Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 35~
1
I
3
13
1
J
3
i
J
J
+ Hjördís Kristó-
fersdóttir fædd-
ist f Reykjavík 20.
október 1929. Hún
lést á Landspítalan-
um 30. júní síðastlið-
inn. Kjörforeldrar
hennar voru Kristó-
fer Pétur Eggerts-
son, skipstjóri, f.
28.11. 1892 í Gott-
orp, Þverárhr. V-
Hún., d. 16.11. 1961,
og Helga Eggerts-
dóttir, f. 6.9. 1894 í
Kothúsum, Garði,
Gerðarhreppi, Gull-
br., d. 29.5.1967. Uppeldissystk-
ini voru Elísabet Kristófersdótt-
ir, f. 24.11. 1925, og Helgi Sig-
marsson, f. 21.6. 1932. Kynfor-
eldrar hennar voru Steingrímur
Stefánsson frá Galtará í Gufu-
dalssveit og Þuríður Eggerts-
dóttir frá Flateyri. Börn þeirra
voru átta.
Hinn 25. júlí 1953 giftist Hjör-
dís Ragnari Hansen, f. 17.4.
1923, múrarameistara frá Sauð-
árkróki. Foreldrar hans voru
hjónin Friðrik Hansen, kennari
og vegavinnuverkstjóri, f. 17.1.
1891 frá Sauðá við Sauðárkrók,
d. 27.3. 1953, og Jósefína Er-
lendsdóttir Hansen, f. 2.11. 1894
á Beinakeldu, Torfulækjarhr.,
A-Hún., d. 19.11. 1937. Böm
Hjördísar og Ragnars era: 1)
Jóseffna, f. 26.2. 1953, húsmóðir
í Grindavík. Maki: Birgir Smári
Karlsson, skipstjóri. Böra þeirra
eru: Ragnar Karl, Hjördís
Helga, Jóhanna Lilja og Sólveig
Dögg. 2) Helga, f. 6.10. 1954
Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn,
mitt athvarf lífs á brautum,
þinn kærleik snart ei tímans tönn
hann traust mitt var í hvfld og önn
í sæld, í sorg og þrautum.
Ég veit þú heim ert horfin nú
oghafinþrautiryfir,
svo mæt og góð, svo trygg og trú
og tállaus, falslaus reyndist þú,
ég veit þú látin lifir.
Ei þar sem standa leiðin lág
ég leita mun þíns anda
er lít ég fjöllin fagurblá
mér finnst þeim ofar þig ég sjá
bjarma skýjalanda.
(Steinn Sig.)
Elsku mamma mín. Hjartans
þakkir fyrir það sem þú gafst mér.
Þú varst mér alveg einstök móðir
og fyrir það vil ég þakka. Ég mun
alltaf saluia þín en hugga mig við
það að þjáningum þínum er nú lok-
ið. Ég veit að nú ert þú umvafin
kærleika og elsku Guðs. Minning
þín mun alltaf lifa í hjarta mínu.
Þín dóttir,
Kristfn Edda.
Mamma mín.
Úr hverju vildir böli bæta,
brosið var sem skin af sól,
vildir hugga, verma og kæta,
veita hijáðum hkn og skjól.
Göfugt allt og gott þú kenndir,
góða, elsku mamma mín,
bættir ailt og bh'ðu sendir.
Björtust ahra er minning þín.
(Þuríður Briem.)
Elsku mamma. Mig langar í fáum
orðum að þakka þér fyrir hvað þú
varst mér yndisleg móðir. Ég mun
sakna þín og hugsa til þín á hverj-
um degi. I baráttu þinni við krabba-
meinið sýndir þú ótrúlegan styrk og
æðruleysi. Þú hélst í vonina um
bata fram á síðustu daga.
Tíminn sem við höfðum saman
var allt of stuttur. En ég hugga mig
við að nú þjáist þú ekki lengur. Von-
andi líður þér vel þar sem þú ert
núna.
