Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 32

Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 32
J}2 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Óttinn við ofbeldið Svo tekur hin endalausa umrœða við um hvort kom á undan hænan eða eggið; var viðkomandi svo veikgeðja og óttasleginn að upplagi að hann hefði orðið óttanum að bráð hvort eð er? Hver kannast ekki við að hafa í bernsku orðið skelfdur vegna kvikmyndar í sjón- varpi eða kvik- myndahúsi. Nánast allir sem alist hafa upp við sjónvarp ættu að kannast við a.m.k. eitt tilvik þar sem atriði í sjónvarpi vakti með þeim ótta. Margir kannast eflaust einnig við að hafa átt erfitt með að festa svefn í kjölfar þess að hafa horft á óhugnanlegt efni í sjónvarpinu. A síðustu fjórum áratugum hafa um tvö þúsund rannsóknir verið gerðar á áhrifum ofbeldis í sjónvarpi á VIÐHORF hegðun barna og unglinga, en eftir Hávar aðeins þrjátíu Sigurjónsson rannsóknir hafa verið gerðar á þvi hvaða áhrif ofbeldisefni í sjón- varpi hefur á óttaviðbrögð hjá ungum áhorfendum. (Valkenburg P.M. 1998.) Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var í Hollandi á síðasta ári þar sem tíðni og styrkur hræðsluviðbragða við sjónvarpsefni var kannað með- al 5-12 ára barna. (Valken- burg/Cantor 1997). Foreldrar barnanna voru beðnir að svara spurningunni hvort barnið þeirra hefði orðið svo hrætt vegna sjón- varpsefnis undanfarið ár að hræðslan hefði varað eftir að sjónvarpsþættinum lauk. Tuttugu og eitt prósent foreldranna svai-- aði spurningunni játandi. Til að fá enn gleggri hugmynd um fyrir- bærið var einnig framkvæmd rannsókn meðal valins hóps há- skólastúdenta og þeir spurðir hins sama. Sjötíu prósent þeirra svör- uðu spumingunni játandi og yfir helmingur þeirra sagðist sjá eftir að hafa horft á viðkomandi þátt eða kvikmynd. Tólf prósent þeirra sögðust hafa barist við óttann ár- um saman. Sérfræðingar halda því reyndar fram að bömum sé ekki hætt þótt þau verði stöku sinnum skelkuð yf- ir mynd í sjónvarpi. Þá er að sjálf- sögðu einungis átt við myndefni sem telst þó við hæfi bama. Ótta- tilfinningin sem lítil böm geta upp- lifað af að horfa á bamaefni t.d. þegar sýnd eru óhugnanleg dýr eða skrímsli (furðulega algengt barnaefni) getur hugsanlega talist hluti af þroska þeirra þ.e.a.s. ef þau komast fljótt og vel yfir hræðsluna. Dæmið horfir öðruvísi við ef óttinn sest að til lengri tíma. Þá er hætt við að bamið bíði skaða af. Og þá má spyrja hvar mörkin séu? Hvenær er hætta á slíku? Og svarið er jafn óljóst og spurningin, því með því að fylgjast ekki þeim mun betur með á hvað bömin horfa í sjónvarpinu eru foreldrarn- ir að taka áhættu með geðrænan þroska bama sinna. I þeim efnum taka sumir meiri áhættu en aðrir. Að sögn foreldranna sem þátt tóku í rannsókninni var dæmigert fyrir börnin sem sýndu óttavið- brögð í lengri tíma - nokkra daga, jafnvel vikur eða mánuði - að spyrja sífellt sömu spurninga um þáttinn, neita að fara að sofa, vakna upp á næturnar í hræðslu- kasti og fá endurteknar martraðir í svefni. Höfundar hollensku rannsókn- arinnar halda því fram að áhrif ofbeldis í sjónvarpi á ótta barna séu stórlega vanmetin. Fjölmiðla- fræðingar og stjórnmálamenn beina