Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 34
J54 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 ~ AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sjónvarps-4íklúðuru frá íslenskri torfæru í FYRRI grein var svarað nokkrum helstu ásökunum Asgeirs Yngvarssonar í garð Landssambands ís- lenskra akstursfélaga, LIA, sem hann birti í Morgunblaðinu 17. júní sl. undir íyrirsögninni A að eyðileggja ís- yienska torfæru með reglugerðarbulli? og vörðuðu eðli og starf- semi LIA og breyting- ar á reglum. Hér á eftir eru svör við fleiri ásök- unum hans varðandi starfsemi LIA og gerð sjónvarpsefnis um ís- lenskar akstursíþróttir. Ásgeir segir: „Menn verða að fara að átta sig á því að þetta stendur allt og fellur með keppendum." Langt er síðan „menn“ áttuðu sig á því, að keppnishald í akstursíþróttum, eins og öðrum greinum íþrótta, stendur og fellur með keppendum og kemur reyndar fáum á óvart sem leiða hug- ^ann að þvi! í síðari hluta tilvitnaðrar setningar tekst Ásgeiri loks að halda sig við sannleikann, en þó bara að einum þriðja hluta. Vita- skuld stendur keppnishaldið og fell- ur með keppendum, þó væri! Hins vegar yrði harla lítið úr því ef ekki kæmu þar fleiri að. LIA og viðkom- andi keppnishaldari annast skipulag og framkvæmd keppni. Án þess yrði engin keppni, svo einfalt er það nú. Mótorís hf. framleiðir sjónvarps- þætti um íslenskt mótorsport, . á m. torfæruna. Helsta forsenda éss, að keppendur geti haldið úti kostnaðarsamri þátttöku er að þeir geti selt auglýsingar á bíla sína. Þeir sem greiða auglýsingamar eru aðal- lega að hugsa um kynningu í sjón- varpi, en einnig í blöðum. Sjónvarp- ið er þannig í flestum tilvikum lykill- inn að þátttöku keppenda í tor- færunni. Hægt er að hugsa sér keppnishald án sjónvarpsins, en það yrði gjörólíkt því sem nú er stundað og óvíst að margir nenntu að íylgj- ast með því. Hins vegar er keppnis- hald ekki mögulegt án LIA né held- ur án keppenda. Það ætti varla að vera neinum ofviða, að viðurkenna hlutverk og mikilvægi allra aðila í keppninni, enginn tapar á því, en -allir tapa ef menn eru uppteknir af að sjá einungis eigið mikilvægi og telja aðra ekki skipta máli. Ásgeir fjallar um fjármál tengd framleiðslu sjónvarpsþáttanna. Hann segir: „Ég er viss um að kepp- endur koma aldrei til með að sjá krónu af þeim peningum sem vænt- anlega eiga eftir að koma inn fyrir sýningar á þessu efni erlendis, eða hvað? Ja, það væri nú líkt íslending- SlDAH 1972 MÚRKLÆÐNING LÉn - STERK - FALLEG !l steinprýði STANGARHYL 7, SIMI 567 2777 um að klúðra útflutn- ingi á þessu eins og svo mörgu öðru.“ Einhverj- ar undarlegar tilfinn- ingar hljóta að liggja að baki þessum orðum eða þá ótrúleg fáfræði. Útflutningi sjónvarps- efnis af íslensku mótor- sporti, þar sem torfær- an er í lykilhlutverki, hefur verið „klúðrað" þannig, að ekkert ís- lenskt menningarefni hefur nokkru sinni í sögunni náð annarri eins útbreiðslu, nema ef vera skyldi Björk. Sjónvarpsþættirnir eru sýndir í öllum byggð- um heimsálfum, í 108 ríkjum og mörg hundruð milljóna manna eiga þess kost að sjá þættina. Er þetta það, sem Ásgeir kallar að „klúðra“ útflutningi? Og hvernig getur hann verið viss um, að keppendur muni aldrei sjá krónu fyrir þetta? Hann gerir sér augijóslega enga grein fyr- ir uppbyggingu íslensks mótor- Menn ættu að kynna sér betur málavexti áður en þeir ryðja úr sér rangfærslum, segir Þórhallur Jósepsson, í síðara svari sínu um við grein til Asgeirs Yngvarssonar um akstursíþróttir. sports og vegna þessara orða hans er rétt að upplýsa lesendur Morgun- blaðsins um hvemig þessu er hátt- að. LÍA er rétthafi sjónvarpsefnis frá öllu íslensku mótorsporti og, eins og fyrr greindi, keppendur eru uppi- staðan í aðildarféiögum LIA. Klúbb- ar keppenda hafa síðan