Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 25
Dalur í miðri borg
BÆKUR
Vistfræði
ELLIÐAÁRDALUR
Land og saga. 166 bls. Mál og mynd.
Prentun: Steindórsprent -
Gutenberg ehf. 1998.
ÞRÍR menn leggja fram þekk-
ingu sína við ritun og samantekt
bókar þessarar, Árni Hjartarson
jarðfræðingur, Reynir Vilhjálms-
son landslagsarkítekt og Helgi M.
Sigurðsson sagnfræðingur sem
jafnframt hefur haft með höndum
ritstjórn verksins. Náttúran, sag-
an, mannlífíð - allt fær það sína
umfjöllun í bókinni. Byrjað er á
sjálfum grunninum, jarðfræðinni.
Eru henni gerð hin prýðilegustu
skil. Minnt er á að hraun hafi runn-
ið niður eftir dalnum fyrir aðeins
röskum fimm þúsund árum sem er
andartak eitt á jarðsögukvarða
mælt. Varla þurfa þó Reykvíkingar
að óttast að gos spretti upp undir
iljum þeirra þegar leið þeirra ligg-
ur um dalinn. Og »skjálftar með
upptök í byggð á höfuðborgar-
svæðinu sjálfu eru sárasjaldgæfir,«
upplýsir jarðfræðingurinn. Gamlar
jarðskjálftasprungur leynast hins
vegar í dalnum og nágrenni. Var
komið niður á eina slíka þegar
grafið var fyrir grunni sundlaugar
við Fylkisveg. »Hún var 1-2 m á
breidd og virtist mjög djúp ... Ekki
þótti ráðlegt að hafa slíka sprangu
undir sundlauginni og því var
byggingarsvæðið fært
til.« Kaflar um fuglalíf
og gróðurfar eru
einnig ítarlegir. Um
laxinn hefði hins vegar
mátt fjalla nokkru nán-
ar.
Saga mannvistar er
allnákvæmlega rakin,
einkum að því er tekur
til nýliðinna áratuga.
Enda gerðist ekki svo
margt í dalnum sem í
frásögur væri færandi
fyrr en höfuðstaðurinn
tók að þenjast út og
umferð að aukast um
svæðið. En rangalar
sögunnar era villugjarnir. Og
þarna er hitt og annað sem mátt
hefði athuga nánar. Það er t.d.
söguleg ónákvæmni sem segir í
formálanum að bílaöld hefjist »eft-
ir aldamótin 1900«. Réttara væri
að segja að bílaöld hefjist upp úr
fyrri heimsstyrjöld. Og eitthvað
sýnist athugavert við þetta tímatal
á bls. 121 þótt ef til vill megi lesa í
málið: »Fyrstu hesthús félagsins
og aðstaða vora að Tungu við Suð-
urlandsbraut, allt til 1956. Síðar
komu hús að Laugalandi í Laugar-
dal sem rekin voru til ársins 1966.
Enn síðar, eða 1961, vora reist hús
við gamla skeiðvöllinn við Bústaða-
veg.« Málfarið mætti ennfremur
færa til betri vegar. Að »byggja«
brú kemur afar víða fyrir þar sem
rakin er saga brúargerðar. Ekki
getur það talist viðunandi íslenska.
Að smíða brú hefur
hingað til verið sagt.
Verkstjórinn er þá
réttnefndur brúar-
smiður. Engu skárra
era orðin »útreiðar-
túr« að ekki sé talað
um »skemmtireiðtúr«.
Orðið útreiðar er
klassískt og tilkomu-
mikið og lýsir einmitt
þeim hefðarbrag sem
gjarnan fylgdi þess
háttar reiðskap fyrr á
tíð, samanber Fáka
Einars Benediktsson-
ar svo dæmi sé tekið.
Og nægilega langt
ætti orðið að vera! Tökuorðið túr,
sem Danir tóku eftir Frökkum og
Islendingar síðar eftir Dönum, er
ekki með öllu óþarft í málinu en
allsendis óhæft í þessu sambandi.
Orðið »útmörk«, sem fyrir kemur á
bls. 144, hefði undirritaður talið
vera hvoragkynsorð í fleirtölu ef
ekki hefði áður, á bls. 137, komið
fyrir orðmyndin »útmerkur«. » ...
milli byggðar og útmerkur Reykja-
víkur«, stendur þar.
Myndefnið er bæði fjölskrúðugt
og mikið. Ennfremur era þarna
uppdrættir fyrir þá sem vilja
kynna sér efnið nánar. Verði bókin
gefin út aftur má þó ýmsu breyta.
Til dæmis er nauðsynlegt að laga
textann hér og þar. Náttúravernd
og málvernd þurfa og eiga að fara
saman.
Erlendur Jónsson
Helgi M.
Sigurðsson
Ást til
sölu
MYMPLIST
Gallerí Sævars Karls,
ltankastra;ti
BLÖNDUÐ TÆKNI
GJÖRNINGAKLÚBBURINN
Til 18. júlí. Opið á verslunartíma.
