Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
UMHVERFESVERND í BANDARÍKJUNUM
Kjötframleiðsla í N-Karólínu í Bandarikjunum hefur aukist gífurlega á síðustu árum
Hvað á að
gera við
svínaskítinn?
Á seinni árum hafa menn gert sér æ betur
ljóst að nútímalandbúnaði fylgir oft mikil
mengun. I Norður-Karólínu í Bandaríkjun-
um hefur kjötframleiðsla vaxið hröðum
skrefum á síðustu árum og samhliða hefur
mengun frá landbúnaði aukist. Egill
Ólafsson kynnti sér hvað hefur verið að
gerast í Norður-Karólínu á síðustu árum.
NORÐUR-KARÓLÍNA er
núna stærsti kjötfrarn-
leiðandi í Bandarílq'unum
og hefur framleiðslan
meira en tvöfaldast síðan 1992. í
fylkinu búa um 7,2 milljónir manna,
en þar búa einnig um 10 milljónir
svína, 70 milljónir kalkúna, 700
milljónir kjúklinga og 1,3 milljónir
nautgripa.
Um 27% af tekjum N-Karólínu-
fylkis koma frá landbúnaði og um
21% af öllum mannafla í fylkinu
vinnur við landbúnað eða fram-
leiðslu sem tengist honum. N-Kar-
ólína hefur um langan aldur verið
einn stærsti tóbaksframleiðandi í
Bandaríkjunum. Framleiðsla á tó-
baki hefur dregist saman á síðustu
áratugum og sama má segja um
mjólkurframleiðslu. Stjórnvöld í
fylkinu hvöttu því bændur til að
sækja fram á nýjum sviðum. Þau
fylgdu þessu eftir m.a. með því að
breyta lögum og reglugerðum til að
gera það eftirsóknarvert fyrir
bændur að fara út í svína- og fugla-
rækt.
Á síðustu 12 árum hefur svínum í
N-Kalifomíu fjölgað úr 2,4 milljón-
um árið 1986 í 10 milljónir á þessu
ári. Árlega er slátrað í fylkinu 17
milljónum svína. Búin eru gríðar-
lega stór, sem sést best á því að
97% af öllum svínabúum eru með
fleiri en 1.000 svin. Svínabændum
hefur jafnframt fækkað ár frá ári.
Svínabúin voru samtals 15.000 árið
1986, en eru innan við 6.000 í dag.
Þessi stækkun búa hefur valdið tog-
streitu, sem sést m.a. á því að nú
þegar gagnrýni á mengun frá svína-
búum hefur aukist hafa framleið-
endur á litlum svínabúum tekið
höndum saman við umhverfissam-
tök í gagnrýni sinni á verksmiðju-
búin.
Mykjutjamimar bresta
íbúar N-Karólínu neyddust til að
viðurkenna árið 1995 að sú geysi-
lega fjölgun húsdýra sem orðið
hafði í fylkinu skapaði alvarlegt
mengunarvandamál þegar tvær
stórar mykjutjarnir, fullar af svína-
skít, brustu og skíturinn flæddi um
allt og m.a. í ár í nágrenninu. í
annarri af þessum mykjutjörnum er
áætlað að hafi verið um 6 milljónir
lítra af skít og vatni og þróin nánast
tæmdist þegar garðar sem héldu
henni saman brustu.
Morgunblaðið/Egill
I N-Karólínu geyma svínabændur úrgang frá svínunum í mykjutjömum. Árið 1995 brastu tvær stórar tjarnir
og úrgangurinn flæddi um allt með skelfllegum afleiðingum.
Svínabændur í N-Karólínu hafa
til margra ára geymt úrgang frá bú-
um sínum í mykjutjörnum. Talið er
að í fylkinu séu nú um 4.000 svona
tjarnir. Bændur dreifa skítnum á
akrana á vorin og sumrin. Hluti af
úrganginum gufar hins vegar upp
og benda nýjustu mælingar til að
þetta sé stærri hluti en áður var
talið. Það er með ýmsum hætti
hvernig gengið er frá þessum tjörn-
um. Eftir óhöppin 1995 voru settar
strangar reglur um þessar tjarnir
og meðferð á úrgangi frá landbún-
aði og nú verða ailar nýjar mykju-
tjarnir að vera einangraðar frá jarð-
veginum þannig að tryggt sé að úr-
gangurinn berist ekki í grunnvatn-
ið. Ljóst er að mikið af mengunar-
efnum hefur borist í grunnvatnið
frá þessum tjörnum í gegnum árin
og gerir enn.
