Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 36
06 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNB LAÐIÐ
t
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
HILDA ELÍSABETH GUTTORMSSON
frá Síðu,
Nestúni 4,
Hvammstanga,
lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga mánudaginn
6. júlí.
Sölvi Guttormsson,
Arndís Helena Sölvadóttir,
Guttormur Páll Sölvason,
Sigurbjörg Berglind Sölvadóttir
og fjölskyldur.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
SIGURBERGUR PÁLSSON
fyrrverandi kaupmaður,
áður til heimilis á Háteigsvegi 50,
Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbara-
vogi mánudaginn 6. júlí.
Sigríður Sigurbergsdóttir, Björn Pálsson,
Pálína Sigurbergsdóttir, Stefán Kjartansson,
Bára Sigurbergsdóttir, Ragnar Leví Jónsson.
t
Eiginmaður minn,
SVEINBJÖRN GUÐMUNDSSON
frá Vestmannaeyjum,
Kópavogsbraut 1b,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnu-
daginn 5. júlí sl.
Útför ter fram frá Kópavogskirkju föstudaginn
10. júlíkl. 13.30.
Ingibjörg Kristjánsdóttir.
t
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
UNNUR GÍSLADÓTTIR BACHMANN,
Eskihlíð 20,
Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 5. júlí.
Sigurður Bachmann,
Birgir Bachmann,
Hörður Bachmann,
Gísli Bachmann.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HAUKUR REYNIR PÁLSSON,
Hörðalandi 4,
Reykjavfk,
lést á Landsspítalanum föstudaginn 3. júlí.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 11. júlí kl. 11.00.
Ástrós Reginbaldsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES ÞÓRARINSSON
fyrrum bóndi á Skarði,
Skötufirði,
Hlíðarstræti 26,
Bolungarvfk,
lést á Sjúkrahúsi Isafjarðar mánudaginn 6. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 11. júlí
kl. 14.00.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
ANDRÉS
KRIS TINSSON
+ Sigurður And-
rés Kristinsson
á Kvíabekk var
fæddur á Ólafsfírði
á skírdag 29. mars
1934. Hann lést á
Kvíabekk að kvöldi
19. júní. Foreldrar
hans voru Kristín
Rögnvaldsdóttir frá
Kvíabekk, f. 18. maí
1900, d. 16. ágúst
1991, og Kristinn
Sigurðsson frá
Þverá í Ólafsfírði, f.
16. janúar 1900, d.
8. janúar 1990.
Einkasystir Andrésar hét Guð-
björg Benidikta, f. 24. septem-
ber 1938, d. 12. ágúst 1990. Eft-
irlifandi maður Guðbjargar er
Gylfi Jóhannsson frá Akureyri.
Fyrri kona Andrésar heitir
Jóm'na Lilja Jónsdóttir, búsett á
Saurbæ í Fljótum, f. 25. desem-
ber 1933. Seinni kona hans er
Annetta María Nor-
bertsdóttir frá
Þýskalandi. Börn af
fyrra hjónabandi
eru: 1) Rögnvaldur
Axel, f. 13. nóvem-
ber 1969, Guðbjörg
Jóna, f. 2. desember
1966, maki Sverrir
Reynir Reynisson.
2) Drengur, f. 26.
ágúst 1968, d. 29.
ágúst 1968. 3) Guð-
laug Kristín, f. 25.
mars 1970, maki
Pálmar Þór Jó-
hannsson. 4) Bjarn-
veig Berglind, f. 3. febrúar
1973. 5) Kristinn, f. 16. júní
1974. Börn Andrésar og Ann-
ettu eru Guðbjörg Helga, f. 18.
ágúst 1990, og Vilmundur Þeyr,
f. 15. september 1992.
títför Sigurðar Andrésar fór
fram í Kvíabekkjarkirkju 27.
júní.
Okkur er víst öllum ætlað að fara
yfir móðuna miklu, en óneitanlega
bregður manni þegar fréttir berast
af slíkum atburði. Þannig fór fyrir
mér þegar ég frétti af ótímabærum
dauðdaga vinar míns Andrésar frá
Kvíabekk. Fyrir mér var þessi stóri
maður ódauðlegur, sem hann
reyndar er á vissan hátt, ímynd
hreysti og heilbrigðs lífernis inn til
sveita í sælu náttúrunnar, fjarri ys
og þys nútímaþjóðfélagsins og því
stressi sem því fylgir. Þegar ég fór
að velta þessum ótímabæra dauð-
daga vinar míns Andrésar fyrir
mér kom upp í huga mér að Andrés
hefur alla tíð farið ótroðnar slóðir
og svo virðist sem kallið hafí komið
þegar enginn átti von á því.
