Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 37
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 3
KRISTJAN M.
KRISTJÁNSSON
+ Kristján Magnu-
sen Kristjánsson
var fæddur í Búðar-
dal 31. október
1909. Hann lést á
Vífilsstaðaspítala
29. júní sfðastliðinn.
Móðir hans var
Friðborg Friðriks-
dóttir ættuð úr Döl-
um en faðir hans
var Kristján Jónas-
son kaupmaður frá
Skarði á Skarðs-
strönd. Foreldrar
Kristjáns Jónasson-
ar voru þau Elín-
borg Kristjánsdóttir og Jónas
Guðmundsson prestur á Staðar-
hrauni í Hraunhreppi. Systkini
Kristjáns voru Jónas Kristjáns-
son kaupmaður, f. 17. júní 1895,
d. 8. júní 1964, Elínborg Krist-
jánsdóttir húsmóðir, f. 10. sept-
ember 1898, d. 4. maí 1975,
Guðinundur Kristjánsson
söngvari, f. 15. ágúst 1901, d.
27. október 1986, og Camillia
Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 18.
september 1908, d. 7. október
1976. Kristján fluttist með for-
eldrum sfnum ársgamall til
Borgarness og ólst
þar upp hjá þeim.
Kristján lauk versl-
unarprófi frá Flens-
borgarskólanum
vorið 1926. Hann
sneri síðan aftur til
Borgarness og
stundaði þar kaup-
mennsku og tók síð-
ar ásamt Jónasi
bróður sfnum við
verslunarrekstrin-
um af föður sínum
eftir að hann lést
1930.
Kristján flutist síð-
ar til Reykjavíkur og giftist
hinn 30. júní 1956 Reinholde
Konrad Kristjánsson ljósmynd-
ara. Eignuðust þau soninn
Hans-Konrad Kristjánsson raf-
magnsverkfræðing, f. 27. janú-
ar 1958. Frá fyrra hjónabandi
eignaðist Kristján tvö börn, þau
Kristján Brynjólf Kristjánsson
þjón, f. 5. ágúst 1944, og Bryn-
hildi Kristjánsdóttur húsmóður,
f. 27. maí 1948.
Utför Kristjáns fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Nú er hann faðir okkar fallinn frá,
blessuð sé minning hans. Ég var ný-
búinn að klára verkefni í sambandi
við Hvalfjarðargöngin. Pegar ég var
að lesa dagblaðið næsta morgun kall-
ar hún móðir mín til mín: „Konni,
komdu fljótt, það er eitthvað að hon-
um pabba.“ Hann hafði fengið áfall
þennan morgun sem varð til þess að
hann pabbi okkar átti eftir að kveðja
þennan heim stuttu síðar.
Eftir að faðir okkar hann Kristján
fluttist til Reykjavíkur starfaði hann
sem leigubflstjóri á Hreyfli. Móðir
mín var þá tiltölulega nýflutt til
landsins frá Þýskalandi og vann þá á
elliheimilinu Grund vestur í bæ. Fað-
ir okkar átti það til að renna við hjá
stúlkunum á Grund öðru hverju og
þáði þar gjarnan kaffi þegar hann
leit inn. Þannig kynntist hann móður
minni fyrst, henni Konný eins og hún
er kölluð. Það þótti heldur ekki ama-
legt fýrir þýska yngismey að
skreppa á rúntinn í „Tunglfaxanum"
eða Kaisernum eins og bifreiðin hans
pabba Var kölluð í þá daga.
Efth' að faðir minn og móðir gift-
ust hófu þau búskap á Karlagötunni
en fluttust síðar í Kópavoginn og
bjuggu saman á Borgarholtsbraut-
inni allt fram á síðasta dag. Pabbi
var heimakær og undi sér best
heima í faðmi fjölskyldunnar.
Faðir okkar ólst upp hjá foreldr-
um sínum og bjó í Borgarnesi þar til
hann fluttist til Reykjavíkur. Hann
lærði á hljóðfæri eins og öll systkini
hans af foreldrum sínum á yngri ár-
unum og höfðu þau öll mikið yndi af
tónlist. Skemmst er frá því að segja
að Guðmundur heitinn bróðir hans
lærði söng og ferðaðist viða um Evr-
ópu og Bandaríkin og bjó þar alla
sína ævi. Pabbi hafði ætíð mikla un-
um af tónlist og spilaði hann með
vinum í hljómsveit í Borgarnesi.
Spilaði hann bæði á harmoniku og
fiðlu en aðallega þó á orgel. Eftir
hann liggja nokkur lög sem hann
samdi. Hann tók einnig virkan þátt í
félagsmálum á staðnum og lék nokk-
ur hlutverk í leikritum.
