Morgunblaðið - 08.07.1998, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Jl'
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrir-
bænir kl. 18.
Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Sr.
Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu á eftir.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn-
um í kirkjunni og í síma 567 0110.
Kletturinn, kristið samfélag. Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Kl.
18.30 er fj ölskyldusamvera sem hefst
með léttu borðhaldi á vægu verði. Kl.
19.30 er fræðsla og bæn. Bænastund
kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir.
BRIPS
Lmsjón Arnór G.
Ragnarsson
SÍÐASTA leiknum í dag í karla-
flokki var að Jjúka og unnu íslend-
ingar Svía 25-5 og eru komnir í 2.
sæti.
I kvennaflokki unnu ísl. konum-
ar Svía 18-12.
Staðan:
Karlaflokkur
1. Noregur 158
2. ísland 133
3. Svíþjóð 128
4. Danmörk 122
5. Finnland 100
6. Færeyjar 74
Kvennaflokkur
1. Svíþjóð 146
2. Noregur 132
3. Danmörk 123
4. Island 117
5. Finnland 106
Á morgun 4. júh' lýkur síðan
þessu móti, þá leikur opni flokkur-
inn við Norðmenn og Færeyinga.
I kvennaflokki spila íslensku
konumar við Finna og ljúka mót-
inu með yfirsetu.
I kvennaflokki spila: Hrafnhild-
ur Skúladóttir, Soffia Daníelsdótt-
ir, Amgunnur Jónsdóttir, Svala
Pálsdóttir og fyrirliði er Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
Upplýsingar um mótið er hægt
að fá hjá Bridgesambandi Islands
milli 13.00 og 17.00 í síma 587-9360.
Heimasíða með úrslitum frá
mótinu:
http://home.sol.no/— perlange/nor-
disk98p.html
N or ðurlandamótið
í Brids 1998
í DAG var spilaður seinni hálf-
leikurinn við Finna í karlaflokki og
unnu okkar menn 24-6, siðan léku
íslendingar við Dani og töpuðu 7-
23, og síðasti leikurinn í dag er við
Svía.
I kvennaflokki var einnig spilað-
ur seinni hálfleikurinn við Norð-
menn og og töpuðu íslensku kon-
umar 7-23. Síðan léku konumar
við Dani og var jafntefli 16-14 fyrir
Island og síðasti leikurinn í dag er
við sænsku konumar.
Á morgun, 4. júlí, lýkur síðan
þessu móti. Þá leikur opni flokkur-
inn við Norðmenn og Færeyinga.
I kvennaflokki spila íslensku
konumar við Finna og ljúka mót-
inu með yfirsetu.
I kvennaflokki spila: Hrafnhild-
ur Skúladóttir, Soffia Daníelsdótt-
ir, Amgunnur Jónsdóttir, Svala
Pálsdóttir og fyrirliði er Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
Upplýsingar um mótið er hægt
að fá hjá Bridgesambandi Islands
milli 13.00 og 17.00 í síma 587-9360.
Heimasíða með úrslitum frá
mótinu:
http://home.sol.no/— perlange/nor-
disk98p.html
FEB
22. júní sl. spiluðu 13 pör í einum
riðli.
Mánudagur
Eyjólfur Halldórsson - Pórólfur Meyvantsson 177
Þórarmn Ámason - Bergur Þorvaldsson 175
Karl Adólfeson-EggertEinarsson 171
Sæmundur Bjömsson - Magnús Halldórsson 165
Meðalskor
loo
Fimmtudaginn 25. júní spiluðu
15 pör.
Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 253
Sæmundur Bjömsson - Magnús Halldórsson 239
Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 233
Eggert Einarsson - Karl Adólfsson 231
Meðalskor 210
Mánudaginn 29. júní spiluðu 14
pör Mitchell.
NS
Þórarinn Amason-BergurÞorvaldss. 226
Ragnar Halldórsson - Hjálmar Gíslason 184
AlbertÞorsteinsson-Bjöm Amason 173
AV
Magnús Halldórsson - Sæmundur Bjömsson 195
BergfjótRafnar-SoffiaTheodórsdóttir 184
Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 174
Meðalskor 168
Og var þetta jafnframt síðasti
spiladagur fyrir sumarfrí. Við byrj-
um aftur 6. ágúst.
______________FBÉTTIR_____________
Námskeið um áráttu og þráhyggju
hjá börnum og unglingum
ENDURMENNTUNARSTOFNU
N Háskóla íslands stendur fyrir
námskeið um áráttu og þráhyggju
hjá bömum og unglingum, einkenni
þeirra, meðferð og framvindu, 14.
júlí nk.
í fréttatilkynningu segir: ,Árátta
og þráhyggja er algengt vandamál
hjá bömum og unglingum. Á nám-
skeiðinu verður fjallað um sálfræði-
legar og taugafræðilegar skýringar
á áráttu og þráhyggju, svo og með-
ferðarúrræði með megináherslu á
hugræna atferlismeðferð.