Guð blessi þig, mamma mín.
Þín dóttir,
Sólveig Björg.
förðunar- og hár-
kollumeistari ásamt
því að vera leið-
sögumaður. 3) Frið-
rik, f. 6.2. 1957,
múrarameistari.
Maki: Katrín Inga-
dóttir. Böra þeirra
eru: Anna Lára og
Ragnar. Fyrir átti
Katrín Þorstein
Inga. 4) Hulda, f.
26.4. 1958, nudd-
fræðingur. Maki:
Kristinn Morthens,
vélaverkstjóri. Böra
hennar eru: Berg-
lind og Kristófer. 5) Kristín
Edda, f. 21.5. 1961, hjúkrunar-
fræðingur. Maki Hermann Þ.
Guðmundsson, framleiðslustjóri.
Böra þeirra eru: Guðmundur
Davíð, Hulda María, Ragnar
Hjörvar og Hjördís Björg. 6)
Kristófer Eggert, f. 28.7. 1963,
ferðamálahagfræðingur. Maki:
Ruth Elfarsdóttir, viðskipta-
fræðingur. 7) Sólveig Björg, f.
15.9. 1967, nemi í Kennarahá-
skólanum. Maki: Finnjón Ás-
geirsson. Bara þeirra er Eva
Marfa. 8) Ragnar Stefán, f. 22.4.
1971, kerfisfræðingur hjá
Reiknistofnun Háskólans. Maki:
Anna Sigríður Gunnarsdóttir,
háskólanemi.
Hjördfs var f Alþýðuskólanum
á Laugarvatni og Húsmæðra-
skólanum í Reylgavík. Móður-
hlutverkið var hennar aðalhlut-
verk í lffinu.
títför Hjördísar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ef líkja má lífinu við fagran rósa-
garð er blómstrar og veitir öllum er
að honum koma yl og trú á betri
heim, hvemig má þá vera að mér
finnst eins og fegurstu rósimar
folni og deyi ætíð fyrst. Þessi hugs-
un hefur verið mér ofarlega í huga
síðan hún Hjördís tengdamóðir mín
veiktist. Og nú er hún dáin þessi
kona sem svo sannarlega var ein af
fegurstu rósunum í garði þess
mannlífs sem ég þekkti.
Ég var svo heppinn að fá að
kynnast henni Hjördísi og þekkja
hana í tuttugu og sjö ár sem var því
miður alltof stuttur tími. Hún Hjör-
dís var ein af þessum yndislegu
manneskjum sem ætíð eru tilbúnar
að gefa frekar en að þiggja. Hún
var afskaplega heimakær mann-
eskja og heimilið var hennar borg.
Þangað vom allir ætíð velkomnir og
oft reyndist erfitt að fá börnin til
þess að koma heim eftir heimsóknir
á Háaleitisbrautina. Þau vildu fá að
vera eftir og gista hjá ömmu. Þar
var svo sannarlega gaman að vera,
enda tók hún barnabörnum sínum,
tengdasonum og tengdadætrum
ætíð eins og um hennar eigin böm
væri að ræða.
Hún Hjördís var ákaflega vel gef-
in og greind kona. Ósjaldan kom
það mér á óvart þegar við ræddum
um sjómennsku, eða eitthvað sem
ég taldi henni fjarlægt og framandi,
hversu vel hún þekkti til allra þess-
ara hluta. Maður kom aldrei að tóm-
um kofunum á þeim bæ.
Þegar ég hugsa til baka er svo
margt sem gaman væri að rifja upp.
Til dæmis hversu ótrúlega fundvís
Hjördís var. Oft var það þannig að
þegar maður var að kveðja spurði
hún hvort maður hefði ekki komið
með hitt eða þetta og átti þá við ein-
hvem hlut sem maður var búinn að
gleyma. Eða þá maður var búinn að
leita um allt að einhverju eins og
bíllyklunum og var alveg mát hvar
maður hafði lagt hlutinn frá sér. Þá
var óbrigðult ráð að spyrja hana og
svarið var ætíð: Heldur þú að það sé
möguleiki að þú hafir lagt þá þarna
og tiltók staðinn og viti menn þarna
lá hluturinn og beið manns.