oftast athyglinni að áhrif- unum á ofbeldishegðunina sem sjónvarpsefni getur leitt af sér. Þetta er kannski ekkert undar- legt þar sem ofbeldisfull börn og unglingar valda meiri röskun í kringum sig og vekja mun meiri athygli en hrædd börn. Unglings- piltar sem þjást af ótta sem rekja má til sjónvarpsefnis eða kvik- mynda eru sérstaklega gætnir að ekki komist upp um þennan „veikleika" þeirra. Einn þeirra háskólastúdenta sem tóku þátt í rannsókninni lýsti reynslu sinni frá unglingsárunum á eftirfarandi hátt: ... Ég sagði aldrei neinum frá því hvað ég var hræddur. A dag- inn gerði ég grín að öðrum og hræddi líftóruna úryngri systur minni með því leika atriði úr Sær- ingamanninum (The Exorcist). En á næturnar var ég ofurseldur ótt- anum. Ég þorði ekki að slökkva ljósið og þegar búið var að slökkva það þorði ég ekki að kveikja það aftur af ótta við að fmna loðna hönd kölska á veggnum í stað slökkvarans. Árum saman lá ég í rúmi mínu á næturnar, skelfmgu lostinn oggat ekki sofnað. Pegar verst lét setti ég hvítlauk undw koddann minn. Á morgnana var ég vansvefta og svaf reyndar oft af mérfyrsta tímann ískólanum. Ég er ekki í vafa um að áralöng skelfing mín vegna Særinga- mannsins hafði veruleg áhrif á frammistöðu mína í skólanum. Eflaust kannast einhverjir af eigin raun við reynslu hins hol- lenska pilts. í framhaldinu má spyrja hvaða áhrif reynsla sem þessi hafi á einstaklinginn þegar til lengri tíma er litið. Langflestir komast á endanum yfir slíkan ótta en þeir fáu sem sitja uppi með skelfinguna eru kannski svo lítið hlutfall af heildinni að ekki tekur því að gera sérstakar ráðstafanir. Svo tekur hin endalausa umræða við um hvort kom á undan hænan eða eggið; var viðkomandi svo veikgeðja og óttasleginn að upp- lagi að hann hefði orðið óttanum að bráð hvort eð er? Þetta eru sömu rökin og beitt er þegar um- ræðan snýst um ofbeldishegðun sem rekja má með beinum eða óbeinum hætti til ofbeldis í sjón- varpi. Ofbeldisseggurinn ólst upp við ofbeldi, var beittur ofbeldi og þekkti ekkert annað; hann hefði líklega framið verknaðinn hvort eð er, þótt ekkert hefði verið sjón- varpið. Þetta er umbúðalaust sjónarmið þeirra sem hafa hag af því að sýna ofbeldi í sjónvarpi og kvikmyndum. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við raunverulegar niðurstöður kannana sem gerðar hafa verið á áhrifum ofbeldisefnis í sjónvarpi á börn og unglinga; í sumum tilfellum getur slíkt haft í för með sér ofbeldisfulla hegðun og í öðrum tilfellum getur slíkt leitt af sér óttatilfmningu sem hefur áhrif á og fylgir einstak- lingnum á viðkvæmasta skeiði. Loks skulum við ekki gleyma því að ofbeldi og ótti fylgjast gjarnan að og geta blandast í þeim hlut- fóllum að úr verður býsna skelfi- legur hristingur. o)öö öðddð I ðððððI LETURHÖNNUÐURINN Gunn- laugur Briem kann að smíða ð. Af heimasiðu hans. OPIÐ eða opid Austurstræti, allt eftir því hve góða sjón lesandinn hefur. UNDARLEGT ð í skiltinu við Skólavörðustíg. Nei - d með striki er ekki ð LÖNGUM var talið að lega íslands á jarðkúlunni væri til mikils óhagræð- is fyrir þjóðina. Fjarlægð landsins frá öðrum gerði okkur erfitt um vik með alla aðdrætti og ferðalög. Er enn í dag kvartað yfh' legu