GJÖRNINGAKLÚBBURINN
er myndlistarkvartett þeirra
Eirúnar Sigurðardóttur, Halldóra
G. ísleifsdóttur, Ólafar Jónínu
Jónsdóttur (Jóní) og Sigrúnai' Ingu
Hrólfsdóttur. Þegar í upphafi var
ljóst hvert Gjörningaklúbburinn
stefndi. Ólíkt þeim „náttúrulegu"
áherslum sem ríktu innan íslenskr-
ar listar vel fram á þennan áratug
tóku stúlkurnar fjórar leikræna af-
stöðu til listsköpunar og bjuggu
sér til eins lags þjónustuíyrirtæki
ástalífsins.
Þær sýndu sig gjarnan í hvitum
læknasloppum eins og klínikdömur
og lýstu yfir andstöðu sinni við
hvers kyns ofbeldiskenndan ex-
pressjónisma í listum. Það var ekki
fráleitt að líkja boðskap þeirra við
fagnaðarerindi John Lennons og
Yoko Ono. Munurinn var einna
helst fólginn í því raunverulíld sem
þær bjuggu til kringum sig. A með-
an Lennon og Ono gengu til verks
eins og viðvaningar án nokkuirar
annarrar sviðsetningar en hótels-
vítunnar góðu á Waldorf Astoria,
birtist Gjörningaklúbburinn eins
og faglegir ástaiTáðgjafar með allri
þeirri sölumennsku sem tilheyrir
nú til dags.
Við sem búum við Sjónvap-
skringluna þar sem fallegt og vel
snyrt fólk lætur dæluna ganga
daglega um alls kyns mögulegan
og ómögulegan varning sem „við
megum ekki vera án ef við viljum
ekki fara á mis við lystisemdir til-
verannar" hljótum að taka fyrir-
bæri eins og Gjörningaklúbbnum
fagnandi. Aróðm’ hans um „aðstoð
við unaðinn", „að allir verði að vera
sælir og ánægðir“ og „ástin lækni
Morgunblaðið/Ásdís
AF sýningu Gjörningaklúbbsins
í Galleríi Sævars Karls.
öll mein“ er ekki ómerkilegri boð-
skapur en sá sem fyllir allar sjopp-
ur, blaðasölur, myndbandaleigur,
sjónvarpsstöðvar og nektardans-
búllur.
Heimurinn gengur einfaldlega
fyrir misjafnlega krassandi ástar-
sögum og tilfinningavaðli. Dönsku
blöðin, enska pressan og ameríski
siðgæðismeirihlutinn eiga hug og
hjörtu hins fréttaþyrsta fjölda sem
heimtar að fá að vita með hverjum
dönsku prinsarnir era þessa stund-
ina; hvort Harrods-erfinginn hafi
raunverulega átt hjarta Díönu heit-
innar, og hvort einhver hafi bæst í
hóp þeirra fjölmörgu kvenna sem
ásaka Bandaríkjaforseta um kyn-
ferðislega áreitni. Þá er ótahnn
tísku- og snyi’tibransinn sem malar
gull á því að gera fólk ómótstæði-
legt í útliti. Hamingjan er víst fólg-
in í því að „ganga út“, helst eins oft
og hægt er.
Með þessa staðreynd að leiðar-
ljósi getur Gjörningaklúbburinn
vart annað en ratað á sannleikann
um heiminn og tilveruna. Hvort
sýningin hjá Sævari Karli bætir
miklu við það sem þær stöllurnar
hafa áður afrekað skal hins vegar
ósagt látið. Mér er nær að halda að
þær verði að snerpa veralega undir
katlinum ef þetta á ekki að daga
uppi hjá þeim í þreyttri og síendur-
teldnni allegoríu.
Ilalldór Björn Runólfsson
ALLT TIL RAFHITUNAR!
Fyrir heimili - sumarhus - fyrirtseki
ELFA-OSO hitakútar og túbur
Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu.
Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og
300 lítra.
Getum útvegað stærðir frá 400—1.000 lítra.
Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja.
Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6-1200kW
og elektrónlska vatnshitara fyrir vaska og
handþvott.
ELFA-VÖSAB olíufylltir ofnar
Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur hiti,
engin rykmengun, lágur yfirborðshiti.
Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja.
Stærðir á lager: 400—750—800 og 1.000 W.
Hæð: 30 eða 60 sm.
Getum einnig útvegað tvöfalda ofna.
HAGSTÆTT | imtm
VERÐ! U"""
Einar
Farestveit & Co hff.
Borgartúni 28, sími 5622900
í samlokuna!
Skerð‘ann, smyrð‘ann, sneidd‘ann,
rífð‘ann, brædd'ann, rúllaðu honum upp!
Fáðu þér ost í sanilokurnar og njóttu lífsins í sumar!
Ostur í allt smrutr
ÍSLENSKIR ,1
M OSTAR ff
BÓNUS 1 Allt SuiviaR
www.ostur.is