I Borgarnesi stundaði faðir okkar
aðallega kaupmennsku og tók ásamt
Jónasi við versluninni sem faðir
hans rak. Einnig greip hann í ýmis
störf. Meðal annars vann hann við
vegavinnu á Holtavörðuheiði og
keyrði vörubfl sem Jónas bróðir
hans átti. Pabbi sneri sér síðan að
leigubílaakstri þegar hann flutti til
Reykjavíkur. Hugur hans stóð þó
ætíð til kaupmennskunnar og starf-
rækti hann Heildverslun Kristjáns
Kristjánssonar heima eftir að hann
fluttist í Kópavoginn. Fluttist Binni
bróðir þá einnig heim og bjó þar
þangað til hann kvæntist og hóf bú-
skap.
Fyrstu hjúskaparár foreldra
minna voru oft erfið þar sem pening-
ar voru af skornum skammti og faðir
okkar vann oft á tíðum eftir því sem
andleg heilsa leyfði, enda einnig
erfitt að byggja upp verslunarstarf-
semi á þessum árum. Sem smástrák
þótti mér ætíð gaman að fá að
skreppa með pabba í bæinn á Ka-
isernum þótt biðin væri stundum
löng fýrir lítinn dreng þegar pabbi
þurfti að sinna erindum í bænum.
Við fórum oft saman í Laugarnar,
sem hann stundaði sér til heilubótar,
og voru félagar mínir einnig ætíð
velkomnir með.
Það gladdi ætíð hjarta pabba þeg-
ar menn komu í heimsókn á Borgar-
holtsbrautina og voru allir ætíð vel-
komnir. Sérstaklega lifnaði yfir hon-
um þegar Óttar vinur hans birtist í
dyrunum. Pabbi gaf sér ætíð tíma tfl
að ræða um málefni líðandi stundar
eða pólitíkina. Atti hann frumkvæði
að því að Hitaveitan var lögð í Kópa-
vogi á sínum tíma en hann sótti þá
gjarnan fundi hjá Sjálfstæðsflokkn-
um í Kópavogi. Uppbygging kaup-
mannastéttarinnar var honum einnig
hugleikin og gaf hann sér oft tíma til
að ræða þau málefni við viðskiptavini
Föður okkar þótti mjög vænt um
okkur sytkinin og reyndi ætíð að að-
stoða okkur eftir bestu getu þrátt
fyrir ýmsa erfiðleika. Greiðasemi
pabba var einna best lýst þegar hann
heimsótti Guðmund bróður sem bjó
á Manhattan í New York og gekk
hann þá framhjá verslun einni í ná-
grenninu. Sá hann þá verslunareig-
andann, sem vai- fullorðinn, vera að
þvo búðargluggana. Staldraði hann
við hjá honum og bauðst til að þvo
alla búðargluggana fyrir eigandann
en fékk að launum fimm dali. Varð
búðareigandanum ætíð að orði þegar
hann sá pabba koma: „There goes a
real gentleman from Iceland.“
(Þama fer sannur heiðursmaður frá
Islandi.)
Pabba þótti vænt um að hitta ætt-
ingja okkar og vini hennar móður
minnar í Þýskalandi. Komu þau
þangað fyrst í heimsókn 1957 og
naut hann þeirrar ánægju að mála
og teikna í frítíma sínum. Fyrir
þremur árum tókum við bíl á leigu,
fórum öll saman út aftur og heim-
sóttum ættingja móður minnar í
Þýskalandi. Sú ferð var okkur mjög
eftirminnileg en okkur auðnaðist að
hitta Elísabetu frænku okkar í síð-
asta skipti, en hún var orðin mjög
fullorðin. Ætíð gladdist pabbi í vina-
hópi, enda var hann fljótur að vinna
hug allra og öllum þótti vænt um
hann. Hugur pabba leitaði einnig á
heimaslóðir í Borgamesi, þá sérstak-
lega til systurdóttur sinnar, Gógóar
frænku, og Helga og móður sinnar.
Var ætíð vel tekið á móti okkur þeg-
ar við komum í heimsókn til okkar
fólks í Borgamesi.
Ég minnist pabba sem einstaks
ljúfmennnis og elskulegs drengs.
Hann var hæglátur í fasi og gerði
ekki miklar kröfur til lífsins. Alltaf
þótti mér þó vænt um að sjá hann
setjast upp á rúmstokknum og taka
lagið á orgelinu fýrir okkur, sem
hann gerði fram á síðasta dag, og
hvemig gleðin skein úr augum hans
um leið. Hann pabbi fékk sína síðustu
ósk uppíýllta, að fá að búa heima hjá
okkur á Borgarholtsbrautinni allt
fram á síðasta dag, og er það einnig
elskulegri móður minni að þakka,
sem hugsaði svo vel og innilega um
þig og stóð alltaf við hliðina á þér.
Elskulegi pabbi, við þökkum þér
fyrir allar þær ánægjulegu samvem-
stundir sem þú gafst okkur í gegnum
tíðina. Um leið og við söknum þín
biðjum við góðan Guð að opna faðm
sinn fyrir þér svo að þú megir hvfla í
friði.
Þinn
Hans Konrad.
t
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, amma
okkar og langamma,
SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR
fyrrverandi Ijósmóðir
frá Fossi á Skaga,
sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund miðvikudaginn 1. júlí, verður jarðsungin
frá Háteigskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 13.30.
