftir Antonio Carlos Jobim, Caetano Veloso, Dory Ca- yimi, Ary Barroso, Geraldo Pereira og Nelson Trigueira.“ Miðasala er allan sólarhringinn í síma Kaffileikhússins og við inn- ganginn. ------------------ * VIS gerir sam- starfssamning við I.C. Art I.C. ART, umboðsskrifstofa ís- lenskra listamanna hefur undirritað samstarfssamning við VIS. Þetta er þriðji samningurinn sem I.C. AiT gerir við fyrirtæld hérlendis en áður höfðu TVG-Zimsen og Is- lenska útvarpsfélagið gengið til sam- starfs við umboðsskrifstofuna um markaðssetningu íslenskrar myndlist- ar erlendis. Við undirritun styrkir VÍS íslenska listamenn á sölusýningum í Bandaríkjunum en iyrsta sýningin þarlendis á vegum I.C. Art verður opnuð í Los Angeles snemma í haust. ------♦-♦-♦--- Orgeltónleikar í Dómkirkj- unni MARTEINN H. Friðriksson leikur í dag, miðvikudag kl. 11.30 í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Á efnisskrá verða orgelverk eftir Bach og Mendelssohn. Aðgangur er ókeypis. Að loknum tónleikum verða há- degisbænir kl. 12.10. LISTIR Alþjóðleg skáldahátíð í Reykjavík árið 2000 Raddir án landamæra Birgitta Jónsdóttir MARGMIÐLUNARSTOFA íslands mun standa að alþjóðlegri skáldahá- tíð í Reykjavík árið 2000 undir kjör- orðunum, „Raddir án landamæra“, í samvinnu við hin ýmsu fyrirtæki og samtök. Gert er ráð fyrir að hátíðin verði haldin í júlí og standi í eina viku, frá laugardegi til laugardags. Hátíðin verður helguð ljóðinu og mun hver dagur hafa ákveðið þema. Margmiðlunarstofan er þegar komin í samstarf við erlenda aðila um þátt- töku og má þar helst nefna Ron Whitehead sem skipuleggur þátt- töku Bandaríkjamanna í hátíðinni. Whitehead er skáld og skipuleggj- andi sem hefur áralanga reynslu í uppsetningu svipaðra hátíða í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Birgitta Jónsdóttir skáld og verk- efnisstjóri Ásgerður Jóhannsdóttir. Birgitta sagði í samtali við Morgun- blaðið að markmið hátíðarinnar verði að skapa alþjóðlegan vettvang Ijóðsins hér í Reykjavík og opna nýj- ar víddir í nálgun almennings við ljóðlistina. „Lögð verður áhersla á „performans" ljóð, uppákomur, tón- list, margmiðlun og lifandi framsetn- ingu orðsins. Reynt verður að fá skáld og listamenn hvaðanæva til samstarfs og þátttöku og settir verða upp mismunandi dagskrárliðir sem sýna sem mesta breidd í ljóð- list.“ Á vefnum og í margmiðlun Eitt af þemum hátíðarinnar segir Birgitta að verði ljóðið í umhverfinu þar sem ljóð verða sett upp víðsveg- ar um borgina. Einnig verður rekin stefnumótalína þar sem ‘dial-a- poem’-konseptið er soðið saman við vettvang símatorganna. Þar verður hægt að hringja inn og heyra ljóð og lesa sín eigin ljóð inn á talhólf sem verður aðgengilegt öllum sem hringja inn. „Margmiðlunarstofa íslands mun setja upp vef sem verður þunga- miðja hátíðarinnar," segir Birgitta. „Vefurinn verður settur upp einu ári áður en hátíðin hefst. Hann mun verða alþjóðlegur samstarfsvett- vangur fyrir skáld sem senda inn ljóð sín og taka þannig þátt í hátíð- inni. Hluti vefjarins mun innihalda samstarfsverkefni skálda frá hinum níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Svo verður gefinn út marg- miðlunardiskur með efni hátíðarinn- ar. Diskurinn verðui' nokkurs konar yfirlitsverk þar sem listamennimir og verk þeirra era kynnt.“ Öllum aðgengileg Vettvangur skáldahátíðarinnar verður í Reykjavík árið 2000. Leit- ast verður við að hafa sem mesta breidd í staðsetningu viðburða. Dag- skráratriði verða sett upp í stórum sölum og á minni stöðum eins og kaffihúsum, klúbbum og veitinga- stöðum. Einnig verður leitað eftir samstarfi við söfn og hverfamið- stöðvar um vettvang fyrir atriði á hátíðinni. ,Að lokum,“ segir Birgitta, „vilj- um við leggja áherslu á að með því að setja upp vef- og símaljóð munu dagskrárliðir hátíðarinnar ekki tak- markast af landfræðilegri staðsetn- ingu hennar. Þannig mun hluti henn- ar verða aðgengilegur öllum Islend- ingum sem og útlendingum." Umfang hátíðarinnar er mikið og er stefnan sú að samstarfsaðilar okk- ar sjái um ákveðna þætti hennar undir stjóra Margmiðlunarstofunn- ar. Er þá verið að vísa í ákveðna dag- skrárliði. Eðli samstarfsins markast af áhuga og sérsviði viðkomandi samstarfsaðila. Margmiðlunarstofa Islands er nú þegar komin í samstarf við nokkra aðila, Christopher Felver frá Banda- ríkjunum, Meer dan Woorden Festi- val í Hollandi, Ron Whitehead frá Bandaríkjunum, alþjóðafélagsskaj)- inn Telepoetics og Tjáskipti ehf. á Is- landi. Verið er að vinna að samstarfi við fjölmargar stofnanir, samtök og fyrirtæki bæði heima og erlendis. mGHT :qur með mikið pláss. Allirgeta notað þennann. 5.380:- Bestur fyrir nauðsynjar. 4.390:- Frábær fyrir dagsferðina. TIGHT bakpokarnir eru með mest seldu bakpokum í Evrópu. VINTERSPORT ÞlN FRlSTUND - OKKAR FAG BlLDSHOFÐA - Bíldshöfða 20 - Slmi: S10 8020 Morgunblaðið/Þorkell Dansinn stiginn NORRÆNT þjóðdansa- og þjóðlagamót „Isleik 98“ stendur nú yfír í Reykjavík og eru danssýningar, danskenn- sla, samspil, söngkvöld og rirlestrar á dagskránni. sunnudaginn gengu dans- arar og hljóðfæraleikarar klæddir þjóðbúningum frá Mjódd að Árbæjarsafni, þar sem gestum og gangandi var gefínn kostur á þjóðdansasýningu og hljóð- færaleik. ana Toppurinn íþeim amerísku! Sérkannaáir eftir jiínum ]iörfum Amana er í fremstu röá framleiðemla frysti- og kæliskápa í Bandaríkjunum. Otal innréttingar kjóðast, val er um stál-, spegil- og viáaráferá ecía næstum kvaáa lit sem er. I Amana er sérstakt kólf jtar sem mjólkin kelst ísköld. M /flfli ana 30 ara reynsia a la á íslandi! A«taö onOOOVtf* 30*;„arats'ú«ur'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.