myndað með sér /élag, Fjölmiðlafélag LÍA, skst. FLIA. LIA hefur með samningi framselt tímabundið sjónvarpsrétt- inn til FLIA. Gerð sjónvarpsþátt- anna var lengi vel á hendi FLÍÁ eða þar til á síðasta ári, þegar ljóst varð að fá þyrfti fleiri aðila til verksins sem gætu komið með áhættufjár- magn til að kosta annars vegar gerð þáttanna og hins vegar markaðs- setningu þeirra erlendis. Hvort tveggja kostar mikið fé, ekki síst myndavélar og annar tækjabúnað- ur. í fyrra var stofnað fyrirtækið Mótorís hf. með aðild FLÍA, Afl- vaka Reykjavíkur hf. og Iðnþróun- arsjóðs, nú Nýsköpunarsjóðs. Mót- orís leigir sjónvarpsréttinn af FLÍA. í samningum aðila eru skýr ákvæði um, hvernig fara skuli með hugsanlegan hagnað af sjónvarps- efninu. Hann skilar sér á tvennan hátt til keppenda: í fyrsta lagi sem greiðsiur til LÍA og til klúbba sam- kvæmt ákvæðum samninganna, í öðru lagi sem arður Mótoríss greiddur eigendum, þar á meðal FLIA sem aftur er í eigu keppenda. Enn hafa óverulegar tekjur komið fyrir sjónvarpsefnið erlendis. Tekju- möguleikar felast fyrst og fremst í sölu auglýsinga í þættina og er unn- ið að öflun þeirra. Á næstu mánuð- um skýrist hvaða árangri sú vinna skilar. Alheimsdreifing sjónvarps- þáttanna er á hendi Fox International sjónvarpsrisans. Eins og allir vita, sem standa í útflutn- ingi, tekur markaðssetning nýrra vara langan tíma. Sama á við um sölu sjónvarpsefnis. Enn er nokkuð í land, að sjónvarpsþættirnir standi undir kostnaði, en með hóflegri bjartsýni má ætla að að þeir fari að skila arði innan fárra ára. Ásgeir segir í lok greinar sinnar: „Ég vona að LÍA láti af þessari reglugerðarvitleysu því það hefst ekkert upp úr því nema leiðindi og óánægja. Jafnframt væri óskandi að keppendur færu að taka sig saman í andlitinu og gera sín samtök virkari svo hægt sé að hafa eitthvert mót- vægi við þessa LIA klíku.“ Það vita þeir sem hafa keppt og fylgst með keppnum, hvort sem er í akstri eða öðrum greinum, að án reglna er engin keppni. Hins vegar er ætíð svo, að menn greinir á um einstakar reglur. Stundum hefur orðið hávær óánægja með breytingar á reglum LIA, en sá hávaði hefur komið frá fáum og við nánari athugun byggður á vanþekkingu eða afturhaldssemi. Ef þessi tilskrif Ásgeirs eru með- talin hefur þrisvar komið til slíkra hrópa að LIA vegna meintrar eyði- leggingar á íslenskri torfæru. I fyrsta sinn þegar sett var í reglur að keppendur skyldu hafa öryggis- hjálma á höfði. I annað sinn þegar ákveðið var að veltibúr skyldu vera úr stáli samkvæmt stöðlum FLA. Er einhver sem vill nú andmæla þess- um reglum, í ljósi reynslunnar af torfærunni? Nú í þriðja sinn er hrópað, að visu mjög vanhugsað og ómarkvisst í ýmsar áttir og órök- stutt, en helst hægt að iesa út úr máli Ásgeirs að hann vilji engar reglur og treysti engum til að gera sjónvarpsþættina af því að hugsan- lega gæti einhver hagnast á þeim. Svona gagnrýni er til þess eins að skaða íþróttina og alla þá sem að henni standa og er þeim síst til sóma sem flytur hana. Setning reglna af hálfu LÍA er ekki fljótfærnisverk og krefst reynsiu, þekkingar og yfirvegunar þeirra sem það verk vinna. Til þess er tækninefnd, sem fulltrúar kepp- enda kjósa á aðalfundi LÍA. í tækni- nefnd eru fimm menn. Tveir þeirra, Gunnar Guðmundsson og Valur Víf- ilsson, eru meðal reyndustu kepp- enda í íslenskum akstursíþróttum frá upphafi og hafa báðir keppt í torfæru. Hinir þrír, Hjalti E. Haf- steinsson, Tryggvi M. Þórðarson og undirritaður, hafa allir áratugalanga reynslu af skipulagningu og fram- kvæmd keppna, keppnisstjóm, dóm- nefndarstörfum og margvíslegum öðrum störfum við keppnir. Reglu- breytingar eru aðeins gerðar í þeim tilgangi að auka öryggi keppenda og áhorfenda og bæta framkvæmd keppninnar. Og varðandi mótvægi við „þessa