Eitt af vandamálunum við að
geyma úrgang frá búunum í svona
tjörnum er að erfitt getur verið að
hafa stjóm á aðstæðum þegar mikið
rignir eins og óhöppin frá 1995
sýndu glögglega. Nú gera reglu-
gerðir ráð fyrir að bændur sem
sýna vítavert kæruleysi við meðferð
og geymslu mykju megi dæma í
sekt. Á síðasta ári voru 92 bændur
dæmdir í sektir vegna brota á
reglugerðum um meðferð úrgangs-
efna. Mörgum bændum finnst veru-
lega að sér þrengt með reglugerð-
um og árið 1996 risu nokkrir kúa-
bændur upp og neituðu að fylgja
reglunum. Viðbrögð stjórnvalda
voru þau að dæma þá í sekt og 90
daga varðhald.
Reglugerð sem tók gildi 1997
kveður á um að bændur verði ann-
aðhvort að eiga eða hafa tryggan
aðgang að landi til að koma úr-
gangsefnunum fyrir. Stjórnvöld í
N-Karólínu hafa ennfremur sett af
stað verkefni sem miðar að því að
gera bændum kleift að leysa meng-
unarvandann og uppfylla staðla um
meðferð úrgangs. Bændur sem taka
þátt í verkefninu eiga kost á styrkj-
um, en til þeirra eru jafnframt gerð-
ar strangar kröfur.
Köfnunarefnið
læðir um allt
Dewey Botts, framkvæmdastjóri
deildar sem fæst við umhverfis- og
vatnsverndarmál fyrir fylkisstjórn-
ina í N-Karólínu, er harðorður um
þá stöðu sem nú er uppi í landbún-
aðarmálum. Hann er eindregið
þeirrar skoðunar að menn hafi
gengið allt of langt í að fjölga svín-
um í fylkinu, ekki síst þar sem búin
séu flest á tiltölulega litlu svæði.
Hann bendir á að staðan í N-Kar-
ólínu sé allt önnur en í Iowa, sem er
annað stærsta svínakjötsfram-
leiðslusvæði í Bandaríkjunum. Þar
sé strjálbýlt og nægt landsvæði til
að taka við úrgangsefnunum.
Dr. Mike Williams, sem er fram-
kvæmdastjóri Animal and Poultry
Waste Management Center í N-
Karólínu, en að stofnuninni standa
Engar reglur á fslandi um dreifíngu búfjáráburðar
Fjöldi svína ekki
vandamál á Islandi
ENGAR reglur eru til hér á landi
um meðferð úrgangs frá svínabúum
aðrar en þær að við búin skulu vera
yfirbyggðar hauggeymslur sem geta
tekið við sex mánaða haug. Nýlega
skilaði starfshópur, sem umhverfis-
ráðherra skipaði, tillögum um góða
búskaparhætti, en óvíst er að tillög-
ur starfshópsins verði settar í reglu-
gerð. Kristinn Gylfi Jónsson, for-
maður Svínaræktarfélags íslands,
segir að húsdýr séu svo dreifð á ís-
landi að menn hafi ekki þurft að hafa
áhyggjur af vandamálum í sambandi
við húsdýraáburð enda miðist fram-
leiðslan eingöngu við innanlands-
markað. Bændur séu hins vegar
meðvitaðir um að þeir verði að hafa
þessi mál í lagi og Svínaræktarfélag-
ið hefur markað sérstaka fram-
leiðslustefnu sem m.a. tekur á
geymslu og dreifíngu úrgangs frá
svínabúum.
Árlega eru framleiddir í kringum
60 þúsund sláturgrísir hér á landi og
heildarframleiðsla á síðustu 12 mán-
uðum var tæplega 3.900 tonn. Um-
fangið í þessari grein landbúnaðar er
því allt annað hér á landi en í Banda-
ríkjunum. Kristinn Gylfi sagði að hér
á landi væru ekki vandamál eins og
svínabændur í Bandaríkjunum, Dan-
mörku og Hollandi stæðu frammi
fyrir. Sama þróun hefði hins vegar
orðið hér á landi og víða erlendis að
búin stækki og þeim fækki. Á síðustu
10 árum hefði svínabúum á íslandi
fækkað um helming, en framleiðslan
hefði tvöfaldast á sama tíma.