landsins. Oft vill það gleymast að einangrun okkar - sérstaklega fyrr á öldum - hafði sína kosti, eins og t.d. að íslensk tunga, bæði rituð og töluð, varðveittist svo vel að við - líklega ein fárra þjóða í heiminum - getum lesið fomar bók- menntir okkar án þess að sérfræðing- ar þurfi að þýða þær fyrir okkur. Skemmtilegar umræður hafa spunnist undanfarið í Morgunblað- inu um bókstafínn ð. Er það í raun mjög athygl- isvert að slíkar umræð- ur geti farið af stað um einn bókstaf en við höf- um vissulega fordæmi þar sem z olli uppnámi innan og utan Alþingis fyrir nokkrum árum. Aður fyir var týpógrafía eða skrift list sem aðeins nokkrir út- valdir kunnu. Á þessari öld hafa flestar þjóðir haft það að markmiði að allir þegnar þeirra kunni að lesa eða skrifa. Það var þó ekki fyrr en með tölvubyltingunni í kring- um 1985 að allur al- Hjörtur Guðnason menningur sem átti tölvu gat farið að setja texta með sinni týpógrafíu, þ.e.a.s. að notendur tölvunnar gátu stjómað og valið hvaða leturgerð og leturstærð var í því skjali sem þeir vom að vinna í tölvunni. I upphafi var þessi tækni týpógrafíunni ekki til framdráttar. Það var alkunna að tölvunotendur fóm á svokallað „letur- fyllirí" og ofnotuðu þá möguleika sem vom á því að velja leturgerðir. Enn í dag má sjá reglur týpógrafíunnar þverbrotnar með mjög mismunandi árangri hjá fólki sem ekki kann þessi fræði. Það gleymist oft að texti er ætl- aður til lestrar en ekki bara til skrauts á síðunni. Þá má segja að þar sé kom- ið að list týpógrafíunnar að sameina þetta tvennt. Margt er það sem ræður því hve texti er vel læsilegur eins og t.d. leturgerð, leturstærð, línulengd, línubil og orðabil. Annað þarf að hafa í huga eins og að stafi með broddum er auðveldara að lesa en stafi án brodda, skáletur er torveldai'a að lesa en venjulegt letur, erfiðara er að lesa há- stafi en lágstafi og feitt letur er örð- ugra að lesa en venjulegt letur. Einnig hefur samspil mynda og texta sitt að segja í þessu efni. Sú umræða sem hefur verið um hvort d með striki á yfirlegg geti komið í staðinn fyrir ð sýnir hversu illa menn era að sér í týpógrafíu. Að hanna letur er list sem ekki er öllum gefin. Við eigum þó að minnsta kosti einn frábæran leturhönnuð sem er Gunnlaugur Briem. Á heimasíðu Gunnlaugs (http://rvik.ismennt.is/- —briem/Welcome.Ice.html) fjallar hann til dæmis um hvernig eigi að smíða bæði ð og Ð. Hann segir með- al annars að „vel heppnað ð verður ekki hrist fram úr ermi“. Það virðast þó þeir hafa gert sem hönnuðu skilt- ið fyrir ofan hliðið í Austurstræti. Sá bókstafur, sem þar er, er ekki ð heldur d með þverstriki. Hæð, lengd „TORFAN“ með röngum gæsalöppum. og halli á þverstriki ásamt halla og lengd á yfirlegg þarf að vera rétt svo að ð falli inn í þá leturgerð sem er í viðkomandi texta. Ekki þarf að ganga langt frá Austurstræti til að sjá aðra misbeit- ingu á týpógrafíunni - á skilti sem vísar veginn upp á Skólavörðustíg má sjá ð sem hefur ver- ið klesst saman úr o og einhverjum strikum. Það er slæmt að borg- aryfirvöld skuli ekki sjá sóma sinn í að opinber skilti og merkingar á vegum borgarinnar séu unnin af fagfólki svo að ekki virðist sem fúskarar hafi verið að verki. Það er líka ótrúlegt