Námskeiðið er einkum ætlað sál-
fræðingum, geðlæknum og öðrum
sem koma að greiningu og meðferð
bama og unglinga með þetta vanda-
mál. Fyrirlesari verður þekktur fag-
maður á þessu sviði, Derek Bolton.
Hann er klínískur sálfræðingur við
Institute of Psychiatry og Maudsley
sjúkrahúsið við háskólann í London
þar sem hann starfar við kennslu,
meðferð og rannsóknir."
Upplýsingar og skráning hjá
E ndurmenntunar stofnun.
Dagbók lögreglunnar í Reykjavík 3. til 6. júlí
Ljósker skemmd við kirkju
og legsteinn fannst á heimili
HELGIN gekk vel fyrir sig hjá
lögreglu þótt ekki hafi skort verk-
efni. Meðal verkefna helgarinnar
var að handtaka karlmann sem
hafði skemmt þrjú Ijósker við
kirkju í austurborginni. Ekki ligg-
ur fyrir hvað manninum gekk til
með athæfi sínu. Þá hafði lögreglan
afskipti af fjómm ungmennum á
mánudag og fannst á heimili þeirra
legsteinn sem þau gátu ekki gefið
skýringar á.
Lögreglan fylgir strangt eftir
útivistarreglum, enda getur það
vart talist við hæfi að böm undir 16
ára aldri séu þar á ferH eftir mið-
nætti. Allir sem lögreglumenn telja
yngri en 16 ára eru krafðir um per-
sónuskilríki til að sanna aldur sinn.
Þeim sem ekki geta það er ekið í
athvarf lögreglu, ÍTR og Félags-
málastofnunar. Þessa helgi var 25
ekið þangað og foreldrar látnir
sækja afkvæmi sín.
Sá mannfjöldi sem safnast sam-
an um helgar í miðbænum hlýtur
að vera umhugsunarefni fleiri aðila
en lögreglu. Þótt ekki hafi verið
mikið um líkamsmeiðingar í mið-
bænum undanfamar helgar eftir
að hertar aðgerðir lögreglu hófust
em alltaf tilvik þar sem til átaka
kemur milli ölvaðra einstaklinga.
Enda vart við öðru að búast þar
sem fleiri þúsund ölvaðra einstak-
linga dvelja stundum saman.
Höfð vom afskipti af sex manns
þar sem þeir köstuðu af sér vatni á
almannafæri. Viðkomandi em
sektaðir fyrir athæfi sitt, en lög-
reglan hefur óskað eftir því við
borgaryfirvöld að gerð verði brag-
arbót á því að bjóða upp á salemis-
aðstöðu fyrir borgara sem sækja
miðborgina heim. Lausnar hlýtur
að vera að vænta í því máU á næst-
unni.
U mferðarmálefni
Mjög þung umferð var til borgar-
innar síðla á sunnudag en hún gekk
vel fyrir sig. Svo virðist sem umferð-
arhraðinn hafi lækkað nokkuð enda
var full þörf á því. Þessa helgi varð
lögreglan þó að hafa afskipti af tutt-
ugu ökumönnum vegna hraðaksturs
og sjö vegna ölvunaraksturs.
Bifreið var ekið á tvær aðrar
kyrrstæðar á Langholtsvegi á
laugardagskvöld. Tjónvaldur lagði
á flótta en var handtekinn skömmu
síðar af lögreglu. Hann er gmnað-
ur um að hafa ekið bifreiðinni und-
ir áhrifum áfengis og örvandi fíkni-
efna.
Líkamsmeiðingar
Karlmaður var handtekinn eftir
að hafa ráðist að manni í Banka-
stræti að morgni laugardags.
Þá komu tveir menn á miðborg-
arstöð síðla nætur sama dag eftir
að hafa orðið fyrir árás stúlku á
veitingastað. Rætt var við stúlkuna
sem sagði karlmanninn hafa sýnt
sér mikinn dónaskap og því hefði
hún slegið til hans. Karimanninum
var ekið á slysadeild af lögreglu.
Karlmaður var handtekinn eftir
tilkynningu um að verið væri að
bera hluti út úr íbúð í Árbæjar-
hverfi. Lagt var hald á talsvert þýfi
sem talið er vera úr geymslum á
staðnum. Bifreið var fjarlægð af
bílasölu á sunnudag en fannst síðar
af lögreglu á Suðurlandsvegi við
Bláfjallaafleggjara. Nokkrir ein-
staklingar vora fluttir á lögreglu-
stöð vegna málsins.
Kveikt var í bifreið sem stolið
var í Árbæjarhverfi að morgni
sunnudags. Þá var einnig reynt að
leggja eld að vinnuskúr í eigu
borgarinnar við Rauðavatn.
