Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 23 Frá „ævarandi hlutleysi“ til vestræns varnarsamstarfs ÍSLENZK utanríkis- stefna á mótunar- skeiðinu 1945-1956 er umfjöllunarefni nýrr- ar bókar eftir Þór Whitehead, rann- sóknaprófessor í sagn- fræði við Háskóla ís- lands. Bókin, sem er á ensku, ber titilinn „The Ally Who Came in from the Cold“. Bókin kom út um leið og fjöldinn allur af erlendum fræði- mönnum, sem hafa sérhæft sig í rann- sóknum á sögu kalda stríðsins, flykktist til Reykjavíkur til að taka þátt í ráðstefnu sem hér fór fram dag- ana 24.-27. júní undir yfirskrift- inni „Norðurlöndin og kalda stríðið". Titill bókarinnar kann að minna á spennusögu (sbr. „The Spy who came in fram the Cold“), en bókin býður upp á líf- lega myndskreytt og aðgengi- legt yflrlit yfir mikilvægan kafla í sögu íslenzkrar utanríkis- stefnu, eða hvernig íslenzkir ráðamenn sögðu skilið við „ævarandi hlutleysi" íslands og hófu þátttöku í vestrænu varnar- samstarfi. Þór segir bókina eink- um ætlaða fróðleiksfúsum út- lendingum, en ekki síður erlend- um fræðimönnum. Bókin gæti einnig gagnazt íslendingum, sem vilja kynna sér þetta efni í stuttu rnáli. Margt hafði áhrif á ákvörðun vinstristjómarinnar 1956 Hvað varðar innihald bókar- innar gerði Þór í samtali við Morgunblaðið sérstaklega að umtalsefni hvað varð til þess að vinstristjórnin sem tók við völd- um sumarið 1956 skyldi ekki gera al- vöru úr því að koma bandaríska varnar- liðinu af landi brott, eins og flokkarnir sem að stjórninni stóðu höfðu sam- þykkt þingsályktun um í marzmánuði 1956. Þingkosningar fóm fram snemm- sumars, og var kosn- ingabaráttan löng og ströng, og eitt aðal- málið sem tekizt var á um var hvort reka ætti varnarliðið burt eða ekki. Þór bendir á, að bæði Fram- sóknar- og Alþýðuflokkurinn vildu reyna að nýta sér til fylgis- aukningar þá útbreiddu óánægju sem var í landinu með dvöl bandarísks herliðs hér og hindra að Þjóðvarnaflokkurinn, sem var sérstaklega stofnaður til að gera út á þessa óánægju 1953, sæti einn, ásamt Sósialistaflokknum, að þessum atkvæðum. „Það sýndi sig að Sósíalista- flokkurinn gat í rauninni ekki notfært sér [þessa óánægju] nema að takmörkuðu leyti, vegna þess að flokkurinn hafði fengið á sig óorð fyrir að dýrka Stalín að fylgja Sovétstjórninni að málum,“ sagði Þór. „Það þurfti því nýtt afl til að veita þessari óánægju farveg, og það varð Þjóðvarnaflokkurinn." Þennan flokk segir Þór hafa gegnt merkilegra hlutverki en margir ætla í kosningunum 1956. „Það er ljóst að þessari ályktun Alþingis um að stefnt skuli að brottför hersins var beint ekki sízt gegn Þjóðvarnar- flokknum, til að stöðva frekari fylgisaukningu hans á kostnað Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins.“ Með því að vekja athygli á þessum kringumstæðum og fleiri atriðum sem höfðu áhrif á stefnumörkun og kosningabar- áttuaðferðir flokkanna sem mynduðu vinstrisljórnina undir forsæti Hermanns Jónassonar í júlí 1956 er Þór að gagnrýna of- uráherzlu á áhrif fjármála á ákvarðanir þessarar ríkisstjórn- ar. Sumir fræðimenn hafa talið, að hin rausnarlega lánafyrir- greiðsla sem Bandaríkin veittu Islendingum síðla árs 1956, hefði verið aðalástæðan fyrir þvf að hún skyldi ákveða að endurnýja varnarsamninginn óbreyttan. „Eg tel, að það séu yfirgnæf- andi líkur á því, að varnarsam- starfíð hefði aldrei verið endur- nýjað í óbreyttri mynd, nema út af þessum atburðum sem gerðust út í heimi haustið 1956, það er hemaðaríhlutun Sovétríkjanna í Ungveijalandi og Súez-deilunni í Egyptalandi." Vegna þessara at- burða segir Þór hið pólitiska and- rúmsloft hér hafa verið orðið allt annað haustið 1956 en það var um vorið. Þessar breyttu aðstæð- ur verði að taka með í reikning- inn, ef unnt á að vera að leggja sanngjarnt mat á það hvað lá að baki stefnumarkandi ákvörðun- um íslenzku ríkisstjórnarinnar á þessum tíma. Auk þessa beri að hafa í huga, að sögn Þórs, að þrýstingur frá ríkisstjórnum Nor- egs og Danmerkur, sem var mik- ið í mun að Islendingar viðhéldu varnarsamstarfinu, hafði tví- mælalaust sitt að segja. „Menn verða að líta á sögu þessa örlagaskeiðs, 1945-1956, í því ljósi, að íslenzkir ráðamenn hafi verið að bregðast við að- stæðum eftir því sem þær breytt- ust,“ sagði Þór. Þór Whitehead HLIF við eitt verka sinna. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 www.mbl.is Málverk Hlífar í Leifsstöð NÚ stendur yfir sýning á málverk- um eftir Hlíf Ásgrímsdóttur í flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli. Félag íslenskra myndlistar- manna og Leifsstöð standa saman að kynningu á verkum félagsmanna FÍM. Hl£f sýnir þar átta málverk sem unnin eru á þessu og síðastliðnu ári. Sýningarrýmið er í landganginum og stendur sýningin til 15. ágúst. Þessi sýning tekur við af kynningu á verkum eftir Jóhönnu Bogadóttur og eftir sýningu Hlífar verða verk eftir Svanborgu Matthíasdóttur sýnd. Verk hvers listamanns eru til sýn- is í 2-3 mánuði og fylgja útgáfu tíma- ritsins Atiantica sem dreift er í flug- vélum Flugleiða en í því er kynning á viðkomandi listamanni. m sandaiar ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina. Sími 551 9800 Vandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN Sími 568 8530 Síðumúla 33 ♦ 108 Reykjavík ♦ Fax 568 8513 qætir saFnað sparigrisum ( ATH! Aðeins^^jkr. röðin ~) - og fylit þá alla! í kvöld er dregið í Víkingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag. http://www.mmedia.is/sportleigan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.