Einn af þeim fjölmörgu eiginleik-
um sem Hjördísi vom gefnir var sá
mikli mannkærleikur sem hún hafði
til að bera. Þau ár sem ég naut
þeirra forréttinda að þekkja Hjör-
dísi þá heyrði ég hana aldrei hall-
mæla nokkurri manneskju. Hún
notaði aldrei gífuryrði eða stóryrði.
Eflaust hefur hún verið missátt við
ýmsa hluti, rétt eins og aðrir í þessu
lífi. En hún sá ætíð björtu hliðamar
á hlutunum og hélt þeim á loft.
Hún var hin ljúfa milda móðir.
Við minningu fagra eigum bjarta.
Svo ótal kostir undur góðir
áttu rúm í hennar hjarta.
Ragnar minn, Guð veiti þér og
þínum styrk í sorg ykkar.
Birgir Smári Karlsson.
Elsku Hjördís mín. Eftirfarandi
orð tileinka ég þér.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öDum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Með þökk fyrir samfylgdina. Þó þú
sért farin héðan mun minningin um
þig lifa með oss um ókomna tíð.
Anna Sigríður Gunnarsdóttir.
Sárt er að kveðja milda móður
margra bama
æviferil sem æ var hljóður
en veitti gjama
ungu lífi þá ást og hlýju
sem alla gleður
yndisþokka sem æ að nýju
ungböm seður.
Gefi henni nú Guð á hæðum
gleði bjarta.
Oskastundir í orðaræðum
ogylíhjarta,
hvfld frá þrautum
því kærleik slíkan
bar kona þessi
dóttír íslands og dagsins bjarta
þig drottinn blessi.
Emma Hansen.
Er ekki þannig varið með okkur
flest þegar hefja skal sambýli við
fjölskyldu, sem manni er með öllu
ókunn, að ríki nokkur eftirvænting
og jafnvel efi hvemig muni til
takast? Þannig var það með okkur
Gunnhildi er við fluttum í hús okkar
að Háaleitisbraut 59 árið 1966, en
Hjördís og Ragnar höfðu þá byggt
húsið nr. 57. Varð sambýli okkar því
mjög náið. Það kom fljótt fram við
kynni okkar að við höfum verið
mjög heppin með granna og hefur
sambúðin verið með slíkum ágætum
að ekki verður á betra kosið. I
næstum 32 ár hefur aldrei komið
upp okkar á milli nokkurt vandamál
og er þá ekkert ofsagt.
Nú er við minnumst Hjördísar er
hún í huga okkar hin hógværa kona
er ekki þrengdi sér fram á nokkum
hátt, en var ávallt reiðubúin til
hjálpar væri til hennar leitað. Ævi-
starf Hjördísar var húsmóðurstarf-
ið og móðurhlutverkið, sem hún
skilaði með miklum sóma. Ég hygg
að hún hafi ekki gert miklar kröfur
sér til handa en þeim mun meiri til
þess hlutverks er hún var kjörin til.
, Því það er svo misjafnt, sem mennimir
leitaað
og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim
vakir.“
(T.G.)
Þau Ragnar eignuðust 8 böm, sem
ólust að öllu leyti upp í foreldrahús-
um. Var það þeim mikils virði í upp-
vextinum að mamma var alltaf
heima, hvernig sem á stóð. Öll em
þau mikið mannkostafólk og líkjast
foreldrum sínum í flestu. Þótti okk-
ur Gunnhildi ánægjulegt að hafa öll
þessi böm í nálægð okkar og er
ekki laust við að stundum þyki pkk-
ur sem við eigum eitthvað í þeim.