Þá var lögreglu tilkynnt innbrot
í iðnaðarhúsnæði í vesturbænum
að morgni sunnudags. Ekki liggur
Ijóst fyrir hvenær innbrotið var
framið en talsverðu magni af verk-
fæmm var stoHð og unnar
skemmdir á húsnæðinu. Tveir karl-
menn á tvítugsaldri vom hand-
teknir eftir að þeir höfðu unnið
skemmdir á sýningartjöldum við
Vatnsmýrarveg. Karlmennirnir
vora vistaðir í fangageymslu.
Brunar
Lögreglu var tilkynnt um eld í
húsnæði í vesturborginni aðfara-
nótt mánudags. Svo virðist sem
eldur hafi komið upp í kjallara
hússins. Tvær konur vom fluttar á
slysadeild vegna grans um reyk-
eitmn. Slökkvilið reykræsti húsið.
Aðfaranótt þriðjudags var lögreglu
tilkynnt um reyk í húsnæði i Skeif-
unni. Talsverðar skemmdir urðu á
staðnum.
Lokuðust inni í
anddyri banka
Tveir lokuðust inni í anddyri
banka í miðbænum að morgni laug-
ardags. Svo virðist sem bilun hafi
orðið á sjálfvirku opnunarkerfi.
Einstaklingamir höfðu ekki mikla
biðlund og bmtu sér leið út úr prís-
undinni og vora horfnir er lögregl-
an kom.
Þrír vom handteknir á laugar-
dag þar sem þeir vom að neyta
fíkniefna í nágrenni við Hlemm-
torg. Á einstaldingunum fundust
ætluð fíkniefni og sprautur.
R A Ð A U (3 L V S 1 i N G A
HÚ5NÆÐI ÓSKAST
íbúð óskast
Fjölskylda utan af landi óskar eftir 4—5 herb.
íbúð eða einbýlishúsi til leigu á höfuðborgar-
svaeðinu. Góðri umgengni og öruggum
greiðslum heitið.
Ahugasamir hafi samband við Unnstein í síma
434 1450 eða 853 4914.
TIL SÖLU
Veitingahús í
Vestmannaeyjum til sölu
Húseignin Kirkjuvegur21, sem er í eigu Spari-
sjóðs Vestmannaeyja, er til sölu. Hér er um
3ja hæða hús að ræða. Hús þetta hefur verið
notað undir veitingarekstur undanfarin ár.
Allar nánari upplýsingarveitirsparisjóðsstjóri
í síma 481 2100.
Sparisjóður Vestmannaeyja.
TILKYMWIIMGAR
Kaupi gamla muni
s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, mál-
verk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósa-
krónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil
og eldri húsgögn stór og smá.
Upplýsingar í símum 555 1925 og 898 9475.
Geymið auglýsinguna.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Bíldshöfði
73,5 fm rými með 3,8 m lofthæð. Einn salur.
WC. Góðar innkeysludyr. Verð 3,9 millj.
Áhv. 1,1 millj.
STÓREIGN
FASTEIBNASALA
Austurstræti 18, sími 551 2345.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 8. júlí
kl. 20.00
Kapellan — Gerðisstígur
— Þorbjarnarstaðir
Kvöldganga um forvitnilegar
slóðir í samvinnu við Umhverfis-
og útivistarfélag Hafnarfjarðar í
fylgd Jónatans Garðarssonar.
Ferð sem enginn ætti að missa
af. Verð 500 kr., frítt f. börn m.
fullorðnum. Brottför frá BSI,
austanmegin, og Mörkinni 6.
Hægt að koma á eigin farartækj-
um á bílastæðið við Kapelluna.
Dagsferð á Árbókarsíóðir,
laugardaginn 11. júlf.
Kl. 8.00 Hagvatn — Mosa-
skarð. Ökuferð og um 7 km
skemmtileg ganga frá Hagavatni
að Mosaskarði við Línuveginn.
Verð 2.800 kr.
Fræðsluferðin 17.—19.7.:
Leitin að Strandvíðinum.
Dagskrá er tilbúin. Bókið strax.
Helgarferðir:
Þórsmörk 10.—12.7. og
Fimmvörðuháls 11. —12.7.
Sunnudags- og miðvikudags-
ferðir í Þórsmörk.
„Laugavegsferðir" eru byrj-
aðar, næsta ferð 10.7.
Víkumar sunnan Borgarf jarð-
araystra 11.—15.7.
Fararstjóri: ína Gísladóttir. Síð-
asta tækifæri að panta er í dag.
ÉSAMBAND ÍSLENZKRA
____r KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.30. Friðrik Hilmarsson tal-
ar. Allir hjartanlega velkomnir.
ÝMISLEGT
■ Stjömukort
Persónulýsing,
framtíðarkort,
samskiptakort,
einkatímar.
Gunnlaugur
Guðmundsson.
Uppl. ■ síma 553 7075.
Sendum í póstkröfu.