„Dreifing búfjáráburðar á íslandi
hefur ekki verið vandamál fram að
þessu og það hafa ekki verið settar
reglur um þessa hluti. Þéttleikinn í
búskapnum hefur ekki verið það
mikill hér á landi að menn hafi talið
þörf á að setja reglugerð um dreif-
ingu búfjáráburðar líkt og gert hef-
ur verið t.d. í Danmörku og
Hollandi. Á vegum umhverfisráðu-
neytisins hefur starfað nefnd sem
var falið það verkefni að setja fram
viðmiðunarreglur um góða búskap-
arhætti. Nefndin skilaði tillögum í
vor þar sem m.a. er komið inn á
geymslu og dreifingu búfjáráburðar.
Settar eru fram viðmiðunarreglur
um magn búfjáráburðar á einn hekt-
ara gróins lands. Það er ekki ljóst
hvort þessar tillögur leiða til þess að
sett verður reglugerð um þessa hluti
einhvem tíma í framtíðinni.
Ég tel að það sé óhætt að segja að
svínabændur á íslandi séu meðvitað-
ir um að þeir verði að hafa þessa
hluti í lagi. Við fylgjum ákveðinni
framleiðslustefnu sem gengur út á
að framleiða góðar og hollar afurðir í
umhverfi sem er viðunandi með tilliti
til dýravelferðar, öryggis framleiðsl-
unnar og umhverfismála. Hluti af
þessari stefnu er að hafa umhverfis-
og frárennslismál í lagi.“
Svínabú í nágrenni
við þéttbýli
Á íslandi eru flest stærstu svína-
og kjúklingabú landsins á Suðvestur-
landi í nágrenni við stærsta mark-
aðssvæðið. Meira en % allra svína á
landinu eru á Reykjanesi og Suður-
landi og % allra hænsnabúa eru á
Reykjanesi. Stóru svína- og hænsna-
búin eru mörg hver í nágrenni við
þéttbýli eins og t.d. á Kjalamesi þar
sem lengi hefur verið öflugur land-
búnaður. Kristinn Gylfi viðurkennir
að íbúar í nágrenni svínabúanna hafi
MIKIL uppbygging hefur átt sér stað í svínarækt á íslandi á síðustu
árum. Svínabúin hafa stækkað, en þeim hefur jafnframt fækkað.
kvartað undan lykt frá búunum og
undan lykt frá dreifingu búfjárá-
burðar. Hann sagði að báðir aðilar
yrðu að taka tillit hvor til annars.
Ibúar á Kjalarnesi yrðu hins vegar
að gera sér grein fyrir því að þeir
byggju á landbúnaðarsvæði.
Ekki er útlit fyrir að landbúnaður
á Kjalarnesi dragist saman í náinni
framtíð. Mikil uppbygging hefur átt
sér stað á búinu á Vallá og núna er
unnið að stækkun á svínabúinu í
Brautarholti. Við sameiningu Kjalar-
ness og Reykjavíkur var lögð
áhersla á að áfram yrði rekinn öflug-
ur landbúnaður á Kjalarnesi. Merki
um þessa stefnu sáust þegar Reykja-
víkurborg ákvað að selja bóndanum
á Vallá Saltvík, sem borgin var búin
að eiga í 30 ár. Ástæðan fyrir kaup-
unum var m.a. sú að bóndinn hafði
þörf fyrir stæma land til að koma
fyrir búfjáráburði frá búi sínu.
Áhugi hefur vaknað á að nýta bú-
fjáráburð frá búum á Kjalarnesi til
gróðurvemdar. Hugmyndir hafa ver-
ið settar fram um að nota búfjáráburð
til uppgræðslu á gróðurlausum svæð-
um. Samtök um uppgræðslu í land-
námi íslands hafa m.a. sýnt áhuga á
að gera tilraunir í þessa veru. Það er
því flest sem bendir til að ísland geti
auðveldlega tekið við þeim búfjárá-
burði sem íslensk húsdýr láta frá sér.
Vandinn snýst frekar um að nýta
hann sem best.