að í sjálfum Árna- garði skuli vera úthöggvin bók til sýnis - og á væntanlega að vera til prýði - þar sem d með striki er haft í stað ð. Það fer að verða spurning hvort ekki eigi að fara að kenna týpógrafíu eða leturfræði í grunnskólum. „Allir“ eru komnir með tölvu, jafnt nemend- ur, foreldrar sem kennarar, og áríð- andi er að íslenskukennslan feli í sér að fólk kunni að nota tölvur til rit- vinnslu. Það er t.d. mjög algengt að notaðar séu rangar gæsalappfr, Prenttæknistofnun mun gera sitt besta, segir Hjörtur Guðna- son, til að sérkenni ís- lenskrar leturnotkunar gleymist ekki í nútíma tölvuheimi. bandstrik og þankastrik og iðulega má sjá tvo punkta eða fjóra í stað þrípunkts (...). Það þarf reyndar ekki nema að snúa sér við í Lækjargötu, þegar búið er að skoða „Opið“ skiltið í Austurstræti, til að sjá skilti sem veitir upplýsingar um „Torfuna" með röngum gæsalöppum. I þessu sambandi má einnig nefna að stuldur á „fontum" eða leturgerð- um hefur verið svo algengur hér á landi að erlendir framleiðendur er hættir að sérhanna leturgerður fyrir Island. Þ.e.a.s. leturgerðir með sér- íslenskum stöfum (þar á meðal ð) em ekki lengur framleiddar fyrir ís- lenskan markað. Það hefur gert það RADIOMIÐUN. E.t.v. var ekki til ð í leturforminu þegar þetta kennimark var hannað eða þá að höfundur hugðist beita stíl- brögðum. að verkum að ýmsir hafa reynt að bjarga sér án þess að hafa kunnáttu til þess og bætt íslenskum sérstöfum inn í erlendar leturgerðir með mis- jöfnum árangri. Kennimark fyrirtækisins Radi- omiðun, þar sem ð er greinilega búið til úr d sem er framar í nafninu, er dæmi þar sem erfitt er að meta hvort hönnuður kennimarksins gerði það viljandi að nota d með striki eða hvort ð var ekki til í þeirri leturgerð sem notuð vai' í það skiptið. Sem betur fer er þó ljós í myrkrinu þar sem Tölvuskóli Prenttæknistofn- unar er. Starfsemi skólans hefur ver- ið aðallega á þremur sviðum, nám- skeiðahaldi, námsgagnagerð og grunnmenntunarmálum. Fjölmörg námskeið hafa verið haldin, sérstak- lega á sviði tölvuvinnslu ýmiskonai' ásamt námskeiðum í prentun og bók- bandi. Síðan 1991 hefur verið hægt að sækja þar námskeið, ekki bai-a til að læra að nota tölvuna heldur einnig í leturfræði, grafískri hönnun, auglýs- ingahönnun, hönnun tímarita o.m.fl. Þar er einnig hægt að fá keypt hefti er tengjast þessu efni eins og t.d. Týpógrafía, Utlit og umbrot, Fjöl- mótaletur, Týpógi'afía með Qu- arkXPress, Greinamerki, tölur og prófarkarlestur og margt fleira. I Tölvuskóla Prenttæknistofnunar er tölvukennsla byggð á faglegum gmnni. Við kennslu starfar aðeins færasta fagfólk á sínu sviði og til að tryggja hámarksárangur er kennt í fámennum hópum. Fyrir utan það markmið Prenttæknistofnunai’ að sjá til þess að starfsfólk í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum haldi menntun sinni við og stundi bæði sí- og endurmennt- un af fullum krafti mun stofnunin gera sitt besta til að séreinkenni ís- lenskrar letui'notkunar gleymist ekki í nútíma tölvuheimi. Vonandi sýnir þetta greinarkorn fram á að d með þverstriki er ekki og verður aldrei ð. Höfundur er framkvæmdastjóri Pren ttæknistofn unar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.