Magnús Elíasson,
Vignir Ólafsson,
Margrét Eggertsdóttir,
Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir,
Sigrfður Jónsdóttir,
Kristín Magnúsdóttir, Sigurður R. Ragnarsson
og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR ÞÓRDÍS BERGSDÓTTIR,
Arnarhrauni 44,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 10. júlí kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
minningarkort Barnauppeldissjóðs Thor-
valdsensfélagsins, Austurstræti 4, Reykjavík,
sími 551 3509.
Guðbjörg Ljlja Oliversdóttir,
Jóhannes Örn Oliversson,
Bergur Sigurður Oliversson,
Sigríður Inga Brandsdóttir
og barnabörn.
INGA
HÁLFDANARDÓTTIR-
+ Inga Hálfdanar-
dóttir fæddist á
Bakka á Mýrum í
Austur-Skaftafells-
sýslu hinn 20. maí
1924. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjólgerði á Höfn
23. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hálfdan Ara-
son og Guðný Ein-
arsdóttir.
Eftirlifandi eigin-
maður Ingu er Ei-
ríkur Júlíusson.
Börn þeirra eru
Guðný Sigrún og Magnús Ást-
vald.
títför Ingu fór fram frá Hafn-
arkirkju hinn 29. maí.
Okkar kæra Inga amma er látin
eftir langa og erfiða baráttu við
hinn illvíga sjúkdóm, krabbamein.
Inga amma var okkur
systkinunum alla tíð afar kær og
við vorum svo heppin að eiga heima
í næsta húsi við ömmu og afa og
hittum við þau nær daglega. En nú
er Eiki afi orðinn einn í húsinu
þeirra og aldrei mun neinn geta
fýllt upp í það tóm sem amma
skilur eftir.
Stundum gistum við krakkarnir
hjá ömmu og afa, þá las amma
gjarnan fýrir okkm- eða sagði
okkur sögur og fór ætíð með bænir
með okkur fyrir svefninn. Amma
kunni líka mildð af kvæðum og
þulum, sem hún fór oft með og
kenndi okkur. Oft fórum við líka
yfir til ömmu í mat og hún var
einnig dugleg að gauka að okkur
einhverju úr garðinum
sínum, t.d. gulrót eða
káli, eða þá ávöxtum,
berjum eða einhverju
öðru hollu og góðu.
Það var alltaf gott að
vera hjá ömmu, hún
var svo hæg og róleg
og hafði svo góð áhrif
á þá sem í kringum
hana voru. Hún var
ætíð þolinmóð og natin
við okkur systkinin ogg,,
hafði gaman af að
grúska með okkur og
vinum okkar í hinu og
þessu. Hún kenndi
okkur margt um náttúruna, einkum
jurtir og lagði áherslu á að við
bærum virðingu fýrir náttúrunni.
Það var alltaf svo gaman að gera
eitthvað fýrir ömmu, hún var alltaf
svo þakklát og hrifin af öllu því sem
við bjuggum til sjálf handa henni,
hvort sem það var lítil mynd eða
heimabakaðar smákökur fyrir jólin.
Hún hélt til haga hverju því
smáræði sem við fóndruðum handa
henni og allt voru það dýrgripir í
hennar augum.
Elsku amma, þótt þú sért ekkim
lengur hér hjá okkur eigum við
dýrmætar minningar um þig og
vonandi höfum við lært það mikið
af þér, að við getum tekið þig okkur
til fýrirmyndar. Þú varst alveg
einstök amma og ef einhver verður
engill eftir dauðann, þá verður þú
það örugglega.
Sælir eru hjartahreinir því þeir
munu Guð sjá. (Matt. 5.8.)
Heiður Kristjana, Benedikt
Snævar, Sigrún Inga, Sara
Eik og Pálmi Geir.
t
Okkar ástkæra,
ÁGÚSTA KRISTÓFERSDÓTTIR,
Staðarhóli við Dyngjuveg,
Reykjavík,
lést mánudaginn 6. júlí.
Börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og aðrir ástvinir.
sr
+
Ástkær eiginmaður minn,
GUNNAR JÓNSSON,
Blikanesi 14,
Garðabæ,
lést mánudaginn 6. júlí.
Sigríður Regína Waage.
+
Ástkær eiginmaður, sonur minn og bróðir, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRKELL GUNNAR BJÖRGVINSSON,
Eyravegi 5,
Selfossi,
sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. júní, verður jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 13.30.
Friðsemd Eiríksdóttir
Sigríður Þórðardóttir,
Sigurður Björgvin Björgvinsson,
Þórður Þórkelsson, Lilja Hjartardóttir,
Sigurvin Þórkelsson,
Sveinbjörn Þórkelsson, Halla Thorlacius,
Eiríkur Þórkelsson, Unnur Lísa Schram,
Kristrún Þórkelsdóttir, Anton Örn Schmidhauser,
Helga Þórkelsdóttir, Arnar Halldórsson
og barnabörn.