Leiðir okkar Andrésar lágu sam-
an á tveim örlagaríkum augnablik-
um í lífi hans og út af seinni atburð-
inum áttum við í nokkrum orða-
skiptum gegnum tímaritið Eiðfaxa.
Upp frá því urðum við vinir, þótt
fjarlægðir á milli okkar og annríki
kæmi í veg fyrir mjög mikil sam-
skipti, þá var tilfínningin um vin-
skapinn alltaf til staðar. Andrés var
óumdeilanlega mjög sérstakur
maður og það er skarð fyrir skildi
þegar slíkur maður hverfur af sjón-
arsviðinu. Stöðugt fækkar þeim
mönnum sem eru eins og Andrés
aldir upp í íslensku þjóðfélagi fyrir
miðja þessa öld og sem hið rammís-
lenska þjóðfélag hefur sett mark
sitt á. Andrés gleymdi aldrei því
veganesti sem hann hlaut í æsku og
á mótunarárum sínum. Þetta kom
skýrt fram í öllum hans skrifum, en
penninn var hans sterkasta vopn.
Hann var sífellt að draga upp
myndir úr fortíðinni og glæða þær
nýjum búningi í tengslum við skrif
sín. Þetta gæddi skrif hans lífi og
gerði það að verkum að maður í
raun leiddi hugann oft að þessum
að því er virtist smávægilegu hlut-
um, sem eru að glatast í hröðu lífi
nútímamannsins.
Andrés var náttúrubarn og helj-
armenni að burðum. Allt virtist
leika í stórum höndum þessa eftir-
minnilega manns og á það sérstak-
lega við um ræktun, hvort sem það
var ræktun hesta eða sauðfjár.
Sérfræöingar
í blómaskreytingum
við (>ll tækifæri
I blómaverkstæði I
I JSlNNA I
Skólavörðustíg 12.
á horni Bergstaðastrætis,
sínti 551 9090
Hestamenn landsins fóru ekki í
grafgötur um álit hans á ræktunar-
málum og hvert stefndi í þeim efn-
um. Hann var óspar á yfirlýsingar
um álit sitt á stóðhestum og mönn-
um og beitti stílvopninu í þessu
sambandi. Sumir fyrtust við, aðrir
höfðu gaman af, en í mörgum tilfell-
um held ég að yfirlýsingarnar hafi
verið settar fram í kerskni, en
stríðni einkenndi skapgerð hans. í
þeim efnum var hann ólíkindatól,
en undir niðri sló hjarta sem gat
fundið til.
I samræðum mínum við hann
kom fram gífurleg þekking á mann-
legu eðli og þegar ég á minni lífs-
leið lenti í smá öldugangi spáði
hann hárrétt fyrir um endalokin,
þótt ég tryði honum ekki í fyrstu.
Hið rammíslenska viðhorf
Andrésar höfðaði til margra og
verður að mínu mati fátæklegra á
sjóndeildarhring íslenskrar hesta-
mennsku við fráfall Andrésar frá
Kvíabekk, enda orðinn þjóðsaga í
lifanda lífi. Ég hafði hlakkað til að
hitta hann á Landsmótinu og koma
að Kvíabekk enda áttum við óút-
kljáð málefni er snerta hina nýju
veiru sem herjað hefur á íslenska
hrossastofninn. Þar sem fyrr hafði
Andrés sína skoðun en ég skoðun
svokallaðra nútímamanna. Þá mun
ég sakna þess á hestamannamótum
og í Laufskálarétt að hafa ekki „vit-
ann minn“ með rauðu húfuna, sem
ávallt gnæfir upp úr mannahafinu
til að stefna á, því þangað var ævin-
lega gaman að leita. Aidrei hafði
mér dottið í hug að síðasta bréf
mitt til vinar míns ætti eftir að
verða minningargrein.
Minning Andrésar mun lifa en
missirinn er mestur fyrir þá sem
eftir lifa. Enginn vafi er á því að
yngstu böm Andrésar hafa misst
mest og votta ég þeim innilega
samúð mína og fjölskyldu minnar
og það sama á við um eiginkonu og
uppkomin börn. Megi þeim öllum
ganga allt í haginn þrátt fyrir þenn-
an ótímabæra missi.
Helgi Sigurðsson.
Síminn hringir á sunnudags-
kvöldi. Það er kalt úti en sólbjart.
Hvell kersknisfull rödd segir:
„Blessaður, Sigurjón, hún Annetta
segist hafa séð mynd af þér í blöð-
unum og það hafi verið skelfing að
sjá þig. Komdu til mín á miðviku-
daginn og við ríðum upp á Tinda-
stól.“
Ríða upp á Tindastól!
Eftir að hafa ferðast með honum í
^aras hom
v/ Fossvogskii-kjwgaeð J
S. Sími. 554 0500
Héðinsfjörð, yfir Mosárdalsjökul í
Fljótum, yfir alla mögulega fjallvegi
í Olafsfirði og víðar og víðar, veit ég
að honum er ýmislegt mögulegt á
hestbaki sem öðrum dettur ekki í
hug að reyna.
Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð og
spyr hvort hann þurfi ekki að bera
á. „Bera á!“ svarar hann, „blessaður
vertu, ég er fyrir löngu hættur
þeirri vitleysu. Skelltu þér bara.“
En þarf ekki að hleypa til eða rýja
eða gera eitthvað annað afskaplega
merkilegt. Hann hlær. „Er nú póli-
tíkin alveg búin að gera þig vitlaus-
an. Það viðrar vel og hestarnir járn-
aðir og mér datt svona í hug að við
gætum kíkt á afréttina í Skefils-
staðahreppnum í leiðinni."
Hjálparvana spyr ég hvort ekki
þurfi að hjálpa ánum að bera.
„Æmar bera nú bara úti án minnar
hjálpar. Þetta er allt svona lífrænt
hjá okkur eins og þú veist og lömbin
aldrei verið frjálslegri og vænni. Þú
kemur þá á miðvikudag. Annetta
bakar kleinur. Ég verð með hákarl.
Blessaður."
Og auðvitað birtist ég með hross-
in mín á Kvíabekk á miðvikudag.
Þau eru hvort eð er hagavön þar.
Að sleppa útreiðartúr um fjöll og
firnindi með Andrési á Kvíabekk er
ekki hægt. Og afréttir Skefilsstaða-
hrepps í ábæti. Nei, öll heimsins
pólitík verður að vera án mín þegar
svona vel er boðið.
Við ökum hrossum að afleggjar-
anum út á Reykjaströnd og ríðum
þaðan út ströndina. Tökum það ró-
lega. Það er alltaf ró yfir ferðunum
með honum Andrési. Hestamir
mínir kannast við röddina í Andrési
og verða fjömgir sem aldrei fyrr.
Minnast skemmtilegra samveru-
stunda með uppalanda sínum,
sperra eyrun við orðum hans, mala
á töltinu, brosa á brokkinu.
Andrés hlær að öllu „mikilvæga
dótinu" sem gleymdist; rafgirðingu,
kambi, jámingaráhöldum, brauði og
fleim. Ferðaskap Andrésar og
hestakunnátta er með. Það er það,
sem máli skiptir. Ég stelst til að
hafa með síma. Áð er við rætur
Tindastóls, að Reykjum. Fjallið rís
næstum níu hundruð metra yfir
náttstað okkai-. Þetta leggst vel í
okkur.
Morgunninn er ægifagur. Heiður
himinn. Við leggjum á brattann upp
úr hádegi. Um tvöleytið, þegar ég
er margsinnis búinn að biðja um
hvfld, emm við komnir á Tindastól.
Og hvflíkt sæti! Okkur setur
hljóða, útsýnið er ólýsanlegt.
Andrés klappar Sóloni sínum og
þakkar honum samferðina og segir
að það væri nú gaman að geta lýst
þessu fyrir Annette sinni. Ég gríp
símann, Andrés hlær að fordild
minni, og við reynum að hringja í
konurnar okkar en þær era úti að
sinna mikilvægum verkefnum. Hug-
urinn er sá sami. Við njótum stund-
arinnar. Drangey er margklofin séð
ofan frá Tindastól, stóru fjöllin yfir í
Siglufirði em ógnarsmá, Málmey er
falleg, Skaginn flatur og Göngu-
skarðadalimir ávalir. Andrés sér
hrafntinnu og hirðir og við deilum
aðeins um gróður og gróðurfar sam-
kvæmt venju.
Leiðin niður að Skíðastöðum er
létt og skemmtileg. Þar finnst
Andrési hýbýli vera stór enda hann
aldrei bmðlað með pláss. Dagurinn
er hans og hann spyr mig stríðinn
hvort ég sakni ekki fundarins sem
ég hafi misst af.
Við hittum frændfólk mitt frá
Skefilsstöðum. Akveðinn er útreið-
artúr næsta dag og þá ríðum við í
góðum félagsskap um afrétti Skef-
ilsstaðahrepps. í lokin em innfædd-
ir settir á Kvíabekkjarhesta og
klárarnir frá Andrési eru svo
skemmtilegir að unun er að. Andrés
brosir. Hann er aldrei glaðari en
þegar hann getur deilt gæðum
hesta sinna með einhverjum. Og
hann hefur glatt margan manninn
með hestum sínum. Ferðinni er lok-
ið. Við höldum heim á leið. Annette
bíður með kleinurnar. Við kveðj-
umst.
Síminn hringir á laugardags-
morgni. Það er Jóna dóttir hans.
Hann Andrés er dáinn.
Sigurjón Benediktsson,
tannlæknir, Húsavik.