Hjördís bjó alla tíð við góða heilsu
þar til fyrir tæpum tveimur árum er
hún greindist með illkynja sjúkdóm
er dró hana til dauða. Naut hún þá
góðrar umönnunar bama sinna þar
til yfir lauk.
Þegar hlutverki Hjördísar er lok-
ið er það huggun harmi gegn að hún
skilaði ævistarfi, sem hefur borið
góðan ávöxt. Er við Gunnhildur
kveðjum konu, er okkur var kær,
kemur aðeins eitt orð í hugann:
Þökk.
Fyrir viku kvöddum við hjónin
konu, er var okkur líka mjög kær,
og var á ýmsan hátt ekki ólík Hjör-
dísi, með ljóði úr Maríukvæði efir
Halldór Kiljan Laxness. Þykir okk-
ur við hæfi að það verði kveðjuorð
okkar einnig nú.
Hjálpa þú mér helg og væn,
himnamóðirin bjarta:
Legðu mína bljúgu bæn
baminu þínu að hjarta.
Þá munu ávallt grösin græn
í garðinum skarta,
í garðinum mínum skarta.
Við Gunnhildur sendum Ragnari
og fjölskyldu hans okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Grétar Eiríksson.
Mig langar til að minnast með
nokkmm orðum Hjördísar tengda-
móður minnar, en hana er ég búinn
að þekkja í tæp tuttugu ár. Það er
alltaf svo, að þeir sem maður teng-
ist svo náið og umgengst, hafa mikil
áhrif á líf manns. Er ég afar þakk-
látur fyrir að Hjördís var ein af
þeim. Hún var ákaflega traust og
það var sérstaklega gott að leita til
hennar. Ég man það þegar ég var
að koma inn í fjöskylduna, að mér
var vel tekið. Þegar ég þurfti að
vakna snemma á morgnana og
sækja vinnu til Grindavíkur smurði
hún alltaf brauð fyrir mig kvöldið
áður, til þess að ég færi nú ekki
svangur af stað. Svona var Hjördís,
alltaf að hugsa um hag fjölskyld-
unnar. Hún hafði mikinn áhuga á
öllu sem tengdist matreiðslu og átti
hún mikið safn uppskrifta. Oft leit-
aði ég til hennar til þess að fá upp-
skriftir og ráð og kenndi hún mér
ótal margt. Hjördís var hógvær á
sinn hlýlega hátt. Fjölskylda henn-
ar var henni allt. Við töluðum oft
um húsnæðismál, en hún hafði
áhuga á öllu því sem tengdist hag
fjölskyldunnar. Einnig var hún
mjög vel að sér á ýmsum sviðum og
hafsjór af fróðleik. Hún var þeim
eiginleika gædd að það var gott að
vera í návist hennar, hvort sem við
töluðum saman eða nutum nærveru
hvort annars. Hún var mikil hús-
móðir og var mjög annt um heimili
sitt. Ég var stundum fenginn til að
dytta að ýmsu á heimili þeirra
hjóna, þar sem ég er eini smiðurinn
í fjöskyldunni. Hjördís var ákaflega
ánægð þegar verið var að breyta
eða lagfæra og var sérstaklega
þakklát. Það var mér mikil huggun
að eiga Hjördísi að, eftir að ég
missti móður mína fyrir tæpum
tveimur árum og grunaði mig ekki
að svo stutt yrði á milli þeirra. í erf-
iðum veikindum sínum sýndi Hjör-
dís aðdáunarvert hugrekíd og ótrú-
legt æðruleysi.
Drottínn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
A grænum grundum lætur
hannmighvilast,
Ieiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir saldr nafiis síns.
Jafnvel þótt ég fari um
dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafúr hugga mig.
(23. Davíðssálmur)
Með söknuði og virðingu kveð ég
þig nú og bið Guð að vernda þig og
blessa og gefa Ragnari, börnum og
bamabörnum, styrk á þessari erfiðu
stundu.
Hermann.