LÍA klíku" ætti að vera fram komið hér, að keppendur eru LIA, þeir ákveða stefnuna á aðalfundum sinna klúbba og LÍA og kjósa stjórn og nefndir. Hvemig ætlar Ásgeir að út- skýra að keppendur skapi mótvægi við sjálfa sig og til hvers það ætti að leiða? Það er vissulega gott að menn eyði orku í að velta fyrir sér hvað betur megi fara í íslenskum aksturs- íþróttum, en gott væri að menn hefðu fyrir því að kynna sér mála- vexti áður en þeir ryðja úr sér því- líkum rangfærslum, sem Ásgeir Yngvarsson í Morgunblaðinu 17. júní sl., sem gera ekkert annað en að ýta undir tilefnislausa illmælgi og söguburð og veldur engum meiri skaða en keppendum sjálfum. Uöfumlur er stjórnnrnmður í Lnnds■ snmbatidi íslenskra akstursfélaga og situr í tæknincfnd sambandsins. Viöskiptavinir athugiö! Næsti vöruvagn verður til afgreiðslu 23. júlí. Síðasti móttökudagur pantana er 10. júlí. freeMaviz Sími 565 3900 Fax 565 2015 Þórhallur Jósepsson _____MINNINGAR___ KRISTBJÖRG SIG URÐARDÓTTIR + Kristbjörg Sig- urðardóttir fæddist á Akranesi 18. nóvember 1976. Hún lést á Landspít- alanum 25. júní sið- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Akraneskirkju 3. júlí. Nú þegar sólin er sem hæst á lofti kveður hún Krissa okkar þenn- an heim. Það er erfitt fyrir okkur að kveðja hana og gefa upp þær vonir og bæn- ir sem við bárum í brjósti um betri heilsu og líf fyrir kæra vinkonu. Við trúum því að Guð hafi ætlað henni stærra og meira hlutverk í heimum sem okkur eru huldir og þar sem hún getur haldið áfram því starfi sem hún hóf hér á meðal okkar. Við eigum fagrar minningar eftir um þessa einstöku ungu konu og mun- um varðveita þær alla okkar daga. Þegar við horfum á ævi Krissu og það sem henni tókst að kenna okkur á sinni stuttu dvöl hér á meðal okk- ar, þá skiljum við að það er ekki fjöldi áranna sem við eigum hér á jörðinni sem skiptir máli, heldur hvernig við notum tímann og hverju okkur tekst að miðla til samferða- manna okkar og komandi kynslóða um mikilvægi og tilgang dvalar okk- ar hér. Krissa átti þroskaða sál þrátt fýr- ir ungan aldur. Ef til vill hafa líkam- leg veikindi hennar frá barnæsku átt sinn þátt í þeim mikla sálarþroska sem hún hafði til að bera og miðlaði okkur af. Það var ekki annað hægt fyrir okkur sem vorum samferða henni en að taka eftir því, hversu lít- ið hún gerði úr þjáningum sínum og hlutskipti. Hún átti þrek og þroska til að sýna samferðamönnum sínum skilning og umhyggju á sannan hátt, og að finna til með þeim sem áttu erfitt, en því miður er þetta ekki mörgum gefið, og voru þvi þessir eiginleikar hennar eftirtektarverðir. Hún kvartaði ekki yfir hlutskipti sínu, en gat rætt það á heilbrigðan og skynsamlegan hátt. Við áttum dýrmætar samræður um lífið og gildi þess, þessum samræðum mun ég aldrei gleyma. Krissa átti yndis- lega fjölskyldu, sem elskaði hana og gerði allt sem hægt var fyrir hana, og það fann hún og mat, litlu frænd- urnir, systkinin, mágkona og for- eldrar hennar voru ávallt efst í huga hennar. Við sem vorum með henni í verslunum „stóru Ameríku" gátum ekki annað en tekið eftir óþreytandi áhuga hennar á að gleðja fólkið sitt. Ég og fjölskylda mín vorum svo heppin að fá að kynnast henni Krissu og eyða með henni ógleym- anlegum stundum síðustu æviár hennar. Ég veit ekki hvort rétt er að kalla það ánægjulega tilviljun eða einstök forlög að hitta hana yfir Atl- antshafinu á leið til Bandaríkjanna, þar sem hún var að ieita lækninga við sjúkdómi sínum á National Institute of Health. Ég tók eftir henni og Dagbjörtu mömmu hennar í flugvélinni, en vissi ekki fyrr en á áfangastað að við vorum í svipuðum erindagjörðum á sama sjúkrahúsi. Þetta var í febrúar 1995, og var þetta fyrsta ferð Krissu til National Institute of Health til að fá lyfja- meðferð við sjúkdómi