Mig langar að minnast ömmu
minnar, Hjördísar Kristófersdóttur,
með nokkrum orðum. Þegar ég var
lítil passaði amma mig meðan
mamma mín var í skóla. Þegar ég
var fimm ára var ég í sjúkraþjálfun.
Amma fór með mig á hverjum ein-
asta degi og ég var hjá henni
svolitla stund á eftir. Hún var alltaf
svo blíð og umhyggjusöm. Amma
kenndi mér að reikna og lét mig
leggja saman og draga frá með þrí*
að nota eldspýtur. Ef ég gerði eitt-
hvað vitlaust missti hún aldrei þol-
inmæðina heldur tók sér góðan tíma
til útskýringa. Hún sagði alltaf að
ég ætti að vanda mig í hverju sem
ég tæki mér fyrir hendur, því ef
maður vandaði sig ekki væri betra
að sleppa því. Ég var vön að gefa
ömmu glænýjar kartöflur og græn-
meti í lok hvers sumars þegar ég
lauk skólagörðunum. Það var svo
gaman að fá að gefa henni, því
amma var alltaf svo þakklát. Amma
var hjá okkur þegar mamma og^
pabbi fóru til útlanda og svo var
amma hér hjá okkur og hugsaði um
heimilið þegar mamma eignaðist
tvö yngri systkini mín. Hún fylgdist
alltaf vel með okkur og var svo
ánægð þegar okkur gekk vel í skól-
anum.
Það verður tómlegt án ömmu og
ég mun aUtaf sakna hennar.
Hjartans þakkir fyrir allt, elsku
amma.
Þín
Hulda María.
Elsku amma, það er næstum
óhugsandi að þú sért farin frá okk-
ur. Þú sem kenndir okkur svo mikið
og við sem bjuggumst aldrei við þvi
að lærdómsdögunum yrði svona
fljótt lokið. Þú komast ekki fram við
okkur bara eins og amma heldur
góður vinur sem ávallt var hægt að
leita til. Við höfum ávallt litið á
heimili ykkar afa sem okkar annað
heimili, það hefur alltaf verið gott
að koma til ykkar og ávallt var ör-
uggt að hitta þar aðra úr fjölskyld-
unni því að allir sóttust eftir að vera
hjá ykkur. Vonandi eigum við eftir
að vera jafn samheldin í framtíðinni
og sameinast hjá afa á heimili þínfT
Það hefði verið ósk þín. í okkar
stóru fjölskyldu gleymdist enginn
því að í þínum augum voru allir jafn
mikilvægir. Okkur eru mjög minnis-
stæð árlegu jólaboðin sem haldin
voru hjá þér og afa þar sem fjöl-
skyldan hittist og átti góðar stundir
saman. Þegar við hugsum til baka
kemur þú upp í huga okkar inni í
eldhúsi að taka til eitthvað handa
okkur að borða. Við vildum líka
minnast þess þegar við fengum sem
böm að sofa á milli ykkar afa. Það
var svo ljúft að liggja hjá þér í ör-
uggum höndum þínum. Við
frænkumar áttum nú til að kýta að-
eins um það hver fengi að sofa á
milli og hver í bláa rúminu sem vati*'
við fataskápinn en þú komst alltaf
með lausn sem allir sættu sig við.
Það var skemmtileg tilviljun sem
leiddi okkur til staðarins sem var
þér svo kær. Þegar þú talaðir um
Akureyri minntistu alltaf góða veð-
ursins og fallega landslagsins frá
bamæsku. Okkur þótti mjög vænt
um að sjá staðina sem tengdust þér.
Þykir okkur einna vænst um Akur-
eyri íyrir það.
Elsku amma, við munum ávallt
sakna þín, en það er okkur huggun
að þú vakir yfir okkur og við finnum
fyrir návist þinni.
Þínar,
Iljördis Helga Birgisdóttir,
Jóhanna Lilja Birgisdóttir
og Berglind Hansen.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur, ' ir
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útfór hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
HJÖRDÍS
KRIS TÓFERSDÓTTIR