sínum. Ferð- irnar til National Institute of Health áttu eftir að verða margar, en þrátt fyrir erfiðar rannsóknir og meðferð, þá tókst okkur öllum í sameiningu að gera þessar ferðir að öðru og meira en bara sjúkrahúsheimsókn- um. Hugurinn reikar til baka til þess- ara ferða, sem voru bundnar við vonir um líf og betri heilsu. Upp í hugann koma erfið ferðalög, erfiðar rannsóknir, bragðvond lyf sem þurfti að kyngja, en upp úr stendur gleðin og þakklætið sem Krissa sýndi yfir að fá þetta tækifæri. Að fá lyf sem gaf vonir, eftirlit og meðferð hjá heimsins bestu sérfræðingum, og síðast en ekki síst að njóta þeirr- ar ánægju sem hægt var að njóta á þeim fáu klukkutímum sem laus- ir voru frá sjúkrahús- inu. Þá kemur upp í hugann ung kona full af von en líkamlegir kraft- ar farnir að gefa sig. Krissa stendur í rúllu- stiganum í „Mallinu" á leið í búðirnar, situr inni á Planet Hollywood og virðir fyrir sér stjörnurnar, horfir á höfrunga sýna listir sínar, horfir á lít- inn íkorna leita að mat, situr í hestvagni og hlær, nýtur þess að borða pizzuna sína og brosir sínu fagra og einlæga brosi, skoðar sögu- lega staði í Washington með viðingu. Hún er okkur sérstaklega minnis- stæð við Vietnam-múrinn, þar sem hún virðir fyrir sér nöfn þúsunda ungra hermanna sem létu lífið í hetjulegri baráttu í stríði mannanna.' Nú er hennar hetjulegu baráttu lok- ið, lífið og vonin lutu í lægra haldi fyrir sjúkdómnum. Við munum heimsækja Vietnam-múrinn í fram- tíðinni og minnast Krissu, hetjunnar sem við fengum að kynnast og læra af. Ungu konunnar sem átti svo mik- ið að gefa og miðla til samferða- manna sinna og lét aldrei bugast. Við vonuðumst til að fá að njóta hennar miklu lengur, en lífið er stundum óskiljanlegt í augum okkar. „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (K. Gibran) Elsku Dagbjört, Sigurður, Pálína, Guðmundur, Jóhanna, Siggi og Villi, megi góður Guð styrkja ykkur í ykk- ar miklu sorg. Guðrún Ruth og fjölskylda. Kveðja frá Fjöibrauta- skóla Vesturlands Það brá skugga á bjartan sumar- daginn er þær fregnir bárust að Kristbjörg væri dáin. Svo stutt var síðan við fijgnuðum saman á sal í skólanum okkar. Fögnuðum góðum áfanga í hópi glaðra nemenda, stoltra ættingja og vina. Þar voru rifjuð upp mörg afrek sem unnin höfðu verið í skólanum. Kristbjörg Sigurðardóttir var að ljúka stúd- entsprófi. Hún var að vinna mikið afrek. Við lítum sjaldan til þess að heilsan er forgjöf sem hinum heil- brigða hlotnast en hinum veika ekki. Kristbjörg var búin að vera mikið veik, hún þarðist ekki bara við skóla- lærdóminn, barátta hennar var bar- áttan fyrir lífinu sjálfu. Við fylgd- umst grannt með framvindu Krist- bjargar í náminu og undruðumst oft dugnað hennai- og ákveðni. Á síð- ustu önninni voru veikindin mjög erfið. Þrátt fyrir það var engan bil- bug að finna á Kristbjörgu. Hún ætl- aði sér að Ijúka þeim áfongum sem eftir voru. Það gerði hún. Hún tók sín próf og vildi ekki ræða um nein- ar tilslakanir fyrir sig. Það var því stolt stúlka sem tók við stúdents- prófinu sínu síðasta fóstudaginn í maí í hópi skólasystkina sinna. Fyi'ir Kristbjörgu var það stór stund og dýrmætur sigur á baráttubraut. Kennarar skólans verðlaunuðu hana við útskriftina fyrir fádæma dugnað og bjartsýni. Það var tákn um þá virðingu og aðdáun sem Kristbjörg naut í skólanum jafnt meðal nem- enda og starfsmanna. Minningin um hana lifir. Hún kenndi okkur hvers megnugt fólk er þegar góð áform og vilji marka stefnuna. Ég færi foreldrum, systkinum og ættingjum Kiistbjargar og öllum vinum hennar samúðarkveðjur okk- ar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ég vona að samhugur okkar og minningin um góða og dug- lega stúlku veiti þeim styrk. Þórir Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.